Þjóðviljinn - 24.01.1987, Side 6

Þjóðviljinn - 24.01.1987, Side 6
Leikurinn í tölum 0-1 Wenta Kristján /v 1-1 Þorgils Ó. 1-2 Klempel 2-2 2-3 Danidziuk Siguröur G. 3-3 Alfreð 4-3 Þorgils Ó. 4-4 MloczynsKi 5-4 Alfreö 6-4 6-5 Klempel Kristján v/ 7-5 7-6 Plechoc Kristján 8-6 8-7 Klempel 8-8 Wenta Sigurður G. 9-8 Þorgils O. 10-8 10-9 Wenta Bjarni 11-9 11- 10 Plechoc Alfreð 12-10 12- 11 Szargiej 12- 12 Wenta Þorgils Ó. 13-12 13- 13 Dziuba 13-14 Plechoc Sigurður G. Sigurður G. Kristján Þorgils Ó. Bjarni Alfreð Sigurður S. Sigurður S. Kristján Páll Þorgils Ó. Sigurður G. Alfreð Sigurður S. Páll Sigurður G. (hlé) 14-14 14- 15 15- 15 16- 15 17- 15 18- 15 18-16 18- 17 19- 17 19-18 19- 19 20- 19 20-20 20-21 21- 21 21-22 21- 23 22- 23 23- 23 23- 24 24- 24 24- 25 25- 25 25- 26 26- 26 26- 27 27- 27 28- 27 28-28 29- 28 Wenta Klempel Danidziuk Dziuba Dziuba Mrowiec Plechoc Mrowiec Wenta Kordowiecki Wenta Kordowiecki Wenta Danidziuk Alfreð Gíslason skoraði fimm mörk úr átta skotum, tapaði bolta þrisvar. Bjarni Guðmundsson skoraði tvö mörk úr þremur skotum, átti eina sendingu sem gaf víti, tapaði bolta þrisvar. Guðmundur Guðmundsson tapaði bolta einu sinni. Kristján Arason skoraði fimm mörk (tvö víti) úr tíu skotum, átti eina sendingu sem gaf mark, fiskaði eitt vfti, tapaði bolta einu sinni. Páll Ólafsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum, átti eina sendingu sem gaf mark, tapaði bolta einu sinni. Sigurður Gunnarsson skoraði sex mörk úr átta skotum, átti þrjár send- ingar sem gáfu mörk, tapaði bolta tvisvar. Sigurður Sveinsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum, átti eina send- ingu sem gaf mark. Þorgils Óttar Mathiesen skoraði sex mörk úr níu skotum, átti eina sendingu sem gaf mark, fiskaði eitt víti, tapaði bolta einu sinni. Einar Þorvarðarson varði fimmtán skot. Geir Sveinsson lék allan leikinn í vörn og kemur þvt ekki við þessa sögu. Jakob Júlíusson og Bryqjar Kvar- an voru með í liðinu en komu ekki inná. Mörk Pólverjanna skoruðu: Wenta 4, Plechoc 4, Klempel 4, Dziuba 3, Danidziuk 3, Mrowiec 2, Kordowi- ecki 2, Mloczynski 1, Szargiej 1. ÍÞRÓTTIR Eystrasaltsmótið Hvílíkur leikur! íslendingar unnu Pólverja 29-28 í œsispennandi leik. Skytturnar, Þorgils Óttar og Einar Þorvarðarson í aðalhlutverkum. Alltgetur gerst ímótinu íRostock Sigurleikurinn gegn Pólverjum f Wismar f gær er einhver sá stór- kostlegasti sem ég hef orðið vitni að. Spennan í lokin var slfk að fátt stenst samanburð, jafnvel ekki stundirnar stóru í Sviss síðasta vetur. Islensku landsliðsmenn- irnir hafa sjaldan eða aldrei leikið af öðrum eins krafti og baráttugl- eði, og er þá miklu saman við að jafna. Þegar þeir gengu fagnandi af leikvelli voru þeir svo gegnum- vættir af svita að engum duldist að þar fóru menn sem höfðu lagt til allt sem þeir áttu og jafnvel meira. Þennan sigur áttu þeir svo sannarlega skilinn - hann mun verða þeim sem tóku þátt í honum og þeim sem fylgdust með óg- leymanlegur um aldur og ævi. Það sem bæði lið sýndu var fyrst og fremst stórgóður sóknar- leikur. Handboltalega séð var leikurinn langt frá því að vera gallalaus - sérstaklega brugðust varnir beggja liða oft illa. En hin- ir stórkostlegu og áhugasömu áhorfendur í Wismar fengu að sjá stórskyttur sýna snilii sína eins og best verður gert. íslendingarnir Alfreð, Sigurður Gunnarsson, Sigurður Sveinsson og Kristján ásamt Pólverjunum Wenta og Klempel voru í aðalhlutverkum í þeirri sýningu. Fyrstu tuttugu mínúturnar lék íslenska liðið reglulega vel. Sókn- arleikurinn gekk upp og vörnin var samstillt, - en opnaðist samt oft illa. Sigurður Gunnarsson og Þorgils Óttar voru þarna í aðal- hlutverkum og þrjár gullsendingar Sigga á Óttar gáfu falleg mörk. íslenska liðið var með undirtökin allan hálfleikinn en fór illa með góð færi til að bæta við forystuna. Síðustu tíu mínút- umar vora hinsvegar versti ka- flinn í leiknum. Þá hélt Einar Þorvarðarson íslenska liðinu á floti, varði þrisvar í dauðafærum þegar staðan var 12-12. Síðan fóru þrjú gullin færi íslands for- görðum, þar af tvö hraðaupph- laup, og Pólverjarnir komust yfir á lokamínútunni, 13-14. Skotnýting íslenska landsliðs- ins í fyrri hálfleik var góð, 60%, eins og hún var reyndar í leiknum í heild, en á móti kom að liðið tapaði boltanum átta sinnum í hálfleiknum án þess að ná skoti, og í tvö skiptin skoruðu Pólverj- arnir ódýr mörk þegar þeir kom- ust inní sendingar framanvið ís- lenska markið. Byrjunin á síðari hálfleik var eins og best verður á kosið. Fimm íslensk mörk gegn einu og staðan eftir átta mínútur orðin 18-15 en keðja mistaka varð síðan til þess að Pólverjar jöfnuðu fljótlega. Og þegar staðan var 21-23 Pól- verjum í hag þegar 13 mínútur voru eftir var útlitið farið að dök- kna ískyggilega. En lokakaflinn er einhver sá ótrúlegasti sem ég hef séð í lands- Þorgils Óttar landsliðsfyrirliði, allt annar maður en daginn áður, - allt annað lið en daginn áður! leik. Rafmögnuð spenna og allt gat gerst, og áhorfendur studdu hressilega við bakið á íslenska liðinu. Pólverjar freistuðu þess að taka íslensku skytturnar úr umferð til skiptis en Bogdan þjálfari átti snjallan mótleik. VÍÐIR SIGURÐSSON Rostock Hann lét Kristján Arason í stöðu leikstjórnanda, Sigurður Sveins- son fékk aukið frelsi hægramegin og nýtti sér það vel. Skytturnar skoruðu hvert glæsimarkið á fæt- ur öðru, Sigurðarnir báðir og Al- freð, og ísland náði loks forystu á ný tveimur mínútum fyrir leiks- lok, 28-27, þegar Páll Ólafsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Pól- verjar jöfnuðu 28-28 og þá stóð 1:30 á klukkunni. Þegar 53 sek- úndur voru eftir braust Sigurður Gunnarsson í gegnum pólsku vörnina af miklu harðfylgi og skoraði, 29-28. Það sem eftir var reyndu Pólverjar án árangurs að finna glufu á íslensku vörninni, sem sýndi ótrúlega baráttu og náði að halda algerlega aftur af stórskyttunum Klempel og Wenta. Þegar flautað var til leiks- loka voru fagnaðarlæti áhorfenda slík að fátt jafnast á við þau nema Laugardalshöllin sjálf í öllu sínu veldi. Það er þegar komið fram hvað það var sem bar leik íslands uppi. Alfreð, SigurðurGunnarsson, og Þorgils Óttar hver öðrum betri og Einar ómetanlegur í marki. Sennilega vegur hans þáttur ein- na þyngst - hann var bjargvættur- inn á örlagaríkustu augnablikun- um. Alfreð hefur sjaldan eða aldrei verið betri í sínum 99 landsleikjum og það er kannski einna þýðingarmest fyrir þann undirbúning liðsins sem hér fer fram hve vel hann er að komast í gang. Þorgils Óttar var allur ann- ar maður en daginn áður - nú kannaðist maður aftur við Hafnfirðinginn handstyrka. Sig- urður Gunnarsson hefur ekki leikið lengi af öðrum eins krafti og Sigurður Sveinsson kom skemmtilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Þrumufleygar hans köll- uðu fram undrunar- og hrifning- arhljóð frá áhorfendum, og það var sérstakt ánægjuefni að sjá að hann og Kristján Arason geta leikið hlið við hlið í íslenska landsliðinu. Helsti mínusinn í leik íslands fyrir utan köflóttan varnarleik var hinsvegar frammi- staða hornamannanna sem hafa ekki náð sér almennilega á strik hér í Austur-Þýskalandi Pólska liðið var jafnoki þess ís- lenska allan tímann og leikur kraftmikinn og skemmtilegan handknattleik. Vörnin er þó greinilega Akkilesarhæll þess. Bogdan Wenta er tvímælalaust orðinn einn besti handknattleiks- maður heims, fjölhæfur, kraft- mikill og líflegur leikmaður og með framtíðina fyrir sér. Hinn 34 ára gamli Klempel er alltaf hættu- legur en íslensku vörninni tókst þó að halda honum vel í skefjum í sfðari hálfleik. „Þetta var góður leikur, sókn- arlega séð, en það fór lítið fyrir varnarleik. Hann brást mikið til hjá báðum liðum. Sigurinn er mjög mikilvægur og við erum þegar búnir að ná góðum árangri í þessu móti. Tveir sigrar eru mjög gott, ég lít á jafntefli við Austur-Þýskaland sem sigur, og þrír sigrar eru frábært. Miðað við undirbúning var ekki við því að búast að liðið næði vel saman hér. En þessi úrslit eru dæmigerð fyrir íslenskan handknattleik - góðir leikir og slæmir til skiptis. Það var ánægjulegt hve vel Sig- urður Sveinsson nýtti sér tæki- færi þegar Kristján Arason var tekinn úr umferð. Eftir þær æfingar sem framundan eru ætti liðið að vera búið að bæta við sig 35 til 40 prósent í styrk þegar leikið verður við Júgóslava heima í febrúar“ sagði Bogdan Kow- alczyk landsliðsþjálfari íslands eftir leikinn. „Bæði lið hefðu getað sigrað og það réð miklu þegar við misstum tvo menn útaf í seinni hálfleik. Vörnin brást alveg hjá mínu liði“ sagði Zenon Lakomi þjálfari pól- ska landsliðsins. „Það var hugarfarsbreytingin sem gerði útslagið fyrir okkur. Við skömmuðumst okkar fyrir skellinn gegn Vesturþjóðverjum í gær og náðum að rífa upp kraft og baráttu. Með því unnum við upp skortinn á samæfingu sem háir okkur hérna, sérstaklega í varnarleiknum“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði ís- lands. -VS Tobbi mættur Þegar landsliðsmenn og blaða- menn komu aftur heim í Hotel Neptun í Rostock eftir leikinn við Pólverja í Wismar, beið þeirra kunnuglegur maður í anddyrinu. Þorbjörn Jensson hafði ekki getað stillt sig, var kominn yfir Eystrasaltið frá Svíþjóð þar sem hann er þjálfari og leikmaður með Malmö. Miklir fagnaðar- fundir urðu með landsliðs- mönnum og fyrirliðanum fyrrver- andi. -m/VS Allt uppí loft Austur-Þjóðverjar og Sovétmenn efstir. þeir síðustu gœtu orðið fyrstir - er Góðir áhorfendur Áhorfendur á leikjum í Eystrasaltskeppninni setja mjög skemmtilegan svip á hana. Þeir fjölmenna á alla leiki, líka þegar Austur-Þýskaland er ekki að spila, og eru mjög skemmtilega vel með á nótunum. Þeir kunna vel gott að meta, sama hver á í hlut, jafnvel mótherjar Austur- þjóðverja. Sannir áhugamenn um handknattleik og þjóð sinni til mikils sóma. En í Wismar í gær voru þeir þó einstakir, frá sjónarhóli íslend- inga. Þeir studdu vel við bakið á íslenska landsliðinu aiit frá byrj- un, en falleg tilþrif Pólverja féllu samt alltaf í góðan jarðveg hjá þeim. Það er ekki ónýtt fyrir ís- lenska liðið að leika við Sovét- menn einmitt í Wismar í dag - góður stuðningur áhorfenda ætti að vera íslendingum vís. -VS Það fer ekkert „eftir bökinni" á Eystrasaltsmótinu að þessu sinni, „bókin“ sennilega týnd og tröllum gefin og bara lcikinn handbolti eins vel og hægt er. Öll liðin nema heimamenn hafa tapað leik og að- eins Svíar hafa ekki náð að sigra. í gær gerðu Austur-Þjóðverjar jafntefli við Svía, 24-24, - heima- liðið jafnaði á síðustu stundu eftir að hafa haft forystu mest af leiknum. í hálfleiknum var stað- an þó 14-13 fyrir Svía. Og Vestur-Þjóðverj ar skítlágu fyrir Sovétmönnum, 18-24 (9- 13), daginn eftir sannfærandi stórsigur á móti íslendingum. Staðan fyrir síðustu tvær um- ferðirnar er þessi: A-Þýskaland Sovétríkin V-Þýskaland ísland Svíþjóð Pólland 3 1 2 0 68-59 4 3 2 0 1 72-68 4 3 111 64-61 3 3 1 1 1 62-70 3 3 0 2 1 68-69 2 3 1 0 2 73-80 2 f dag, laugardag leika fsland- Sovétríkin, Svíþjóð-Pólland og A-Þýskaland-V-Þýskaland, leikur sem beðið er í Rostock með mikilli eftirvæntingu. Mótinu lýkur svo á sunnudag með Ísland-Svíþjóð, V-Þýska- land-Pólland og A-Þýska- land-Sovét, sem á þessarí stundu sýnist verða úrslitaleikurinn. En „bókin“ er týnd... -m/VS ÞJÓÐVILJINN - SfÐA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.