Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL fca) Fiórðunqssjúkrahúsið á Akureyri Óskar að ráða strax eða eftir samkomulagi: Matreiðslumann og sjúkrafæðissérfræðing. Matartæknir kæmi einnig til greina. Nánari upplýsingar veitir Valdimar í síma 96- 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sundlaug - starfsmaður Starfsmaður óskast við Sundlaug Kópavogs. Um er að ræða kvöldvinnu og möguleika á af- leysingum. Góð sundkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41299. Sundlaug Kópavogs. HUGVIT Stofnfundurfélags íslenskra hugvitsmanna verð- ur haldinn laugardaginn 14. febr. kl. 15.00 að Hótel Borg. Gestur fundarins, Poul Carlsen, mun skýra fundarmönnum frá félögum hugvitsmanna í öðr- um löndum. Allir sem áhuga hafa á framgangi íslensks hugvits eru hvattir til að mæta. Undirbúningsnefndin. Auglýsing um sjúkraflutninga Sett hefur verið reglugerð um sjúkraflutninga nr. 503 frá 18. nóvember 1987. Skv. ákvæði reglu- gerðarinnar ber þeim sem annast sjúkraflutninga að sækja um leyfi til áframhaldandi starfsemi innan þriggja mánaða frá gildistöku reglugerðar- innar. Umsóknir sendist Skrifstofu Landlæknis, Lauga- veg 116, 150 Reykjavík, fyrir 22. mars 1987. Landlæknir Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 DJÓÐVIIJINN blaðið sem vitnað eri , irai i mwmmmmmmmmmmmBamm Hvalarannsóknir Aukin þekking mikilvægust Hjörleifur Guttormsson: Forsendaþess að hvalveiðibanninu var ekki mótmœlt var að tíminn yrði notaður til rannsókna í umræðum sem urðu á alþingi í kjölfar fyrirspuriiar Guðrúnar Helgadóttur til sjávarútvegsráð- herra um hvalveiðar íslendinga, lagði Hjörleifur Guttormsson áherslu á að skoða yrði þessi mál út frá langtímahagsmunum ís- lendinga, þ.e. nýtingu lífrænna auðlinda hafsins með skynsam- legum hætti. Hjörleifur sagði: „Þessi mál hafa oft verið rædd hér á þingi og af nokkrum hita en ég hélt að það væri öllum í minni þegar sam- þykkt var á sínum tíma að mót- mæla ekki banni við hvalveiðum. Það var gert á þeim forsendum að við notuðum tímann til þess að afla okkur þekkingar á hvala- stofnunum við ísland. Með þeirri áætlun sem hefur verið gerð á sín- um tíma. Auðvitað geta einstakir þættir slíkrar áætlunar verið álita- mál en ég tel það fráleitt að líta svo á að við séum að ganga þar gegn alþjóðlegum samþykktum á einn eða annan hátt. Við hljótum að skoða þessi mál út frá lang- tímahagsmunum íslendinga, að nýta lífrænar auðlindir hafsins með skynsamlegum hætti þannig að þær verði varðveittar. Við þurfum ekkert að fara grafgötur um það að það verða andstæðing- ar við veiðar á hvölum og fleiri sjávardýrum eftir að þessu banntímabili lýkur sem við höf- um gerst aðilar að og við eigum ekki að vera að beygja okkur fyrir slíkum öflum að nauðsynja- lausu.“ Norsk-íslenska síldin Norðmenn spila sóló GuðmundurJ.: Veiðiheimildirþeirra til Sovétmanna tilraun til að ná síldarmörkuðum af Islendingum „Það er undarlegt að Norð- menn sem óttast svo mjög njósnir sovétmanna, segja nú allt í einu: Verið velkomnir í landhelgi okk- ar. Og það er ekki aðeins að samningur þeirra um veiðiheim- ildir til Sovétmanna hljóði upp á 15 þúsund tonn, heldur segir þar að samningsaðilar geti komið sér saman um að auka þetta magn,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son m.a. þegar hann vakti athygli á því á aiþingi s.i. þriðjudag að Norðmenn hafa heimilað Sovét- mönnum sfldveiðar úr Norsk- íslenska sfldarstofninum í land- helgi sinni. Guðmundur spurði hvort ís- lenska ríkisstjórnin hefði mót- mælt þessum samningi sérstak- lega og var þungorður í garð Norðmapna. Þeir hefðu unað því illa að Sovétmenn keyptu fremur saltsíld af íslendingum, þrátt fyrir 30-35% undirboð þeirra sjálfra. Undirboðin hefðu ekki dugað og Norðmenn væru með samningn- um nú að reyna að komast inn á Sovétmarkaðinn eftir öðrum leiðum. Vinnubrögð þeirra varðandi Norsk-íslenska síldarstofninn væru ljót og af þeim væri löng saga. íslendingar hefðu marg- ítrekað reynt að efna til ráðstefnu um sfldina með Norðmönnum, Færeyingum og Sovétmönnum en Norðmen einir hefðu harð- neitað. ’83-árgangur sfldarinnar hefði lofað góðu um endurreisn stofnsins og Alþjóðahafrann- sóknaráðið hefði sett ákveðin stærðarmörk sem Norðmenn hefðu ekki haldið. Tilmæli Haf- rannsóknastofnunar um að banna veiðar á ókynþroska sfld hefðu þeir líka að engu haft. Þeg- ar Sovétmenn veiddu 30 þúsund tonn af smásfld á árinu 1985 hefði sendiherra íslands í Moskvu mót- mælt því athæfi og verðugt væri að „förumannaflokkar“ sem bráðlega þeystu á Norðurlanda- ráðsþing tækju þessi mál upp á þeim vettvangi. Halldór Asgrímsson, sjávarút- vegsráðherra rifjaði upp síendur- tekin mótmæli íslenskra stjórn- valda vegna veiða Norðmanna og Sovétmanna úr þessum sfldar- stofni. Hann benti á að þó Norð- menn teldu sér ekki skylt að hlýta tilmælum Alþjóðahafrannsókna- ráðsins um aflamagn, hefðu þeir í reynd haldið sér innan þeirra marka. Samningur Norðmanna við Sovétmenn nú gerði ráð fyrir að samtals yrðu veidd 150 þúsund tonn í norskri landhelgi, Sovét- menn 15 þúsund og Norðmenn sjálfir 135 þúsund tonn. Sam- kvæmt þessu myndu Norðmenn halda sig innan marka Alþjóða- hafrannsóknaráðsins og því væri ekki ástæða til að mótmæla samn- ingnum sérstaklega. Halldór sagði íslensk stjórn- völd ræða þessi mál í hvert ein- asta skipti sem tækifæri gefist við Norðmenn og Sovétmenn. So- vétmenn hefðu sent hingað menn til að undirbúa viðræður um Norsk-íslenska sfldarstofninn, en Norðmenn hefðu ekki viljað ráð- stefnu með hinum þjóðunum þremur. Síendurtekin mótmæli ís- lenskra stjórnvalda hefðu þó orð- ið til þess að Norðmenn héldu sig innan marka Alþjóðahafrann- sóknaráðsins og áfram yrði unnið að því að fá þá í viðræður. Guðmundur J. Guðmundsson sagði að ef tækist að endurreisa stofninn með árganginum frá 1983, gæti komið til þess að hann færi aftur að ganga austur til ís- lands. Guðmundur sagðist draga í efa að Norðmenn vildu sjá það gerast og spurning væri hvort þeir væru með veiðum úr stofninum nú að útiloka að stofninn næði sér upp. Guðrún Helgadóttir sagðist geta lofað Guðmundi því að mál- ið yrði tekið upp þar og ekki væri fjarri lagi að bera upp fyrirspurn um það til sjávarútvegsráðherra Norðmanna, Bjarne Mörk Eiden. Halldór Ásgrímsson benti á að fyrir forgöngu íslendinga hefði nýlega verið tekið upp samstarf um sjávarútvegsmál á vegum Norðurlandaráðs og hefði verið haldinn fyrsti fundur viðkomandi ráðherra um þau efni hér á Is- landi í fyrra. Slíkir fundir yrðu haldnir reglulea héðan í frá. Mikilvægast væri að ná samning- um milli þeirra þjóða sem ættu tilkall til sfldarstofnsins. Með samningi sínum við Sovétmenn hefðu Norðmenn í raun viður- kennt tilkall þeirra til stofnsins og sagðist harín vona að afstaða þeirra breyttist í framhaldi af því. Steingrímur J. Sigfússon þakk- aði Guðmundi J. fyrir að vekja máls á samningnum og sagði nauðsynlegt að frændur vorir Norðmenn áttuðu sig á því að fs- lendingar teldu þetta mikið al- vörumál. Hann benti á að norsk skip eru nú að veiðum innan ís- lensku landhelginnar. Þannig nytu þeir sérstakrar velvildar hér og því kæmi framkoma þeirra í sfldarmálum á óvart. -ÁI 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.