Þjóðviljinn - 13.02.1987, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 13.02.1987, Qupperneq 9
UM HELGINA Þau Ijúka einleikaraprófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur með útskriftartón- leikum í Háskólabíói á laugardag: Emil Friðfinnsson, hornleikari, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari, Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari og Björn Davíð Kristjánsson flautuleikari. MYNDLISTIN Kjarvalsstaðir sýna ís- lenska abstraktllst. Ein viða- mesta sýning á íslenskri nútíma- list til þessa. Opið 14-20. Gallerí Borg sýniroiíumái- verk eftir Slgrúnu Harðardóttur. Sigrún er menntuð f Hollandi, þar sem hún er búsett. Þetta er önnur einkasýning hennar, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Opið laugard. og sunnud. 14-18, mán- ud. 12-18 og aðra daga 10-18. Nýlistasafnið opnarídag sýningu á verkum Halldórs As- geirssonar. Opið 14-20 um helgar og 16-20 virka daga. Gallerí Svart á hvítu opnar á laugardag kl. 14 sýningu á mál- verkum Kristins Harðarsonar. Sýningin stendur til 6. mars og er opin alla daga nema mánudaga 14-18. Norræna húsið sýnir „Dönsku villingana", yfir- litssýningu á „nýja málverkinu" í Danmörku. ianddyrinuersýning á 30 silkiþrykkmyndum eftir Andy Warhol. Opið 9-19,12-19 á sunnudögum. Gallerí Hallgerður Bók- hlöðustíg 2, sýnir myndverk og skúlptúr úr ull eftir Önnu Þóru Karlsdóttur. Opið 14-18. Síð- astasýningarhelgi. Listasaf n ASÍ við Grensás- veg opnar á laugardag sýningu á verkum sem safninu hafa borist á undanförnum árum. Opið til 22. febr. kl. 14-20 um helgar og 16- 20 virka daga. Listasafn íslands sýnirný- keypt verk og eldri verk í eigu safnsins. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Gallerí Langbrók, Bók- hlöðustíg 2, sýnir vefnað, tauþrykk, fatnað og listmuni. Opið þriðjud.-föstud. 12-18 og laugard. 11-14. íslenska óperan sýnirverk eftir 50 íslenska listamenn, sem gefin hafa verið til styrktar óper- unni. Opið virka daga 15-18 og fyrir sýningargesti á kvöldin. Konur í list nefnistsýning sem nú stendur yfir að Hallveigar- stöðum viðT úngötu í tilefni 80 ára afmælis Kvenréttindafólags Is- lands. Opið 14-20 um helgar. Gallerí Grjót við Skólavörðu- stíg sýnir verk eftir Steinunni Þór- arinsdóttur, Ragnheiði Jónsdótt- ur, Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Jónínu Guðnadóttur, Örn Þor- steinssonog MagnúsTómasson. Opið 12-18 virka daga. Gallerí íslensk list, Vestur- götu 17, sýnir verk eftir Braga Ás- geirsson, EinarG. Baldvinsson, Guðmundu Andrésdóttur, Haf- stein Austmann, Jóhannes Jó- hannesson, Kristján Davíðsson, Kjartan Guðjónsson, Vilhjálm Bergsson, Einar Þorláksson, Valtý Pétursson og Guðmund Benediktsson. Opið 9-17 virka daga. TÓNLIST Myrkir músíkdagar verða í Langholtskirkju íkvöld kl. 20.30. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótturog Pétur, Jónasson flytja. Meðal verka á efnisskrá er kórverkið „Kvöldvís- ur um sumarmál" sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir Hamra- hlíðarkórinn 1984, og verður þetta frumflutningur verksins. Norræna húsið: Danska kammersveitin „Ensemble" held- urtónleikaálaugardag kl. 16. Fjölbreytt efnisskrá klassískrar og nútímatónlistar. Flytjendur Inke Kesseler, píanó, Atli Sigfús- son, fiðla, og lágfiðla, og Palle Christensen selló. Hljómsveitin varstofnuð 1983, en hljóðfæra- leikararnir hafa allir mikla reynslu. Þess má geta að Atli Sigfússon er sonarsonur Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Tónlistarfélag Egiis- Staða heldur tónleika í kvöld kl. 21 íValaskjálf. Laufey Sigurðar- dóttir fiðluleikari og Selma Guð- mundsdóttirpíanóleikari leika verk eftir Jón Nordal, Smetana og Brahms. Þær munu einnig leika á Húsavík á sunnudag kl. 16, og á Logalandi í Borgarfirði á þriðjudag. Útskriftartónleikar Tóniist- arskólans í Reykjavík og Sin- fóníuhljómsveitarinnar verða haldnir í Háskólabíói á laugardag kl. 14.30. Fjórir nemendur Ijúka einleikaraprófi: Emil Friðfinns- son, sem leikur Hornkonsert nr. 3 K. 447 eftir Mozart, Björn Davíð Kristjánsson, sem leikurflautu- konserteftir J. Ibert, Bryndís Björgvinsdóttir sem leikur Sellókonsert nr. 1 eftir Saint- Saéns og Helga Bryndís Magn- úsdóttir sem leikur píanókonsert í G-dúr eftir Ravel. Stjórnandi er Mark Reedman. Miðaverð kr. 300,- Kammerhljómsveit Ak- ureyrar og Einar Jóhannesson klarinettuleikari flytja tónverkið „Inngangur, stef og tilbrigði fyrir klarinettu og hljómsveit" eftir Gio- acchino Rossini og verk eftir Gri- eg og Haydn á þriðju tónleikum hljómsveitarinnar í Akureyrar- kirkju á sunnudag kl. 17. Kon- sertmeistari hljómsveitarinnarer Lilja Hjaltadóttir en stjórnandi Roar Kvam. Aðgöngumiðar við innganginn. Nína G. Flyer sellóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Catherine Williams pí- anóleikari munu halda tónleika í Norræna húsinu á sunnudag kl. 17 og í Gerðubergi á mánudag kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Honegger, Shostakovits, Frank Bridge og Betthoven. Nína G. Flyer starfaði hér á landi sem sellóleikari á árunum 1977-78, en varð síðan sólósellisti við Sinfóníuhljómsveitina í Jerúsal- em ’78-’84. Hún hefursíðan verið búsett í San Francisco þar sem hún hefur aðallega lagt stund á kammertónlist. Myrkir músíkdagar í ís- lensku óperunni á mánudag kl. 20.30: Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja lög af nýútkominni hljómp- lötu með íslenskum sönglögum. Háskólatónleikar verða í Norræna húsinu á miðvikudag kl. 12.30: Kristín Sædal Sigtryggs- dóttir sópran, Jórunn Viðar píanó- leikari og Lovísa Fjeldsted selló- leikari flytja verk eftir Jórunni Viðar. Sinfóníuhljómsveitin heldur óperutónleika í Háskólabí- ói á fimmtudag: Kristján Jóhanns- son tenórog Maurizio Barbacini stjórnar. Framhald á bls. 14 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9 Föstudagur 13. febrúar 1987 SONV1SI rnNWVTOBS OOO'.I EkKert slor eða þanníg, því nú verður fyrstí vínníngurínn tvöfaldur eða ? Slepptu þessu tækífærí, ef þú þorírl

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.