Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR
Erlendir námsmenn
Búum við sultarkjör
„Víða svo komið að námsmenn verða að sætta sig við húsnœðiog
aðbúnað sem alls ekki væri talinn mannsœmandi hérheima“
Kvennalisti
Kristín
út eftir
2ár
Kristín Halldórsdóttir þing-
maður Kvennalistans á
Reykjanesi hefur lýst því yfir að
nái hún kosningu í þingkosning-
unum í vor, mun hún eftirláta 2.
manni á lista flokksins þingsætið
þegar 2 ár eru liðin af kjörtíma-
bilinu.
Framboðslisti Kvennalistans í
Reykjaneskjördæmi hefur verið
ákveðinn og skipar Anna Ólafs-
dóttir Björnsdóttir sagnfræðing-
ur úr Bessastaðahreppi 2. sætið
en Kristín Halldórsdóttir er
áfram í 1. sæti. í þriðja sæti er
Sigrún Jónsdóttir þjóðfélags-
fræðingur Kópavogi, Kristín Sig-
urðardóttir sölukona, Mosfells-
hreppi í 4. sæti og Þórunn Frið-
riksdóttir kennari úr Keflavík í 5.
sæti.
Fornleifafrœði
Rit um
Kópavogs-
þingstað
Sagtfrá uppgreftri á
þingstaðnum í Kópavogi
Komin er út bókin Rannsókn á
Kópavogsþingstað, sem hefur
að geyma greinargerð Guðrúnar
Sveinbjarnardóttur, fornleifa-
fræðings, um uppgröft og rann-
sóknir á minjum, sem upp komu á
þingstaðnum í Kópavogi.
í inngangi segir Guðrún m.a.:
„Rannsókn ætlaðs þingstaðar í
Kópavogi, sem fram fór á árun-
um 1973-1976, er fyrsta skipulega
rannsóknin sem gerð hefur verið
á þingstað hér á landi. Nú stendur
Fjóðminjasafn íslands fyrir upp-
greftri á leifum þingstaðar í Þing-
nesi við Elliðavatn. Það þing mun
vera eldra en Kópavogsþingið og
ætti því að þeim rannsóknum
loknum að hafa fengist betri
mynd af því, hvernig íslenskir
þingstaðir litu út og jafnframt
möguleiki á að bera saman mis-
munandi tímaskeið þeirra.
Þingstaðurinn í Kópavogi er
einn af þekktari þingstöðum
landsins, og þá aðallega fyrir
Kópavogseiðana svonefndu, sem
þar voru unnir árið 1662. Tals-
verðar rústaleifar voru sjáanlegar
á staðnum fyrir uppgröft, en að
auki minna dysjar umhverfis
staðinn á aftökur þær, sem þar
áttu sér stað. Hjónadysjar eru
enn allmikil þúst rétt austan við
Hafnarfjarðarveginn. Vega-
vinnumenn rákust á dysina árið
1938, og fundu hauskúpu með
miklu hári og aðra beinagrind
hauslausa... Systkinaleiði munu
nú vera undir Fífuhvammsvegin-
um...
Rannsókn sú, sem hér birtist
skýrsla um, var gerð fyrir Kópa-
vogsbæ á þeim stað, þar sem talið
er, að þingið hafi verið haldið.“
Kopavogsbær kostaði uppgröft-
inn.
Bókin fæst í Bókasafni Kópa-
vogs, Bókabúðinni Vedu í
Hamraborg, hjá Sögufélaginu og
í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar og Máli og menningu. Bók-
in er með myndum, uppdráttum
og úrdrætti á ensku.
Útgefandi er Kópavogsbær.
Mcnntamálaráðherra skar
framfærslu námsmanna nið-
ur um 15% í byrjun árs og stjórn
lánasjóðsins leyfir sér svo að hæl-
ast yfir greiðsluafgangi sem feng-
inn er með því að svelta náms-
menn. Víða er nú svo komið er-
lendis að námsmenn verða að
sætta sig við húsnæði og aðbúnað
sem alls ekki væri talinn
mannsæmandi hér heima. Við
viljum benda á það að lánin eru
nú langt fyrir neðan lægstu
launataxta verkalýðsfélaganna.
5 starfsmcnn Granda hf.
fengu í gær afhent próf-
skírteini í Félagsstofnun stúdenta
að loknum tíu bóklegum nám-
skeiðum í Háskóla Islands og
tveimur verklegum námskeiðum
á vinnustað.
Vinningsfjárhæð í Lottóinu
þær sex vikur sem það hefur
starfað nemur samtals um 22
milljónum króna og vinningshaf-
ar eru orðnir tæplega 42 þúsund,
sem þýðir að sjötti hver Islend-
ingur hefur hlotið vinning, að
meðaltali. 40% af innkomu fer í
vinninga þannig að heildarveltan
er þegar komin yfir 50 miljónir.
Á fyrstu sex vikunum hafa tæp-
lega 11 milljónir króna farið í 1.
Við skorum á menntamálaráð-
herra að fara að lögunum frá
1982 og tryggja námsmönnum
100% framfærslu í samræmi við
þau, segir m.a. í ályktun jóla-
fundar SÍNE um frumvarpsdrög
Sverris Hermannssonar að nýj-
um lánasjóðslögum.
SINE lýsir í ályktuninni yfir
algerri andstöðu við meginhug-
myndir frumvarpsins en segist
geta fallist á þær breytingar sem
samstarfsnefnd námsmanna hef-
ur lagt til að gerðar verði til að
Þetta er í fyrsta sinn sem fisk-
vinnslufólk sækir fræðslu með
þessum hætti í Háskóla íslands.
Þátttakendur í námskeiðunum fá
starfsheitið sérþjálfaður fisk-
vinnslumaður og því fylgir 1300
króna kauphækkun á mánuði.
vinning. 13 manns hafa verið með
fimm tölur réttar það sem af er og
hafa því að meðaltali hlotið um
846 þúsund krónur hver. Sá
heppnasti til þessa hlaut sem
kunnugt er 3,2 milljónir króna í
annarri leikviku.
Sölustaðir Lottós 5/32 eru nú
komnir vel yfir eitt hundrað um
mest allt land og stöðugt er unnið
að því að fjölga sölukössum. Sala
fer fram alla daga vikunnar nema
sunnudaga. Fram að þessu hefur
hækka greiðsluhlutfall námslána.
Að öðru leyti vilja SÍNE félagar
lögin frá 1982 óbreytt.
Þrátt fyrir glaðbeittar yfirlýs-
ingar ráðamanna um áframhald-
andi hagþróun byggða á eflingu
vísinda og hátækni er ljóst að al-
gjört stefnuleysi og ringulreð rík-
ir í málefnum æðri menntunar á
íslandi. Fjárskortur Háskóla ís-
lands er eitt gott dæmi um þetta
og námsmönnum erlendis finnst
aðstöðuleysi þar stinga í augun ef
Þessi námskeið eru seinni
áfangi í fræðslustarfis sem hófst
þegar fiskvinnslufólk gerði fast-
ráðningarsamning við Granda hf.
en fyrri áfangi hófst þá og hefur
staðið nær óslitið það sem af er
vetri. - vd
sala verið minnst fyrsta söludag
hverrar viku, en farið stighækk-
andi með hverjum degi og náð
hámarki á laugardögum, þegar
dregið er í beinni útsendingu í
Sjónvarpinu. Mest hefur salan á
einum degi orðið laugardaginn 3.
janúar, þegar hún nam tæplega
8,2 milljónum króna.
Verslunin Ösp í Hafnarfirði
hefur verið söluhæsti umboðs-
maðurinn í öllum leikvikum fram
til þessa.
borið er saman við erlenda há-
skóla. Fyrirhugaðar breytingar á
lánasjóðnum munu ekki gera
annað enn að auka enn fremur
þann vanda sem við er að etja.
Háskóli íslands er þegar yfirfull-
ur og getur ekki tekið við náms-
mönnum sem hugsanlega hrökkl-
uðust úr námi erlendis og slíkt
mundi auka þá einangrun sem fs-
land býr óhjákvæmilega við í
málefnum vísinda og mennta,
segir að lokum í ályktun SÍNE
fundarins.
Ungt fólk
Friðarhátíð
í Stokkhólmi
Stefntað þvíað hópur
fari frá íslandi. Fundaðá
sunnudag
Friðarhátíð Norðurlandanna
verður haldin í Stokkhólmi í sum-
ar og er í undirbúningi að hópur
ungs fólks héðan fjölmenni á hát-
íðina með sérstaka dagskrá.
Undirbúningsfundur vegna
friðarhátíðarinnar verður hald-
inn á sunnudaginn kl. 16.00 í
húsakynnum Iðnnemasambands-
ins að Skólavörðustíg 19 og eru
allir áhugasamir hvattir til að
mæta.
Síðan kjarnorkusprengjunni
var varpað á Hiróshima hafa ver-
ið sprengdar meira en 1580 kjarn-
orkusprengjur á jörðinni. Þessar
tilraunasprengingar eru undir-
búningur undir kjarnorkustyrj-
öld og þær verður að stöðva ef
afvopnun á að verða eitthvað
annað en orðið tómt, segir í frétt-
atilkynningu frá undirbúnings-
hópi.
Þá er ráðgert að ungt fólk
hvaðanæva úr heiminum fjöl-
menni til Nevada í Bandaríkjun-
um í sumar til að mótmæla til-
raunasprengingunum sem þar
fara fram.
Kvenréttindafélagið
Afmælis-
sýning á
myndverkum
kvenna
Kvenréttindafélagið heldur upp
á 80 ára afmæli sitt í lok þessa
mánaðar og mun minnast þess
með margvíslegum hætti. M.a.
verður haldin myndlistarsýning á
verkum eftir konur í nýjum sam-
komusal félagsins í kjallara
Kvennaheimilisins á Hallveigar-
stöðum. Sýningin verður opnuð
23. janúar og mun standa fram í
febrúar.
Ætlunin er að meginviðfangs-
efni myndverkanna snerti konur
á einhvern hátt og eru þær konur
sem áhuga hafa á að senda verk á
sýninguna beðnar að skila inn
verkum að Hallveigastöðum í
síðasta lagi n.k. mánudag frá kl.
17-19.
Laugardagur 10. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Aðalheiður Fransdóttir tekur hér við prófskírteini sínu úr hendi Svavars Svavarssonar. Mynd Sig.
Fiskvinnslufólk
Prófskírteini afhent
Fiskvinnslufólk í Granda lauk námskeiðum ígœr og tók
við skírteinum. Fær 1300 króna kauphœkkun
Lottó
Heildarveltan yfir 50 milljónir
Landsmenn haldnir Lottóœði. Miðar seldust fyrir rúmar 8 miljónir sl. laugardag