Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 12
ORÐ IEYRA
Norðri, Suðri og Vestri skrifa:
JB -
ekkiBJ
Fréttaskýring
Þegar illskiljanlegir atburðir
gerast eru aðskiljanlegir menn
fengnir til að útskýra þá á
óskiljanlegan hátt. Þetta er kall-
að „fréttaskýring" og er aðalstolt
íslenskrar fjölmiðlunar, næst á
eftir hálsbindasafni Páls Magnús-
sonar.
Til dæmis gerðist það í haust,
að þrír þingmenn úr Bandalagi
jafnaðarmanna urðu svo leiðir á
flokknum sínum, að þeir gengu í
Alþýðufiokkinn. Þetta voru Stef-
án Benediktsson, Kolbrún Jóns-
dóttir og Guðmundur Einarsson.
(Og auk þeirra ein kona, Kristín
Kvaran, sem var öllu klókari en
þremenningarnir því að hún fór
aila leiðina í einum áfanga og
gekk strax í Sjálfstæðisflokkinn).
Þessi atburður varð þegar í
stað tilefni mikilla fréttaskýringa,
sem enginn skildi, en alla vega
var niðurstaðan sú, að þetta væri
hið besta mál af ýmsum ástæðum:
1. Af því að BJ væri dautt hvort
sem var og flokkssjóðurinn
tæmdur.
2. Af því að kjósendur hefðu ein-
staklega gaman af svona gríni.
'3. Af því að BJ ætti bara þing-
menn en enga kjósendur, en
Alþýðuflokkurinn ætti bara
kjósendur en enga þingmenn.
4. Af því að JB (eins og í Jón
Baldvin) væri vinsælli skamm-
stöfun en BJ.
5. Af því bara.
Hafandi lesið aliar tiitækar
fréttaskýringar biðu menn síðan
þess sem verða vildi og atburða-
rásin varð skrautlegri en
bjartsýnustu menn þorðu að
vona:
Stefán Ben. hættur - af ástæð-
um sem ókurteisi væri að rifja
upp.
Kolbrún Jónsdóttir er líka hætt
- af ástæðum sem verða raktar
hér á eftir.
Og Guðmundur Einarsson
mætti til þings með reyfað höfuð
eftir kosningaferðalag um Aust-
firði í jólafríinu sínu undir kjör-
orðinu: Brjótum múrinn!
Og nú Iiggja fréttaskýringar
yfir því að útskýra gengi JB-
frambjóðendanna. Innlegg í þá
fréttaskýringu er eftirfarandi við-
tal:
Frétta-Haukur: Segðu mér
Guðmundur, hvernig metur þú
stöðu ykkar í JB-hópnum í fram-
boðsmálum?
Guðmundur: Ef við gefum
okkur það, að til sé einhver
JB-létBJ
hverfa
heildarmynd þá mundi ég segja
að hún væri mjög góð.
Frétta-Haukur: A hverju
merkirðu það?
Guðmundur: Ef við tökum
Stebba Ben fyrst þá mundi ég
segja að hann hefði lent í öruggu
þingsæti hérna í Reykjavík, ef
hann hefði ekki lent í klandri.
Frétta-Haukur: En ef við víkj-
um að Kolbrúnu?
Guðmundur: Þá mundi ég
segja að staða hennar væri mjög
góð, ef hún væri Akureyringur.
Frétta-Haukur: En nú er hún
ekki Akureyringur.
Guðmundur: Að vísu ekki, en
miðað við það þá mundi ég segja
að staða hennar sé mjög góð.
Hún kemst að vísu ekki á þing, en
það er ekki vegna þess að hún er
JB-ari, heldur vegna þess að hún
er ekki Akureyringur.
Frétta-Haukur: En staða þín,
Guðmundur?
Guðmundur: Ég mundi segja
að hún sé mjög góð miðað við
stöðu Stebba og Kollu. Ég er
nokkurs konar varaformaður Al-
þýðuflokksins, því að JB treysti
sér ekki til að fara í framboð á
Austfjörðum, heldur bað mig um
að fara í sinn stað. Alþýðuflokk-
urinn hefur aldrei fengið mann
kjörinn þarna fyrir austan, svo að
JB sagði sjálfur við mig: Gummi
minn, á Austurlandi þurfum við
að brjóta niður múrvegg. Nú þarf
ég á þínum haus að halda.
Frétta-Haukur: Finnst þér
vera komin sprunga í hann?
Guðmundur: Nei, nei, þetta
var bara smáskráma. Ég er alveg
að verða góður aftur.
Frétta-Haukur: Ég átti nú við
múrinn.
Guðmundur: Við sjáum bara
til. Það eru þykk í mér höfuð-
beinin. Er það ekki JB?
JB: Jú Gummi minn. Taktu
bara magnylið þitt og vertu ekki
að þreyta þig á að hugsa.
Frétta-Haukur: JB, hvað segir
þú um stöðuna?
JB: Staðan er góð. Það var að
vísu Ieiðinlegt með hana Kol-
brúnu að hún skyldi álpast þarna
á Norðurlandi eystra inn í einka-
keppni tveggja Akureyringa. En
stjórnmálin eru þannig.
Guðmundur: Já hvað sagði ég
ekkj.
JB: Viltu ekki fara að leggja
þig, Gummi minn. Þú ert svo
slæmur í höfðinu. Hvfldu þig,
hvfld er góð.
Frétta-Haukur: í alvöru talað:
Hvernig líst þér á möguleika
Guðmundar á Austurlandi?
JB: Ég er í nánast engum vafa
um að hann Guðmundur flýgur
inn. Hann þarf ekki að gera
nokkurn skapaðan hlut annan en
brjóta niður múrinn og þrefalda
fylgið frá síðustu kosningum.
Smíthereens
r
i
Ópemnni
í byrjun næsta mánaðar er
væntanleg til landsins bandaríska
hljómsveitin THE SMITHERE-
ENS og mun hún halda tónleika í
íslensku Óperunni 3. febrúar.
THE SMITHEREENS er
fjögurra manna hljómsveit sem
stofnuð var í New Jersey fyrir 7
árum. Tónlistin sem hljómsveitin
flytur er melódískt rokk sem sam-
einar á sérstakan hátt laglínur
Bítlatímabilsins og kraft nýja
rokksins. THE SMITHEREENS
var lengi framanaf kölluð „best
Ljóðakver
P. Barða
Kárasonar
varðveitta leyndarmál poppsins“
en það breyttist í sumar þegar
hljómsveitin gaf út sí.ia fyrstu
breiðskífu „Especially For You“.
Gagnrýnendur bæði vestan hafs
og austan áttu ekki nógu stór orð
til að lýsa hrifningu sinni á þessari
frumraun THE SMITHERE-
ENS.
Koma hljómsveitarinnar hing-
að til lands er hvalreki á fjörur
íslenskra tónlistaráhugamanna
og þykja aðstandendum sérlega
ánægjulegt að geta boðið uppá
tónleika þeirra í einu af bestu
tónleikahúsum borgarinnar;
Óperunni.
Forsala aðgöngumiða verður í
Gramminu og Fálkanum. Hún
hefst föstudaginn 16. janúar.
Hljómsveitin The Smithereens.
Rðvaromman og amma dreki
Sögur Guðrúnar Helgadóttur komnar á færeysku
„Ég öskra / og orðin bergmála
milli hugsana minna / sem ennþá
eru að mótast / af uppvexti mín-
um“.
Þetta eru lokaorð í ljóðakveri
sem Þ. Barði Kárason, 23 ára
gamall auglýsingateiknari hefur
gefið út og kallar „í þessum
morgni“. Geymir hún óbundin
ljóð sem flest mætti að líkindum
fella undir „opna skólann" svo-
nefnda.
Kennarafélagið í Færeyjum
hefur gefíð út tvær skáldsögur
Guðrúnar Helgadóttur, __,Jón
Oddur og Jón Bjarni“ og „í abb-
asa húsi“. Sögurnar eru báðar
þýddar af Martin Næs, en mynd-
irnar í „í abbasa húsi“ eru eftir
Mikael V. Karlsson og Kqlbrún
Kjarval myndskreytir Jón Odd
og Jón Bjarna.
Til gamans má geta þess að
amma dreki heitir á færeysku
rpvaromman, og er nafn hennar
skýrt með eftirfarandi hætti í sög-
unni: „Rpvaramman. Navnið
kom av, at omma teirra av og á
helt rpðu í útvarpinum, og tá var
altíð sagt: Næst á skránni verður
ein rpða, og útvarpsmaðurinn
segði altíð „r0va“ og ikki r0ða:
Margreta Hjálmarsdóttir heldur
nú r0ðu um..., og tað vóru ikki
smáting, sum omma teirra helt
r0ðu um. Men hetta var eisini
hennara lívsstarv, at halda r0ðu,
og tí kallaðu teir hana bara r0var-
ommuna. R0varaomman segðist
að vera ein avbera góður r0ð-
ari... “ Það er ekki alltaf einfalt að
þýða á milli mála, þótt tungumál-
in séu lík.
ólg.
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 28. janúar 1987
Hann flýgur inn. Er það ekki,
Gummi minn?
Gummi: Jú, jú! Á ég að rjúka á
múrinn núna?
JB: Vertu rólegur vinur, þetta
er veggurinn á Alþingishúsinu.
Farðu bara inn um dyrnar og
vittu hvort hann Albert nennir
ekki að tefla við þig.
Frétta-Haukur: Eitthvað að
lokum?
JB: Já, mig langar til að bæta
því við í fyllstu einlægni, að það
væri óbætanlegt tjón ef allt þetta
helv... ágætis pakk, ég meina
fólk, dytti út af þingi. Það væri
synd ef þessir skemmtilegu
keppinautar okkar, ég meina fé-
lagar, yrðu að athlægi.
Kolbrún
Jónsdóttir
ekki Akur-
eyringur-
inn!
Frétta-Haukur: Nú lýstir þú
því yfir hvað eftir annað, að þú
ætlaðir sjálfur í framboð á
Austfjörðum.
JB: Hann var góður þessi!
Frétta-Haukur: Takk fyrir.
Guðmundur: Æ, hver fjárinn!
JB: Rólegur, Gummi minn.
Hurðin opnast inn.
/fZfc,-
Valsar
eftir
Kristin Reyr
Kristinn Reyr skáld hefur lagt
gjörfa hönd á margt - hann hefur
skrifað leikrit, m.a. fyrir útvarp,
margar ljóðabækur, málað og
samið tónlist. Nú síðast kom út
sjöunda nótnaheftið frá hans
hendi og geymir fimm valsa.
Eyþór Þorláksson útsetti valsa
Kristins.
Ljóð-
oimur
Komið er út 4. hefti Ljóðorms.
Ljóðormur er tímarit þar sem
ljóðskáld birta ljóð sín, áður
óbirt verk. Einkum leita útgef-
endur til nýgræðinga sem vilja
koma ljóðum sínum á framfæri. í
4. tbl. Ljóðorms er að finna ljóð
eftir Jórunni Sörensen, Anton
Helga Jónsson, Álfheiði Lárus-
dóttur, Braga Olafsson, Þorvald
Friðriksson, Hörð Gunnarsson,
Jóhann Árelíus og Gunnar
Hólmstein. Auk þeirra birtir Álf-
heiður Lárusdóttir þýðingar sínar
á tveimur ljóðum eftir íranska
skáldið Sohrab Sepehri og Guð-
bergur Bergsson þýðir ljóð nokk-
urra portúgalskra skálda. í þessu
hefti Ljóðorms er einnig merki-
legt viðtal Eysteins Þorvalds-
sonar við Jerome Rothenberg,
bandarískt ljóðskáld og bók-
menntafræðing. í Ljóðormi er
sem fyrr birt yfirlit yfir þær ljóð-
bækur sem út komu árið 1986
áður en blaðið fór í prentun. Út-
gefendur Ljóðorms eru þeir
Eysteinn Þorvaldsson, Heimir
Pálsson, Pjetur Hafstein Lárus-
son og Þórður Helgason.