Þjóðviljinn - 24.01.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 24.01.1987, Síða 3
__________________________FRÉTT1R________________________ Framsóknarraunir Ekki hent mér út enn Stefán Valgeirsson: ... Ekki skyldugir til að hlíta forystu eins né neins. Fólk rœður hvað það gerir í kjörklefanum mm ÖRFRÉTTIRjh Slökkvilið Hafnarfjarðar fór í 183 útköll á nýliðnu ári og hafa útköll aldrei áður verið jafnmörg á einu ári. Af öllum út- köllum voru 104 vegna elds í rusli, sinu og mosa, þar af 23 á nýársnótt fyrir rúmu ári. Kínaleiðangri fjallgöngumanna á hið 7.500 m. háa fjall Kongur Tiube sem fyrir- huguð var snemma í vor hefur verið frestað vegna þess að illa hefur gengið að safna fé hér heima til að standa undir kostn- aði. Leyfi Kínverja liggur nú fyrir um annan leiðangur á rúmlega 8000 m. tind í Tíbet sem íslenskir fjallagarpar ætla að reyna við eftir fáein ár. Tómas Á. Tómasson sendiherra hefur afhent P. N. Demichev, fyrsta varaforseta Forsætisráðs Æðstaráðs Sovétríkjanna, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra (s- lands í Sovétríkjunum. Verkfræðinga- félag íslands hefur á félagsfundi lýst yfir fullum stuðningi við vinnubrögð Stefáns Ingólfssonar hjá Fasteignamati ríkisins og telur að Stefán hafi í krafti persónu sinnar og verk- fræðilegrar þekkingar þróað að- ferðir í upplýsingamiðlun, sem hann og félag hans geti verið stolt af. Bæjarstjórn Kópavogs hefur fagnað þeirri ákvörðun al- þingis að heimila fjármálaráð- herra að taka lán til innréttinga á húsnæði í Kópavogi til kennslu í matvælagreinum og fyrir Hótel- og veitingaskóla íslands. Er skorað á ráðherra að nýta þessa heimild sem fyrst svo kennsla geti hafist í haust. Eg bíð ósköp rólegur og mér líð- ur vel, sagði Stefán Valgeirs- son þegar Þjóðviljinn spurði hann um viðbrögð hans við ákvörðun kjördæmisráðs Fram- sóknarflokksins, þar sem honum er neitað um sérframboð á vegum flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Aðspurður um hver viðbrögð hans yrðu við ákvörðun flokks- ráðsins sagði Stefán: Ég er ekki með lög flokksins hjá mér, en ég man ekki betur en það sé í lögun- um að svona niðurstöðu skuli á- frýjað til framkvæmdastjómar. Ég held að ég muni þetta rétt. Ef framkvæmdastjórn sam- þykkir ákvörðun kjördæmisráðs, jafngildir það þá ekki brottvísun allra framboðmanna úr flokkn- um? Ég læt þá alveg um það. Það er þeirra mál en ekki mitt. Það er þannig í lögum flokksins, en ég er ekki farinn að sjá það að þeir vísi mér út úr þingflokksherberginu. Við sjáum nú til, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því. Þetta eru nú allt saman framsóknarmenn sem eru á þessum lista og menn eru nú ekki skyldugir til að hlíta forystu eins eða neins og svo ræður nú enginn hvað fólk gerir í kjörklef- anum. Hvenær áttu von á niðurstöðu framkvæmdastjórnar? Ég á ekki von á að þeir séu neitt að draga það. Það sem mér þætti sárast í þessu er, ef það yrði ein- hver hópur sem nýtist ekki, að flokkur minn skuli hafna því að koma inn einum manni til við- bótar. -«á Eyðni Hættulaust kynlíf Nemendaleikhúsið í Lindarbæ fmmsýnir gamanleikinn „Þrettándakvöld" eftir William Shakespeare í Lindarbæ í Skagfjörð, Þórarin Eyfjörð og Kormák Baltasar í hlutverkum sínum. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. - Ljósm. Valdís. Borgarleikhús 45 milljónir framúr 120 milljónir í stað 75 milljóna í Borgarleikhús á síðasta ári. Minnihlutinn telur að málið hefði átt að fá umfjöllun í borg- arráði. Meirihlutinn: Rangt og ódrengilegt Upplýsingar og frœðsla þau vopn sem duga gegn eyðni Kynlíf homma getur verið hættulaust ef rétt er að því staðið sögðu talsmenn samtakanna 78 þeir Böðvar Björnsson og Þor- valdur Kristinsson þegar þeir kynntu nýjan bækling, sem sam- tökin hafa nýverið gefið út í sam- vinnu við landlækni. Böðvar Björnsson starfsmaður á skrifstofu samtakanna sagði að nú væri verið að dreifa bæklingn- um og ætti hann að liggja frammi á heilsugæslustöðvum og apó- tekum, skólum og skemmtistöð- um og sem víðast yfirhöfuð. Markmiðið með útgáfu hans væri að ná til sem flestra með upplýsingar og ráðgjöf en það væru þau vopn sem helst dygðu til að hefta útbreiðslu eyðnisjúk- dómsins illræmda. Framkvæmdir við Borgar- leikhús fóru 45 milljónum króna fram úr fjárhagsáætlun síðasta árs. Niðurstaðan varð sú að 120 milljónir fóru í Borgar- leikhús á síðasta ári í stað 75 miljjóna króna eins og áætlað var. Ákvörðun um þetta var ekki lögð fyrir borgarráð. Á þessu ári renna 130 milljónir króna til Borgarleikhúss. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lags, Kvennalista, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks mótmæltu þessu harðlega á borgarstjórnar- fundinum í fyrrakvöld. í bókun flokkanna segir að þetta mál sé þess eðlis að það hefði átt að fá sérstaka umfjöliun í borgarráði, þegar mönnum var ljóst hvert stefndi. „Teljum við þessa sjálftöku með öllu óþolandi, sérstaklega þegar þess er gætt, að borgar- stjóri á sjálfur sæti í byggingar- nefnd leikhússins," segir í bókun- inni og jafnframt: „Þótt Borgarl- eikhúsið sé ágæt menningarstofn- un, þá réttlætir það ekki þessi vinnubrögð.“ Minnhlutinn vísaði máli sínu til stuðnings í 80. grein sveitar- stjórnarlaga, þar sem segir að út- gjöld sem þessi verði sveitar- stjórn að samþykkja, í þessu til- felli borgarráð. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram sérstaka bókun, þar sem bókun minni- hlutans er vísað á bug. Meiri- hlutinn segir hana á misskjlningi byggða, ranga og ódrengilega. -gg kvöld kl. 20.30. Myndin synir þá Valgeir Kópavogur Kvöldvaka með Jóni úr Vör Norræna félagið í Kópavogi efnir til kvöldvöku með Jóni úr Vör næstkomandi sunnudags- kvöld, í Þinghól kl. 20:30, í tilefni af sjötugsafmæli skáldsins nú fyrir skemmstu. Á dagskrá verður erindi, upp- lestur og söngur. Hjörtur Pálsson talar um Jón úr Vör og skáldskap hans, leikarar lesa úr verkum Jóns og Margrét Bóasdóttir syng- ur lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld við ljóð skáldsins. Und- irleikari verður Margrét Gunn- arsdóttir. Eldri borgarar Söngur og upp- lestur í Sigtúni Opið hús verður hjá Félagi eldri borgara í Sigtúni í dag frá kl. 14 - 21. Meðal gesta verða Skúli Hali- dórsson píanóleikari, Ólafur Magnússon sem syngur við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar og Björn Th. Björnsson listfræðing- ur. Þorramatur verður á boðstól- um og spilað og dansað. G-listinn Reykjanesi Kynningarfundur í Mosfellssveit G-hstinn á Reykjanesi heldur kynn ingariund í Hlégarði í MosfeDssveit, mánudaginn 26. janúar kl. 20 J0 Funm efstu menn listans þau: velkomnir. Geir, Ólafur Ragnar, Ásdís, Bjargey Gerum ísland að fyrirmynd. og Jóhanna koma á fundinn. Allir Laugardagur 24. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.