Þjóðviljinn - 13.02.1987, Page 13

Þjóðviljinn - 13.02.1987, Page 13
HEIMURINN Frakkland Giscard ekki í framboð Giscard d’Estaing lýsiryfir að hann sé ekki í kjöri tilforseta 1988. Ætlar aðflytja tillögu um styttra kjörtímabil. Gagnast Mitterrand og Chirac, mótdrægt Raymond Barre Frakklandsforsetarnir Valéry Giscard d’Estaing og Frangois Mitterrand. Yfir- lýsing hins fyrrnefnda um að hann sé ekki í framboði glæðir vonir hins síðar- París - Valéry Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti 1974-81, gefur ekki kost á sér til forseta þegar kjörtímabil Mitterrands rennur út að ári. Yfirlýsingar Giscards i sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld virðist í hag bæði forsætisráð- herranum Chirac og Mitterrand forseta, sem margir telja að ætli sér að sitja áfram. Giscard sagði í sjónvarpinu að nú væri komið að öðrum að reyna sig í Elysée-höllnni, en bað menn líka að nefna nafn sitt ef þeim lægi lítið við, „ef upp koma veru- legir erfiðleikar". Giscard fór á þing eftir að hann tapaði fyrir Mitterrand 1981, hefur ekki not- ið þeirra vinsælda að hann eigi góða möguleika á að verða kjör- inn aftur, og því kemur yfirlýsing hans út af fyrir sig á óvart. Með henni gefur hann sjálfum sér aukið vægi sem hinum reynda landsföður, og að auki veruleg áhrif á hægrihlið franskra stjórn- mála. Hann hefur ekki lýst stuðn- ingi við neinn vonarforseta úr þeim hópi, og getur selt sig nokk- uð dýrt, þannig boðaði hann í sjónvarpsviðtalinu að hann mundi á næstunni fylgja fram gamalli hugmynd um að Efna- hagsbandalagsþjóðirnar kjós sér bandalagsforseta í beinum kosn- ingum, - staða sem yrði skradd- arasaumuð utanum hann sjálfan. Að Giscard dragi sig úr kapp- hlaupinu um forsetastólinn virð- ist við fyrstu sýn fagnaðarefni þeim tveimur hægrimönnum sem nefnda um endurkjör. nú eru mestir vonarpeningar, Jacques Chirac forsætisráðherra og fremsta manns nýgaullista (RPR) og Raymond Barre, sem hin hægrifylkingin er líkleg til að styðja. Báðir voru þessir forsætis- ráðherrar í stjórnartíð Giscards, og Chirac á með slökum stuðn- ingi í kosningunum 1981 nokkurn þátt í falli Giscards. En í fyrrakvöld tiikynnti Gisc- ard að hann ætlaði að bera fram á þingi tillögu um að kjörtímabil forseta yrði stytt úr sjö árum í fimm, - Barre hefur lýst fullri andstöðu við slíka breytingu, en Chirac ekki gefið sig upp. Gisc- ard hefur verið talinn hlynntari Barre en Chirac, þótt þeir Barre tilheyri sömu hægrifylkingunni og samskiptasaga Giscards og Chiracs sé rysjótt. Tillaga frá Giscard um styttra kjörtímabil yrði þó einkum vatn á myllu Mitterrands forseta. Hann stendur nú á sjötugu, ætti auðveldara með að bjóða sig fram aftur til fimm ára en sjö og hefur sjálfur gælt við hugmyndir um styttra kjörtímabil. Slík breytingartillaga kæmist varla í gegn ef hægriflokkarnir samein- aðir stæðu á móti henni, en yrði ekki auðstöðvuð frá forsetunum tveimur. Hægt er að breyta kjör- tímabilinu með tvennum hætti, annaðhvort gegnum þingið með 60 prósent atkvæða í báðum deildum, - sem hægrimenn ráða nú, eða með þjóðaratkvæði sem forsetinn efndi til. Stuðningur Giscards við slíka breytingu gefur Mitterrand frjálsari hendur í þessum efnum, - og ef til vill leynist sá bakþanki hjá forveran- um að eftirmaðurinn líti til hans með velvild þegar kemur að hugsanlegum persónulegum vegtyllum síðarmeir. Frönsk pól- itík er einsog gatnakerfið í París, - milli breiðstrætanna liggja þröngar skágötur og myrkir krókastígar. - m Sakarof í lopapeysunni sinni, - fær hann vesturpassa? Sovét Fær Sakarof fararleyfi? Grœningjar bjóða Sakaroftil Vestur- Þýskalands Bonn - Eðlisfræðingur og and- ófsmaðurinn Andrei Sakarof hef- ur þegið heimboð vesturþýskra græningja og er þess nú beðið með nokkurri eftirvæntingu hvort nýsköpunarstjórnin í Kreml veitir honum vegabréfsár- itun úr landi. Græningjar sögðu frá þessu í Bonn í fyrrakvöld, og hefur Petra Kelly rætt við Sakarof í Moskvu. Sakarof kom til Moskvu úr útlegð sinni í Gorkí í desember og sagði að hann vænti þess að fá að ferð- ast vesturyfir. Græningjar segjast vilja fá Sakarof til viðræðna um ýmis mál, Sakarof hafi hliðstæða af- stöðu og þeir á ýmsum sviðum, til dæmis í mannréttindamálum, en andstæða á öðrum, - faðir so- vésku bombunnar hefur til dæmis tröllatrú á kjarnorku til friðsam- legra nota öfugt við grapingja.m Sovétumbœtur Bandamenn ókyirast Austurþýskir og tékkneskir leið- togar óttaslegnir. Ungverjar og Búlgarir jákvœðir Sovétmenn em byrjaðir að flytja nýsköpunarstefnu sína út til bandalagsríkjanna við misjafnar undirtektlr. Myndin sýnir utanríkisráðherrann Shevardnadze (annar frá hægri) í nýlegri heimsókn til Austur-Berlínar. Umbótastefna Gorbatsjofs sovétleiðtoga hefur skapað óeiningu og vakið deilur meðal félaga Ráðstjórnarríkjanna í Varsjárbandalaginu. Breyting- arnar, sem eru jafnhliða efna- hagslegar og pólitískar, fela meðal annars í sér að kosið skuli um fleiri en einn fulltrúa til æðstu metorða í valda- flokknum, að menntamenn njóti aukins frelsis og að vís- indastofnanir og fyrirtæki njóti víðtækara sjálfsforræðis en áður. Flestir leiðtoga ríkja í austur- blokkinni eru komnir til ára sinna og muna vel hverjar urðu enda- lyktir fyrri umbótatilrauna í löndum sínum. Þegar Jósef Stalín safnaðist til feðra sinna blésu þýðir vindar um skeið úr austri. Víða í banda- lagsríkjunum losnaði um ægi- fjötra harðstjórnarinnar og menn töldu betri tíð í vændum. Þær vonir brustu fljótt. Innrás so- véska hersins í Ungverjaland árið 1956 og blóðug átök verkamanna og lögreglu í Póllandi og Austur- Berlín bundu enda á allar draum- sýnir manna um endurbætur í það sinnið. Síðari tíma tilslakanir, í Tékkóslóvakíu 1968, sem um margt voru keimlíkar núverandi breytingum í Sovét, og í Póllandi 1980, hafa einnegin farið út um þúfur. Vegna valdbeitingar eða hótana þáverandi ráðamanna í Kreml. Það er því síst undrunarefni þótt leiðtogar bandalagsríkjanna flýti sér hægt. Þeir vita sem er að andstaða við Gorbatsjof er um- talsverð í sovéska skrifræðis- bákninu og þeir minnast hins háa falls annars „umbótamanns“, Níkita Krúsjofs. Sjálfir komust þeir margir til valda vegna vel- þóknunar Brésnefs þess sem nú er úthrópaður sem mikill hrak- fallabálkur í Moskvu. í Tékkóslóvakíu heldur um valdataumana maður Húsak að nafni. Ekki fer orð af ást hans á lýðræði og valddreifingu enda var það hann sem tók að sér að færa stjórnskipulag landsins í fyrra horf í umboði Sovétmanna eftir að herir Varsjárbandalagsins höfðu kæft „Vorið í Prag“ í ágúst 1968. Hann virðist nú sæta aukinni andstöðu því bæði forsætisráð- herrann Lubomir Strougal og utanríkisráðherrann Bohuslav Chnoupek hafa lokið lofsorði á hugmyndir Kremlverja. Líklegt má telja að ef Gorbatsjof heldur velli í Moskvu leysi annar hvor þessara manna Húsak af hólmi fyrr en síðar. Erich Honecker leiðtogi Austurþjóðverja var ekki síður en Húsak mikill vinur og skjól- stæðingur Brésnefs. Hann hefur til þessa skellt skollaeyrum við öllu umbótahjali kollega síns í Sovét. Að undanförnu hefur mál- gagn stjórnar hans, Neues De- utschland, verið barmafullt af lof- gerðarrullum um efnahagslegar framfarir í landinu undir hans stjórn. Hann hefur lagt á það ríka áherslu að „sósíalisminn hljóti að taka mið af aðstæðum í hverju landi“. Það hefur vakið athygli að þrumuræða Gorbatsjofs á mið- stjórnarfundi kommúnista- flokksins á dögunum hefur litla umfjöllum fengið í austurþýskum fjölmiðlum. Hins vegar hefur hún verið gefin út í Vesturþýska- landi og kvað seljast einsog heitar lummur. Forleggjarinn segir sjálfsagt að senda ráðamönnum í Austur-Berlín eintak berist frá þeim pöntun. Rúmenar hafa löngum farið sínu fram í trássi við duttlunga Kremlverja hverju sinni. Óvíða í ríkjum Varsjárbandalagsins er miðstýring og ríkisforsjá meiri. Ceausescu forseti lét þau orð falla nýverið að ekki kæmi til greina að „snúa aftur til markaðs- hyggju“ og vissu allir hver átti þá sneiðina. En ekki eru allir bandamenn Sovétmanna jafn neikvæðir í garð umbótastefnunnar. Þó- nokkur umræða hefur átt sér stað um hana í Póllandi og Búlgaríu þó framkvæmdin láti á sér standa. Jákvæðastir hafa þó Ungverjar verið og hefur háttsettur valda- maður í Búdapest, Szueroes að nafni, notað hástemmd Iýsingar- orð í umfjöllun sinni um breytingarnar. Einnig fagnaði hann því að andófsmanninum Andrei Sakarof skyldi heimilað að snúa aftur til Moskvu því „skortur á umburðarlyndi væri hið mesta mein í stjórnmálum", svo vitnað sé í mál hans. Nú gæti farið svo að til tíðinda dragi í bandalagsríkjum Ráð- stjórnarríkjanna. Til þess benda ummæli sem sovéski sendiherr- ann í Bonn, Júlí Kvitsinský, lét falla á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að byltingarkennd- ar umbætur Gorbatsjofs stuðluðu að því að gera sósíalismann að- laðandi og að á því hlytu allir leið- togar kommúnistaríkja í Evrópu að átta sig. Það getur því farið svo að ekki sé langt að bíða þess að gömlu brésnefistarnir verði látnir pakka saman og kveðja víðar en í So- vétríkjunum sjálfum. -ks. Föstudagur 13. febrúar 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.