Þjóðviljinn - 07.02.1987, Qupperneq 9
Þangað ætlum við með fleira fólk, því kosningasigur
Alþýðubandalagsins er eina leiðin til að breyta þjóðfó-
laginu. Svavar Gestsson efsti maður G-listans í Reykja-
vík.
Guðrún Helgadóttir 2. maður G-listans í Reykjavík.
Myndin er tekin á heimili Guðrúnar, en þar er oft margt
um manninn og mikið rætt um menningu og pólitík og allt
þar á milli.
Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusamband (slands,
skipar 3. sæti G-listans. Hann er mikið á ferðinni og
næstu vikurnar meira en nokkru sinni fyrr sem frambjóð-
andi Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
Álfheiður Ingadóttir, blaðamaður, skipar baráttusæti listans, 4. sætið. Hún
er þekkt fyrir blaðaskrif sín, en einnig fyrir afskipti sín af umhverf ismálum og
þátttöku í jafnróttisbaráttu kvenna, meðal annars fyrir starf við Kvennaat-
hvarfið í Reykjavík.
Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur skipar 5. sæti G-listans. Auk ritstarfa er
Olga þekkt fyrir söng sinn og baráttu fyrir betra lífi barnanna í þessu landi.
Þá hefur Olga starfað mikið með Húsnæðishópnum svonefnda sem um
árabil hefur barist fyrir réttlátri húsnæðisstefnu.
G-LISTINN í REYKJAVÍK
Samnefnari
allra vinstrimanna
Við kynnum G-listann í Reykjavík. Listann
skipa að þessu sinni 36 menn samkvæmt nýju
kosningalögunum sem gera ráð fyrir því að kosn-
ir verði 18 alþingismenn fyrir Reykjavíkurkjör-
dæmi.
Listinn okkar í Reykjavík er fjölbreyttur fram-
boðslisti sem á að geta verið góður samnefnari
fyrir alla vinstri menn í höfuðborg landsins:
Þar eru í efstu sætum alþingismenn flokksins
þau Svavar og Guðrún. Þriðja sætið skipar forseti
Alþýðusambands íslands og í fleiri sætum listans
sjáum við forystulið verkalýðssamtakanna, bæði
Alþýðusambands íslands og Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja.
Og auðvitað eru konur jafnmargar og karlar:
Þetta er listi jafnréttissinna. í fimm efstu sætunum
eru þrjár konur.
Á listanum eru einnig öflugir baráttumenn fyrir
jafnrétti fatlaðra: Þau Arnór Pétursson og Ólöf
Ríkharðsdóttir.
Það sem einna mesta athygli vekur er myndar-
legur hlutur íslenskra listamanna á framboðslista
Alþýðubandalagsins.
Kjartan Ragnarsson, leikari og leikstjóri, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, leikari, Sif Ragnhildar-
dóttir, söngkona og rithöfundarnir: Sigurður A.
Magnússon, Guðbergur Bergsson og Vigdís
Grímsdóttir að ógleymdum auðvitað þeim Guð-
rúnu og Olgu sem eru líka rithöfundar og skipa
efstu sæti listans.
Eitt alvarlegasta vandamál samtímans eru um-
hverfismálin, en Alþýðubandalagið var fyrsti
flokkurinn til þess að taka náttúruverndar- og
umhverfismál á dagskrá sína hér á landi. í sam-
ræmi við áherslur okkar í þeim efnum skipa tals-
menn umhverfissjónarmiða sæti ofarlega á list-
anum: Álfheiður Ingadóttir, blaðamaður 4. sæti
framboðslistans og Auður Sveinsdóttir, varafor-
maður Landverndar í 10. sæti framboðslistans.
Á listanum eru flokksmenn og einnig fólk úr
stuðningssveit Alþýðubandalagsins sem ekki
hefur áður skipað sér í fremstu röð.
Það má líka benda á að á listanum eru fulltrúar
þeirra hópa sem sérstaklega hafa orðið fyrir at-
lögum stjórnarstefnunnar:
Fulltrúar kvennabaráttunnar, verkalýðshreyf-
ingarinnar og menningarlífsins. Þar eru sterkir
talsmenn kröfunnar um nýtt og betra þjóðfélag
handa barninu, þjóðfélag fjölskyldustefnu sem
skapar barninu hollar og menntandi uppeldisað-
stæður.
Með þessum orðum kynnum við G-listann í
Reykjavík.
Laugardagur 7. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9