Þjóðviljinn - 07.02.1987, Side 8
Timbur-
menn
Um sýningu dönsku villinganna í
Norræna húsinu
Það er jafnan fengur að því
þegar straumar í erlendri mynd-
list berast hingað til lands. Því
verður ekki annað sagt en að það
ÓLAFUR
GÍSLASON
frumkvæði Norræna hússins að fá
hingað yfirlitssýningu á „nýja
málverkinu“ í Danmörku sé
þakkarvert. Það kann hins vegar
að vera umdeilanlegt hvernig til
hefur tekist með val verka á sýn-
inguna, og vissulega vaknar sú
spurning hvort öll verkin hafi átt
erindi yfir hafið, þegar upp er
staðið. En í sýningarskrá stendur
að til þátttöku hafi verið valdir
listamenn sem standi framarlega
á sínu sviði og hafi verið „afger-
andi aflgjafar" nýbreytninnar
sem átti sér stað í kringum 1982.
Þar segir jafnframt að til sýning-
arinnar hafi verið valið „úrval
mikilvægra verka, sem eru mörg
hver nú þegar álitin höfuðverk í
nýja málverkinu danska".
Við getum vart annað en reynt
að treysta orðum aðstandenda
sýningarinnar hvað þetta varðar,
en ekki fer þó hjá því að mikill
gæðamunur virðist ríkja í þessu
„úrvali“.
Einn þeirra þrettán listamanna
sem þarna sýna er í sérflokki, en
það er listakonan Nina Sten-
Knudsen, sem þarna sýnir 4 verk.
Myndir hennar bera vott um
sterk og markviss efnistök, þar
sem saman fer einföld mynd-
bygging og rík og sérstæð tilfinn-
ing fyrir lit, sem gefur myndum
hennar yfirbragð galdurs, sem
reyndar er undirstrikað með eins
konar galdrastöfum, sem finna
má í sumum mynda hennar.
Það hráa og yfirborðskennda
yfirbragð sem annars einkennir
flest hin verkin á sýningunni virð-
ist vera megineinkenni „nýja
málverksins“, sérstaklega á upp-
hafsárum þess, þar sem málar-
arnir voru uppteknir af því að
gefa ríkjandi gildismati langt nef í
örvæntingarfullri tilraun sinni til
þess að gefa málverkinu nýtt
inntak.
Meðal þeirra málara sem
þarna sýna og tekist hefur að
vinna athyglisverða hluti upp úr
sprengingunni 1982 eru fyrir utan
Ninu Sten-Knudsen málarar eins
og Kehnet Nielsen og Anette
Abrahamson. Kehnet Nielsen er
reyndar elstur og reyndastur
þeirra málara er þarna sýna, og
var mynd hans „Hnífurinn á
höfðinu“ einkennismynd þeirrar
MENNING
Nina Sten-Knudsen: Úlfar, 1983 (198x206 cm)
sögufrægu samsýningar sem
ruddi nýja málverkinu braut í
Kaupmannahöfn 1982. Mynd
sem hann kallar „ Afturkoma hins
andlega í söguna" frá 1985 sýnir
mikla tilfinningu fyrir lit og
minnir á gömlu expressíonistana
eins og Nolde og Roult. Anette
Abrahamsen hefur sömuleiðis
gefið litnum nýtt og athyglisvert
inntak í myndum sem hún kallar
L‘amour simple og eru frá síðasta
ári. Þær sýna stökkbreytingu frá
þeim hráu myndum sem hún
gerði 1982.
Sú uppreisn, sem nýja mál-
verkið markaði í upphafi þessa
áratugs er nú að fjara út. Upp-
reisnin var tilraun til þess að gefa
málverkinu nýtt inntak. Árang-
urinn birtist svo eftirá, eftir að
upphafsmennirnir hafa leitað
hver í sína áttina til persónulegri
tjáningar. Sýningin í Norræna
húsinu gefur okkur vísbendingu
um hvert stefnir, en hún sýnir
okkur jafnframt „að nýja mál-
verkið" er fyrr en varir orðið
gamalt í ölduróti tímans. Það sem
eftir stendur eru timburmennirn-
ir eftir tjáningarofstopann og
tækifærið til að vinna úr þeim á
yfirvegaðri hátt. - ólg.
Brian
Pilkington
Teiknarinn og bókaskreytirinn
góðkunni, Brian Pilkington, held-
ur sýningu í Gallerí Borg um
þessar mundir, og er þetta síð-
asta sýningarhelgin. Á sýning-
unni eru 50 myndir unnar með
olíupastel, og ber sýningin heitið
„Skýog landslag" eftirviðfangsi-
afninu.
Brian Pilkington er ættaður frá
Liverpool á Englandi og stundaði
listnám í listaháskólum í heima-
borg sinni og'í Leicester. Hann
hefur verið búsettur hér á landi
frá því að hann lauk skólanámi og
er þetta sjötta einkasýning hans
auk þess sem hann hefur tekið
þátt í fjölda samsýninga hér
heima og erlendis. Opið verður
um helgina í Gallerí Borg frá kl.
14-18.
RÉTTUR MAÐUR.
Enski hljómsveitarstjórinn
Frank Shipway, sem vakti mikla
hrifningu hér fyrir tæpu ári, var
kominn aftur á síðustu sinfóníu-
tónleikum. Aðalviðfangsefni
hans nú var fyrsta Mahlers og er
víst óhætt að segja að þar var rétt-
ur maður á réttum stað. Það duga
sannlega engin vettlingatök við
þetta sinfóníska stórvirki síðróm-
antíkinnar, svo kraftalega flókið
sem það er í endalausu tilfinning-
avafstri og dóstoéfsku skugga-
spili. Hljómsveitin var höfð eins
stór og mögulegt var, 8 horn, 5
trompettar og fjórfalt tré osfrv.
og strengjasveitin einsog pláss og
pyngjan leyfði. Og þetta var ekki
bara sjónarspil, því hljómurinn
allur var ótrúlega magnaður og
hreinn, já þéttur og öruggur eins-
og hjá heimsfrægum „stórhljóm-
sveitum". Músiseringin var svo
lifandi og markviss á köflunt, að
maður trúði varla sínum eigin
eyrum. Mahler er nefnilega ekki
aðeins tónskáld stóra hljómsins,
heldur er kammermúsíkin í
hljómsveitinni, tilfinning og mús-
íkalitet einstaklinganna, líklega
það sem skiptir mestu máli við að
flytja verka hans. Og þetta tókst
Shipway svo sannarlega að laða
fram í okkar mönnum, sem sýndu
virkilega hvað í þeim býr, hver á
sínum pósti.
Þetta voru svo sannarlega
miklir tónleikar. Þeir hófust á
gullfallegu verki eftir Szymon
Kuran, aðstoðarkonsertmeist-
ara, Sinfonia concertante fyrir
flautu, pákur og strengjasveit.
Verkið er samið fyrir uþb. tíu
árum og til minningar um Schost-
8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN
Sinfóníutónleikar s.l. fimmtudag
akóvíts. Stíllinn er ekki langt frá
rússneska meistaranum. Ekki er
þó um að ræða neinskonar stæl-
ingu, nema þá í lagbrotinu D, Es,
C, H, sem táknar upphafsstafi
Dmitri Schostakóvíts. Þetta er
mjög fallega unnið verk, ein-
hverskonar rómantísk hrein-
stefna, og það var glæsilega flutt
af einleikurunum Martial Narde-
au flautuleikara og Reyni Sig-
urðssyni, sem lék á pákurnar,
hvað þá strengjasveitinni, sem
Shipway vakti yfir af mikilli
næmni. Hefur maður sjaldan eða
aldrei heyrt jafn velheppnaðan
frumflutning hér í bænum.
Píanókonsert nr. 2 eftir Rac-
hmaninov var auðvitað það verk
sem mest hafði aðdráttaraflið á
þessum útseldu tónleikum, enda
var kominn til leiks einn af stórpí-
anistum dagsins, Dmitri Alexe-
év. Leikur hans var gríðarlega
spennandi, fullur af glitrandi lýr-
ikk og dramatískum krafti, sem
sett var fram með stálfingra-
tækni. En nokkuð skyggði á hvað
blessaður flýgillinn, sem þó er
Steinway af bestu sort, hljómaði
mattur á miðsviðinu, svo að oft
var erfitt að greina hann í gegnum
hljómsveitarvefinn. Hvað skyldi
valda þessu? Staðsetningin? Bil-
un? Víst sló Shipway hvergi af og
stjórnaði þessu rómantíska
glansstykki einsog það á skilið.
En það vantaði bitið í píanóið til
að gera þetta fullkomlega
sannfærandi, en kannski fær eng-
inn mannlegur máttur gert við
því.
LÞ.
Spánskt
sólskin
Það ríkir spánskt sólskin í
myndum Halldórs Dungal, sem
hann sýnir um þessar mundir í
Gallerí Svart á hvítu. í myndum
hans djarfar fyrir fjöllum, blómum
og fiðrildum, en frjálsleg og
leikandi pensilskriftin er þó í aett
við „formlausa" málverkið. Á
sama hátt og finna má tengsl við
Kjarval í verkum hans má einnig
rekja þar taugar til Kristjáns Da-
víðssonar. En myndir hans eru
þó fyrst og fremst einlæg og yfir-
lætislaus tjáning á því óræða sól-
skini sem býr í brjósti manns.
Sýningunni lýkur um þessa helgi.
-ólg.
Nætursól heitir þessi mynd Halldórs og er eins konar draumsýn um íslenska
vomótt í suðrænum hita.
Laugardagur 7. febrúar 1987