Þjóðviljinn - 07.02.1987, Side 17
Á sjötugsafmæli Gylfa Þ. Gísla-
sonar lít ég í huganum yfir glæsi-
legan starfsferil hans. Gylfi hefur
lengi staðið í fylkingarbrjósti bæði í
sinni fræðigrein og á sviði stjórn-
mála. Að loknu kandídatsprófi í
hagfræði frá háskólanum í Frank-
furt am Main árið 1939 hóf hann
kennslustörf við Viðskiptaháskóla
íslands og hélt þeim áfram í Há-
skóla íslands, þegar kennsla í við-
skiptafræði og hagfræði fluttist
þangað árið 1941. Hann var skipað-
ur dósent árið 1940 og prófessor
1946. Doktorsprófi lauk hann við
sinn gamla háskóla í Frankfurt árið
1954 og árið 1971 var hann gerður
heiðursdoktor við Háskóla fslands.
Gylfi hefur setið í miðstjórn Al-
þýðuflokksins í 46 ár og var for-
maður hans í sex ár. Auk þess hefur
hann gegnt mörgum öðrum helstu
trúnaðarstörfum innan flokksins.
Hann sat á Alþingi sem þingmaður
Reykvíkinga í 32 ár, eða frá árinu
1946 til 1978. Hann var mennta-
málaráðherra árin 1956-1971, eða
samfellt í 15 ár, og af þeim tíma var
hann einnig viðskiptaráðherra í
meira en 12 ár. Jafnframt fór hann
með samskipti íslands við alþjóða-
stofnanir á sviði efnahagsmála eins
og Efnahags- og framfarastofnunin
(OECD áður OEEC), Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabank-
ann og viðskiptabandalögin í Evr-
ópu (Fríverslunarsamtökin, EFTA
og Evrópubandalagið) allan sinn
langa ráðherraferil. Hann hefur
látið norrænt samstarf mjög til sín
taka og var árin 1971-1978 formað-
ur menningarmálanefndar Norður-
landaráðs og fjárlaganefndar
Norðurlandaráðs árin 1975-1978.
Hann er nú formaður Norræna fé-
lagsins á fslandi.
Ég hef hér stiklað á stóru í starfs-
ferli Gylfa, því nákvæm upptalning
á öllum þeim margháttuðu trúnað-
arstörfum, sem hann hefur gegnt,
sprengir af sér öll bönd. Auk
kennslu- og stjórnmálastarfa hefur
Gylfi verið mikilvirkur rithöfundur
og einn helsti brauðryðjandi í
kennslu og rannsóknum á efna-
hagsmálum hér á landi. Hann hefur
skrifað fjölda bóka og ritgerða í
fræðigrein sinni, en hefur auk þess
látið sér fátt óviðkomandi, sem
varðar farsæld íslendinga, afkomu
þeirra og menningu. Honum er ein-
staklega vel lagið að koma skoðun-
um sínum á framfæri á ljósu máli.
Fjölbreytnina í störfum Gylfa og
hugðarefnum má glöggt sjá af úr-
vali úr ræðum hans og ritgerðum,
sem vinir hans og samstarfsmenn
hafa gengist fyrir að gefið er út í
bókinni Hagsæld, tími og hamingja
í tilefni af sjötugsafmælinu. Úrva-
linu fylgir einnig ítarleg skrá um rit
hans. Gylfi leggur gjörva hönd að
ritsmíðum jafnt um reikningsskil
fyrirtækja sem varðveislu þjóðm-
enningar.
Það sætir furðu, hversu miklu
Gylfi hefur komið í verk um dag-
ana. Þó finnst mér enn merkilegra,
að hann er enn í dag jafn starfsamur
og hann var á sínum yngri árum.
Nú, þegar hann stendur á sjötugu,
er hann afkastamikill að semja og
gefa út kennslubækur í þjóðhag-
fræði og rekstrarhagfræði. Hann
hefur frá því hann hóf kennslu á ný
árið 1972 lagt grundvöll að nýrri
grein við viðskiptadeild Háskóla ís-
lands, fiskihagfræði, og eins og
fyrri daginn ekki látið sér nægja að
nota erlendar kennslubækur heldur
samið sérstakt kennsluefni á ís-
lensku, sniðið eftir íslenskum að-
stæðum. Kennslustarf Gylfa er
stórvirki, sem flestir mættu vera
fullsæmdir af einu, en hjá honum er
það aðeins einn þráður í margþætt-
um starfsferli. Gylfi Þ. Gíslason
sannar með lífi sínu og starfi þá
kenningu um örlæti andans, sem
Sigurður Nordal setti fram í rit-
gerðinni „Samlagning“ í tímaritinu
Vöku árið 1927:
AFMÆU
P. Gíslason
sjötugur
Mörgum manni hœttir við að
spara sjálfan sig og minnast hins al-
kunna stœrðfrœðilögmáls: Pað
eyðist allt sem af er tekið. En undir
eins og kemur yfir á landamcerasvið
efnis og anda, hið lífrœna svið,
kemur fram segulskekkja í áttavita
tölvísinnar. Steinn og málmur slitna
seint, en slitna bótalaust. En lífið
bœtiroftslitogáreynslu tvennum og
þrennum gjöldum. Það rýrnar og
hrörnar við sparnað, en magnast
við slit og auðgast við örlœti. Ef
menn eru svo gætnir og sínkir, að
þeir tíma ekki að segja né skrifa
hugsanir sínar, rýmist aldrei til í
huganum.
Gylfi Þ. Gíslason hefur aldrei
sparað sjálfan sig.
En fyrir utan þekkingu, vinnu-
semi og starfsþrek er hann einnig
gæddur þolinmæði og þrautseigju,
sem eru afar mikilvægir kostir for-
ystumanns í stjórnmálum. Mig
langar að nefna þrjú dæmi um far-
sæla forystu Gylfa í málefnum
þjóðarinnar, þar sem þessir kostir
hans koma glöggt í Ijós. Fyrsta
dæmið er aðild Islands að Fríversl-
unarsamtökum Evrópu, EFTA, og
viðskiptasamningur við Evrópu-
bandalagið, sem sigldu í kjölfarið
og hafa reynst íslendingum hag-
stæðir, og eiga án efa eftir að
reynast enn hagstæðari í framtíð-
inni. Gylfi skildi flestum betur, að
íslendingar máttu ekki einangrast á
sviði alþjóðaviðskipta, ef unnt átti
að reynast að efla útflutningsiðnað
verulega sem undirstöðu framfara.
Allan sinn ráðherraferil vann hann
ásamt öðrum að því að ná hagstæð-
um samningum við viðskipta-
heildirnar, sem mynduðust í
Vestur-Evrópu á síðari hluta sjötta
og í upphafi sjöunda áratugarins.
Mikilvægasta áfanganum í þessu
máli var náð haustið 1969, þegar
ísland gerðist aðili að EFTA.
Annað dæmið, sem ég vil nefna,
er á sviði menntamála. Það er ekki
jafnskýrt markað sem einstakur at-
burður og aðildin að EFTA, en er
þó ekki síður mikilvægt. Hér á ég
við nýskipan á málefnum há-
skólans, sem ákveðin var árið 1970
með setningu reglugerða um aukna
fjölbreytni í - kennslu og
rannsóknastörfum og með auknum
fjárveitingum til skólans. Þessi
efling háskólans var í reynd ávöxtur
margra ára undirbúningsvinnu
undir forystu Gylfa.
Þriðja dæmið er svo heimkoma
handritanna. Sjaldan hefur nokkr-
um atburði verið tekið af jafndjúp-
um og einlægum fögnuði af öllum
landsmönnum eins og þegar
menntamálaráðherra Danmerkur,
Helge Larsen, afhenti íslendingum
Flateyjarbók og Konungsbók
eddukvæða í apríl árið 1971 til
marks um það, að handritamálinu
væri lokið með þessu óviðjafnan-
lega drengskaparbragði Dana. Að-
dragandi þessa einstæða, menning-
arsögulega viðburðar var langur.
Alla sína ráðherratíð hafði Gylfi Þ.
Gíslason forystu fyrir því mikla þol-
inmæðisverki að auka skilning
Dana á málstað íslendinga í þessu
viðkvæma máli. Það fór einkar vel
á því, að Gylfi skyldi sem mennta-
málaráðherra taka við bókunum
tveimur fyrir hönd fslendinga.
Það er þátttaka Gylfa og forysta í
þjóðþrifaverkum af þessu tagi, sem
gera það að verkum, að hann má
hiklaust telja einn merkasta
stjórnmálamann íslendinga á lýð-
veldistímanum. Hann, sem er
rösku ári eldri en fullveldið, er einn
þeirra stjórnmálamanna, sem hafa
lagt sitt af mörkum til þess að
draumur þeirra, sem hófu sjálf-
stæðisbaráttuna á nítjándu öld,
rættist; draumurinn um íslenska
þjóð sem stjórnarfarslega frjálsa
þjóð, efnahagslega sjálfstæða þjóð
og menningarlega fullgilda þjóð.
En til þess að þetta þrennt verði
varanlegur veruleiki þarf þolgæði
og þrotlaust starf. I því starfi er
fordæmi Gylfa Þ. Gíslasonar verð-
ugt til eftirbreytni.
Fundum okkar Gylfa bar saman í
fyrsta sinn árið 1964, þegar ég hóf
störf í Efnahagsstofnun. Mér er
það minnisstætt, hversu yfirlætis-
laus og þægilegur ráðherrann var í
viðmóti við nýútskrifaðan kandídat
og reiðubúinn til að tala við hann
eins og jafningja um viðfangsefnið,
sem var yfirlit yfir þróun kaupmátt-
ar kauptaxta og tekna. Þá eins og
nú hafði hann smitandi áhuga á því
að fá sem allra gleggsta mynd af
því, sem tölurnar áttu að lýsa. I
störfum mínum við Efnahagsstofn-
un kynntist ég svo Gylfa betur í
hinum daglegu verkum á sviði efna-
hagsmála. Auk þess átti ég seinna
því láni að fagna að vinna fyrir hann
að ýmsum afmörkuðum verkum.
Meðal margra góðra kosta, sem
Gylfi er gæddur, er sá, að hann á
afar létt með að skipta verkum og
ætla öðrum verk sem hluta af stærri
heild. Þessi hæfileiki er sjaldgæfur,
og enn sjaldgæfara, að hann sé gef-
inn þeim, sem eru sjálfir svo miklir
verkmenn sem Gylfi er. Ég tók
meðal annarra nokkurn þátt í
undirbúningi tillögu til þingsálykt-
unar um aðild íslands að EFTA
haustið 1969. í því máli lagði Gylfi
af mikilli skarpskyggni höfuð-
áherslu á, að dregnir yrðu fram þeir
möguleikar, sem EFTA-aðildin
gæfi íslendingum til þess að auka
iðnaðarútflutning. Síðar vann ég
einnig með Gylfa og starfsmönnum
hans í menntamálaráðuneyti og
Háskóla Islands að undirbúningi
tillagna um eflingu háskólans 1970.
Þetta samstarí var mér góður skóli,
og þau góðu kynni, sem tókust með
okkur þá, hafa haldist og batnað æ
síðan. Reyndar finnst mér nú með
ólíkindum, að liðnir séu meira en
tveir áratugir frá því við
kynntumst, og hinn áhugasami
fræðimaður og stjórnmálamaður,
sem kann svo vel að nota símann til
að halda sambandi við vini sína og
kunningja, sé orðinn sjötugur.
Hann gengur að hverju verki með
áhuga hins unga manns, en jafn-
framt einstæðum hæfileika til ein-
beitingar, þegar á þarf að halda.
Gylfi kvæntist ungur Guðrúnu
Vilmundardóttur, og er jafnræði
með þeim hjónum. Á þeirra heimili
er gott að koma. Þar ræður gest-
risni húsum. Synir þeirra þrír hafa
allir sýnt með verkum sínum,
hversu góðir stofnar standa að
þeim. Heimilið að Aragötu 11 hef-
ur mátt þola mótlæti. Guðrún og
Gylfi og þeirra nánustu hafa orðið
fyrir sárum ástvinamissi. Þau hafa
orðið að sjá á bak syni og sonar-
börnum. Fjölskyldan hefur borið
þessar þungu sorgir með þeirri
skapfestu og sálarstyrk, sem fá
dæmi eru til.
Það lýsir Gylfa vel, og viðhorfi
hans til stjórnmálastarfs, sem hann
sagði í haust á flokksþingi Alþýðu-
flokksins í Hveragerði: „Virðing
fyrir því, sem er satt og rétt, verður
að móta alla baráttu í stjórnmálum.
Og stjórnmálamenn verða ekki að-
eins að kappkosta að segja jafnan
satt. Þeir verða einnig að gera rétt,
þeir mega aldrei taka eigin
hagsmuni eða sérhagsmuni um-
bjóðenda fram yfir hagsmuni
heildarinnar, og þeir eiga að vera
fyrirmynd varðandi ráðdeild og
reglusemi." Hann sagði þar líka:
„Ef hófsemi og heiðarleiki ásamt
virðingu fyrir sannleika og réttlæti
eru hornsteinar stjórnmálalífs,
verður árangurinn gott þjóðfélag.“
Sjálfur hefur Gylfi fylgt þessum
góðu lífsreglum.
Gylfi hefur sagt frá því, að hann
hafi orðið jafnaðarmaður vegna
þess, að sér hafi runnið til rifja fá-
tæktin og atvinnuleysið, sem hann
sá sem unglingur á kreppuárunum í
Reykjavík. Þá hafi vaknað í brjósti
sér eldheit andstaða gegn því rang-
læti, sem felst í örbirgð og atvinnu-
leysi, og sterk samúð með þeim,
sem urðu undir í lífsbaráttunni.
Reyndar má segja, að þessi mann-
úðarhugsjón gangi eins og rauður
þráður í gegnum öll hans verk. En
Gylfi skilur líka öðrum mönnum
betur, að útrýming fátæktar og
aukin hagsæld er ekki nóg til að
færa þjóðum hamingju. Til að
sækja fram til betra lífs þarf að efla
menningu og gæta þess að spilla
ekki náttúrlegu umhverfi mannlegs
lífs. Um þetta allt má skrifa fleira
en rúmast í þessu blaði. Því læt ég
staðar numið með einlægum árnað-
aróskum til Gylfa og fjölskyldu
hans. Megi honum enn auðnast líf
og heilsa til góðra verka fyrir land
sitt og þjóð og til góðra samverust-
unda með ástvinum sínum.
Reykjavík 7. febrúar 1987
Jón Sigurðsson
Kynni mín af Gylfa Þ. Gíslasyni,
jafnaðarmanninum og rithöfundin-
um, tókust löngu áður en ég
kynntist manninum sjálfum og
lærði að meta hann að verðleikum.
Snemma á unglingsárum barst mér
í hendur lítið kver eftir Gylfa: Jafn-
aðarstefnan, trúi ég það heiti. Ef
mig ekki misminnir voru þeir fóst-
bræður Marx og Engels utan á káp-
unni í félagi við minni spámenn
norður-evrópskra krataforingja
eins og Stauning, hinn danska síð-
skegg og Clement Atlee nauðrak-
aðan (sem stórbokkinn Churchill
sagði ákaflega lítillátan - og ekki að
ástæðulausu).
Ég man ekki betur en ég hafi haft
þetta kver í farangrinum í sveitina
sumarið 1950. Þegar illa viðraði til
útiverka gafst næði til að brjóta
heilann um fræði Gylfa. Af lestri
þessa kvers rann upp fyrir mér hví-
líkur reginmunur væri á mannskiln-
ingi jafnaðarmanna og kommún-
ista - og er þó einlægt verið að
kenna báða við sama ismann. Gylfi
boðaði ekki Paradís á jörðu sam-
kvæmt formúlu sjálfskipaðrar úr-
valssveitar, þeirra sem allt þykjast
vita og skilja öðrum betur. Gylfi
boðaði trú á manninn, dómgreind
hansogsiðgæðisvitund. Samkvæmt
hans ritúali er jafnaðarstefnan
spurning um siðferðilegt gildismat;
hún er húmanismi + mannréttinda-
barátta.
Gylfi útskýrði orsakasamhengi
efnahagsskipulags og lýðræðis.
Hann sýndi fram á, að lýðræði fengi
ekki staðist, nema þar sem hið
efnahagslega ákvörðunarvald
dreifist á marga aðila, sem eru
óháðir valdhöfum. Sú röksemda-
færsla leiðir til niðurstöðu, sem við
köllum blandað hagkerfi, þar sem
eignaréttarform eru margvísleg og
efnahagslegt vald er dreift. Þarna
var opnaður gluggi til nýrra átta.
Þarna heyrði ég í fyrsta sinn sagt frá
því, um hvað nútímaleg jafnaðar-
stefna snýst.
Þetta var ekki hörð kenning í
samanburði við þann rétttrúnað
rannsóknarréttarins, sem lesa
mátti af guðspjöllum Einars og
Brynjólfs. Og vakti til umhugsun-
ar, sem hefur reynst lífsseig. Gylfi
sýndi fram á það með fræðilegum
rökum og vísan til sögulegrar
reynslu, að hinn kosturinn ersá, að
valdhafarnir (ríkið) fari einir með
þetta gífurlega vald. Það endar
ævinlega í valdbeitingu - lögreglu-
ríki. Gildir þá einu, hvort böðuls-
höndin er brún eða rauð - eins og
Tómas kvað.
Sú kom tíð á pólitísku gelgju-
skeiði, að mér þóttu fræði Gylfa
helst til þurr og hversdagsleg -
varla nógu spennandi fyrir tíðar-
andann. Um skeið varð ég inni-
lyksa í völundarhúsi hinnar hátim-
bruðu hugmyndafræði Marx gamla
og epígóna hans. Þaðan rataði ég út
aftur síðla á menntaskólaárum
undir leiðsögn Djilasar og Cros-
lands hins enska. Sá var reyndar
húmanískur hagfræðingur og Iist-
unnandi, sem minnti um margt á
hinn þýsk-skólaða Gylfa.
Ég rifja upp þessi bernskukynni
af leiðbeinanda og læriföður á 70
ára afmæli hans, vegna þess að hún
staðfestir, að Gylfi Þ. Gíslason hef-
ur verið óvenjulegur stjórnmála-
maður. Þeir stjórnmálamenn ís-
Ienskir, sem með ritverkum sínum
hafa náð því að sá frjókornum
nýrra hugmynda í huga unglinga á
mótunarskeiði, eru ekki margir.
Þeir sem hafa afvegaleitt ungar sál-
ir í pólitískri hjátrú og hindurvitn-
um, eru helst til margir.
Andlegur heiðarleiki, yfirburða-
þekking, rökrétt hugsun, skýr
framsetning og látlaus stíll - þetta
eru kostir, sem prýða hvern mann.
Gylfi Þ. Gíslason hefur sýnt það í
lífsstarfi sínu, að hann er þessum
kostum búinn umfram flesta menn.
Hann var á sínum tíma mjög um-
deildur stjórnmálamaður. Hann
fór ekki varhluta af sleggjudómum
og illmælgi miður góðgjarnra sam-
tíðarmanna. En verkin blífa. Þess
vegna er það, að vegur Gylfa og
virðing með þjóðinni fer vaxandi.
Hann er metinn að verðleikum
m af
Laugardagur 7. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17