Þjóðviljinn - 28.01.1987, Page 8
MENM
„Einhvers skírra,
einhvers blárra,
æskti hugur minn“
íslensk abstraktlist á Kjarvalsstöðum
Svavar Guðnason: Fansað í fúgustíl
1939-40, 130x81 sm.
Það framtak Menningarmála-
nefndar Reykjavíkurborgarað
efna til yfirlitssýningar á íslenskri
abstraktlist á Kjarvalsstöðum
verður að teljast bæði lofsvert og
tímabært. Lofsvert vegnaþess
að sýningin markar vonandi þá
stefnubreytingu hjá stjórn húss-
ins, að Kjarvalsstaðirtaki meira
eigið frumkvæði í mótun þeirrar
starfsemi sem þarferfram, þann-
ig að húsið verði virkari þátttak-
andi í menningarstraumum
samtímans. Og sýningin ertíma-
bær vegna þess að íslensk
myndlist stendur nú á þeim tíma-
mótum aö við getum á hlutlægan
hátt litið yfirfarinn veg og lagt mat
áframlag þeirra myndlistar-
manna sem ruddu nútímanum
braut í íslenskri myndlist.
Því abstraktlistin er ekki
lengur umdeild sem slík, og það
þykir ekki lengur merki um
óþjóðholian uppskafningshátt að
skapa óhlutbundna myndlist.
Saga þeirrar baráttu, sem það
kostaði að kenna íslendingum að
lesa nútímamyndlist hefur ekki
enn verið að fullu skráð, og það
er reyndar eitt af því sem ég
sakna í þeirri vönduðu sýningar-
skrá, sem gefin hefur verið út
með sýningunni, að ekki skuli
vera fjallað um viðbrögð þau sem
brautryðjendur abstraktlistar-
innar fengu hér á landi með til-
vitnun í prentaðar heimildir. Það
hefði gert sýningu þessa enn lær-
dómsríkari, ekki síst fyrir yngstu
kynslóðina, sem ekki þekkir þá
sögu.
Val verka á sýningu sem þessa
er óhjákvæmilega vandasamt, og
sjálfsagt erfitt að gera öllum sjón-
armiðum til hæfis. Þó sakna ég
þess í sýningarskrá, að ekki skuli
þar tiltekið hvaða reglur eða
mælikvarða aðstandendur sýn-
ingarinnar hafa haft við val
verka. Þar stendur einungis að
reynt sé eftir mætti að spanna
söguna „og gefa áhorfendum sem
flest sjónarhorn á hugtakið óhlut-
læg myndlist í málverki og skúlp-
túr.“
í fljótu bragði virðist mér að sú
ákvörðun að takmarka sýning-
una við málverk og skúlptúr hafi
að ófyrirsynju útilokað nokkra
ágæta listamenn sem fullt erindi
áttu á þessa sýningu, ef hún á að
gefa yfírlit yfir íslenska abstrakt-
Ust. Þar á ég til dæmis við að gler-
listarmaðurinn Leifur Breiðfjörð
á enga mynd á sýningunni, og
nálgast þó ýmsar glermyndir hans
það mjög að geta talist óhlut-
bundnir skúlptúrar. Eða vefarinn
Ásgerður Búadóttir, sem hefur
gert óhlutbundinn vefnað sem
jafnast á við það besta sem við
eigum í abstrakt málverki. Eða
myndlistarkonur eins og þær
Guðrún Kristjánsdóttir og Hólm-
Gleðin
Nemendaleikhúsið sýnir
ÞRETTÁNDAKVÖLD
eftir Wiliiam Shakespeare
Þýðing: Helgi Hálfdanarson
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
Leikmynd: Una Collins
Af öllum gleðileikjum skáldsins
er Þrettándakvöld Iíklega sá glað-
værasti og bjartasti og þessari
glaðværð komu hinir ungu og
upprennandi leikarar stórkost-
lega vel til skila í þessari bráð-
skemmtilegu sýningu. Þórhallur
Sigurðsson hefur réttilega not-
fært sér æsku og lífskraft leikar-
anna og Iagt alla áherslu á ærsl og
fjör og góða skemmtun og tekst
að skapa sýningu þar sem ekki er
til dauður punktur, án þess þó að
hún sé keyrð áfram á einhverjum
ógnarhraða. Þvert á móti gefur
Þórhallur sér tíma til að dedúa
við smáatriði, draga fram og
undirstrika fyndnina í textanum
þannig að orð og athafnir falla
saman og mynda heild. Þetta ætti
auðvitað að vera sjálfgefíð mál,
þannig eiga allar leiksýningar að
vera, en því miður hefur þetta oft
farið úrskeiðis, einkum í Shak-
espearesýningum hér á landi sem
stundum hafa dottið niður í að
vera stirðnaður textaflutningur -
og það er kannski þetta sem hefur
aflað Shakespeare þess álits
margra mörlanda að hann sé ein-
staklega leiðinlegt leikskáld.
Sannleikurinn er hins vegar sá að
hann er eitthvert skemmtilegasta
leikskáld sem uppi hefur verið,
eins og þeir vita best sem séð hafa
góðar enskar sýningar á honum
undanfarin ár. Það sýnist mér
reyndar Þórhallur hafi gert og
dregið góða lærdóma af.
Þórhallur hefur einnig notið
ómetanlegs stuðnings þeirrar
miklu snilldarkonu Unu Collins
en leikmynd hennar og búningar
skapa sýningunni umgerð og stfl
sem fellur einstaklega vel að
þeirri galsafengnu leið sem valin
er að verkinu. Sviðsmyndin er
einföld en bæði falleg og nota-
drjúg. Tveir hallandi pallar á
miðju gólfi og sviðið rammað inn
með teygjum sem má nota til að
fara í gegnum, fela sig bak við,
gægjast út um og jafnvel flækja
sig í. Þegar þetta er síðan lýst af
listfengi (Ólafur Örn Thorodd-
sen á heiður af því) verður leik-
myndin falleg og litrík. Þá bætast
við búningarnir sem eru
skemmtilega fjölbreytilegt sam-
safn af nýjustu tísku og hinu og
þessu frá fyrri tíð. Bæði leikmynd
og búningar hefja leikinn yfír
tíma og rúm og staðsetja hann í
þeirri óskilgreindu Illyriu sem í
vitund skáldsins var eins konar
Undraland þar sem óskyldum
hlutum ægði saman, svo sem ít-
ölskum hertoga og ósvikinni að-
alsmær annars vegar en jafn
hreinræktuðum Bretum og þeim
Tóbíasi og Andrési hins vegar.
Þessi hrærigrautur, sem er þegar
til staðar í textanum, heppnast
einstaklega vel í sýningunni.
En það er auðvitað frammi-
staða leikaranna sem svona sýn-
ing stendur eða fellur með.
Skemmst er frá þvf að segja að
leikaraefnin ungu skiluðu öll
góðum leik og nokkur frábærum.
Persónusköpun þeirra allra var
óvenju skýr, að vísu voru persón-
urnar dregnar einföldum dráttum
en þeir voru afar skýrir og allt er
þetta í samræmi við aðferð sýn-
ingarinnar.
Það var kannski mest dýpt í fífl-
inu Fjasta í meðförum Valgeirs
Skagfjörð. Hann kom hundings-
hætti fílsins aflleg til skila og það
var skemmtilega dapur undir-
tónn á túlkun hans. Gervi og lát-
bragð var listilega gott, hér var
atvinnumaður á ferð og trúðlæti
og söng framdi hann af list hins
þaulvana manns.
Þórdís Arnljótsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson sem Viola og Orsino hertogi. - Ljósm. Valdís.
Hjálmar Hjálmarsson gerði
kostulega fígúru úr veslings Mal-
vólíó, hrokafullan uppskafning
sem hreykir sér yfir jafningja sína
og stefnir á hærri staði, en fall
hans er mikið eins og tíðkast um
slíka hjá Shakespeare. Látbragð
Hjálmars var sérlega agað og
raddbeitingin einstaklega góð -
þingeyski framburðurinn vel til
fundinn. Merkilegt var að sjá hví-
líkt vald ungi maðurinn hefur á
augum og tungu - sem lá við að
hann ofnotaði. Þetta var
heilsteypt persónusköpun svo
langt sem henni var ætlað að ná.
Þórarinn Eyfjörð var stórkost-
lega fyndinn í hlutverki Andrésar
Agahlýs, þessa mislukkaða og
vitgranna vonbiðils Ólivíu. Það
var snilldarbragð að hafa hann í
skotapilsi, en í öllu fasi var hann
hinn fullkomni sveitadurgur,
ævinlega utanveltu innan um fína
fólkið.
Þó að þessar persónur hafi
skagað upp úr í sýningunni er
ekki þar með sagt að aðrir hafi
staðið sig laklega - þvert á móti.
Ingrid Jónsdóttir var glettin og
uppfull af fjöri í hlutverki Maríu
þjónustustúlku, Þórdís Arnljóts-
dóttir einörð í framgöngu og
þokkafull í hlutverki Víólu, Hall-
dór Björnsson sprækur og at-
gangsharður sem Tobías Búlki og
Ólafía Hrönn Jónsdóttir oft
giettilega brosleg Olivía, leikin af
SVERRIR V/l
HÓLMARSSON /'
minni virðingu en ég hygg að
venja sé að sýna því hlutverki.
Sama má segja um Orsínó sem
varð næsta skoplegur elskhugi í
höndum Árna Péturs Guðjóns-
sonar. Stefán Sturla Sigurjónsson
var vasklegur í heldur vanþakk-
látu hlutverki Sebastians.
Vegna fjölmennis í verkinu
fengu fjórðaársnemar hóp nem-
enda úr fyrsta bekk til liðs við sig
og gerðu þeir sína hluti af prýði
og er þar einkum að minnast
Baltasars Kormáks í hlutverki
Fabíans, sem er túlkaður sem
einskonar upprennandi fífl og
hugsanlegur arftaki Fjasta - sam-
leikur þeirra Valgeirs var óborg-
anlega fyndinn. Þá var Björn Ingi
Hilmarsson rösklegur skipherra
og Erling Jóhannesson forkostu-
legur prestur.
Það má auðvitað deila um þá
túlkunarleið sem farin er í þessari
sýningu, segja sem svo að hún
skopfæri óþyrmilega ljóðrænar
ástarrollur Olivíu og Orsínós og
einfaldi persónur óhóflega, en í
sýningunni gengur þetta allt upp.
Það sem mestu máli skiptir er að
hér hefur tekist að leiða fram
kjarnann í gamansemi Shake-
speares - hina fjölbreytilegu og
kostulegu persónusköpun - með
eftirminnilegum og ótrúlega
skemmtilegum hætti. Þessi sýn-
ing ætti að nægja til að afsanna þá
kenningu að Shakespeare sé
leiðinlegur. Hún ætti einnig að
hjálpa til að hrekja þá kenningu
sem leikarar héyrast stundum
halda fram (ekki opinberlega að
vísu) að þýðingar Helga Hálfdan-
arsonar séu illa fallnar til
Ieikflutnings.
Sverrir Hólmarsson
8 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 28. |anúar 1987