Þjóðviljinn - 28.01.1987, Page 9

Þjóðviljinn - 28.01.1987, Page 9
fríður Árnadóttir, sem gera verk þau sem valin hafa verið gefi sonar og Porvaldar Skúlasonar óhlutbundnar myndir úr lituðum rétta mynd af viðkomandi lista- hlautóhjákvæmilegaaðverastór pappír. Og þannig mætti sjálfsagt manni, eða sýni hans bestu verk. í sýningu sem þessari. En mér er lengi telja, en sú spurning kann Hitt skiptir þó meira máli að sýn- til efs að við fáum þarna að sjá að vakna hvort það sé einber til- ingin gefi sanna mynd af þeirri þeirra sterkustu myndir. Athygl- viljunaðflestþaunöfnsemþann- þróun, sem þama hefur átt sér isvert er að sjá hvernig ótrúlega ig koma í hugann eru konur? stað. margir af abstraktmálurum okk- Sú spuming vaknar líka, hvort Hlutur þeirra Svavars Guðna- ar hafa séð sig knúða til að mála stranggeometrískar myndir á 6. áratugnum. Það stranga mótlæti sem þesir listamenn mættu hér heima hefur að öllum líkindum þjappað þeim saman í þessa átt- ina, jafnvel þótt þessi púritaniska afstaða til málverksins hafi oftar en ekki reynst blindgata sem leiddi til ófrjós formalisma. Því er gjarnan haldið fram, meðal ann- ars í sýningarskránni, að strang- geometríska listin hafi verið tján- ing á einhvers konar viðleitni til þess að koma skipulagi á veröld- ina eftir hörmungar síðari heims- styrjaldarinnar. Sú kann að hafa verið raunin hjá málara eins og Þorvaldi, sem þróaði sína geóm- etríu með markvissum hætti, en trú mín er að flestir hinna málar- anna á 6. áratugnum hafi verið hraktir út í þessa stöðu af al- menningsálitinu: með harðlínu- stefnunni og samstöðunni buðu þeir þröngsýninni birginn. Það kom síðan í hlut þeirra Karls Kvaran og Harðar Ágústs- sonar að draga gleggstar niður- stöður af þessari þróun, og sakna ég þess að sjá ekki fleiri myndir eftir Hörð á þessari sýningu. Þau Svavar Guðnason og Nína Tryggvadóttir létu þó aldrei beygja sig undir hinn stranga aga geometríunnar, og eru þunga- miðjan í þeim pól íslenskrar ab- straktlistar, sem dýrkaði óhefta tjáningu undir sterkum áhrifum frá hinni ytri náttúru. í heild sinni lýsir sýningin við- leitni íslenskra myndlistarmanna til þess að skapa myndmái og tjáningarform er hæfa nútíman- um. Þar finnst mér fyrri salurinn koma sterkar út sem heild, kannski vegna þess að hann end- urspeglar um leið baráttu við fjandsamlegt umhverfi, sem kostaði miklar fórnir. En ef á heildina er litið lýsir sýningin jafnframt leitandi viðleitni, þar sem tiltölulega fáir listamenn taka afgerandi hreina og skýra af- stöðu með skýrt mótaðar hug- myndir. Þetta er kannski skiljan- legt í ekki stærra samfélagi en við búum við, en hitt verður að telj- ast meira einkennandi fyrir lista- menn okkar, að þeir vinni frekar út frá tilfinningum sínum en vitsmunalega ígrunduðum for- sendum. Síðan má spyrja þeirrar spurningar, hvort þetta endur- spegli almennt þjóðareinkenni íslendinga. Margt þótti mér fallegt af höggmyndunum, þótt þar hafi kannski óhjákvæmilega verið fyrst og fremst um smærri verk að ræða. Óþarfi er að minna á þýð- ingu þeirra Ásmundar og Sigurj- óns, en Gerður Helgadóttir kem- ur mjög sterk út á þessari sýn- ingu. Hins vegar sakna ég fleiri mynda eftir Jón Gunnar Árna- son, en ánægjulegt er að sjá þá endurnýjun í óhlutbundnum skúlptúr sem kemur fram í hinum mögnuðu eintrjáningum Helga Gíslasonar og formtilraunum Ní- elsar Hafstein. Margt er fróðlegt í sýningar- skránni, þótt þar vanti tilfinnan- lega sögulegar heimildir um upp- hafsár íslenskrar abstraktlistar. Það er hins vegar til baga að a.m.k. 2 myndir hafa prentast öfugar í skránni, en það eru mál- verk eftir Kjarval frá 1929 og málverkið Landnám eftir Jó- hannes Jóhannesson frá 1979. Þá er skurður á myndum víða óná- kvæmur, til dæmis á málverki Sigurðar Örlygssonar frá 1969. Ekki kann ég heldur skýringu á því að í sýningarskrá skuli vera prentaðar myndir sem ekki eru á sýningunni. En að lokum ber að þakka lofs- vert framtak og hvetja sem flesta til þess að leggja leið sína í Kjar- valsstaði, því sjón er sögu ríkari. G-listinn á Reykjanesi KYNNINGAR FUNDIR GARÐABÆR: í Kirkjuhvoii, safnaðarheimilinu, miðvikudag, kl. 2030 SELTJARNARNES: í Tónlistarskólanum, laugardg, kl. 1600 Gerum ísland að fyrirmynd

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.