Þjóðviljinn - 07.02.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 07.02.1987, Qupperneq 5
Fimmtíuþúsund kjamaoddar og fáeinir skrokkar af lambaketi Framlag ufanríkisráðherra íslendinga til friðarmála Ef hvert mannsbarn á íslandi borgaði tíu milljónir króna á mánuði í sjóð þá mundi sá sjóður ekki nægja til að standa undir þeim útgjöldum sem fara til her- mála í heiminum á ári hverju, því að samkvæmt tölum frá Samein- uðu þjóðunum eyða þjóðir heims um það bil 60 miiljónum króna til hermála á hverri mínútu sólar- hringsins. Þessi glæpsamlegu útgjöld eru réttlætt með því að þeim sé varið til varðveislu friðarins, en þrátt fyrir þetta umfangsmikla og kostnaðarsama friðarstarf reikn- ast mönnum hjá Sameinuðu þjóðunum svo til, að á tuttugustu öldinni hafi um það bil 207 styrj- aldir geisað víðsvegar um heim- inn - og fyrir utan fjárútlátin hafi þessar styrjaldir kostaði 78 milljónir jarðarbúa lífið. Þetta eru í rauninni óskiljan- legar tölur. En þær gefa vísbend- ingu um þann hrikalega veruleika sem mannkynið býr við. Tortímingaröflin hafa undir- tökin. f vopnabúrum heimsbyggðar- innar er geymdur nægur tortím- ingarkraftur til að drepa hvert mannsbarn á jörðinni. Ekki einu sinni - heldur tólf sinnum. Eins og það skipti máli. Einn af hverjum 43 jarðarbú- um er hermaður. Einn af hverjum 1030 er lækn- ir. Á hverjum degi deyja 50.000 manns af völdum næringarskorts, þrátt fyrir að matvælaframleiðsla sé nægileg til að brauðfæða alla íbúa jarðarinnar. Milljón sinnum Hiroshima í heiminum eru til yfir 50.000 kjarnaoddar. Heildarsprengi- kraftur þeirra er milljónfaldur sprengikraftur Hiro- shima-sprengjunnar, sem var 17 kílótonn. Kílótonn er 1000 tonn af venjulegu TNT-sprengiefni. í herjum heimsins eru um 140.000 skriðdrekar, yfir 35.000 orustuflugvélar, 21.000 þyrlur, 1.100 stærri herskip og yfir 700 kafbátar. Ef einhver skyldi vera að velta því fyrir sér úr hvaða heimildum þessar ógurlegu tölur eru fengnar þá eru þær einfaldlega teknar upp úr riti, sem Félag Sameinuðu þjóðanna gefur út. Ritið heitir „Friðarár 1986-Fjörutíu ára að- ild íslands að Sameinuðu þjóðun- um“. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ragnar Ólafsson, en formaður félagsins er Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri í menntamála- ráðuneytinu. Þetta rit er hið merkasta rit fyrir ýmissa hluta sakir, bæði birt- ir það upplýsingar, sem alltof sjaldan er haldið á loft um hið vitfirrta ástand sem rfkir í heimin- um. En fyrir utan þarfar upplýs- ingar er einnig að finna í ritinu mjög athyglisverða grein eftir utanríkisráðherrann í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, en hann heitir Matthías Á. Mathie- sen. Þessi grein er hin kostulegasta lesning, og væri í rauninni sprenghlægileg - ef höfundur hennar væri cinhver annar en utanríkisráðherra okkar ísiend- inga. Lítum á greinina: Hún heitir: „FRAMLAG ÍS- LENDINGA TIL FRIÐAR- MÁLA“ og hefst á hinni þörfu spurningu: „Hvað geta íslending- ar lagt af mörkum til tryggingar friði?“ Matthías reynir að skilgreina „frið“ Áður en ráðherrann kemst til að svara spurningunni vill hann fyrst af öllu rannsaka, hvað hug- takið „friður“ merki eiginlega, svo að hann lendi ekki á villugöt- um með svarið. Rýnum í textann: „Hvað geta íslendingar lagt af mörkum til tryggingar friði? Svör við þessari spurningu eru að sjálfsögðu háð skilgreiningu hugtaksins „frið- ar“: Við þekkjum það af eigin raun að friður í ófreisi er óbæri- legur. Það kann að virðast friðsamlegt innan fjögurra veggja fangelsins, en það er ekki sá friður, sem við kjósum okkur. (Leturbr. Þjóðv. Hvað ermaður- inn aðfara?). Friður kann m.ö.o. að vera mikilsverður en aðeins að fullnægðum tilteknum forsend- um. Þær forendur eru m.a. sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða og ein- staklinga og virðing fyrir mannréttindum. (Leturbr. Þjóðv.). Án þessara forsendna væri friður einskis virði.“ Þegar maður er kominn svona langt í lesningunni sér maður að ekki bólar ennþá á hinni bráð- nauðsynlegu skilgreiningu utan- ríkisráðherra íslendinga á hug- takinu „friður“, en þeirri skil- greiningu sagðist hann vera háð- ur í upphafi máls síns. Hins vegar hefur hann komið því til skila eftir krókaleiðum, að hann sé hlynntur frelsi og sjálfstæði („sjálfsákvörðunarréttur þjóða og einstaklinga“) og beri virðingu fyrir mannréttindum - og er gott til þess að vita. Sömuleiðis virðist utanríkisráðherrann vera búinn að gefast upp á að elta ólar við að skilgreina hugtakið „frið“, svo að við skulum bara líka láta það eiga sig. Ráðherrann heldur áfram: „Þessi undirstöðuatriði verða menn að hafa í huga í allri um- fjöllun um stríð og frið.“ Þarna virðist hann eiga við það, sem hann áður sagði: „Friður kann m.ö.o. að vera mikilsverður en aðeins að fullnægðum tilteknum forsend- um.“ Sem sé: Friður getur svo sem verið mikilsverður - ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. (Skilyrðin sem hann virðist eiga við eru þá m.a. „sjálfsákvörðunarréttur þjóða og einstaklinga og virðing fyrir mannréttindum"). Til allrar hamingju virðist ráðherrann hafa orðið var við skilning á þessum bollalegging- um sínum í sáttmála Sameinuðu þjóðanna: „Skilningur á þessu kemur fram í sáttmála Sameinuðu þjóð- anna m.a. með tengingu orðanna „friður“ og „öryggi“. Soldið er þetta óljóst hjá ráð- herranum, en hann heldur áfram: „Þar virðist (Leturbr. Þjóðv.) gert ráð fyrir tilvist verðmæta, sem friði væri fórnandi fyrir.“ Látum þetta vera, en síðan kemur merkileg útlegging og söguskýring. Merkileg söguskýring „í síðari heimsstyrjöldinni vörðust vestrænar (Leturbr. Þjóðv.) þjóðir ásælni alræðisafla og brutu yfirgang þeirra á bak aft- ur. Þegar á tímum ófriðarins hófu bandamenn undirbúning að varðveislu friðar eftir hildar- leikinn mikla. Skilyrði friðarins voru vitaskuld þau verðmæti vestrænnar menningar, lýðræði og frelsi sem ófriðurinn snerist um.“ Þarna kemur mjög vel í ljós hvílíkur afburðamaður utanríkis- ráðherrann okkar er, þegar til hans kasta kemur að útskýra flókna hluti á einfaldan hátt. En: áfram með smjörið: „Eftir stríð voru miklar vonir bundnar við samtök Sameinuðu þjóðanna. Menn töldu meira að segja, að hugsanlega yrði Örygg- isráðið svo sterkt, að það gæti skakkað leikinn ef ófriður brytist út á tilteknum svæðum og komið í veg fyrir stigmögnun átaka, sem stefnt gætu heimsfriðnum í tví- sýnu. Fljótt kom þó í ljós að þjóð- unum voru einnig önnur ráð nauðsynleg til tryggingar friði.“ (Leturbr. Þjóðv.) Þarna er maður farinn að sakna þess að ráðherrann skuli hafa trassað að skilgreina hug- takið „friður“ eins og hann talaði um í upphafi, því að þama er hann kominn á stúfana með tvenns konar „frið“, annars vegar „heimsfrið“ og hins vegar venju- Iegan „frið“. Hann talar um að vonir hafi verið bundnar við að Öryggisráðið gæti „skakkað leikinn ef ófriður brytist út á til- teknum svæðum og komið í veg fyrir stigmögnun átaka, sem stefnt gætu heimsfriðnum í tví- sýnu.“ Þegar hann talar um „ófrið á tilteknum svæðum“ er hann sennilega að meina ófrið sem hann telur ekki réttlætanlegan, en undir svoleiðis ófrið heyra sennilega stríð sem háð er út af einhverjum tittlingaskít - en ekki út af „sjálfsákvörðunarrétti þjóða og einstaklinga o.s.frv.“ - en án þeirra forsendna telur Matthías frið einskis virði. Matthías bendir þarna á „nauðsyn“ sem vafist hefur fyrir mörgum: „Fljótt kom þó í ljós að þjóðum voru einnig önnur ráð nauðsynleg til tryggingar friði,“ segir hann. Þarna á hann að öllum líkindum við friðargæslu- stofnanir á borð við NATO, SE- ATO og Varsjárbandalagið, en þó skyldi maður ekki vera of fljótur á sér til að draga ályktanir, þvf að Matthías hefur meira spak- legt um málið að segja: Hver er sjálfum sér næstur „Stórveldarígur og ofbeldi al- ræðisríkja gróf undan trú manna á öflugt öryggisráð til tryggingar friði. I samræmi við ákvæði 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóð- anna stofnuðu t.d. vestræn ríki varnarbandalag um öryggi sitt, sjálfsákvörðunarrétt og frelsi.“ Að loknum þessum merkilega formála er utanríkisráðherrann loksins kominn að efninu, sem samkvæmt fyrirsögninni er: FRAMLAG ÍSLENDINGA TIL FRIÐARMÁLA: „Þessar staðreyndir hafa sett mark sitt á framlag ísiendinga til friðarmála. Sameinuðu þjóðirnar þróuðust í þá átt að verða mikils- verður vettvangur skoðana- skipta, en í framkvæmd hafa þjóðirnar fremur treyst á eigin mátt og megin. í friðarmálum hefur hver reynst sjálfum sér næstur. (Leturbr. Þjóðv.). Vest- rænar þjóðir hafa treyst sam- stöðu sína og við íslendingar höf- um lagt okkar af mörkum til að skapa jafnvægi og eyða hernaðar- legri óvissu í okkar heimshluta. Með þeim hætti hefur verið tryggður sá friður með frelsi sem samrýmist mati okkar á verð- mætum.“ Matthías bendir á að í friðar- málum hafi hver reynst sjálfum sér næstur og leggur áherslu á að við fslendingar höfum lagt okkar af mörkum til að skapa jafnvægi o.s.frv. Þarna á hann sennilega við varnarsamning okkar við Bandaríki Norður-Ameríku og þátttöku okkar í NATÓ. Þetta er það framlag Islendinga til heimsfriðarins, sem utanríkis- ráðherrann leggur megináherslu á; þjónkun og undanlátssemi við Bandaríkjastjórn og blindur stuðningur við herskáa vígbúnað- arstefnu hennar er sú tegund „sjálfsákvörðunarréttar" okkar Islendinga, sem í augum ráðherr- ans er ennþá mikilvægari en friður. Eða eins og hann segir sjálfur: „Án þessara forsendna væri friður einskis virði.“ Um þetta eru deildar meining- ar,því að sem betur fer eru ennþá til Islendingar, sem telja að friður undir byssukjöftum, friður í kjarnorkuhreiðri, friður ógnar- innar sé enginn friður. „Raunsæjar“ hugmyndir um frið og afvopnun En ráðherrann heldur áfram að útlista friðarstefnu sína: „Á alþjóðlegum vettvangi höf- um við íslendingar staðið vörð um varnar- og öryggishagsmuni vestrænna ríkja en stutt um leið raunsæjar (Leturbr. Þjóðv.) hugmyndir og tillögur um frið og afvopnun, þar sem gætt hefur verið tiltekinna sjónarmiða. í stuttu máli eru þessi sjónarmið eftirfarandi: Vígbúnaður risaveldanna er fyrir löngu kominn á það stig, að erfitt er að trúa fullyrðingum þeirra um að aukin uppbygging hernaðar tryggi öruggi þeirra eða annarra. Líklegra er, að afvopn- un leiði til aukins öryggis.“ (Let- urbr. Þjóðv.). Svona skilnings- vottur á ástandinu frá hálfu utan- ríkisráðherrans gleður mann, en það væri ekki auðvelt fyrir hann að koma fram við Bandaríkja- menn í gervi kjötkaupmanns og skipamiðlara, ef hann kynni ekki líka að slá þá varnagla, sem nauðsynlegir eru til að geta þrátt fyrir allt mælt vígbúnaði og hern- Laugardagur 7. febrúar 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.