Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 9
MENNING Einlyndi og margiyndi Einar Már Jónsson skrifar um heimspekifyrirlestra Sigurðar Nordal „vandræðamaður“ og að nokkru leyti „oddborgari" með því að stunda „víxlyrkju“. Það er verðugt umhugsunar- efni að velta fyrir sér þessum tveimur sviðum og brjóta heilann um það að hve miklu leyti þessi hugsjón er framkvæmanleg. Hitt er ljóst, að þessar skilgreiningar Nordals á togstreitu tveggja ólíkra afla eða sviða hafa orðið honum mjög frjóar og má nú sjá hvernig þræðir liggja frá ýmsum köflum og bollaleggingum í þess- um fyrirlestrum til annarra helstu verka hans frá sama tímabili. Þannig mætti segja að kaflinn um vafahyggju sé að verulegu leyti rótin að lýsingu Nordals á Snorra Sturlusyni: í ritinu um hann reynir Sigurður að sýna hvernig togstreita ólíkra eðlisþátta - lista- manns annars vegar og ágjarns og valdagráðugs höfðinga hins vegar - skapaði dýpt og auðlegð verka sagnaritarans í Reykholti. Jafn- framt reynir Nordal að skýra þró- un íslenskra fornbókmennta með togstreitu milli þurra vísinda, sem stefna í átt til sparðatínslu fróðleiksmola, og listar, sem hneigist stundum til yfirborðs- legrar skemmtunar. f sinni stórfelldustu mynd finn- ur Sigurður baráttu tveggja meg- inafla - og sameiningu þeirra í Völuspá, eins og hann víkur að í fyrirlestrunum og setur síðan fram í skýringunum við það kvæði. Álfur frá Vindhæli í smá- sögunni Hel, sem er veigamesti hluti Fornra ásta, er hins vegar lýsing á manni sem stundar marg- lyndi eins og frekast er unnt. Þar sem texti þessara fyrir- lestra er ófrágengið handrit, sem Sigurður hefur haft til stuðnings við munnlegan flutning og vafa- laust farið frjálslega með, eru þeir ekki alltaf auðveldir aflestrar og gera stundum talsverðar kröf- ur til lesandans. Þótt sumir fyrir- lestrarnir séu vandlega samdir eru aðrir ágripskenndir og jafnvel safn af fáorðum minnis- greinum, og bera þess stundum merki að Sigurður hefur verið að w Sigurður Nordal á yngri árum. þreifa fyrir sér um röðun efnisins o.þ.h. Þess vegna er blaðagrein- in, sem prentuð er í viðbæti bls. 290 og hefur að geyma í nokkuð ýtarlegri mynd efnisyfirlitið eins og Nordal hugsaði sér það um það leyti sem hann hóf að flytja fyrirlestrana, kannske besti inngangurinn og hefði því mátt standa fyrst í útgáfunni. Munur- inn á frágangi fyrirlestranna gef- ur sitthvað til kynna um vinnu- brögð Nordals og áhugamál. Sumir af fyrstu fyrirlestrunum, sem fjalla um heimspekilegan grundvöll efnisins, eru drög eða minnisgreinar, þannig að stund- um er erfitt að fylgjast með hugs- uninni, en hinir seinni, sem fjalla um ýmislegar myndir eða stig marglyndisins eru hins vegar mjög vandlega og ýtarlega skrif- aðir og tvímælalaust með því skemmtilegasta sem Sigurður hefur samið: fer hann víða á kost- um í þeim lýsingum. Þorsteinn Gylfason, sem sá um útgáfuna ásamt Gunnari Harð- arsyni, ritar skemmtilegan og fróðlegan formála, þar sem hann staðsetur m.a. fyrirlestrana í heimspekilegum umræðum síns tíma og skilgreinir þau vandamál sem Nordal er að fást við (því fylgir líka breiðsíða gegn sál- fræði, sem á trúlegast eftir að valda nokkrum úlfaþyt). Gagn- legt hefði þó verið að fá ýmsar ýtarlegri skýringar við einstök atriði og skipulegri greinargerð fyrir handritunum og þeim breytingum sem Nordal gerði meðan hann vann að verkinu. Einnig hefðu mátt fylgja verkinu ýmsar orðaskýringar, - en segja má að nýyrðasmíði Sigurðar í þessum fyrirlestrum sé kapítuli út af fyrir sig - dæmi um hana eru einmitt orðin Ieikhyggja“ og „dáleysi" - og eigi fulla athygli skilið. e.m.j. Gallerí Svart á hvítu Ljóðmyndir Jóns Sigurpálssonar Sigurður Nordal: Einlyndi og marglyndi Hið íslenska bókmenntafélag 1986 f sögu íslenskra bókmennta koma stundum fyrir e.k. „lykil- tímabil“, þegar stóratburðir sem lítil tengsl virðast reyndar vera á milli, gerast svo að segja samtím- is og kjarni heils tímabils kemur skyndilega fram, - eða andinn fer að blása úr annarri átt. Þannig hefur gjarnan verið á það bent, að á fáeinum árum í kringum 1660 orti Hallgrímur Pétursson Passíusálmana og margt hið merkasta af sínum skáldskap, Jón Indíafari samdi Reisubók sína og séra Jón Þumlungur Písl- arsöguna. Svipað „lykiltímabil" er í kringum heimsstyrjöldina fyrri: á þeim árum náðu Einar Benediktsson og Stephan G. full- um skáldþroska (Vígslóði er ort- ur á stríðsárunum), Jóhann Sig- urjónsson samdi öll sín helstu verk, Guðmundur Finnbogason varði doktorsritgerðina Om den sympatiske Forstaaelse, sem vakti svo mikla athygli að hún var umsvifalaust þýdd á frönsku, og um líkt leyti eða stuttu síðar komu Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness fram á sjónar- sviðið með miklum umsvifum. Það var líka í þessum hræring- um miðjum sem Sigurður Nordal kvaddi sér hljóðs og lét þá skammt stórra högga á milli: vet- urinn 1918-19, eftir að hann kom heim frá námi, hélt hann fyrir- lestrana um „einlyndi og marg- lyndi“, sem vöktu mjög mikla at- hygli, vorið 1919 birtist smá- sagnasafnið Fornar ástir, sem Halldór Laxness sagði síðar að hefði verið „fagnaðarviðburð- ur“, því að „á þeim bókaropnum hefði nýr heimur verið skaptur“, ári síðar kom út ritið um Snorra Sturluson og árið 1923 skýring- arnar við Völuspá. Með þessu hafði Sigurður Nordal haslað sér völl, en hingað til hefur þó verið erfitt að gera sér nokkra heildar- mynd af starfi hans og hugmynd- um á þessum tíma, því að hann birti aldrei fyrirlestrana um ein- lyndi og marglyndi og hafði jafnvel við orð á efri árum að farga handritinu svo að þeir kæmu aldrei fram. Það gerði hann þó ekki sem betur fer, og hafa fyrirlestrarnir nú verið gefn- ir út einum sextfu og átta árum eftir að þeir voru fluttir, þannig að menn geta nú loksins séð í réttu samhengi það sem Nordal var að gera í upphafi síns ferils. Það er skemmst að segja, að þótt þessir fyrirlestrar séu ófrá- gengnir og að sumu leyti brota- kenndir eru þeir lykillinn að hug- myndum Sigurðar Nordals og verður hver sá sem vill kynnast kenningum hans, skáldskap og fræðimennsku að lesa þá gaumgæfilega, - það er eins og sú mósaíkmynd sem þetta allt myndar verði fyrst heil þegar þessi brot eru höfð með á réttum stað. Við útgáfu fyririestranna kemur enn skýrar í ljós en áður, að Sigurður Nordal var fyrst og fremst hugsuður, sem hafði ákv- eðin viðhorf til mannlífsins - og má segja að í því birtist „ein- lyndi“ hans sjálfs - en hann valdi þann kostinn að setja þessi við- horf fram í ólíku formi, í heimspekilegum fyrirlestrum, ljóðrænum smásögum, æfisögu ritsnillings ogritskýringum. Þetta mætti kalla „marglyndi" Sigurð- ar, en einnig mætti líta svo á að hann hafi viljað prófa grundvall- arhugmyndir sínar á ólíkum svið- um, sýna þær í verki á margvís- legum vettvangi. Verkefni fyrirlestranna er að fjalla um tvær ólíkar lífsstefnur, annars vegar það sem Nordal kallar „einlyndi" - það að marka sér bás á einu sviði, stefna allur að einu markmiði í lífinu - og hins vegar það sem hann nefnir „marglyndi", - það að vera opinn fyrir margvíslegum áhrifum og lífsreynslu, eiga fjölþætt áhuga- mál o.þ.h. Bréf sem prentuð eru í þessari útgáfu sýna hvernig Sigurður Nordal hefur smám saman nálgast verkefni sitt og af- markað það á síðustu námsárum sínum erlendis: fyrst var vandam- álið einungis tvenns konar mat á bókmenntum, listrænt og siðr- ænt, en siðan fer hann að sjá þetta tvennt í miklu víðtækara samhengi og átta sig á því hvað það er sem skiptir hann máli fyrst og fremst. í fyrirlestrunum reynir hann svo fyrst að grafast fyrir um rætur einlyndis og marglyndis og lítur þá ekki aðeins á þetta tvennt sem mismunandi lífsstefnur held- ur sem óhjákvæmilega mótsögn í lífi hvers einstaklings, - mótsögn sem er fólgin í lífinu sjálfu og hver maður verður að leysa á sinn hátt. Að því búnu leitast Nordal við að sýna hvernig þessar andstæður birtast í mannlífinu og fjallar þá einkum um hin margvíslegu stig marglyndisins, vafahyggju, leikhyggju, draumlyndi og „dá- leysi“ en það er að vera „blase- raður“ og geta ekki dáðst að neinu lengur. í leiðinni setur hann fram hugmyndir sínar um andlega reynslu og bókmennta- sköpun og gerir upp sakirnar við fjölmarga þætti þess tíðaranda sem ríkjandi var á fyrstu árum aldarinnar, ekki síst leikhyggj- una, en það orð hefur hann yfir það sem kallað er „dilettantismi“ á erlendum málum. Það er þessi tíðarandi sem er bakgrunnur margra þeirra verka, sem nefnd voru í upphafi þessarar greinar. Aðaláhugamál Sigurðar er samspil tveggja ólíkra andstæðna í sálinni og mannlífinu yfirleitt. Við lýsingar hans og skilgreining- ar verða hugtökin einlyndi og marglyndi stöðugt dýpri og um- fangsmeiri, uns þau eru orðin að heimspekilegum „merkimiðum“ á mjög víðtæk svið mannlífsins og virðast þá illsættanleg. En Nordal álítur að til að geta náð fullum þroska - en það er að hans dómi æðsta takmark lífsins og grund- vallarhugsun í lífsskoðun hans - verði hver maður að reyna á sinn hátt að sætta þessar andstæður. Þær eru báðar jafnnauðsynlegar, jafnvel í öfgafullum myndum, - enda ver Nordal á mjög fyndinn hátt bóhema og lífslystarmenn, sem hann kallar „vandræða- menn“. Fyrir venjulega menn tel- ur hann þó vænlegast að losna úr öfgunum með því að reyna að vera til skiptis einlyndur og marg- lyndur, vera að nokkru leyti í dag opnar Jón Sigurpáls- son sýningu á skúlptúrum úr blönduðu efni í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Jón stundaði myndlistarnám í 2 ár í Myndlista- og handíðaskól- anum og var síðan við fram- haldsnám í Hollandi á árunum 1978-84, þar sem hann lagði stund á skúlptúr og hug- myndalist við Freie Akademie den Haag og á Ríkisaka- demíunni í Amsterdam. Myndir Jóns eru eins konar ljóðmyndir, þar sem hugmyndir og tilfinningar listamannains eru ráðandi í hinni efnislegu útfærslu, og kalla hver um sig á ólíkar leiðir og ólík efnistök. Jón sagði í sam- tali við Þjóðviljann að hann hafi verið samtíma þeim Sigurði Guð- mundssyni, Kristjáni Guðm- undssyni og Hreini Friðfinnssyni í Hollandi, og bera myndir hans vott um hugmyndalegan skyld- leika við þessa brautryðjendur hugmyndalistar í íslenskri mynd- list. Jón hélt sýningu á verkum sínum í Galleri Magstræde í Kaupmannahöfn fyrir áramótin, og sýnir hann að mestu sömu verkin nú í Gallerí Svart á hvítu. Jón Sigurpálsson er nú búsett- ur á ísafirði, þar sem hann starfar sem safnvörður við Byggðasafnið auk þess sem hann rekur þar sýn- ingarsalinn Slunkaríki í samvinnu við fleiri áhugamenn. Gallerí Slunkaríki er til húsa í húsnæði Brunabótafélagsins á ísafirði, og hefur nú starfað samfleytt í á 3. ár. Sagði Jón að myndlistaráhugi væri mikill og vaxandi á ísafirði, og að Brunabótafélagið ætti þökk skylda fyrir stuðning sinn við myndlist á staðnum. Sýningin í Gallerí Svart á hvítu opnar í dag, laugardag kl. 14 og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. ólg. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. janúar 1987 Þegar leikbrúðan öðlast líf Rætt við Helgu Stef- fensen leikbrúðu- smið, sem nú sýnir verk sín í Gerðubergi (dag opnar Helga Steffensen leikbrúðusmiður sýningu á um 100 leikbrúðum sem hún hefur gert á undanförnum 15 árum ífélagsmiðstöðinni Gerðubergi. Jafnframt sýn- ingunni mun leikhús Brúðu- bílsins gangast fyrir sýningum um þessa helgi og næstu þar sem börnum á öllum aldri gefsttækifæri til þess að ryfja upp kynni við þetta ágæta leikhús, sem nú hefur starfað í 10 ár á vegum Reykjavíkur- borgarvið miklarvinsældir yngstu borgaranna. Við hittum Helgu Steffensen að máli í vikunni uppi i Gerðu- bergi og spurðum hana fyrst að því hver fýrstu kynni hennar hafi verið af brúðuleikhúsi og leikbrúðugerð. Þetta byrjaði veturinn 1968 þegar Kurt Zier fyrrverandi skólastjóri Handíða- og mynd- listaskólans og sjónvarpi gengust í sameiningu fyrir námskeiði í leikbrúðugerð. Þarna hittumst við Bryndís Gunnarsdóttir og Erna Guðmarsdóttir og réðumst í að stofna Leikbrúðuland með Hallveigu Torlacíus, sem bættist síðar í hópinn. Það var dýrmæt reynsla að læra af Kurt Zier, natni hans og nákvæmni við brúðugerðina var einstök. Ann- ars er það Jón Guðmundsson sem telst faðir íslensks brúðuleikhúss, og hann hefur einnig aðstoðað okkur og kennt, meðal annars kenndi hann okkur gerð skaftb- rúða. Síðan höfum við einnig tekið hátt í norrænu námskeiði sem haldið var í leikbrúðugerð, en það fór fram í Stokkhólmi, Skælskör í Danmörku og Vasa Finnlandi. Annars byggist Helga Steffensen með aðalpersónunum í Risanum draumlynda. Ljósm. Sig. sáum hann leika listir sínar í sjón- varpinu nýlega. Og svo mætti einnig nefna Þjóðverjann Roser, sem einnig hefur haft mikil áhrif á mig, en hann verður líka í ís- lenska sjónvarpinu á næstunni. Hvað á brúðuleikhúsið sér langa hefð, og hvar hcfur það staðið með mestum blóma? Brúðuleikhúsið á sér trúlega ríkasta hefð á Thailandi og á Bali, þar sem það er í rauninni grund- völlur að hinni þjóðlegu menn- ingu. Sömuleiðis í Japan og Kína eru til ævafornar hefðir fyrir leikbrúðugerð. Elstu heimildir um brúðuleikhús í Evrópu koma fram hjá gríska sagnfræðingnum Heródótos, sem uppi var á 5. öld f. Kr., en hann talar um að hafa séð hreyfanleg guðalíkneski í eg- ypskum hofum. Evrópska brúð- uleikhúsið þróaðist víða í götu- leikhús, og á 17. og 18. öldinni var brúðuleikhús ekki í minni metum en hefðbundið leikhús f Frakklandi, svo dæmi sé tekið. En brúðuleikhúsið hefur öðlast fastmótaða hefð víða í Suður- Evrópu og í austanverðri álfunni einnig. Hvernig sérð þú framtíð ís- lensks brúðuleikhúss? Ég er bjartsýn á framtíð þess og trúi því að það eigi eftir að verða metið hér á landi á borð við aðrar listgreinar. Það hefur verið sér- lega ánægjulegt að taka þátt í þessari þróun og finna vaknandi áhuga fyrir þessari listgrein hér á landi. Sýningin á leikbrúðum Helgu Steffensen í Gerðubergi stendur til 19. janúar. Leikhús Brúðubfls- ins mun sýna fyrir almenning á laugardögum og sunnudögum kl. 15.00. Jafnframt verða sérstakar sýningar alla daga kl. 9.30 og 13.30 fyrir börn á leikskólum og skóladagheimilum. Það er því ekki að efa að margir Reykvík- ingar munu leggja leið sína í Gerðuberg á næstunni, en því má einnig bæta við að bókasafnið hefur sett upp sýningu á dúkkum af þessu tilefni, og eru þær elstu frá því á fyrstu áratugum aldar- innar. ólg. hálfum huga sem hálfgert smá- barnaleikhús. Yfirleitt líður ekki langur tími þangað til þeir eru farnir að lifa sig inn í leikinn að fullu, ekki síður en yngstu börn- in. Ég er þeirrar skoðunar að starfsemi eins og Brúðubíllinn sé ákaflega þörf. Þetta er oftast fyrsta leikhúsreynsla barnanna, og það má segja að nú orðið hafi myndast viss leikhúsmenning á gæsluvöllum borgarinnar. Börn- in vita alveg hvað er í vændum þegar við komum og setjast skipulega fyrir framan bílinn. Það væri kannski ástæða til þess að gera brúðuleikhúsi hærra undir höfði í skólum landsins? Já, brúðuleikhúsið er auðvitað upplagt uppeldis- og kennslutæki og möguleikar þess við kennslu eru alls ekki fullnýttir. Engu að síður höfum við orðið varar við miklar viðhorfsbreytingar til brúðuleikhússins frá því að við byrjuðum 1968. Við líðum kann- ski fyrir það að brúðuleikhúsið á sér ekki hefð hér á landi eins og víða erlendis. Eina hefðin sem við eigum eru bókmenntirnar, og mér finnst við eigum að byggja á þeim í íslensku brúðuleikhúsi. Ekki síst þegar við förum með íslensk brúðuleikhús til útlanda, þá þurfum við að vera með ís- lenskt efni. Það hefur verið draumur minn að fá skáldin okk- ar til þess að yrkja fyrir brúðu- leikhúsið, en það hefur ekki tek- ist nema að litlu leyti. Brúðuleik- húsið gerir kröfur til allt annarrar tegundar af texta en hefðbundið leikhús. Mér hefur einnig þótt mikilvægt að hafa leikstjóra til að stjórna sýningunum, og í þeim efnum hafa þau Þórhallur Sig- urðsson, og Bríet Héðinsdóttir og Hólmfríður Pálsdóttir komið okkur að góðu liði. Brúðuleik- húsið er sérstök listgrein, sem lýtur sínurn eigin lögmálum. Eru einhvcrjir erlendir leik- brúðuhöfundar eða leikhús sem þú hefur lært meira af en öðrum? Ég held að Drake-brúðuleik- húsið frá Tékkóslóvakíu taki flestu fram sem ég hef séð. Þá er Bandaríkjamaðurinn Bruce Schwarz einnig frábær, en við leikbrúðugerð mikið á reynslu, sem maður aflar sér í starfi. Hver er aðalgaldurinn við gerð góðrar leikbrúðu? Aðalatriðið er ekki að brúðan sé falleg, heldur að hún hafi kar- akter og láti að stjórn. Það er hreyfingin sem gefur leikbrúð- unni líf. Leikbrúðan verður sem hluti af manni sjálfum þegar búið er að smíða hana, skrifa fyrir hana texta og stjórna henni. Það hefur komið fyrir að ég hef gert leikbrúður fyrir auglýsingar eða óviðkomandi aðila, þar sem ég ræð engu um framhaldið. Ég fæ alltaf samviskubit þegar ég læt slíkar brúður frá mér og geri það helst ekki ótilneydd. Er leikbrúðuvinnan þitt eina starf? Já, þetta er fullt starf og meira en það. Viz erum tvær sem störf- um við Brúðubílinn, Sigríður Hannesdóttir og ég, og við höfum starfað saman að þessu í 7 ár. Það er Sigríður sem semur allar vís- urnar sem fluttar eru í Brúðubíln- um, auk þess sem hún stjórnar brúðunum með mér. Við förum á milli gæsluvallanna í Reykjavík 2 mánuði á sumri hverju, og síðan höfum við farið hringferð um landið og leikið í samkomuhús- um og á leikskólum. Það er erfitt en ákaflega ánægjulegt að ferðast þannig um landið og kynnast ólíku fólki. Frá 1972 höfum við Bryndís Guðmundsdóttir, Hallveig Thorlacíus og ég síðan rekið Leikbrúðuland, og meðal annars ferðast mikið með sýningar þess erlendis, og þá sérstaklega með sýninguna Tröllaleiki. En sú sýn- ing byggist á 4 verkum, Risanum draumlynda og Egginu, sem ég hef gert, en þær sýningar eru lát- bragðsleikir fyrir fullorðna með tónlist eftir Áskel Másson og De- bussy, og Búkolla eftir Bryndísi og Ástarsaga úr fjöllunum eftir Hallveigu við sögu Guðrúnar Helgadóttir, en þær sýningar eru jafnt fyrir börn og fullorðna. Tröllaleiki höfum við sýnt víða, meðal annars á brúðuleikhúshá- tíðum erlendis, s.s. í Frakklandi, Austurríki, Noregi, Finnlandi og nú síðast á Spáni. Það hefur verið okkur ómetanlegt að komast í þetta alþjóðlega samstarf. Fyrir utan þessa vinnu, þá starfa ég alltaf talsvert fyrir sjón- varpið á hverjum vetri. Er Leikbrúðuland með ein- hverjar nýjar sýningar í undir- búningi núna? Já, við höfum fullan hug á því að vinna upp ný verk í vetur. En þetta er tímafrek vinna, og það tekur minnst 2-3 mánuði að koma upp nýrri sýningu. En okkur langar til þess að hafa nýja sýn- ingu tilbúna næsta haust. Hvernig hafa viðtökur áhorf- enda verið við sýningum ykkar? Ég get ekki annað sagt en að þær hafi verið mjög sterkar, sér- staklega frá yngstu kynslóðinni. Brúðuleikhús höfðar sérstaklega til barna, og þau eru gagnrýnir áhorfendur og láta ófeimin í ljós álit sitt. Ég hef ekki síst gaman af því að sýna stálpuðum krökkunt, sem gjarnan nálgast þetta með Jón Sigurpálsson við myndverk úr gleri, sem hann kallar „Aria“. Ljósm.: Sig. Laugardagur 10. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.