Þjóðviljinn - 07.02.1987, Page 13

Þjóðviljinn - 07.02.1987, Page 13
HEIMURINN Olía OPEC á batavegi Helstu olíuþjóbir draga úr framleiðslu. Fast verð í sjónmáli? Hinn nýskipaði olíumálaráð- herra Sádí-Arabíu, Hisham Nazer, vonast til að flestar olí- uframieiðsluþjóðir geti komist að samkomulagi um fast olíuverð innan skamms. Nazer er nýkominn úr ferða- lagi til Sovétríkjanna þar sem hann reyndi að fá ráðamenn þessa mesta olíuframleiðanda heims til að draga stórlega úr framleiðslu sinni einsog OPEC ríkin eru loks orðin einhuga um að gera. Ráðherrann bindur miklar vonir við að með slíkum ráðstöfunum megi tryggja að fast verð haldist á framleiðslunni sem sé 18 dalir fyrir hverja tunnu. Að mati Nazers hafði hann er- indi sem erfiði í Moskvu. Hrós- uðu þeir Rilwanu Lukman frá Nígeríu, forseti OPEC, Sovét- mönnum, Egyptum og Norð- mönnum mjög fyrir að hafa fallist á að minnka framleiðslu sína á olíu. Það mun vera einsdæmi að ríki OPEC og lönd sem standa utan bandalagsins séu einhuga um svo róttækar aðgerðir. Öðru máli gegnir um Breta sem telja að verð á olíu eigi að ráðast af lögmáli framboðs og Skotland Bretar minnast Maríu Fjórar aldirfrá aftöku Skotadrottningar Á sunnudag sameinast Skotar og Englendingar um að minnast fjögurra alda ártíðar Maríu Stúart Skotadrottningar sem Elísabet fyrsta Englands- drottning lét hálshöggva í enska þorpinu Fotheringhay 8. febrúar 1587, tæpum fjórum áratugum síðar en öxarhöggið glumdi íslenskri pápísku í Skálholti. Maríu verður minnst með fyrirlestrum, sýningum og minn- ingarathöfnum víða í Skotlandi og Englandi, en helsta uppákom- an verður þó messa sem kaþólski biskupinn í Northampton syngur í kirkju mótmælenda í Fothering- hay, - tákn um sættir Breta í trú- arefnum. María Stúart var fædd 1542, dóttir Jakobs fimmta Skotakon- ungs og franskrar drottningar María Skotadrottning, - áður en hún varð höfðinu styttri. hans, og kom til ríkis vikugömul á pólitískum og trúarlegum um- rótatímum á Bretlandseyjum. Skosk og kaþólsk gegn villu og engelskum hefur hún verið hug- leikin sönnum Skotum allt frammá þennan dag, - og skipar þar í landi ekki ólíkan sess og Jón Arason hér. Elísabet fyrsta og skoskir mótmælendur létu taka hana höndum í tilefni síðustu gift- ingarinnar og sat hún fönguð í nítján ár þartil Elísabet ákvað að öxin og jörðin geymdu hana best. Jarðneskar leifar Maríu liggja í Westminster Abbey í London, voru fluttar þangað af syni henn- ar sem varð fyrsti konungur í Skotlandi og Englandi, og hét Jakob fyrsti sunnanmegin, Jakob sjötti nyrðra. eftirspurnar og hafa því ekki í hyggju að leggja ein eða nein höft á innlenda framleiðslu. Enda mun leika á tveim tungum hvort iðnaðarþjóðin England eigi rík- ari hagsmuna að gæta í máli þessu, með lágum orkukostnaði, en olíuframleiðsluland með sama nafni. Orsök þessarar ofuráherslu osem leiðtogar helstu olíuvelda leggj a nú á f ast verð á vöru sína er vitanlega sú mikla upplausn sem sigldi í kjölfar þess að mörg smærri OPEC ríkja juku fram- leiðslu sína ótæpilega í fyrra. Þá féll verð á olíu úr 30 dölum niður í 9 dali fyrir tunnuna þegar það var lægst. Helsti Prándur í götu þessa gullna áforms framleiðenda eru vitaskuld kaupendur, iðnríki vesturlanda með Bandaríkin í broddi fylkingar sem standa dyggan vörð um hagsmuni auðhringa í olíudreifingu- og sölu. Slíkir aðilar þvertaka til dæmis fyrir að gera langtíma samninga um kaup á olíu fyrir fast verð þar sem þeir græða mest á að framleiðendur séu í hat- rammri innbyrðis samkeppni. Að auki benda ráðamenn iðnríkja á að hagvöxtur sé enn það óveru- legur að hækkun á verði á þessum ERLENDAR FRÉTTIR MÖRÐUR ÁRNASON ,/REUlER mikilvægasta orkugjafa í heimi gæti kæft alla frekari endurreisn efnahagslífsins. En þrátt fyrir þessar og viðlíka mótbárur neytenda má vera lýð- um ljóst að OPEC hefur snúið vörn í sókn, styrkt mjög stöðu sína sem ekki var beysin í fyrra þegar allt varð ógæfu þeirra að vopni. -ks Vígbúnaður Franz Josef Strauss forsætisráðherra Bæjara og Helmut Kohl kanslari. Kosn- ingaúrslitin veiktu stöðu beggja. Ný Bonnstjórn Viðræðum miðar hægt Samkomulag um umhverfis- og landbúnaðarmál, en tregða annarsstaðar. Deilt um tekjuskatt á háskóla- menn Bonn - Stjórnarmyndunarvið- ræðum CDU, CSU og FDP eftir kosningarnar í lok janúar mið- ar hægt, og segir Heiner Geissler aðalritari CDU aö nýrrar stjórnar sé vart að vænta fyrren um miðjan mars. Flokkarnir þrír hafa komið sér saman um meginstefnu í um- hverfismálum og landbúnað- armálum, en eiga eftir helstu ágreiningsmálin, hertarörygg- isreglur, utanríkismál og skatt- amál, og að auki bíður þeirra að ákveða ráðherrafjölda hvers flokks í nýju stjórninni. Talsmenn flokkanna segja landbúnaðarstefnu nýju stjórnar- innar miða að stuðningi við smá- bændur og að draga úr offram- leiðslu í Efnahagsbandalagsríkj- unum, og í umhverfismálum á að herða að efnaverksmiðjum eftir Rinarslysin og banna blýbensín. Forystumenn flokkanna eru ekkert byrjaðir að ræða utan- ríkismál þarsem skoðanir eru skiptar milli CSU, kristilegra Bæjara undir forustu Strauss, og hinna flokkanna tveggja, og hafa lítið komist áfram í deilum um lög og reglu þarsem Strauss og fé- lagar vilja auka lögregluvöld og þrengja að lýðræði, meðal annars með því að banna mótmælendum að hylja andlit sitt til að forðast myndavélar lögreglu. Helsta ágreiningsmál flokk- anna er þó tekjuskattur, sem CSU og frjálslyndir, sem annars greinir á um flest, vilja lækka hjá hátekjumönnum úr 56 prósent- um niðurfyrir 50 prósent, og segja að sú breyting mundi bæta samkeppnisstöðu smárra fyrir- tækja. CDU-flokkur Kohls kanslara, - kristilegir íhaldsmenn annarsstaðar en í Bayern -, eru tnegir til þessara breytinga, að minnsta kosti í svip. Kristilegu flokkarnir töpuðu rúmum fjórum prósentum í kosningunum og CDU þarf í tvennar fylkiskosn- ingar á árinu, í Rínarlöndum í maí og í Slésvík-Holsetalandi í september. CDU-menn hafa í báðum fylkjum („löndurn") veikan meirihluta að verja og vilja síður þurfa að verja skatta- breytingar sem stjórnarandstað- an túlkar sem hjálparstarf við þá sem síst þurfa á að halda. Þegar stjórnarflokkarnir eru komnir yfir þennan hjalla er enn eftir að ákveða ráðherratöluna. Nú eru þrír ráðherrar frá FDP í átján manna stjórn, og fimm frá CSU. Líklegt er talið að FDP heimti einn í viðbót eftir sigur sinn í kosningunum, en Bæjarar verða hinsvegar tregir að láta einn af sínum. CSU og FDP eru nú nokkuð jafnfjölmennir á þýska þinginu. Verður Grænland víghreiður? Deilurnar um hvort nýja rat- sjáin í Thule brýtur í bága við ABM-samning risaveldanna hafa meðal annars vakið at- hygli Grænlendinga og Dana á því að Grænland gegnir sí- auknu hlutverki í hernaðarneti Bandaríkjamanna, og má bú- ast við auknum þrýstingi frá Pentagon á Dani að leyfa fleiri hernaðarmannvirki á landi granna vorra í vestri. Danskur prófessor við Árós- aháskóla, Nikolaj Petersen, segir í Information að kalda stríðið, uppbygging kjarnorkuvopna og eftirlitskerfis með þeim hafi þeytt stærstu eyju heims úr lygnum sjó frá sjónarmiði herfræðinnar og inní miðjan hvirfilbyl stjórveld- aátaka. Framtíðarútlit sé að vísu engan veginn ljóst, en fullyrða megi að þýðing Grænlands aukist verulega. Fyrir utan Berings- sundið er stysta loftlína milli risa- veldanna þvert yfir pólinn, og eldflaugar skeyta ekki um ís og kulda. Nikolaj Petersen segir að aukin hernaðarumsvif á Græn- landi hljóti að athugast í sam- hengi við þær kenningar sem nú eiga uppá pallborð í Hvíta hús- inu, um að takmörkuð kjarn- orkustríð séu hugsanleg. Að auki hafi Grænland aukna hernaðar- þýðingu vegna aukinna kafbát- aumsvifa í Norður-íshafinu og Norður-Atlantshafi. Kafbátar Sovéskir kafbátar eru tíðir í Norður-íshafinu, segir Petersen. Jafnvel um hávetur eru hlutar hafsins auðir af ís og víða annars- staðar er ísinn það þunnur að kaf- bátar geta brotist upp um hann til að skjóta eldflaugum sínum. Til að ná skotmörkum í Bandaríkj- unum þurfa kafbátarnir að vera í 3.000 kílómetra fjarlægð í mesta lagi. Til þess þurfa þeir, að norðanverðu, að brjótast inná Labradorhaf gegnum svokallað GIUK-hlið milli Grænlands, ís- lands og Bretlandseyja, eða Iaumast inn sundin milli kanad- ísku eyjanna eða inní Baffinsflóa milli Grænlands og Kanada. Bandaríkjamenn og Kanada- menn mæta þessu með ýmsum hætti. Bandarískirorrustukafbát- ar sem ætlað er að granda eld- flaugakafbátum Sovétmanna eru við æfingar undir heimskautsísn- um, og Kanadamenn vilja setja upp hlustunarkerfi í hafsvæðið milli Kanada og Grænlands. Petersen segir sennilegt að Bandaríkin muni vilja setja upp víðtækari kafbátavarnir á Græn- landi eða við það norðanvert. Hann telur einnig Iíklegt að rat- sjárstöðvar í sunnanverðu landinu verði endurbyggðar á svipaðan hátt og Thule-stöðin til að tryggja herskipaferðir um Atl- antshafið og bendir í því sam- bandi á aukin hernaðarumsvif Bandaríkjanna á íslandi. Petersen bendir á að Grænland sé helsta framlag Dana til Nató, og því hafi þessvegna verið haldið utan við allar umræður um her- og öryggismál þar syðra. Afvopnun En er það náttúrulögmál að við og grannar okkar verðum að horfa á síaukna hervæðingu í kringum okkur meðan friðsamir Danir sitja með hendur í skauti á eyjunum við sundin? Informati- on segir í leiðara að krafa Sam- taka inúíta um að allt norður- skautið verði friðlýst kunni að sýnast einfeldnisleg og hlægileg. Hernaðarþróun öll virðist stefna í gagnstæða átt. Hinsvegar sé þessi krafa inútía á Grænlandi og Kan- ada „heilbrigð", og vonir um að hún nái fram sé ekki síst bundin afvopnunarviðræðum risaveld- anna. Tækist samkomulag í Reykjavíkurstíl um að fækka mjög eða útrýma eldflaugum í Evrópu hlytu eldflaugastöðvar Sovétmanna að koma næst við sögu og þarmeð ratsjár einsog sú á Thule. Kafbátar búnir kjarn- orkuvopnum yrðu að vísu síðastir til að hverfa ef þessir draumar rættust, þarsem öðrum þræði er litið svo á að þeir viðhaldi jafnvæginu, með þeirri röksemd- afærslu að þeir hreyfa sig, það er erfitt að vita hvar þeir eru og erf- itt að ráðast á þá, risaveldin mundu þvi verða tregari til að hefja árás vegna þess að henni kynni að verða svarað frá kafbát- um nær heimavelli en ráðamenn kærðu sig um. En Information telur að í hugs- anlegri afvopnunarþróun væri eðlilegt að risaveldin semdu um að ákveðin hafsvæði yrðu frið- helg fyrir kjarnorkukafbátum og væri Norður-íshafið þá nærhend- is bandarískum hagsmunum. Og blaðið bendir líka á þá til- lögu friðarrannsóknarmannsins Owen Wilkins, sem við íslend- ingar þekkjum að góðu, að rat- sjárstöðin á Thule verði alþjóð- leg eftirlitsstöð og veiti upplýs- ingar hverjum sem hafa vill, - í svipuðum anda og hugmyndir ýmissa herstöðvaandstæðinga hérlendra um framtíð hernað- armannvirkja á íslandi. Draumar eru góðir, en veru- leikinn því miður öðruvísi. Græn- lendingar sjálfir eru flestir lítt hrifnir af því að vera fallbyssu- fóður Dana. Grænlenska friðar- hreyfingin, Sorsunnatta, kvartar yfir ónógum stuðningi danskra friðarsinna við sína baráttu, og grænlenskur ráðherra og flokks- formaður, Arqualuk Lynge, skammaði danska pólitíkusa alla sanian fyrir værukærð og þröng- sýni um hermál á Grænlandi, og talaði um Dani og nágranna þeirra sem „eigingjarnar smá- þjóðir" þegar friðarhagsmunir Grænlendinga eru í húfi. -m Laugardagur 7. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.