Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 15
TÓNUST Góð tilfinning á sinfóníutónleikum undir stjórn Páls Pampiclers Pálssonar, s.l. fimmtudag. Páll Pampichler Pálsson stjórnaði fyrstu Sinfóníutónleik- unum á árinu s.l. fimmtudags- kvöld. Hófust þeir með stuttu verki eftir Jón Leifs: Þrjár óhlut- rænar myndir op 44. Það var skemmtilegt en minnti um leið á að Jón Leifs liggur enn óbættur hjá garði; öll hans stærstu verk bíða enn flutnings hér á landi. Páll er eini stjórnandinn sem hef- ur sýnt einhverja viðleitni til að flytja verk Jóns og honum væri treystandi til að standa fyrir upp- færslum á Eddunum eða Baldri. Að vísu hefði mátt vera meiri blæbrigðanákvæmni í flutningi myndanna, sem eru viðkvæmar smásmíðar um Ijós og skugga, en tilfinningin var góð í öllum at- riðum. í Symphonic concertante fyrir píano og hljómsveit eftir pólsk i snillinginn Szymanowsky var mættur til leiks ágætur píanisti frá Wiem, Elzbieta Zajac-Wiedner. Þessi konsertsinfónía er marg- slungin og gerir á köflum miklar kröfur til einleikara og hljóm- sveitar og var þeim svarað með hinum mestu ágætum. Hinsvegar var Steinway hússins ekki í lagi, og þyrfti að athuga hann við fyrsta tækifæri. Lokaverkið, h-moll sinfónía Borodins hljómaði nokkuð vel undir stjórn Páls. Að vísu var spilið ekki alltaf jafn hreint og áhugi hljómsveitarinnar eða at- hygli ekki alveg upp á sitt besta. Það er vandinn við flutning svona miðlungsverka, að spennan í leiknum vill detta niður við minnstu slökun og útkoman verður annarsflokks Tsjækofsky. í heildina voru þetta þó skemmti- legir tónleikar og algjörlega án belgings og yfirlætis. Já, kannski einum of hógværir fyrir minn smekk, sem er hinsvegar ekki til fyrirmyndar. LÞ Ljóða- söngur Margrét Bóasdóttir sópran- söngkona og Margrét Gunnars- dóttir píanóleikari fluttu okkur ljómandi ljóðaprógramm í Gerðubergi um daginn. Þetta voru afskaplega menningarlegir tónleikar, með lögum eftir nokkra stórmeistara ásamt verk- um smærri spámanna. Söngkon- an hefur ágæta rödd að upplagi. Hún er ekki sérlega mikil að vísu, en nýtist vel. Ekki er hún þó jafn blæfögur á öllum sviðum og vill missa hljóminn ef styrkurinn fer mikið yfir mf. En Margrét hefur góða tilfinningu fyrir ljóði og lagi og söngur hennar í lögum eftir Hugo Woif, og þó sérstaklega Gabriel Fauré, var með miklum ágætum. Margrét Gunnarsdóttir að- stoðaði söngkonuna af miklu ör- yggi, gerði hvergi of mikið, en studdi vel við þar sem við átti. Ég hef aldrei áður komið í Gerðuberg og það gladdi mig mikið að heyra hljóminn í þess- um fallega sal. Þarna er alveg upplagður staður fyrir kammer- músík. Og ekki virðist fjarlægðin frá miðbænum hindra aðsóknina, því þarna var húsfyllir kúltíve- raðra áheyrenda alls staðar af landinu. Þvi skyldi Breiðholtið ekki geta orðið menningarhá- borg landsins? Lausnarinn var frá Nasaret. LÞ Fiðlu- fengur Það var yndislegt að sjá og heyra þrjár ungar dömur spila á fiðlur í Áskirkju s.l. miðvikudag. Þetta voru þær Auður Haf- steinsdóttir og Bryndís Pálsdótt- ir, sem leika á venjulegar fiðlur, og Svava Bernharðsdóttir víólu- leikari, en þær hafa allar stundað nám í Bandaríkjunum undanfar- in ár. Það segir sig sjálft að efnisskrá- in var ekki viðamikil og saman- stóð hún af dúettum og tríóum eftir Mozart, Martinu, Dvorák og Kodaly. En hún var skemmti- leg, því öll eru þessi verk fyrsta- flokks músík. Mátti heyra margt fallegt í leik stallnanna þriggja, sérstaklega í verkum Martinus og Kodalys. Mozart er líklega einum of snúinn til að honum verði gerð almennileg skil á þessu stigi, en Terzett Dvoráks heyrði ég ekki nema að hluta. Það er enginn vafi að þessar stúlkur eru allar músíkantar í húð og hár og eiga eftir að ná langt á listabrautinni. Fylgja þeim mikl- ar hamingjuóskir frá öllum sem unna tónlistinni. Þetta var mikill fiðlufengur. LÞ Laugardagur ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15 SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA3 SÍMI (91)681411 Starf í brunadeild Starf áhættueftirlits- og tjónaskoöunarmanns er laust til umsóknar. Hæfni í mannlegum samskiptum og vilji til að takast á við ný og fjölbreytt verkefni og haldgóð undirstöðumenntun nauðsynleg. Viðkomandi verður að hafa bifreið til umráða. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Starfsmannahaldi, Ármúla 3, sími 681411. Samvinnutryggingar g.t. LAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVÍKURBORG Starfsfólk óskast á kaffistofu Árbæjarskóla. Upplýsingar veittar á skólaskrifstofu í síma 28544. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 SÍMI (91)681411 Starf sendimanns Óskum eftir að ráða í starf sendimanns tíma- bundið. Góð framkoma ásamt lipurð og árverkni nauðsynleg. Viðkomandi verður að hafa bifreið til umráða. Upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Starfs- mannahaldi, Ármúla 3, sími 681411. SAMVINNUTRYGGINGAR g.t. Auglýsið í Þjóðviljanum SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI (91) 681411 Starf í brunadeild Starf áhættueftirlits- og tjónaskoðunarmanns er laust til umsóknar. Hæfni í mannlegum samskiptum og vilji til að takast á við ný og fjölbreytt verkefni og haldgóð undirstöðumenntun nauðsynleg. Viðkomandi verður að hafa bifreið til umráða. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Starfsmannahaldi, Ármúla 3, sími 681411. SAMVINNUTRYGGINGAR g.t. LAUSAR STÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Starfsfólk óskast í heimilishjáip. Heilsdags og hlutastarf. Hentugt fyrir húsmæður og skólafólk sem hafa tíma aflögu. Vinsamlegast hafið samband við heimilisþjón- ustu, Félagsmálast. Reykjavíkurborgar, Tjarn- argötu 11. Sími 18800. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 11,5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Fóstrur - starfsfólk Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður á dagvistarheimilum bæjarins lausar til umsóknar: Fóstru eða starfsfólk við uppeldisstörf á dag- vistarheimilinu Marbakka. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 641112. Fóstru eða starfsfólk við uppeldisstörf að skóladagheimilinu Dalbrekku. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41750. Einnig eru lausar stöður fóstra eða starfsfólks við uppeldisstörf ádagvistarheimilum bæjarins. Um- sóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun, Digra- nesvegi 12. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Starfskraftur óskast í hálft starf á skóladag- heimili Breiðagerðisskóla. Upplýsingar veitir for- stöðumaður í síma 84558. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Eftirtaldar stöður skólatannlæka eru lausar til umsóknar: í Árbæjarskóla vinnutími kl. 13.00-17.00 í Hagaskóla vinnutími kl. 8.00-12.00 og 13.00-17.00 í Hólabrekkuskóla vinnutími kl. 8.00-12.00 oq 13.00- 17.00 í Heilsugæslustöð Árbæjar til aö þjóna Selárskóla og elstu bekkjum Árbæjarskóla. A/innutími kl. 8.00-12.00 og 13.00-17.00 Upplýsingar gefur yfirskólatannlæknir í síma 22400. Umsóknareyðublöð fást afhent á Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur. Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, 5. hæð eigi síðar en 15. janúar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.