Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN—
Hvernig hefur þér líkað á
námskeiðinu í Háskólan-
um?
Starfsfólk Granda hf.
spurt
Guðrún Siguröardóttir
Mjög vel. Viö sem vinnum við
þetta daglega erum aö læra upp
á nýtt. Núna tekur maöur miklu
betur eftir öllu í vinnunni, gæðum
og slíku. Maður hugsar meira um
það en áður að þetta eru mat-
væli.
Elína Hallgrímsdóttir
Mjög vel. Ég hef örugglega
haft gagn af þessu. Þó ég hafi
unnið í frystihúsi í 15 ár þá er alltaf
hægt að læra eitthvað nýtt.
Gyða Thorberg
Alveg frábærlega vel. Ég hef
lært mjög mikið hér. Eitt það
mikilvægasta sem við lærðum
um var öryggi á vinnustað og
vinnuvistfræði, það er að segja
um vinnustellingar.
Hrafnhildur Haraldsdóttir
Mjög vel, ég hef haft mikið
gagn af öllum námskeiðunum tíu.
Eg tek fleiri svona námskeið ef
mér gefst kostur á, þetta er starf
sem mér líkar vel við.
Kristín Alda
Guðmundsdóttir
Mér líkaði mjög vel. Flestallt
var mjög fróðlegt og við lærðum
margt: hvað verður um fiskinn,
um öryggi á vinnustað, um gerla
og fleira.
FRÉTTIR
Björgunarsstörf
Vantar stjómstöð
Gunnar Bergsteinsson: Eigum að gerast aðilar að alþjóða-
samkomulagi um björgunarstörfá hafi úti
Islensk stjórnvöld ættu að taka
ákvörðun um það að gerast að-
ilar að samkomulagi Alþjóða sigl-
ingamálastofnunarinnar um
björgunarstörf á hafi úti, sagði
Gunnar Bergsteinsson forstjóri
Landhelgisgæslunnar í samtali
við Þjóðviljann þegar hann var
spurður að því hvaða stefnu hann
teldi að ætti að taka í björgun-
armálum íslendinga.
„fslendingar eru þegar aðilar
að Alþjóða siglingamálastofnun-
inni en hafa ekki gerst aðilar enn
að þessu samkomulagi sem tók
gildi 1979. í því er kveðið á um að
hver þjóð sjái um björgunarað-
gerðir á ákveðnu hafsvæði og hafi
til stjórnunar þeim aðgerðum
sérstakar stjórnstöðvar.
Slík stöð er ekki til hér á landi
og það getur valdið því að þegar
margir aðilar vinna saman þá er
ekki ljóst hver er ábyrgur fyrir
aðgerðum, né hver á að sjá um að
hafa samband og samstarf við
björgunarstjórnstöðvar erlend-
is.“
Gunnar sagðist telja að of dýrt
væri fyrir íslenska ríkið að koma
sér upp sams konar tækjabúnaði
og til dæmis herinn hefur yfir að
ráða, svo sem þyrlum sem geta
tekið eldsneyti á flugi. Þessi elds-
neytisvél hersins var ekki stödd á
landinu þegar Suðurlandsslysið
varð um jólin og þess vegna var
ekki hægt að senda þyrlu þaðan á
slysstað.
„Varnarliðið er hér fyrst og
fremst vegna sinna manna og þó
þeir séu alltaf boðnir og búnir til
að aðstoða okkur þá megum við
ekki stóla eingöngu á þá,“ sagði
Gunnar. „En við eigum enn langt
í land með að sjá um allar aðgerð-
ir á hafi úti sjálfir, því fjármagn er
takmarkað.“ -vd.
Eldri borgarar
Félags-
starf í
Sigtúni
Dagný Björgvinsdóttir, Kolbeinn Bjarnason og Guðni Franzson á æfingu í Safnaðarheimili Kristskirkju.
Tónlist
Þrir ungir í
Kristskirkju
Fyrstu tónleikar ársins á sunnudag
Fyrstu tónleikar Tónlistarfé-
lags Kristskirkju á nýbyrjuðu
ári verða í Safnaðarheimilinu Há-
vallagötu 16 nk. sunnudag kl. 17.
Þar munu koma fram þrír ungir
tónlistarmenn, Kolbeinn Bjarna-
son flautuleikari, Dagný Björg-
vinsdóttir píanóleikari og Guðni
Franzson klarinettleikari.
Þau flytja verk frá 18., 19. og
20. öld, eftir C.F.E.Bach, Schu-
mann, Sjostakóvíts, Hindemith,
Fukushima og Martino. Tvö síð-
asttöldu tónskáldin eru lítið sem
ekkert þekkt hér á landi, en þeir
eru frá Japan og Bandaríkjunum
og teljast í fremstu röð tónlistar-
manna í þeim heimshlutum. Er
flutningur verka þeirra liður í
þeim áformum félagsins að frum-
flytja sem mest af erlendum og
innlendum tónverkum.
Á þessum tónleikum verður
flautuleikur Kolbeins Bjarna-
sonar í fyrirrúmi. Hann leikur í
öllum verkunum, sem reyndar
eru öll með flautuna í forgrunni,
og eitt þeirra, Quodlibets (1980)
eftir Donald Martino er meðal
fegurstu og um leið erfiðustu ein-
leiksflautuverka sem samin hafa
verið á okkar tímum. Dagný
Björgvinsdóttir leikur á píanó í
hinum verkunum, en Guðni
Franzson leikur á klarinettu í 4
völsum eftir Sjostakovíts.
Tónlistarfélag Kristskirkju
mun gangast fyrir öðrum tón-
leikum í febrúar, þar sem þau
Simon Kuran, Sigurður I.
Snorrason og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir munu flytja verk
eftir Beethoven, Leif Þórarins-
son og tékknesk nútímaskáld, og
síðan eru m.a. áformaðir tón-
leikar með íslenskum nútíma-
verkum í apríl.
Félag eldri borgara í Reykjavík
heldur opið hús í Sigtúni við Suð-
urlandsbraut á laugardag kl. 14,
og verður opið fram eftir kvöldi.
Nú stendur yfir innritun í starfs-
hópa félagsins, og eru nú að fara í
gang hópar í bridge, féiagsvist,
dansi, leiklist og söng. Ægir Ól-
afsson starfsmaður félagsins
sagði í samtali við blaðið að hægt
,væri að bæta við nýjum hópum
eftir áhuga og þátttöku, og eru
allir Reykvíkingar, 60 ára og eldri
velkomnir.
Á laugardaginn verða einnig
umræður um möguleika félags-
manna á að fá afslátt í verslunum,
og þá verður stiginn dans eftir kl.
17 við harmóníkuundirleik
Hjálmars Helgasonar. Þá verður
einnig boðið upp á kaffiveitingar
og kvöldverð á kaffiteríunni.
Ægir Ólafsson sagði að félagar
í Félagi eldri borgara væru nú
4500, og hefði félagið gengist
fyrir opnu húsi í Sigtúni alla virka
daga síðastliðna 2 mánuði við
góðar undirtektir. Markmið fé-
lagsins er að auka og treysta fé-
lagsleg tengsl eldri borgara og
standa vörð um hagsmuni þeirra.
ólg.
Reykjavík
Skákþing
Skákþing Reykjavíkur 1987
hefst á sunnudag, 11. janúar,
»og verður tefit í félagsheimili
Taflfélags Reykjavíkur að Grens-
ásvegi 46.
í aðalkeppninni, sem hefst á
sunnudaginn kl. 14, munu kepp-
endur tefla saman í einum flokki
11 umferðir eftir Monradkerfi.
Keppni í flokki 14 ára og yngri
á skákþingi Reykjavíkur hefst
laugardag, 17. janúar kl. 14.
Lokaskráning í aðalkeppnina
er á laugardag, 10. janúar kl. 14—
18, og er öllum heimil þátttaka.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. janúar 1987