Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 5
 Spurt um... ...herkostnað Stóriðjunefndar Geir Gunnarsson hefur óskað skriflegra svara iðnaðarráðherra við spurningum um kostnað vegna samninganefnda um stór- iðju og vegna stóriðjunefndar. Geir spyr hver hafi verið kostnað- ur vegna þessara mála frá 14. júní 1983, svo og kostnaður við undirnefndir og sérstakar nefndir sem unnið hafa að samningum um stækkun álversins við Straumsvík og byggingu kísil- málmverksmiðju við Reyðarf- jörð. Geir óskar eftir upplýsingum um heildarkostnað hverrar nefndar og sundurliðun eftir verk- efnum og árum. Þá óskar hann eftir upplýsingum um þóknun til einstakra nefndarmanna og starfsmanna nefndanna, þóknun til einstakra ráðunauta og ferða- kostnað. ...iðnráðgjöf Hjörleifur Guttormsson spyr iðnaðarráðherra hvað líði undir- búningi að nýjum lögum um „framtíðarskipan iðnráðgjafar í landshlutunum" sem ríkisstjórnin gerði ráð fyrir að leggja fyrir Al- þingi í október 1986. ...löggæslu á Reyðarfirði Helgi Seljan, Egill Jónsson og Jón Kristjánsson spyrja dómsmálaráðherra hvað ráðu- neyti hans hyggist gera til úrbóta í löggæslumálum á Reyðarfirði. ...kennslu í útvegsfræðum Guðrún Agnarsdóttlr spyr menntamálaráðherra hvort kennsla í útvegsfræðum sé hafin við Háskóla íslands og ef ekki, hvað líði undirbúningi hennar. ...málefni fatlaðra Jóhanna Sigurðardóttir, Guð- rún Helgadóttir, Salóme Þork- elsdóttir, Haraldur Ólafsson og Guðrún Agnarsdóttir hafa ósk- að eftir skriflegum svörum fjár- málaráðherra við þremur spurn- ingum um framlög til fram- kvæmda í þágu fatlaðra. Þing- mennirnir spyrja hve mikil skerð- ing hafi orðið að raungildi á lög- boðnum framlögum til Fram- kvæmdasjóðs öryrkja og þroska- heftra og Framkvæmdasjóðs fatlaðra frá 1. janúar 1980 til 31. desember 1986. Þeir spyrja einn- ig hvaða tekjur hafi orðið af erfða- fjárskatti að raungildi á þessu sama tímabili og hve mikið af þeirri fjárhæð hafi runnið til áð- urnefndra framkvæmda. Loks spyrja þeir hver hafi verið heildarframlög vegna fram- kvæmda í þágu fatlaðra frá 1. janúar 1980 til 31. desember 1986. ... EBE Karl Steinar Guðnason spyr viðskiptaráðherra hvort ekki sé nauðsynlegt vegna mikilvægra viðskiptahagsmuna (slendinga að taka upp viðræður við Evrópu- bandalagið eftir stækkun þess er Spánn og Portúgal gerðust aðilar að því. Þá spyr hann hver sé stefna ríkisstjómarinnar í þess- um málum og hvað hafi verið gert til að undirbúa viðbótarsamninga við Evrópubandalagið. ... verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins Karl Steinar Guðnason spyr sjávarútvegsráðherra hver sé stefna ríkisstjórnarinnar varðandi framtíð Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins og hvort fyrirhugað sé að leggja sjóðinn niður. Umsjón: Álfheiður Ingadóttir Þjóðhagsstofnun Kratar verja kerfið „Kerfisbanarnir“ skyndilega ánœgðir með Þjóðhagsstofnun. Eyjólfur Konráð: Ekki einu sinni hœgt að treysta því að spár hennar séu vitlausar í kerflnu eru nú margar stofn- anir að bjástra við sömu verkefn- in og Þjóðhagsstofnun og sem með réttu ættu að vera hjá Hagstofunni sagði Eyjólfur Konr- áð Jónsson þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu sinni um undirbúning þess að Þjóð- hagsstofnun verði lögð niður. Urðu nokkrar umræður um til- löguna og tóku til máls af hálfu stuðningsmanna hennar auk Eyjólfs þeir Birgir ísleifur Gunn- arsson, Gunnar G. Schram og Pétur Sigurðsson. Jón Baldvin Hannibalsson sagði vafa leika á hvort taka bæri tillöguna alvarlega, hún væri frá- leitlega stutt (ein og hálf lína) og greinargerðin með henni ófull- nægjandi. Þjóðhagsstofnun væri fráleitt alvarlegasta dæmið um lögmál Parkinsons í íslensku stjórnkerfi og ef spara ætti væri nær að grípa niður annars staðar. Sagði hann að tillagan væri árás úr launsátri á forstöðumann stofnunarinnar Jón Sigurðsson. Talsmenn tillögunnar hæddust óspart að þeim Jóni Baldvin og Eiði Guðnasyni og sögðu það merkilegt að kerfisbanar sem æddu um landið eins og hvítir stormsveipir og boðuðu hreinsun í kerfinu og einföldun þess, heyktust á öllum fyrirætlunum slíkum þegar kæmi til stykkisins á alþingi og væru þeir hinir verstu kerfiskallar. Eyjólfur Konráð ræddi að lok- um nokkuð gagnsleysi stofnunar- innar og vitnaði í því sambandi til ummæla Ragnars Árnasonar lektors er hann sagði að svo mikið ósamræmi hefði verið milli spádóma stofnunarinnar og veru- leikans, að ekki einu sinni væri hægt að treysta því að þeir væru vitlausir og slíka stofnun væri ekkert við að gera annað en leggja niður. Hinir fornu kerfisbanar, fyrr- verandi þingmenn Bj. og núver- andi kratar sem áður hafa haft svipaða skoðun á afdrifum Þjóð- hagsstofnunar og umrædd tillaga gerir ráð fyrir, tóku ekki til máls og spurningin er hvort þeir standa einhuga að baki sínum nú- verandi foringja, Jóni Baldvin um verndun Þjóðhagsstofnunar. Sjálfskipaður verndari Þjóðhagsstofnunar, Jón Baldvin: Tillagan er árás úr launsátri á Jón Sigurðsson. r Arnarneshœðin Uitætur ekki í sjónmáli Umferðarljós talin valda slysahœttu í hálku. Endanlegur frágangur á umferðarbrú ekki ákveðinn Úrbætur á Arnarneshæð eru ekki í sjónmáli, en þar hafa orðið tíð umferðarslys á mótum Hafn- arfjarðarvegar og Arnarnesveg- ar. Helst hefur verið talað um umferðarljós á þessum vega- mótum en þeim er talin fylgja hætta á öngþveiti í snjókomu og hálku. Þetta kom m.a. fram í svari Matthíasar Bjarnasonar sam- gönguráðherra við fyrirspurn frá Gunnari Schram á alþingi á þriðjudag. Endanleg útfærsla þessara vegamóta felur í sér að Hafnarfjarðarvegur verði sprengdur niður í hálsinn en Arn- arnesvegur liggi yfir hann á brú. Þessu var ekki lokið þegar endur- bætur voru gerðar á Hafnarfjarð- arveginum 1975 og 1976 þar sem meira þótti liggja á endurbótum Hafnarfjarðarvegar gegnum Garðabæ og síðan nýbyggingu Reykjanesbrautar milli Hafnar- fjarðarogBreiðholts. Nú erverið að endurskoða vegaáætlun og sagði ráðherra að í þeirri endur- skoðun yrði tekin ákvörðun um hvenær þessum framkvæmdum ljúki og vegirnir komist í endan- legt horf. Ráðherra viðurkenndi að eins og vegamótin nú eru stafar um- ferðinni af þeim hætta. Menn væru sammála um að slys á þess- ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5 um stað stafi fyrst og fremst af of hröðum akstri en Hafnarfjarð- arlögreglan telur sig ekki hafa bolmagn til að halda hraða þar innan hæfilegra marka. Þá sagði ráðherra að fjárveitingar sem veittar eru í því skyni að fækka umferðarslysum hafi farið til staða á Reykjanesi sem taldir eru enn hættulegri en Arnarneshæð- in, eins og t.d. í Ytri-Njarðvík og í Mosfellssveit. _ Ái Misgengið Uppskriftin kom frá tveimur Jónum! Svavar Gestsson: Frumvarp kratafrá ’78 um misgengi lána oglauna uppistaðan í núverandi stjórnarstefnu Misgengi launa og lána eftir að vöxtum var slcppt lausum í ágúst 1984 fléttuðust mjög inn í um- ræðu þingmanna um vaxtafrum- varp ríkisstjórnarinnar í gær. M.a. upplýsti Svavar Gestsson þingheim um að hugmyndafræð- ingar þess misgengis væru tveir Jónar, sem nú bera uppi fram- boðslista krata hér í Reykjavík. Það var haustið 1978 sem Al- þýðuflokkurinn flutti frumvarp á alþingi um efnahagsmál. Þar var m.a. gert ráð fyrir að lánskjara- vísitala mælti allar fjárskuldbind- ingar í landinu, raunvextir giltu á öllum tíma, en launahækkanir skyldu takmarkaðar við helming vísitölubóta. „Höfundar mis- gengisstefnunnar eru þeir sem sömdu upphaflega frumvarpið,“ sagði Svavar, „þá tveir menn utan þings, tveir Jónar: Jón Hannibalsson og Jón Sigurðsson. Þar var í fyrsta sinn hreyft til- lögum um misgengi launa og lána með þeim hætti sem núverand; ríkisstjórn stökk inná vorið 1983,“ sagði hann, „enda var Al- þýðuflokkurinn þá kominn lang- leiðina með að samþykkja efna- hagsráðstafanir hennar og þar með vísitölubann“. Þetta sagði Svavar að væri nauðsynlegt að upplýsa vegna sögunnar og kosningabaráttunn- ar framundar Hugmyndafræð- ingarnir frá 1978 hefðu ekki haft afl til að hrinda misgenginu strax af stað, sem betur fór. -ÁI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.