Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 12
DÆGURMAL
Lækna-
stofa
Hef opnaö læknastofu
í Læknastöðinni Álf-
heimum 74,
sími 686311.
Sigurður Thorlacius
Sérgrein: Heila- og
taugasjúkdómar.
NYJUNG!
VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
Á RAFTÆKJUM
Er bilað raftæki á heimilinu t.d.
brauðrist, hraðsuðuketill, kaffivél,
vöfflujárn, straujárn, rakvél, ryksuga,
lampi eða eitthvert ámóta tæki? Ef
svo er komdu með það í
viðgerðarbílinn og reyndu
þjónustuna
Viðgerðarbíll verður staðsettur vfð
eftlrtaldar verslanlr samkvæmt
tímatöflu
ÞRIÐJUDAGAR:
Grímabœr, Efstalandi26
kl. 1030 til 1230
Verslunin Ásgeir, TindaseHS
kl. 16°°til 1800
MIÐVIKUDAGAR:
Verslunln Árbæjarkjör, Rofabæ 9
kl. 1030 til 1230
Kaupgarður, Englhjalla 8
kl. 16°°til 1800
FIMMTUDAGAR:
Verslunln Kjöt og fiskur,
Seljabraut 54
kl. 1030 til 1230
Hólagarður, Lóuhóium 2-6
kl. 16°°til 1800
FÖSTUDAGAR:
Verslunln Breiðholtskjör,
Arnarbakka 4-6
kl. 1030 til 1230
Fellagarðar, Eddufelll 7
kl. 16°°til 1900
RAFTÆKJAVIDGERDIR
SÆVARS SÆMUNDSSONAR
VERKSTÆDI - VIOGERDARBÍLL
ÁLFTAHÓLUM 4 - SlMI 72604
MARKAÐURINN
Grensásvegi 50
auglýsir:
HLJOMTÆKI
Kassettutæki frá kr. 7.000.';
Magnarar frá kr. 7.000.-
Hátalarar frá kr. 2.500.-
Ferðatæki frá kr. 4.000.-
Litasjónvörp frá kr. 8.000.-
Hljómtækjaskápar
Bíltæki
Tölvur og fleira
SKÍÐAVÖRUR
Okkur vantar nú þegar í
sölu skíðavörur af flestum
stærðum og gerðum.
MARKAÐURINN
Grensásvegi 50
Sími 83350.
Fjórir gamlir í hettunni
Árið 1986 vilja margir nefna
ár gamla popparans vegna
þess hve margar „gamlar“
poppstjörnur sendu þá frá sér
plötur sem féllu vel i kramið
hjá plötukaupendum. Mesta
velgengni og vinsældir þess-
ara gamlingja, sem nánar til
tekið eru af Bítla- og hippakyn-
slóð - beggja megin við fertugt
- hefur Paul Simon hlotið fyrir
plötu sína Graceland, sem er
líka alveg einstök að gæðum
og frumleik. Við skulum rétt
kíkja á plötur fleiri kappa af
þessari miklu músikkynslóð,
sem út komu 1986.
Bob Dylan
sendi frá sér bæði gamalt efni og
nýtt: 5 platna kassa með áður
óútgefnu efni eða aðrar útgáfur
af gömlum lögum; ómissandi
eign fyrir alla Dylan-aðdáendur,
og fylgja athugasemdir við hvert
lag. Seinna á árinu kom breið-
skífan Knocked out loaded, reglu-
lega góð Dylan-plata - Dylan-
rokk með gospelívafi og bak-
raddabandið er yndislegt. Dylan
er ekki einráður í músiksmíðinni,
heldur leggja honum lið: rithöf-
undurinn Sam Shepard í
Bronswille Girl, 11 mínútna
langri frásögn sem spunnin er út
frá endurminningum um kvik-
mynd með Gregory Peck; Tom
Petty í Got my mind made up þar
sem Tom og Mike Campbell
leika verulega skemmtilega á gít-
ar; og Carole Bayer Sager semur
með Dylan Under your spell, en
sú ágæta kona hefur samið marg-
an góðan textann um dagana,
eins og t.d. That’s what friends
are for, sem Dionne Warwick,
Gladys Knigth, Stevie Wonder
og Elton John sungu á plötu til
styrktar baráttunni gegn eyðni.
Pað má kannski líka geta þess að
Carole er nú gift lagasmiðnum
Burt Bacharac sem samdi „vina-
lagið“, en Dionne Warwick var
einmitt fræg fyrir það á 7. ára-
tugnum að syngja lög Bacharacs
og þáverandi félaga hans Hals
David. En þetta var nú langur
útúrdúr frá honum Bob Dylan -
en það er líka nóg að bæta við um
hann, að þessi plata hans Knock-
ed out loaded er reglulega góð og
auk nefndra laga má ekki gleyma
They killed him eftir Kris Kristof-
ferson, þar sem taldir eru upp
nokkrir mannkynsfrelsarar sem
maðurinn sjálfur hefur drepið.
Lou Reed
er einn þeirra sem Bob Dylan
flytur þakkir á löngum lista á nýj u
plötunni sinni... og það er þannig
með Lou Reed að rokkið á hon-
um meira að þakka en flestir gera
sér grein fyrir. Hann var einn af
meðlimum Velvet Underground
sem skemmti í listaverkstæði
Andys Warhol á 7. áratugnum og
hefur alla tíð síðan þá verið trúr
einföldu, hráu rokki með góðum
textum úr daglega lífinu, sem oft
hefur verið í hrjúfari kantinum
hjá Lou. Hann hefur alla tíð haft
áhrif á aðra rokkara, allt frá Da-
vid Bowie til pönkara og ný-
bylgjumanna fyrr og nú. Þekkt-
asta lagið hans er líklega Walk on
the wild side og ekki er líklegt að
nokkurt lag á nýjustu plötunni
hans Mistrial slái það út. Eigi að
síður er þar flest áheyrilegt og er
mikil tilbreyting á öld hljóðgerfl-
anna að heyra þá svo sparlega
notaða þegar svo ber undir
(trommur og bassi af og til hljóð-
gerfð) með gítar, bassa og
trommum. Textarnir eru þjóðfél-
agsádeilur, engar messur. Erfitt
að nefna bestu lögin, en sérstak-
ast er þegar Lou fer hálfur í föt
rapparans í The Original Wrapp-
er.
Van Morrison
er einn af þessum tónlistar-
mönnum sem kollegarnir dá og á
sér fast fylgi meðal plötu-
kaupenda. En ekkert útlit er fyrir
að þessi rauðhærði íri verði aftur
frægur meðal almennings alls,
eins og þegar hljómsveit hans
Them flutti á Bítlatímum Here
comes the night og Gloria, sem
Doors og Patti Smith tóku seinna
til meðferðar. En sem betur fer á
Van Morrison nógu marga aðdá-
endur til að halda áfram að gefa
út sínar fallegu afurðir. Sú síðasta
heitir No Guru, No Method, No
Teacher og flýtur öll sömul eins
og tær bergvatnsá inn um eyru
manns og út í taugakerfið. Og
reyndar ekki bara eins og ein á,
heldur fljóta náttúruöflin og
möguleiki á innri og ytri friði með
straumnum. Petta er seiðandi dá-
leiðsla... maður hlustar ekki á
eitt lag, heldur öll í einu.
Steve Winwood
var kosinn andlit ársins í breska
poppblaðinu Rave ef ég man rétt
þegar hann var ungur drengur
innan við tvítugt á 7. áratugnum í
The Spencer Davis Group. Pað-
an lá leið hans í Traffic og Blind
Faith, og hann varð enn dáðari
meðal poppáhangenda. En Steve
Winwood var aldrei hrifinn af
poppstjörnuhlutverkinu og gafst
hálfpartinn upp á bransanum
eftir hamaganginn í kringum súp-
ergrúppuna Blind Faith (Winwo-
od, Eric Clapton, Ginger Baker
og Rick Grech) sem aðeins náði
að gera eina breiðskífu. Síðan þá
hefur hann haft heldur hægt um
sig, spilað inn á plötur með öðr-
um og gefið út einar 4 sólóplötur.
Sú síðasta, Back in the hig lifc,
hlaut ágætar viðtökur í Banda-
ríkjunum, þar sem Steve virðist
vinsælli en heima hjá sér í Bretó.
Og mér er kannski líkt farið og
Bretanum að hafa líkað betur við
minn mann með Spencer Davis
og Traffic - en Steve er alltaf jafn
góður tónlistarmaður og söngv-
ari. Og þótt blús og hippaáhrif
hafi vikið fyrir smáfönk- og disk-
óáhrifum er þetta fín plata.
A.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. janúar 1987