Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL Alþingi Fisk- markaði vel tekið Skúli Alexandersson: Brýnt að af- greiða málið Á miðvikudag mælti sjávarút- vegsráðherra fyrir stjórnarfrum- varpi um flskmarkað í efri deild alþingis og lýstu þingmennirnir Skúli Alexandersson, Björn Dag- bjartsson og Karl Steinar Guðna- son stuðningi sínum við málið. f frumvarpinu er gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra veiti leyfi til reksturs fiskmarkaða og skal leyfið bundið við ákveðin landsvæði og veitt til eins árs í senn. Setja skal ákveðnar reglur um starfsemi hvers fiskmarkaðar og löggilda a.m.k. einn starfs- mann sem sér um framkvæmd uppboðs og er hvoru tveggja háð samþykki sjávarútvegsráðherra. Lagafrumvarpið er afrakstur sjö manna nefndar, sem sjávarút- vegsráðherra skipaði í apríl á síð- asta ári. Verði frumvarpið að lögum verður um tilraun að ræða því gildistíminn skal aðeins vera tvö ár. Þannig reiknar ráðuneytið með að svigrúm gefist til að fyrir þinglok kanna áhrif þessarar breytingar þ.á m. hvað varðar flutning afla milli verstöðva og framhald til- raunarinnar í ljósi fenginnar reynslu. Skúli Alexandersson sagði nauðsynlegt að flýta afgreiðslu þessa máls í þinginu en engu að síður þyrfti þingnefnd að kanna ítarlega ýmsa þætti sem nefnd ráðherra hefði ekki tekið með í myndina, þar á meðal viðhorf stærstu fiskvinnslufyrirtækja og útgerðarfélaga í landinu. Þá gagnrýndi hann að frumvarpið tæki aðeins til fyrirmyndar mark- aði í nálægum neyslulöndum en ekki aflalöndum eins og Noregi, Danmörku og Nýfundnalandi. Astæða væri til að kanna hvernig þessum málum væri háttað þar ekki síður en í Bretlandi og Þýskalandi. Frumvarpinu var að lokinni fyrstu umræðu vísað til sjávarútvegsnefndar. Líklegt er að innan tíðar verði stærstum hluta togaraaflans landað beint á fiskmarkaði víðs vegar um landið. UÖDVIUINN PÍPPI líminn 0 68 1333 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sigf Blaðbera vantar Garðabæ Hafnarfjörð Eskihlíð Skerjafjörð Hafðu samband við okkur DJOÐVIiJINN Kratar Vilja skýrslu um séikennsluna Þingmenn Alþýðuflokks hafa óskað eftir skriflegri skýrslu menntamálaráðherra um fram- kvæmd reglugerðar um sér- kennslu frá 1977, og spyrja þeir einnig hvort fyrirhugaðar séu breytingar á reglugerðinni. Oskað er eftir að í skýrslunni komi fram upplýsingar um 16 til- greind atriði varðandi sérkennsl- una, m.a. hver taki ákvörðun um sérkennsluþörf eftir fræðsluum- dæmum og hvaða forsendur séu lagðar til grundvallar endanlegri ákvörðun um sérkennslumagn í hverju umdæmi hvert skólaár, en þetta er megininntak deilunnar milli fræðsluráðs Norðurlands eystra og menntamálaráðuneyt- isins sem kunnugt er. í skýrslunni er einnig óskað að fram komi hve mörg börn hafi notið sérkennslu í almenna grunnskólanum, sérskólum og sérdeildum og hve margir sér- menntaðir kennarar annist sér- kennslu í hverju fræðsluumdæmi. Samkvæmt þingsköpum skal umbeðin skýrsla ráðherra lögð fyrir alþingi og tekin þar til um- ræðu. -ÁI Orðsending til atvinnurekenda frá félagsmálaráðuneytinu Aö gefnu tilefni vill ráöuneytiö hér með vekja athygli atvinnurekenda á ákvæöi 55. gr. laga nr. 13 10. apríl 1979 um stjórn efnahagsmála o.fl., en þar segir að atvinnurekendum sé skylt að tilkynna Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins og viðkomandi verkalýðsfélagi með tveggja mánaða fyrirvara ráðgerðan samdrátt eða aðrar þær varanlegar breytingar í rekstri, er leiða til uppsagnar tjögurra starfsmanna eða fleiri. Félagsmálaráðuneytið 16. janúar 1987. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.