Þjóðviljinn - 13.02.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 13.02.1987, Qupperneq 1
Innheimta Rukkarar undir fölsku flaggi Anna Kristjánsdóttir: Vil opinbera rannsókn á lögbrotum ívörslusviptingum. Heforðiðfyrirþessu sjálf. Bréftilríkissaksóknara Eg hef orðið fyrir því sjálf að fá í heimsókn rukkara sem sögðust vera frá borgarfógeta og hugðust sækja til mín sjónvarpið vegna vanskila. Þetta er miklu ai- gengara en menn geta ímyndað sér og því verður auðvitað að rannsaka þetta mál, sagði Anna Kristjánsdóttir fyrrum formaður Lögverndar í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Anna hefur farið fram á það við Hallvarð Einvarðsson ríkis- saksóknara að hann láti fara fram opinbera rannsókn á framkvæmd vörslusviptinga hjá skuldurum. Hún fullyrðir í bréfi sínu til ríkissaksóknara að lög um vörslu- sviptingu fjárnumdra muna sé stórlega brotin. Hún segir inn- heimtuaðila oft á tíðum sjálfa sjá borgarfógeta. Anna segir einnig umaðvörslusvipta,enþaðerein- að grunur leiki á að rukkarar göngu í verkahring starfsmanna kynni sig sem starfsmenn borg- arfógeta og noti jafnvel nöfn starfsmanna þar. -gg Moskva Svaraö í dag Dilkakaup á döfinni Fulltrúar Prodintorg í Moskvu munu í dag svara því hvort þeir eru reiðubúnir til áframhaldandi viðræðna um hugsanleg kaup á íslensku dilkakjöti. Málið er á algjöru byrjunar- stigi, en Sovétmenn hafa sýnt slíkum viðskiptum nokkurn áhuga. íslendingar hafa í Sovétríkjun- um verið taldir úr leik hvað kaup á dilkakjöti snertir fram til þessa vegna riðuveiki, en í janúar komu upp nýjar túlkanir á því og hefur verið rætt um að velja kjöt af riðuveikislausum svæðum. Enn hefur ekkert verið rætt um verð fyrir kjötið. -gg Kvikmyndir Hrafnsvartur listi Vilhjálmur Ragnarsson: Sumir frystir frá öllu starfi Það er á allra vitorði, sem eitthvað koma nálægt kvikmynd- um, að ákveðnir aðilar einfald- lega fá ekki að starfa hjá sjón- varpinu. Ástæðan er sú ein, að þeir falia ekki í kramið hjá Hrafni Gunnlaugssyni, sagði Vilhjálmur Ragnarsson, í Félagi kvikmynda- gerðarmanna, við Þjóðviljann i gær. En í harðorðri grein sem birtist eftir Vilhjálm í Morgunblaðinu í gær er því haldið fram, að menn sem tengjast kvikmyndum ein- faldlega þori ekki að mótmæla Hrafni. Astæðan sé sú, að sem deildarstjóri innlendrar dag- skrárgerðar hafi Hrafn algerlega í hendi sér hvaða verk innlendra kvikmyndara séu sýnd, og hverjir þeirra fái verkefni hjá sjónvarp- inu. Fólk í kvikmyndum þori því ekki að ganga gegn Hrafni, vegna þess að „á meðan Hrafn Gunn- laugsson ræður því hverjir koma verkum sínum í sjónvarpið gæti það komið mótmælendum í koll“, segir Vilhjálmur í grein sinni. Þeir fáu sem þó hafa þorað það, „...Ég hirði ekki um að nefna nöfn“, skrifar Vilhjálmur, „. .hafa meðal annars verið frystir frá öllu starfi við Sjónvarpið, aðr- ir hafa verið mjög óheppnir með úthlutanir úr Kvikmyndasjóði". -ÖS Spítalayfirvöld munu standa ráðþrota 1. apríl fari svo sem horfir að um 600 manns hverfi frá störfum. Hlutfall hjúkrunarfræðinga sem segja upp á gjörgæsludeild Landspítalans er mjög hátt, en hér eru tveir þeirra að störfum, þær Lovísa |Baldursdóttir og Jóna Margrét Jónsdóttir. Mynd: Sig. Spítalarnir Hjúkninarfólk fer burt Án kjarabóta til heilbrigðisstétta lamastspítalarnir 1. aprílþegar um 600 hætta störfum. Lovísa Baldursdóttir: Margir hjúkrunarfrœðingar hafa ákveðið að yfirgefa stéttina Alvarlegasta afleiðing uppsagn- anna er sú að stór hópur hjúkrunarfræðinga kemur ekki til starfa aftur, sagði Lovísa Bald- ursdóttir á gjörgæsiudeild Lands- pítalans við Þjóðviljann í gær. Uppsagnir um á milli 80-90% þjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu ganga í gildi 1. aprfl nk. sem og uppsagnir fjölmargra annarra heilbrigðisstétta. Lovísa sagði að nokkrir hjúkr- unarfræðingar á sinni deild hefðu ákveðið að hverfa í önnur störf þegar að uppsagnirnar tæku gildi og annar hópur kæmi sennilega ekki aftur til starfa nema með umtalsverðum kjarabótum. „Fólk hefur ekki efni á að vera í þessari stétt," sagði Lovísa, en stéttin vill að launin verði sam- ræmd Iaunum háskólamanna á almennum vinnumarkaði. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga eru nú 33.857 krónur eftir fjög- urra ára háskólanám. Samtals hafa 348 sagt upp á ríkisspítölunum, auk hjúkrunar- fræðinganna, sjúkraliðar og fóst- rur. Á Borgarspítalanum hafa rúmlega 200 sagt upp og þar eru meinatæknar, fóstrur og sjúkra- liðar stærsti hópurinn. „Það er enn óljóst hvernig við mætum yf- irvofandi neyðarástandi, en rót- tækar ráðstafanir þurfa að koma til,“ sagði Magnús Skúlason að- stoðarframkvæmdastjóri Borgar- spítalans um ástandið. -K.ÓI. Siðanefnd BÍ Ritstjóri HP kærir fréttastjóra DV Ummœli Óskars Magnússonar, DV, um greiðslur með auglýsingareikningum kærð til siðanefndar Halldór Halldórsson, ritstjóri HP, hefur kært fyrrverandi fréttastjóra DV, Óskar Magnús- son fyrir siðanefnd Blaðamanna- félagsins. Ástæðan eru skrif Ósk- ars frá 31. janúar, þar sem hann ýjar að því, samkvæmt kæru Halldórs, að hann og ef til vill fleiri starfsmenn HP, hafi greitt fyrir flugferðir hjá Flugleiðum með því að kvitta fyrir auglýsingareikninga. Engin aug- lýsing hafi svo komið fyrir reikninginn. Samkvæmt yfirlýs- ingu sem Sæmundur Guðvinsson hefur sent Siðanefnd fyrir hönd Flugleiða. er enginn fótur fyrir skrifum Oskars. Þjóðviljinn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að innan Flug- leiða hafi skrif Óskars Magnús- sonar vakið mikla reiði, enda töldu menn þau ekki síður bein- ast að Flugleiðum. 1 bréfi Halldórs Halldórssonar til Siðanefndar er staðhæft, að skrif Óskars Magnússonar séu runnin undan rifjum Ragnars Kjartanssonar, fyrrum stjórnar- formanns Hafskips. Halldór Halldórsson, ritstjóri HP, vildi í gær ekki tjá sig um málið við Þjóðviljann meðan það væri í höndum siðanefndar. -ÓS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.