Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI SjómannaveiWalliö Þaö nöturlegt að sjómenn þurfi aö grípa til verkfallsvopnsins, til að ná aftur hluta af þeirri kjaraskerðingu sem ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók af þeim með lögum árið 1983, á sama tíma og hagur útgerðarinnar hefur aldrei verið betri. Samt er það svo að í þessu bullandi góðæri sjá sjómenn sig tilneydda til að stöðva fiskiskipaflotann. Má af þessu sjá að atvinnu- rekendur eru ekki tilbúnir að skila launafólki aftur þeirri kjaraskerðingu, sem það var látið taka á sig með lögboði þegar illa áraði hjá fyrir- tækjum og ríkissjóði. Hvorki sjómönnum né öðru launafólki er ætluð hlutdeild í góðærinu, sem nú ríkir hjá atvinnuvegunum. Þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar greip til þess að lækka skiptahlutfallið úr 84% í 71 % árið 1983, var sú lagasetning réttlætt með því að olíukostnaðurinn væri að sliga útgerðina. Síðan hafa veður skipast mjög í lofti og olían lækkað niður úr öllu valdi þannig að rökfærslan frá 1983 stenst ekki lengur. Samkvæmt upplýs- ingum frá Þjóðhagsstofnun skilaði olíuverð-' lækkunin útgerðinni rúmum einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári og hlutfall olíukostn- aðar af veltu útgerðarinnar lækkaði úr 18,3% árið 1985 í 10,9% á síðasta ári. Sjómenn hafa farið fram á að skiptaverðið hækki í 80%, sem er 4% undir því sem það var fyrir lagasetninguna. Það þýðir að hlutur sjó- manna hækkar um 9,5%. Útgerðarmenn hafa hinsvegar boðið sjómönnum 0,6% hækkun, sem er ekkert annað en blautur sjóvettlingur framan í andlit þeirra, sem sjá um að draga þá björg í þjóðarbúið, sem mikilvægust er. Útgerðin hefur ekki bara hagnast af olíuverð- lækkunum að undanförnu. Mikil eftirspurn og hagstætt verð á erlendum mörkuðum hafa or- sakað það að aldrei áður hefur verðmæti sjáv- arafla verið jafn mikið og á sl. ári. Útflutnings- verðmæti sjávarafurða jókst þá um 10 milljarða. Þjóðhagsstofnun hefur látið í það skína að sjómenn hafi þegar fengið það bætt, sem þeir misstu með lögum um kostnaðarhlutdeild árið 1983. í viðtali við Hólmgeir Jónsson, hagfræð- ing Sjómannasambandsins í Þjóðviljanum í gær, kom fram að niðurstöður Þjóðhagsstofn- unar eru byggðar á leiðréttingum, sem sjómenn hafa fengið á lífeyrisréttindum og fæðispening- um auk þess sem hækkun kauptryggingar er einnig reiknuð með. Telur Hólmgeir rangt að blanda saman kauptryggingu, sem eru lág- markslaun sjómanna og hlutaskiptakjörum. Því miður hafa margir fjölmiðlanna sýnt auka- atriðum þessarar deilu meiri áhuga en því sem hún snýst í raun og veru um. Hefur verið reynt að gera einhverskonar hetju úr skipstjóra rækj- utogarans Hafþórs, sem hefur neitað að verða við tilmælum samningsaðila og sáttasemjara. Nú hafa sjómenn hinsvegar unnið áfangasigur þar sem skipstjórinn hefur orðið við fyrirmælum útgerðar sinnar og siglt í land. Þetta atvik sýnir að nauðsynlegt er að í samningum séu skýr ákvæði, sem kveða upp úr um að svona atvik geti ekki endurtekið sig, einsog Austfirðingar hafa í sínum samningum. Töluverðar vangaveltur hafa orðið um að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar, einsog oft- lega áður þegar atvinnurekendur sjá hag sínum ógnað. Þjóðviljinn varar við slíkri valdníðslu. Rétt væri hinsvegar að ríkisstjórnin athugaði að afnema lögin frá 1983 um kostnaðarhlut- deildina, því þá væri deilan úr sögunni. -Sáf Mynd:E. Ól. LJOSOPIÐ þlÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ami Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: GarðarGuðjónsson, Ingólfur Hjörieifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarfcalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Utlltstelfcnarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglý8inga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Husmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgrelöslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreið8la: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. (Jmbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð ílausa8Ölu: 50 kr. Helgarblóð:55kr. Askrlftarverð á rnánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Laugardagur 10. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.