Þjóðviljinn - 08.01.1987, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Qupperneq 13
Franskar herþotur geröu í gær loftárásir á líbýskar radarstöövar í Quadi Doum, norður af þeirri línu („rauöa línan“) sem skiptirChad í yfirráðasvæði stjórnar landsins og Líbýu og skæruliða. í stuttorðri tilkynningu franska varnamála- ráðuneytisins í gær sagði að ár- ásin hefði verið svar Frakka við árásum Líbýu sunnan „rauðu lín- unnar“ á sunnudaginn. Yfirvöld í Chad lýstu því yfir að fjórir menn hefðu látist í þeim árásum. Chir- ac, forsætisráðherra Frakka lýsti þeirri árás í gær sem „biti skor- dýrs“. Herinn í Chad sem studdur hefur verið af Frökkum, hefur að undanförnu reynt að hrekja Líbý- uher burt frá norðurhluta Chad með aðstoð skæruliða sem áður börðust gegn stjórnarhernum með aðstoð Líbýumanna. Yfir- völd í Chad hafa að undanförnu þrýst mjög á Frakka að skerast í leikinn með hernaðarmætti sín- um. (febrúar á síðasta ári gerðu Frakkar sprengjuárás á sama staðinn og þeir réðust á í gær. Um það bil 2000 járnbrautastarfs- menn í París sem nú eru í verk- falli, komu saman til mótmæla- fundar í miðborg Parísar í gær. Verkfall þeirra hefur nú staðið í þrjár vikur en Chirac forsætisráð- herra segist hvergi hvika frá þeirri ákvörðun að leyfa ekki meira en þrjú prósent launahækkanir meðal opinberra starfsmanna. Um það bil helmingur járnbrauta- samgangna landsins er nú la- maður. Metro, neðanjarðarjárn- brautakerfið í París, stöðvaðist nær alveg í gær og starfsmenn orkuvera héldu í gær áfram verk- falli sínu sem hófst í fyrradag. Skakki turninn í Písa á Ítalíu fékk í gær nokkuð óvenjulega „lyftingu". Þá hengdi ítalskur textílframleið- andi, Umberto Sala, 43,9 metra langt bindi í ítölsku fánalitunum á turninn. Sala telur þetta vera lengsta bindi sem framleitt hefur verið og vonast að sjálfsögðu eftir að komast í Guinnes heimsmetabókina. Þá ætlar hann að endurtaka leikinn bráð- lega, á frelsisstyttunni í New York. Hópur argentínskra lögfræðinga til- kynnti eftir síðustu helgi að þeir muni í dag kæra um það bil 700 manns, sem flestir eru foringjar í her landsins, fyrir brot á al- mennum mannréttindum á því átta ára tímabili sem herforingjar fóru með völd í landinu. Þessi tilkynning lögfræðing- anna kemur í miðju flóði nýrra ákæra á hendur valdamönnum innan hersins um ofbeldi gagnvart almennum borgurum. Þann 22. frebrúar taka gildi í landinu lög sem banna lögsókn á hendur svo til öllum foringjum innan hersins. Herinn varviðvöld í Argentínu frá 1975 til 1983. Fulltrúi lögfræðinganna sagði í fyrradag að þessir 700 menn séu flestir foringjar í hernum, einnig óbreyttir borgarar og lögreglu- menn. Hann sagði að lögfræð- ingahópurinn myndi tilkynna kærur sínar formlega á frétta- mannafundi í dag. í borginni Ba- hia Blanca í suðurhluta landsins bar rikissakssóknari í gær fram beiðni um að réttarhöld hæfust í 45 málum sem snerta meint mannréttindabrot. Þar að auki voru lögð þar fram 111 ákærur sama eðlis á mánudaginn síð- asta. Á tímum herforingjastjórnar í landinu hurfu um 9000 manns þegar stjórnvöld stóðu fyrir her- ferð á hendur vinstrisinnuðum skæruliðum. ERLENDAR FRÉTTIR j INGÓLFUR /OCinCP 1HJÖRLEIFSSON K t U I C K HEIMURINN Víetnam/Kína Barist á landamærum Kínverjum og Víetnömum ber ekki saman um þær landamœraskœrur sem átt hafa sérstað milliþeirra undanfarið. Hanoi útvarpið segir 500 kínverska hermenn hafa fallið á mánu- daginn. Kínverjar segjast hafa verið búnir að fella 200 landamœraverði Bangkok, Peking - Yfirvöld í Kína og Víetnam kenndu í gær hvort öðru um átök þau sem fréttir hafa borist um að átt hafi sér stað á landamærum ríkj- anna. Þá tilkynntu kínversk yfirvöld í gær að átök stæðu enn milli landamæravarða ríkj- anna. Embættismenn í Peking sögðu í gærmorgun að kínverskir landa- mæraverðir hefðu gert „kröftug- ar gagnárásir“ á víetnamskar her- sveitir undanfarna daga. Síðar í gærdag tilkynnti fréttastofan Nýja Kína að kínverskir landa- mæraverðir hefðu á mánu- dagsmorguninn síðasta „eytt 200 víetnömskum hermönnum“. í frétt frá víetnamska útvarpinu í Hanoi sagði í fyrrakvöld að um 500 kínverskir hermenn hefðu fallið fyrri byssum víetnamskra hermanna og átökin hefðu staðið stutt yfir. í frétt víetnamska út- varpsins sagði að mannfallið hefði orðið þegar kínverskar her- sveitir reyndu að ná hæðum Víet- nam megin landamæranna í Ha Tuyen héraði. Talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins sagði á fréttamannafundi í gær- morgun að fréttir Hanoi útvarps- ins væru uppspuni og leikurinn væri til þess gerður að blekkja alþyðu Víetnams og umheimsins. A undanförnum árum hefur komið nokkuð oft til átaka milli landamærasveita ríkjanna, allt frá því kínverskar hersveitir réð- ust inn í sex landamærahéruð árið 1979. Þær árásir voru sagðar í refsingarskyni fyrir innrás Víet- nama í Kampútseu árið áður. Sovétríkin/Afganistan Leita tímasetningar fyrir brottflutning nerja Sovétstjórnin gafí gœr út tilkynningu þar sem segir að hún sé tilbúin að setja tímasetningu á brottflutning sovéskra herja frá Afganistan Moskvu - Sovétríkin tilkynntu í gær að þau væru tilbúin að setja tímasetningu á brott- flutning sovéskra herja frá Af- ganistan ef slíkt gæti orðið til framdráttar tillögum Najbull- ah, leiðtoga Afganistan, um frið í landinu eftir rúmlega sjö ára stríð. í tilkynningu sovéskra yfir- valda sem gefin var út í gær sagði að Sovétstjórnin styddi að fullu tilraunir Kabúlstjórnarinnar til að ná sem fyrst samkomulagi um deilumálin í Afganistan í gegnum friðarviðræður sem Sameinuðu Þjóðirnar standa fyrir. Sátta- semjari Sameinuðu Þjóðanna er Diego Cordovez. Þær viðræður halda áfram 11. febrúar næstkomandi. Tilkynningin var birt af so- vésku fréttastofunni Tass, í kjöl- far heimsóknar utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Edúard Sjevardnadze, og utanríkismál- aráðgjafa Sovétstjórnarinnar, Anatólí Dobrínin til Afganistan. í tilkynningunni voru allir hlutað- eigandi í Afganistandeilunni hvattir til að taka vopnahléshug- myndina til alvarlegrar athugun- ar. Sovéskir herir hafa nú verið í Afganistan frá 1980 og er fjöldi sovéskra hermanna talinn vera rúmlega 100.0000 „Þeir sem ekki gera svo taka á sig ábyrgð fyrir áframhaldandi blóðbaði, fyrir áframhaldandi þjáningum afgönsku þjóðarinnar ásamt því að gera ástand alþjóða- mála ótryggara. í viðtali við af- gönsku fréttastofuna Bakhtar, sagði Sjevardnadze að samningar væru ekki aðeins undir því komn- ir að sovéskir herir yfirgæfu landið. Hann sagði að samningar byggðust fyrst og fremst á því að utanaðkomandi íhlutun í málefni landsins yrði stöðvuð. Nefndi hann þar sérstaklega Pakistan og „önnur lönd“ og sagði að þau fylgdu „viljandi eða óviljandi bandarískrí útþenslustefnu sem flækti enn frekar málin innan Af- ganistans og í næsta nágrenni." Diego Cordovez sem er aðstoðar-aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur að undanförnu staðið fyrir samningafundum milli Afganistans og Pakistans. Hann sagði í síðasta mánuði að það eina sem stæði nú í vegi fyrir því að samkomulag næðist væri tímasetning á brottflutningi sov- éskra herja frá Afganistan. Tékkóslóvakía Charta 77 með fréttamannafund Prag - Yfirvöld íTékkóslóvakíu gerðu í fyrrakvöld að nokkru misheppnaða tilraun til að koma í veg fyrir að mannréttindasamtökin Charta 77 héldu fund með frétta- mönnum. Nokkrir talsmenn samtakanna komust undan lögreglumönnum í fyrrakvöld og ræddu við erlenda fréttamenn í einkaíbúð. Lögregl- an handtók hins vegar fimm fé- laga hreyfingarinnar og hélt þeim í nokkrar klukkustundir svo þeim tækist ekki að vera viðstaddir fréttamannafundinn. Á honum voru kynntir nýir talsmenn Charta 77 fyrir þetta ár og birt sex síðna yfirlýsing. í yfirlýsingunni var lýst vonum um aukið lýðræði í landinu eftir tæplega tíu ára tímabil pólitískrar stöðnunar í kjölfar innrásar So- vétríkjanna í landið. Á miðjum fundinum fór rafmagn af íbúðinni og var hún lýst upp með kertum af jólatré sem var í íbúðinni. Óeinkennisklæddir lögreglu- menn athuguðu vegabréf frétta- manna þegar þeir komu af fund- inum. Tékknesk yfirvöld hafa alla tíð haft mikla gát á samtökunum þrátt fyrir smæð þeirra og ein- angrun í tékknesku samfélagi. Tæplega tvö þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsíngu samtak- anna þar sem ríkisstjórn landsins er hvött til þess að virða allar þær skyldur sem innlend og alþjóðleg lög setja þeim. Flestir þeirra sem hafa undirritað eru menntamenn og embættismenn sem voru rekn- ir úr flokknum eftir að hið svo- nefnda „Vor í Prag“ var liðið. Bretland Starfsmenn Rörsins í verkfall Starfsmenn neðanjarðarjárnbrautanna í Lundúnum sem nefndareru „The Tube“ ákváðu aðfara ísólarhringsverkfall nœsta sunnudag Lundúnum - Starfsmenn neð- anjarðarjárnbrautanna í Lund- únum ákváðu í gær að fara í sólarhrings verkfall þann 11. janúar næstkomandi til að leggja áherslu á kröfur sínar um laun, atvinnutækifæri og vinnuskilyrði. Atkvæðahlutfallið á fundi starfsmanna var næstum fimm á móti einum með því að fara í sól- arhringsverkfall. Neðanjarðar- járnbrautirnar í Lundúnum sem nefnast „Rörið“ (The Tube) ganga eftir einu elsta neðanjarð- arkerfi sinnar tegundar í heimin- um. Starfsmenn þeirra eru um 12.500 talsins. Talsmaður stjórn- ar neðanjarðarjárnbrautanna hélt því fram í gær að ekki væri um neinar deilur að ræða milli starfsmanna og stjórnar og því væri ekki nokkur ástæða til að fara í verkfall.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.