Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 5
Viðtal við Ortega, forseta Nicaragua
Ég óttast
innrás
Banda-
ríkjamanna
Reagan er óútreiknanlegur og
hœtturlegur heimsfriði. Marxismi
er ekki synd. Neitar ásökunum um
mannréttindabrot. Tœkifærisskáld
sem les aðeins bœkur um hagfrœði
Svo gæti virst sem það
væri full ástæða til að óska
okkur, sem förum með
stjórn í Nicaragua, til ham-
ingju með þau vandræði
sem Reagan forseti hefur í
ratað vegna vopnasölu til
írans og tilfærslna ágóðans
til gagnbyltingarskærulið-
anna sem berjast gegn okk-
ur. Vegna þess að Banda-
ríkjaforseti eigi þá erfiðara
um vik við að herja stuðn-
ing við það lið út úr þinginu
í framtíðinni. En þetta getur
líka farið á ailt annan veg:
Reagan er óútreiknanlegur
og hættulegur.
t>að gæti eins verið að einmitt
nú detti honum í hug að leiða at-
hyglina frá lagabrotum sínum og
innanlandsvandamálum með
„hetjudáðum“ eins og þeim sem
fyrr voru framdar gegn Grenada
og Líbýu.
Svo mælti Daniel Ortega, for-
seti Sandinistastjórnarinnar í
Nicaragua í viðtali sem hann átti
fyrir skemmstu við þýska vikurit-
ið Stern, og verður það rakið að
nokkru hér á eftir.
Hætta vofir yfir
Ortega var m.a. spurður að því
hvort hann væri hræddur við
bandaríska innrás.
Já, sagði hann, ég hefi lengi
óttast hana og þó einkum nú. Að
undanförnu fjölgar dæmum sem
ýta undir þann ugg - m.a. svo-
nefndar heræfingar Bandaríkja-
manna við landamæri Honduras,
herskipin sem aftur eru farin að
svamla í okkar landhelgi og aukin
umsvif bandarískra leiguher-
sveita innan okkar lands.
Vissulega verðum við varir við
það, að þær hundrað miljón doll-
ara sem gagnbyltingarsveitirnar
hafa fengið frá Bandaríkjamönn-
um, hafa aukið þeim vígbúnað.
Þær beita öflugri vopnum en fyrr
og fyrir skemmstu réðist 1500
manna herflokkur þeirra inn í
norðurhéruðin. Það tók okkur
langa bardaga að hrekja þá aftur
inn í Honduras. Og við erum viss-
ir um að bandarískar flugvélar og
þyrlur önnuðust aðflutninga fyrir
árás þessa.
Bráðabirgðastjórn?
Blaðamenn frá Stern létu þess
getið að þeir hefðu fyrir skömmu
rætt við útlagaforingja frá Nicar-
agua og þeir hefðu haft hátt um
það, að fyrir næsta vor mundu
þeir hafa lagt undir sig hluta
norðurhéraðanna og koma þar á
fót „bráðabirgðastjórn".
Það er rétt, segir Ortega, og
það sama hafa þeir sagt um vænt-
aniega sókn sína í Atlantshafs-
héruðum landsins. En hingað til
hafa þeir ekki lagt annað land
undir sig en einhverja skika í
Honduras. Petta eru, bætti hann
við, handbendi Bandaríkjanna
og það vakir fyrir þeim að gera
Nicaragua aftur að leppríki
þeirra einsog var á dögum
Somoza.
Haskagripur
Nú hefur Reagan, sagði blaða-
maður, einsett sér að koma Sand-
inistastjórninni frá völdum áður
en hans kjörtímabil rennur út,
vegna þess að hann telur stjórn
ykkar háskalega öryggi Banda-
ríkjanna.
Þessi maður, sagði Ortega, er
af hugmyndafræðilegum ástæð-
um gagntekinn af þeirri hugmynd
að hann þurfi að leggja hið nýja
Nicaragua í rúst. Og hann viíar
ekki fyrir sér brjóta bandarísk lög
til að ná þessu markmiði, heldur
ekki að hundsa ákvarðanir Sam-
einuðu þjóðanna eða úrskurð al-
þjóðadómstólsins í Haag. Reag-
an er hættulegur heimsfriðnum -
maður sem aldrei þykist vita hvað
nánustu ráðgjafar hans og svo
CIA eru að bauka.
Lýðræði
og frelsi
Spurningar: Sandinistar eru
sakaðir um að byggja upp marx-
íska alræðisstjórn í landinu, vilja
gera Nicaragua að leppríki Kúbu-
manna og Sovétríkjanna. Einnig
um að hafa svikið fyrirheit bylt-
ingarinnar um fjölflokkakerfi,
málfrelsi og trúfrelsi.
- Sérhvert land hefur rétt til að
Daniel Ortega úthlutar sjálfur vopnum til varnarsveita alþýðu í smábæ á Kyrrahafsströndinni.
og hjálpuðu til við uppskerustörf,
við smíði mannvirkja, á spítölum
og víðar. Þeir sem óska úr þeirra
hópi, sagði hann ennfremur, fá
vopn til að verja 'nendur sínar.
Enda veitir ekki af- gagnbylting-
arsveitir hafa myrt nokkra þeirra
- Þjóðverja, Svisslendinga, Fra-
kka, Spánverja: þeir vilja, sagði
hann, flæma sjálfboðaliðana
brott vegna þess, að þeir eru þýð-
ingarmikil vitni um grimmdar-
verk sem þessir málaliðar Kanans
fremja.
Forsetinn með börnum sínum: í fangelsinu orti ég kvæði um stúlkurnar í
Managua, sem við sáum aldrei í stuttu pilsunum...
ákveða sitt stjórnkerfi sjálft,
sagði Ortega og ekki get ég farið
að líta á marxisma sem einskonar
syndafall. Við erum ekki í neinu
hernaðarbandalagi við Havana
eða Moskvu og erum stoltir yfir
því að tilheyra ríkjum utan
blakka.
Fjórtán flokkar eiga fulltrúa á
þingi okkar. Við létum fara fram
frjálsar kosningar sem hlutlausir
erlendir aðilar fylgdust með. Við
urðum samt að banna blaðið La
Prensa og vísa nokkrum kirkj-
unnar mönnum úr landi vegna
þess að þessir aðilar fengu fjár-
s'uðning frá bandarísku leyni-
þjónustunni CIA og höfðu tekið
afstöðu með gagnbyltingarskær-
uliðum þeim sem heyja stríð gegn
Nicaragua.
Það eru engir pólitískir fangar í
landinu, staðhæfði Daniel Or-
tega ennfremur. Það er heldur
ekki rétt sem haldið er fram að
pyntingar tíðkist í fangelsum
okkar. Fyrir hafa komið einstaka
dæmi um illa meðferð á föngum,
einsog þekkist víst í flestöllum
fangelsum heims - en þeir sem á
því bera ábyrgð hafa verið látnir
sæta refsingum.
Vinir
Nicaragua
í viðtalinu var og minnst á vini
þá sem byltingin í Nicaragua hef-
ur eignast í mörgum löndum. Or-
tega sagði að 5-6 þúsundir manna
frá Norður-Ameríku og ýmsum
Evrópulöndum væru nú í landinu
Snemma
beygðist krókur
Ortega er 41 árs og því meðal
yngstu áhrifamanna í stjórnmál-
um. Hann var spurður nokkuð út
í sinn feril í viðtalinu og lét þess
m.a. getið að hann hafi byrjað
þátttöku í baráttu gegn hinu
grimma einræði Somozafjöl-
skyldunnar þegar hann var fjórt-
án ára gamall. Sama ár var hann
handtekinn í fyrsta skipti og pynt-
aður - þá hafði strákur tekið þátt
í árás á hinar hötuðu sveitir Þjóð-
varðliða. Síðar tók Ortega m.a.
þátt í áhlaupi á útibú Lundúna-
banka til að afla skæruliðum
Sandinista fjár („ég vona bara að
Margaret Thatccher eigi engin
hlutabréf í þeim banka og erfi
þetta ekki við mig!“).
Lengst sat Ortega í fangelsi hjá
Somoza í rösklega sjö ár (1967-
1974).
Hann skrifaði ljóð í fangelsinu
- en ég var, segir hann reyndar
byrjaður á því löngu fyrr, því að
það er þjóðaríþrótt hjá okkur að
skrifa ljóð.
Og hvað les tækifærisskáldið
Ortega helst nú um stundir?
Svar: Okkar þjóðarskáld, Ru-
ben Dario og ég hefi líka miklar
mætur á Bertolt Brecht. En eins
og er les ég aðeins bók um hag-
fræði, því hún skiptir nú mestu í
okkar landi...
(ÁB endursagði)
Laugardagur 10. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5