Þjóðviljinn - 23.01.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Side 5
Svavar Gestsson: Sverrir kemst ekki undan dómi kjósenda. Sverrir' Hermannsson: Tilbúinn til sátta ef allar ásakanir í minn garð verða dregnar til baka. „Það er ekki útilokað að sætt- ast ef menn draga til baka allar ásakanir um valdníðsiu,“ sagði Sverrir Hermannsson í lokaorð- um sínum í seinni hálfleik um- ræðunnar um „Sturlumálið“ á al- þingi í gær. Ráðherrann beindi þar orðum sínum til alþingis- manna en var öllu harðorðari í garð formanns fræðsluráðs Norðurlands eystra, Þráins Þór- issonar, sem hann sagði verða að biðja sig afsökunar áður en hann myndi taka við nokkrum tillögum frá honum. Ráðherra ítrekaði ásakanir sínar um að Sturla Kristjánsson fræðslustjóri hefði fyrir sex árum tekið á leigu húsnæði án heimild- ar ráðuneytisins. Ingvar Gísla- son, fyrrverandi menntamálaráð- herra steig þá í stólinn og sagðist hafa sterkan grun um að leyfið hefði verið veitt í sinni ráðherra- tfð. Ingvar sagði nauðsyniegt að skoða þetta mál frá grunni en á þessu stigi færi hann ekki fram á skipun sérstakrar rannsóknar- nefndar eins og fræðsluráð ny- rðra hefur farið fram á í skeyti til allra þingmanna kjördæmisins. Skoraði hann á ráðherra að hafa frumkvæði að því að slíðra nú sverðin sjálfur. Ef beiðni sín bæri ekki árangur, yrði að taka málið Spurtum... ...sálfræðiþjónustu Helgi Seljan spyr menntamála- ráðherra hvernig nú sé háttað sálfræðiþjónustu á vegum fræðsluskrifstofu Austurlands og hversu margir starfsmenn séu þar að verki nú. ...umferðaröryggi Gunnar G. Schram spyr sam- gönguráðherra hvaða ráðstafan- ir umferðaryfirvöld og Vegagerð ríkisins hyggist gera til að draga úr tíðum slysum á Arnarneshæð og á Reykjanesbraut. ...Bláa lónið Gunnar G. Schram spyr heilbrigðisráðherra hverjar séu niðurstöður rannsóknar á lækn- ingamætti jarðsjávarins við Svartsengi, sem fram hafi farið síðustu misseri af hálfu land- læknisembættisins. aftur til.umræðu á alþingi. Sverrir brást ókvæða við ræðu Ingvars, sakaði hann um gleymsku og heyrnarleysi og kvað nauðsynlegt fyrir sig að hreinsa mannorð sitt, - það gæfi hann ekki eftir bar- áttulaust. Manaði hann norðan- menn enn til að stefna sér fyrir dómstóla. Ragnar Arnalds sagði málið snúast um einstakling sem teldi sig misrétti beittan og það væri verkefni alþingis að svara því hver undirrót þessa væri, hvort viðurlög ráðherrans væru í sam- ræmi við málsatvik eða ekki. Brottrekstur af þessu tagi væri afar hörð og óvenjuleg aðgerð, maðurinn væri sviptur launum og fengi ekki réttindi til að verja sig. Slíkt væri óvenjulegt nema emb- ættismaður væri staðinn að sví- virðilegum glæp og ráðherra hefði ekki skýrt og rökstutt mál sitt nægilega vel. Ávirðingarnar væru líka komnar vel til ára sinna. Ragnar sagði að margt benti til þess að Sturlu hefði orðið ýmislegt á í messunni og ástæða væri fyrir því að yfirboðara hans gremdist. Embættismenn mættu ekki óhlýðnast ráðherra, en ráð- herra mætti heldur ekki beita of hörðum viðurlögum. Ragnar sagði út í hött að senda málið til dómstóla, það væri ekki í sam- ræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ráðherra yrði að taka málið til endurskoðunar. Eiður Guðnason tók undir kröfuna um skipun rannsóknar- nefndar. Ráðherra myndi ekki gera annað en reka menn ef það væri brottrekstrarsök að sýna fjárlögum og yfirboðurum ekki bókstaflega hlýðni. Kvaðst Eiður tilbúinn að benda ráðherra á menn sem hefðu farið meira fram úr fjárlögum en hér var gert og kvaðst myndu gera athugasemd við það í útvarpsráði þar sem hann á sæti, hversu „frílega“ dag- skrárstjóri innlendrar dagskrár- gerðar í sjónvarpi hefði farið fram úr fjárveitingum. Mennta- málaráðherra væri yfirboðari þessa manns. Alþingi ekki barnanna best Stefán Valgeirsson túlkaði boð ráðherra um 3ja mánaða laun til fræðslustjóra sem svo að þar með hefði hann ákveðið að falla frá því að reka hann úr starfi og hlyti ráðherra þá að fara eftir 7. grein laga um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Stefán hvatti ráðherra til að skipa rannsóknar- nefnd til að rannsaka ávirðing- arnar sem fram hefðu komið á báða bóga. Málið væri ekki flokkspólitískt, ráðherra væri ekki að takast á við fræðslustjóra einan heldur einnig skólamenn og almenning í kjördæminu. Stcingrímur J. Sigfússon sagði greinilegt að ráðherra kysi að svara í engu spurningum sínum frá á þriðjudag. Hann benti menntamálaráðherra á að það væri ekki hann, heldur fjármála- ráðherra sem stefna yrði fyrir dóm ef sú leið yrði valin. Steingrímur sagði það tvöfalt sið- gæði að skipa skólamönnum að spara en halda jafnframt uppi fullri þjónustu. Þá vitnaði hann í bréf sem Ragnhildur Helgadótt- ir, þáverandi menntamálaráð- herra sendi fræðslustjóra 1984 þar sem tekið er fram að Þela- merkurmálinu sé lokið og að ráðuneytið beri fyllsta traust til hans. I mars á síðasta ári barst fræðslustjóranum enn bréf, þar sem vísað er í hið fyrra þannig að það mætti skilja svo að ráðuneyt- ið bæri enn fyllsta traust til fræðslustjórans. Þrátt fyrir þetta væru dregnar fram gamlar ávirð- ingar, miklu eldri en fyrra bréfið. Steingrímur sagði greinilegt að fáar ríkisstofnanir ef þá einhverj- ar væru saklausar af því að fara framúr fjárlagaheimildum. Vitn- aði hann í ríkisreikning 1985 þar sem fram kemur m.a. að alþingi, þ.e. fjárveitingavaldið sjálft, virti sín eigin fjárlög ekki betur en svo að það fór 66 miljónir króna fram úr þeim! Birgir ísleifur Gunnarsson var eini þingmaðurinn sem lýsti því yfir að hann væri sammála ráð- herra um hans aðgerðir. Upplýs- ingar Steingríms um að ríkis- stofnanir færu almennt fram úr fjárlögum kæmu málinu ekki við, né heldur skólastefna eða sér- kennsla. Spurningin væri hvort menn virtu lög eða ekki. Rök ráðherra haldlaus Guðrún Helgadóttir sagði mál- ið snúast um hverjar væru skyldur embættismanna annars vegar og stjórnvalds hins vegar og hvort verjandi væri að leysa fræðslustjórann frá störfum. Nauðsynleg samvinna hefði ekki tekist milli fræðslustjóra og ráð- herra og því hefði hvaða ráðherra sem er leyst hann frá störfum. Hún lagði áherslu á að stjórnvöld ættu rétt á því að lögum í landinu væri framfylgt, það bæri embætt- ismönnum að gera, jafnvel þó það væru fjárlög. Embættismenn mættu ekki ráðstafa fé að vild, það væri alþingis en ekki þeirra að móta skólastefnu og byggða- stefnu og rétt hefði verið að leysa manninn frá störfum á meðan at- hugað væri hvort hægt væri að ná samvinnu við hann. Guðrún sagðist ekki taka að sér að verja aðgerðir menntamálaráðherra og styddi ekki aðferðir sem hann hefði beitt í þessu máli. Sér fynd- ist sérkennilegur sá skyndilegi áhugi sem norðanmenn á þingi hefðu nú á sérkennslumálum. Þar væri Steingrímur J. Sigfússon undantekning þar eð hann hefði ætíð eins og aðrir Alþýðubanda- lagsmenn sinnt þeim málum af áhuga. Guðrún sagði að á meðan hún sæti á þingi myndi hún gera skýran greinarmun á þrískiptingu valdsins í framkvæmdavald, lög- gjafarvald og dómsvald, jafnvel þótt það kynni að kosta sig tíma- bundnar vinsældir. Jóhanna Sigurðardóttir sagði brýnt að rannsaka hvort rétt og eðlilega væri að málum staðið, fremur en að velja seinlega leið dómstóla. Jóhanna vísaði rök- semdum ráðherra um niðurskurð alþingis á fjárveitingum til sér- kennslu á bug og sagði að ráðu- neytið sjálft skæri áætlanir fræðsluumdæmanna niður og síð- astliðin þrjú ár hefðu tillögur ráðuneytisins í þessum efnum farið óbreyttar í gegnum fjárlaga- og hagsýsludeild svo og fjárveit- inganefnd alþingis. Fáheyrður hroki hjá ráðherra Jón Baldvin Hannibalsson sagði ráðherra reyna að slá sig til riddara í krossferð gegn mandar- ínum kerfisins og sagði að hann ætti fremur að beita sér fyrir uppstokkun á kerfinu sjálfu, æviráðningum embættismanna og fjárlagagerðinni, en fjárlögin væru ekki hagstjórnartæki eins og þau ættu að vera. Jón Baldvin gagnrýndi vinnubrögð ráðherra og sagði það lágmark að hann hefði lagt fram á alþingi greinar- góða skýrslu um málið. Kristín Halldórsdóttir ftrekaði spurningar sínar um greiðsluerf- iðleika og aukafjárveitingar til aðalskrifstofu menntamálaráðu- neytisins á síðasta ári, og óskaði skýringa án útúrsnúninga að þessu sinni. Eðlilegt væri að skipa nefnd tilað rannsaka málið. Svavar Gestsson sagði það að- eins sýna hversu góður flokkur Alþýðubandalagið væri þegar Sverrir Hermannsson eyddi orku sinni helst í það að ausa yfir það fúkyrðum. Sagði Svavar fáa hafa sýnt annan eins hroka og rudda- skap sem ráðherra í þessu máli öllu. Brottvísunin væri lögleysa. Menntamálaráðherra kallaði nú eftir dómi, þó hann vissi manna best að það yrði fjármálaráð- herra en ekki hann sem yrði stefnt ef til þess kæmi. Mennta- málaráðherra yrði hins vegar bráðlega dreginn fyrir annan dóm, æðsta dóm stjórnmála- manna sem væri dómur kjós- enda. Hann sagði leitun að hús- bónda sem gagnrýndi starfsmenn sína svo sem ráðherra hefði gert, þegar hann ítrekað hefði ráðist að sálfræðingum fyrir að „leita“ að börnum sem þyrftu á sér- kennslu að halda. Það væri erfitt að finna ráðherra sem væri svo metnaðarlaus fyrir hönd sinna starfsmanna. Hann sagði Sjálf- stæðisflokkinn hafa sýnt afstöðu sína til valddreifingar í Borgar- spítalamálinu og nú í fræðslukerf- inu. Þar ætti allt að setja undir „Flokkinn". Svo virtist sem mesta sökin væri sú að haldinn hefði verið blaðamannafundur, og sýndi sú staðreynd lýðræðis- ástina sem að baki byggi. Svavar sagði loks að þó komið væri að lokum þessarar umræðu væri ljóst að málinu væri ekki lokið. Ohjákvæmilegt væri að á því yrði tekið frekar á alþingi. -vd/ÁI Föstudagur 23. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.