Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 15
FRA LESENDUM Af mjúkrössum f fréttatíma Ríkisútvarpsins, hljóðvarps (rás 1), var lesin frétt, kl. 16 þriðjudaginn 20. janúars.l. sem athygli mína vakti. Frá því var sagt að handknattleiksmað- urinn Þorgils Óttar Mathiesen úr Hafnarfirði væri á förum til Rost- ock í DDR til að keppa þar ásamt félögum sínum í Eystrasaltsmót- inu í handknattleik, sem þar er háð þessa dagana, eins og kunn- ugt er. Þess var og getið í um- ræddri frétt að félagar hans flestir ásamt með einhverjum blaða- mönnum væru þegar komnir til Rostock og hefðu þeir haft sam- band við Þorgils þennan og beðið hann að hafa með sér í farteski sínu ilmskeini frá íslandi, mjúkt og þjált. Fréttamaður sá er kom þessari frétt á framfæri leitaði að sjálf- sögðu skýringa á þessari furðu- legu ósk, eins og góðra frétta- manna er siður og komst að þeirri niðurstöðu að innfæddir í DDR notuðu sama pappír á salernum og í byggingariðnaði. Sá pappír hefur hingað til heitið sandpappír á íslensku máli. Þá vitum við það íslenskir útvarpshlustendur að sú 17 milljóna manna þjóð sem byggir DDR, ein mesta iðnaðar- þjóð í heimi, er svo fákunnandi á sviði pappírsframleiðslu að hún kann ekki að framleiða skeini - pappír,sem hæfi hinum mjúku rössum íslenskra handknattleiks- manna og til að korna í veg fyrir rasssæri þessara vorra vösku drengja sé lausnin sú að taka með sér að heiman einhverja þeirra fjölmörgu mjúku tegunda af þessari vöru, sem á boðstólum eru á íslandi. Nú er það svo að sá er þessar línur ritar hefur dvalið alls átta sinnum í umræddu landi og aldrei lent í neinum erfiðleikum þar með að framkvæma þann verkn- að sem margnefndur pappír er notaður við og raunar líkað sá pappír sem framleiddur er af vinnandi höndum íbúa í DDR mjög vel. Hitt veit hann líka að þeir í DDR hafa aldrei slegið er- lend lán fyrir þessari vöru eins og sumar fínar þjóðir. Einn galli er auðvitað á þessum útflutningi vorum á skeinipappír til DDR og hann er sá að þegar mjúkrassar vorir koma heim á ný og fara að skýra út töp sín fyrir alþjóð að móti þessu loknu, þá geta þeir ekki skýrt þau með ofnotkun á austur-þýskum sandpappír. Ólafur Þ. Jónsson P.S. Þessa dagana rignir yfir landslýð happadrættismiðum frá Mjúkrassa Sambandi íslands. Undirritaður sá sér ekki annað fært en að endursenda þá, í þeirri von að þeim verði stungið í þann eina stað á líkama mjúkrassa sem mér finnst við hæfi. Sami LEIKHÚSIÐ í KIRKJUNNI sýnir leikritið um KAJ MUNK í HALLGRÍMSKIRKJU 6. sýning sunnudaginn 25. janúar kl. 16, upp- selt 7. sýning mánudaginn 26. janúar kl. 20.30 8. sýning sunnudaginn 1. febrúar kl. 16. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 14455, miðasala opin: sunnudaga frá kl. 13.00 og mán- udaga frá kl. 16.00 og á laugardögum frá kl. 13.00-18.00 fyrst um sinn. 2 TOYOTA LANDCRUSER komu á miða numer: 58955 og 139656 3 Heimilíspakkar með; Mitsubishi farsíma, Macintosh einkatölvu, GoldStar ferðatæki, GoidStar 20"sjónvarpi, GoldStar HQ myndbandstæki, GoldStar hljómtækjasamstæðu, komuámiöa númer:> 16152 53326 116503 Dregið var 24. des 1986. 17 GoldStar hlj ki ómtækjasan omu á miða i ístæöur |1Í||1|1| 15736 17214 34471 37814 47683 62663 62825 81620 81450 95937 97601 116310 120547 138974 139401 145235 145246 17G oldStar 20" sjónvörp 17 Gold StarHQmyr idbandstæki ko mu á miöa lúmer: iiiaiiiiiiki jmu á miöa r lúmer: 740 1998 19211 19687 23549 23578 43694 38072 53185 53291 45303 55500 56130 64213 65541 82513 66803 67036 87683 83398 97796 99977 90451 108838 112154 121616 122858 139430 132056 142158 160666 139486 152230 153657 17 Mitsubishi f arsímar 17 C SoldStar fe rðatæki ko mu á miða lúmer; kor nu á miða lúmer: 6817 13060 22333 40731 27705 28556 46371 43061 54005 54970 46907 61454 61573 66172 66544 83759 70050 92162 112380 85197 100643 106704 134693 135177 142479 129507 129847 140338 142767 161717 163547 141634 157274 158431 13499 13554 29502 30147 47072 47483 62321 76046 80289 92971 95212 114276 115106 136011 136027 144644 144764 Birt án ábyrgðar. Upplýsingar í síma 25851 Þökkum vinum og velunnurum veittan stuöning á árinu. FLUGBJORGUNARSVEITIRNAR VINNINGASKRA I STÓRHAPPDRÆTTI LANDSAMBANDS FLUGBJÖRGUNARSVEITANNA. Laugardagur 24. janúar 1987 ÞJÖÐVILJINN — SfÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.