Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR
Knattspyrna
Magnús í
Ármann
Magnús Bergs, fyrrum lands-
liðsmaður, hefur verið ráðinn
þjálfari Ármenninga fyrir næsta
keppnistímabil. Ármann féll í 4.
deild sl. sumar en fær tækifæri til
að halda sæti sínu í 3. deild vegna
fjölgunar liða þar með aukaleik
við Leikni Reykjavík í mars.
Magnús lék með Val en síðan
var hann atvinnumaður hjá Dort-
mund og Braunschweig í Vestur-
Þýskalandi, Tongeren í Belgíu og
Racing Santander á Spáni. Hann
hætti að leika knattspyrnu fyrir
tveimur árum og hefur ekki tekið
ákvörðun um hvort hann leikur
með Ármannsliðinu. -VS
Stjörnuhlaupið
Fyrsta hlaup ársins á vegum Víða-
vangshlaupanefndar FRÍ fer fram í
dag. Það er Stjörnuhlaup FH sem
hefst kl. 14 við Lækjarskóla í Hafnar-
firði. Karlar 35 ára og eldri og 19-34
ára hlaupa 8 km, konur, drengir,
telpur og piltar 3 km. Frjálsíþrótta-
deild FH hefur umsjón með hlaupinu,
sími 52403.
Badminton
noregi
ísland og Noregur leika í dag
landsleik ■ badminton í Kristians-
and og verður hann sýndur beint í
norska sjónvarpinu. íslenska lið-
inu var sérstaklega boðið í þenn-
an leik í tilefni opnunar nýrrar
badmintonhallar í Kristiansand.
íslenska liðið er skipað fjórum
leikmönnum úr TBR sem eru
Broddi Kristjánsson, Árni Pór
Hallgrímsson, Þórdís Edwald og
Elísabet Þórðardóttir. Þau taka
jafnframt þátt í alþjóðlegu móti,
CB-cupen, sem hófst í gærkvöldi
og lýkur á morgun, sunnudag.
Guimundur Guðmundsson birtist skyndilega inni á miðri línu Pólverjanna og skorar eitt fimm marka sinna í seinni hálfleik. Hilmar Sigurgíslason fylgist
með ásamt Bogdan Wenta, hinum stórkostlega leikmanni Gdansk. Mynd: E.ÓI.
Víkingur-Gdansk
Súrt en samt sætt
Frábœrframmistaða í50 mínútur gegn einu bestafélagsliði heims.
Víkingar í undanúrslit með sigri annað kvöld
Jafntefli hjá Víkingum við Wy-
brzeze Gdansk. Betri úrslit en
flestir áttu von á gegn einu bestu
félagsliði heims - reyndar stór-
kostleg úrslit þegar á allt er litið.
En menn geta lika leyft sér að
Kvennahandbolti
Góður sigur FH
FH vann sanngjarnan sigur á
Val, 19-17, í 1. deild kvenna í
Hafnarfirði í gærkvöldi. Staðan í
hálfleik var 8-9, Val í hag, en FH
tók síðan yfirhöndina í seinni
hálfleik, breytti stöðunni í 14-10
og eftir það var varla spurning
um hvort liðið bæri sigur úr být-
um.
FH-liðið var jafnt og liðs-
heildin góð en hjá Val stóð Arn-
heiður Hreggviðsdóttir mark-
vörður sig vel og varði á mikil-
vægum augnablikum og Soffía
Hreinsdóttir lék vel þann stutta
tíma sem hún fékk að spreyta sig.
Mörk FH: Kristín 5, Sigurborg
4, Rut 4(3v), Hildur 3, Arndís 2,
María 1.
Mörk Vals: Katrín 5, Guðný 3,
Soffía 3, Guðrún 3, Erna 1, Ásta
1, Harpa 1. -MHM
Laugardalshöll 9. janúar
Víkingur (11) 25
Gdansk (11)25
3-2, 3-4, 5-4, 5-6, 7-6, 8-7, 9-8, 10-
9,11-10,11-11 -14-11,16-13,19-15,
20-16,22-17,23-18, 23-21,24-21,24-
25, 25-25.
Mörk Víkings: Karl Þráinsson
6(2v), Bjarki Sigurðsson 5, Guðmund-
ur Guðmundsson 5, Árni Friðleifsson
4, Siggeir Magnússon 3, Hilmar Sigur-
gíslason 2.
Mörk Gdansk: Wenta 7,
Waszkiewicz 4, Plehoc 3, Malo-
uszkiewicz 3, Zawadzki 3(1 v), Cubocz
2, Stodolny 2, Grzenkowicz 1.
Dómarar: Sjong og Ludvigssen
(Noregi) - þokkalegir.
Maftur leiksins: Guðmundur Guð-
mundsson, Víkingi.
vera svekktir, eftir frábærar 20
mínútur í seinni hálfleik þar sem
Víkingar náðu fimm marka for-
ystu hrökk allt í baklás hjá þeim
og í lokin var það mark hins unga
Bjarka Sigurðssonar sem tryggði
Víkingum jafntefli, 25-25, þegar
9 sekúndur voru eftir. Og Krist-
ján Sigmundsson sem varði ótrú-
legt langskot frá Bogdan Wenta á
síðustu sekúndunni.
„Reynsluleysið fór með okkur í
lokin. f stað þess að hanga á boltan-
um í sókninni og láta dæma á okkur
töf var skotið í vörnina hjá Pólverjun-
um, þeir náðu hraðaupphlaupum og
skoruðu. En þetta var stórkostlegur
leikur í sókn og vörn hjá okkur, við
þurfum að leika eins á sunnudags-
kvöldið og fá troðfulla höll af áhorf-
endum - þá getur allt gerst,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson fyrirliði
Innanhússknattspyrna
Metþátttaka í kaiiaflokki
Sjötíu lið ífjórum deildum. Áfram 17 í kvennaflokki
Eins og fram kom í blaðinu í gær
hefur verið dregið í riðla fyrir ís-
landsmótið í innanhússknattspyrnu.
Við birtum riðlana í 1. deild í gær en
hér koma hinar deildirnar.
2. deild
A-riðilI:
Leiftur, ÍBK, Stjarnan, Þrótt-
ur N.
B-riðilI:
Ármann, KA, Austri E., Ein-
herji.
C-riðill:
Reynir S., Valur Rf., Breiða-
blik, ÍBV.
D-riðill:
Neisti, Skallagrímur, UMFN,
Víðir.
3. deild
A-riðiII:
Árvakur, Völsungur, Léttir,
Víkverji.
B-riðill:
Bolungarvík, Hrafnkell,
Skotfélag Reykjavíkur, Höttur.
C-riðill:
Reynir Á., Víkingur Ó.,
Leiknir F., Grindavík.
D-riðiIl:
Vorboðinn, ÍBÍ, Sindri,
Leiknir R.
4. deild
A-riðill:
Afturelding, Grundarfjörður,
Trausti, Stefnir, B.Í., Æskan.
B-riðfll:
Stokkseyri, Hveragerði, Geisl-
inn, Hafnir, Efling, Magni.
C-riðill:
Svarfdælir, Þórsmörk, Ösp,
Höfrungur, HSS.
D-riðill:
Umf. Fram, Augnablik,
Reynir He., Árroðinn, Hvöt.
Kvennaflokkur
A-riðiIl:
Breiðablik, KR, Hveragerði,
Grindavík.
B-riðill:
Valur, Þór A., Stjarnan,
Grundarfjörður.
C-riðill:
ÍA, ÍBK, Afturelding, ÍBÍ.
D-riðill:
KA, Fram, FH, KS, Skalla-
grímur.
Um næstu helgi, 17.-18. janú-
ar, verður leikið í 2. og 3. deild
karla og í C- og D-riðlum 4.
deildar. Helgina 23.-25. janúar
verður síðan leikið í 1. deild, A-
og B-riðlum 4. deildar og í
kvennaflokki.
Þátttökulið í karlaflokki í ár
eru 70, fleiri en nokkru sinni fyrr,
en í fyrra voru þau 68.
Efstu lið í hverjum riðli fara
uppí næstu deild fyrir ofan en
neðsta liðið fellur. í 1. deild karla
og í kvennaflokki fer efsta lið í
hverjum riðli í úrslitakeppni um
íslandsmeistaratitilinn.
Reglum í innanhússknatt-
spyrnu hefur verið breytt á þann
veg að byrjað er við mark þegar
mark hefur verið skorað, ekki á
miðju eins og áður. -VS
Víkinga í samtali við Þjóðviljann eftir
leikinn.
„Tíu síðustu mínúturnar voru
hreinn skandall hjá okkur. Þreytan
og reynsluleysið orsökuðu alltof
mörg mistök. Við komum þeim á
óvart og náðum 3-5 marka forystu en
þetta eru leikmenn sem láta ekki
trufla sig lengi. Þeir kunna allt. í
seinni leiknum reynir á úthald og
reynslu - þeir eru mikið reyndari og
líkamssterkari en við leggjum allt í að
bæta okkar leik og standa okkur,“
sagði Árni Indriðason, þjálfari Vík-
inga og lykilmaður í vörn þeirra.
Vfkingsliðið hefur sennilega ekki
leikið betur í vetur, ef lokakaflinn er
undanskilinn. Kristján Sigmundsson
varði 11 skot í fyrri hálfleik og kom
ótvírætt í veg fyrir að Gdansk næði
góðri forystu. Hann var lengi í gang í
seinni hálfleik en varði vel á mikil-
vægum augnablikum. Guðmundur
Guðmundsson háði mikið einvígi við
hornamanninn Plechoc. Þeir nánast
þurrkuðu hvor annan út í fyrri hálf-
leik en í þeim síðari átti hinn pólski
ekkert svar við stórleik Guðmundar
sem skoraði úr ótrúlegustu færum og
reif Víkinga uppí fimm marka for-
ystu. Bjarki Sigurðsson hefur burði til
að verða besti hornamaður sem fram
hefur komið hér á landi, geysilegt efni
sem skoraði af krafti og yfirvegun.
Karl Þráinsson og Árni Friðleifsson
gerðu góða hluti en voru mistækir,
sérstaklega Karl í lokin, og reynslu-
leysið háir Árna. Siggeir Magnússon
skoraði glæsimörk í fyrri hálfleik,
Hilmar Sigurgíslason stóð fyrir sínu
og í vörninni voru Árni Indriðason og
Einar Jóhannesson ómetanlegir. Vík-
ingsliðið kom í heild mjög á óvart,
sérstaklega í sóknarleiknum sem var
mun betri en við var að búast. En það
lét koma sér gersamlega úr jafnvægi í
lokin þegar Pólverjarnir tóku mann
úr umferð.
Gdansk er geysisterkt lið með Bog-
dan Wenta sem besta mann, snilling
sem er geysilega fjölhæfur og skorar
hvar sem er. Waszkiewicz hafði sig
lengi lítið í frammi en þegar á reyndi
var hann óhemju mikilvægur. Víking-
ar standa frammi fyrir gífurlega erf-
iðu verkefni annað kvöld kl. 20.15 en
frammistaða þeirra í gærkvöldi var
slík að allt annað en troðfull Laugar-
dalshöll kemur varla til greina.
-VS
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur