Þjóðviljinn - 23.01.1987, Page 2

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Page 2
r-SPURNÍNGIN^ Borðarðu þorra- mat? Guðlaug Sigurðardóttir, setjari: Nei, mér finnst hann vondur. Mér finnst allur súrmatur vondur. Pétur Kristbergsson, eldvarnaeftirlitsmaður: Já, mér fínnst hann alveg Ijúf- fengur, ekki síst hákarlinn. Ég borða þetta allt saman. Vithelm Guðmundsson, kennari: Ja, ég borða sumt og annað ekki. Ég borða t.d. sviðasultu og hval, en hákarlinn snerti ég ekki. Unnur Guðmundsdóttir, nemi: Nei, það geri ég ekki. Mér finnst þorramatur vondur, nema hang- ikjötið. Það get ég borðað. Guðríður Hauksdóttir, afgreiðslustúlka: Já, allt nema súrmatinn. Mér líkar hangikjöt, hákarl og þess háttar ágætlega. FRÉTTIR Laxárdalsheiði Samkomulag ólíklegt Hagvirki og Vegagerð ríkisins setjast á sáttafundi innan tíðar. Mikið ber á milli aðila Stefnt er að því að halda sátta- fund í deilu Hagvirkis og vega- gerðarinnar, sem komið hefur upp vegna vegaframkvæmda á Laxárdalsheiði, í byrjun febrúar. Kostnaður Hagvirkis fór langt framyfir tilboð í verkið og sömu- leiðis meira en 100% fram úr kostnaðaráætlun vegagerðarinn- ar. Hagvirkismenn segja ástæð- una þá að útboðsgögn hafi verið villandi og gera kröfu um bóta- greiðslur upp á um 24 milljónir króna, eins og kemur fram í svari við fyrirspurn Skúla Alexanders- sonar og Svavars Gestssonar um þetta mál á þingi. Vegagerðin er hins vegar alls ekki reiðubúin að greiða slíkar upphæðir, en talið er að hún sé tilbúin að greiða Hagvirki rúm- lega eina milljón króna umfram það sem þegar hefur verið greitt fyrir verkið. Það eru því litlar líkur á að samkomulag náist og allt bendir til þess að gert verði út um málið fyrir gerðardómi Verkfræðinga- félags íslands. -gg Sinfóníuhljómsveitin Stóraukin aðsókn Aðsókn að tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar hefur aukist verulega í vetur frá því scm verið hefur. Sala áskriftarmiða jókst um nær 17% á nýliðnu misseri og sala lausamiða á einstaka tónleika hefur verið mun meiri en undan- farin ár. M hefur verið mjög góð að- sókn að aukatónleikum hljóm- sveitarinnar, tvisvar húsfylli í Hallgrímskirkju í desember og uppselt var á Vínartónleika sveitarinnar á Akureyri og í Reykjavík nú í janúar. Fyrir jól lék Sinfóníuhljóm- sveitin vinsæl íslensk dægurlög inn á hljómplötu og seldist platan í um 12.500 eintökum og varð næst söluhæsta platan hérlendis á nýliðnu ári. Fyrsta tónleikar á vormisseri verða 5. febrúar en endurnýjun áskriftarskírteina stendur nú yfir og gildir forgangur fyrri handhafa fram á mánudag. Mikill fjörkippur er nú í starfi Sinfóníunnar og áheyrendur sjaldan verið fleiri en í vetur. Borgarstjórn Spurt um steypu skemmdir Borgarfulltrúar bíða nú svara borgarstjóra við fyrirspurn- um sem bornar voru fram á síð- asta borgarstjórnarfundi um steypuskemmdir í byggingum borgarinnar. Niðurstöður athug- ana sem gerðar hafa verið sýna að mikið af þeirri steypu sem til sölu hefur verið á höfuðborgarsvæð- inu hefur ekki uppfyllt lágmarks- skilyrði. Það var Össur Skarphéðinsson borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins sem óskaði eftir upplýsingum frá borgarstjóra um í hvaða mannvirkjum borgarinnar sem steypt hafa verið á sl. 15 árum hafa komið fram steypuskemmd- ir. Hvaðan sú steypa hafi verið keypt og hvort kröfur hafi verið gerðar um bótagreiðslur eða bæt- ur fengist. Við umræður um málið gagnrýndi Davíð Oddsson borg- arstjóri fulltrúa minnihlutans í bygginganefnd fyrir að hafa gagnrýnt byggingafulltrúa borg- arinnar, en komið hefur í ljós að býggingafulltrúinn hafði haft vitneskju um að steypa sem keypt var af Steypustöðinni hf. upp- fyllti ekki lágmarksskilyrði, í hálft ár áður en bygginganefnd fékk upplýsingar um málið. Frœðslustjóramálið Mótmæli streyma inn Fjöldi aðila mótmœlir brottvikningu Sturlu Kristjánssonar Mótmæli vegna brottvikningar Sturlu Kristjánssonar úr stafi fræsðlustjóra Norðurlands eystra streyma nú inn á borð menntamálaráðherra og fjöl- miðla. í gær bárust ályktanir frá stjórnarfundum Kennarasam- bands lslands, Hins íslenska kennarafélags og Félags skóla- stjóra og yfirkennara og hafa öll þessi félög samþykkt að beina þeim tilmælum til félagasmanna að sækja ekki um stöðu fræðslu- stjóra Norðurlands umdæmis ey- stra að svo stöddu. Meðal hinna mörgu sem fund- að hafa um málið undanfarna daga og mótmælt brottvikningu Sturlu eru sálfræðingar á Norður- landi eystra, stjórn sálfræðinga- félagsins, starfsfólk á Fræðslu- skrifstofum Norðurlands eystra, Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands vestra, stjórn Kenn- arasambands Vesturlands, kenn- arar í Síðuskóla á Akureyri og Kvennalistinn. _V(j 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.