Þjóðviljinn - 13.02.1987, Síða 15

Þjóðviljinn - 13.02.1987, Síða 15
IÞROTTIR Spánn Barcelona úr leik Barcelona féll útúr spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Liðið vann Osasuna 1-0 á útivelli með marki frá Gary Lineker, í framlengdum leik, en þar sem Osasuna vann fyrri leikinn 1-0 þurfti að fara fram vítaspyrnukeppni. Þar var 19 ára varamarkvörður, Juan Unzue, hetja heimaliðsins og varði frá Alonso en allir samherjar hans skoruðu. Unzue þessi lék sinn fyrsta deildaleik um síðustu helgi, kom þá inná sem varamað- ur og varði vítaspyrnu! Real Madrid fór létt með Ca- diz, 6-1, og þeir Butragueno og Sanchez gerðu sín 2 mörkin hvor. ! Betis féll mjög óvænt fyrir 2. ; deildarliðinu Logroness en önnur úrslit voru eftir bókinni. -VS/Reuter England Walsh á förum? Paul Walsh, miðherji Liver- pool, var rekinn af leikvelli á fyrstu mínútu síðari hálfleiks þeg- ar liðið gerði 0-0 jafntefli gegn Southampton á útivelli í deilda- bikarnum í fyrrakvöld - og það gæti reynst honum dýrkeypt. Walsh sló Kevin Bond, mið- vörð Southampton, og slík fram- koma fellur ekki í kramið hjá þeim sem halda um stjórnvölinn hjá ensku meisturunum. „Dóm- arinn gerði það eina rétta og Walsh veit það best sjálfur,“ sagði Kenny Dalglish fram- kvæmdastjóri eftir leikinn, og nú gera menn því skóna að Liver- pool muni losa sig við Walsh sem fyrst. Eftirmenn hans hafa þegar verið tilnefndir, Peter Beardsley frá Newcastle eða John Barnes frá Watford, hvort tveggja enskir landsliðsmenn. -VS/Reuter 3. deild IS vann ÍS sigraði Ögra 27-15 í 3. deildinni i handknattleik um síðustu helgi. Stað- an í deildinni er þannig: Selfoss.......10 9 1 0 262-168 19 UMFN.......... 9 7 1 1 251-170 15 Hveragerði... 9 6 0 3 189-181 12 [H............ 9 5 0 4 223-184 10 ls........... 10 5 0 5 232-219 10 Völsungur.... 7 1 0 6 153-160 2 UMÍB.......... 8 1 0 7 152-237 2 ögri.......... 8 0 0 8 120-261 0 Um næstu helgi leika Völsungur-ÍS og UMFN-ÍH. -VS Knattspyrna SL-mótið úr sögunni Knattspyrnumótið sem Sam- vinnuferðir Landsýn og Samtök 1. deiidarleikmanna hugðust gangast fyrir á gervigrasinu í mars er úr sögunni. Þessum aðil- um tókst ekki að ná samkomulagi við KRR og KSÍ um mótshaldið. Þarna áttu 16 lið, 1. deildarliðin og 6 Reykjavíkurlið til viðbótar, að leika útsláttarkeppni. -VS Karl Þráinsson Víkingur reynir að brjótast framhjá Júlíusi Jónassyni Valsara. Dæmigert fyrir baráttuna í leiknum. Markataflan sýnir nánast einsdæmi, 6-0 og 11 mínútur til hálfleiks! Mynd: E.ÓI. 1. deild K-r-i-s-t-j-á-n! Valur skoraði ekkifyrstu 19 mínúturnar hjá Kristjáni Sig- mundssyni og Víkingar unnu öruggan sigur Það tók Valsmenn heilar 19 mínútur að koma boltanum í markið hjá Víkingum og Krist- jáni Sigmundssyni - jaðrar ör- ugglega við íslandsmet í 1. deild karla. Á meðan náðu Víkingar 6- 0 forystu, 8-1 skömmu síðar, og með þessu var dauðadómur kveð- inn upp yfir þeim vonum Vals- manna að fá stig og vera með í slagnum um toppsætin. Víkingar standa hinsvegar mjög vel að vígi. Lokatölurnar urðu 22-15 og það geta Víkingar fyrst og fremst þakkað Kristjáni. Markvarsla hans var ótrúleg - á þessum frægu 19 mínútum varði hann fimm sinnum frá Valsmönnum í dauða- færum og eitt vítakast að auki, og annað víti til viðbótar geigaði þá hjá Val. Hann hélt þessu áfram leikinn á enda, bætti upp fjölda- mörg mistök samherja sinna í vörn og sókn með því að stöðva Valsmenn einn og óstuddur - af línu, úr hornum, í hraðaupp- hlaupum - alls 20 skot í leiknum, þar af 3 vítaköst. Munurinn á liðunum var nefni- lega lítil eða enginn að öðru leyti - það virðist þversagnarkennt en Valsmenn voru að sumu leyti betri aðilinn í leiknum. Þeir léku mjög góðan varnarleik nánast all- an tímann með Geir og Þorbjörn í aðahlutverkum, Þorbjörn sá t.d. algerlega um að halda Sig- geiri í skefjum. En markvarsla var ekki til staðar til að fylgja því Laugardalshöll 12. febrúar Víkingur-Valur 22-15 (10-4) 6-0, 8-1, 8-3, 10-4-10-6, 12-7, 14- 8, 14-10, 18-11, 18-14, 19-15, 22-15. Mörk Vfkings: Guömundur Guö- mundsson 8/1 v), Karl Þráinsson 5(3v), Árni Friöleifsson 5, Bjarki Sigurðsson 2, Siggeir Magnússon 1, Einar Jó- hannesson 1. Mörk Vals: Stefán Halldórsson 6(2v), Valdimar Grimsson 3(2v), Jú- líus Jónasson 2, Jakob Sigurösson 2, Theodór Guðfinnsson 1, Þorbjörn Guðmundsson 1. Dómarar: Björn Jóhannesson og Siguröur Baldursson - mistækir. Maður leiksins: Kristján Sig- mundsson, Vfkingi. Selfoss Heimir og Jón Gunnar Heimir Bergsson, sóknarleik- maðurinn snjalli, hefur ákveðið að ganga til liðs við sína gömlu félaga á Selfossi á ný og leika með þeim í 2. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Heimir lék með KR sl. sumar. Jón Gunnar Bergs, sem skoraði 12 mörk fyrir Selfyssinga í 2. deildinni í fyrra, mun leika með þeim áfram en til þessa hefur verið óráðið hvar hann yrði næsta sumar. Selfyssingar fengu fyrr í vetur Elías Guðmundsson frá Víkingi þannig að Magnús Jónat- ansson þjálfari hefur úr ágætum mannskap að velja. -VS Landsleikur Leikii í Firðinum Unglingalandslið íslands og Vestur-Þýskalands í handknatt- leik pilta mætast í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í kvöld kl. 20. Liðin eru skipuð piltum fæddum 1968 og síðar og er þetta fyrsti lands- leikur í þessum aldursflokki hér á landi þcgar Norðurlandamót eru undanskilin. Liðin mætast öðru sinni á morgun, laugardag, í Digranesi í Kópavogi kl. 15 og þriðji og síð- asti leikurinn fer fram á sama stað og tíma á sunnudaginn. Búast má við hörkuleikjum, Vestur- Þjóðverjar eru með þeim bestu í Evrópu en unnu íslenska liðið með aðeins einu marki í Noregi fyrr í vetur. -VS eftir. Sóknarleikurinn brást al- gerlega, aga- og stjórnleysi réðu þar ríkjum. Þetta fór í skap Vals- manna og Jón Pétur Jónsson þjálfari fékk rauða spjaldið fyrir að missa stjórn á sér við dómar- ana 12 mínútum fyrir leikslok. Víkingar voru mun skipulagð- ari og agaðri í sínum sóknarleik, sem þó var oft heldur stirður. Þá bjargaði Guðmundur Guð- mundsson oft málunum með sín- um frægu gegnumbrotum. Árni Friðleifsson er stöðugt á uppleið, gerir enn sín mistök en er góður stjórnandi og hefur gott lag á að brjótast í gegn. Varnarleikurinn var frekar gloppóttur - en það gerði bara svo lítið til... -VS Staðan f 1. deild karla f handknattleik: Víkingur 12 10 1 1 285-245 21 Breiöablik.. 12 8 2 2 279-263 18 FH 12 8 1 3 300-269 17 Valur 12 6 2 4 293-266 14 Stjarnan 12 5 2 5 306-285 12 KA 12 5 2 5 273-277 12 Fram 12 5 0 7 283-279 10 KR 12 4 1 7 237-263 9 Haukar 12 2 2 8 252-292 6 Ármann 12 0 1 11 235-304 1 Markahæstir: Sigurjón Sigurðsson, Haukum .79 Hannes Leifsson, Stjörnunni. .72 Gylfi Birgisson, Stjörnunni .68 Karl Þráinsson, Víkingi .66 ÓskarÁrmannsson, FH... .66 HM/Norrœnar Skotland Nicholas út Wassberg vann loks í 30 km Einar 38. af 64 keppendum Charlie Nicholas frá Arsenal hefur verið settur útúr skoska landsliðshópnum fyrir lcikinn gegn Norður-Irum í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu sem fram fer í næstu viku. Auk hans verða hinir reyndu kappar og framkvæmdastjórar Kenny Dalglish og Graeme So- uness ekki með. Dalglish er meiddur og Souness gefur ekki kost á sér eins og áður hefur kom- ið fram. Til viðbótar hafa Ally McCoist, Ian Durrant, Derek Ferguson og Robert Connor ver- ið settir útúr hópnum en í staðinn voru valdir Willie Miller, fyrirliði Aberdeen, David Narey frá Dundee United og Gordon Strachan frá Manchester United, allt þrautreyndir landsliðsmenn. -VS/Reuter Svíinn gamalkunni Thomas Wassberg, sigraði örugglega í 30 km göngu, fyrstu grein heimsmeistaramótsins í norræn- um greinum skíðaíþrótta sem hófst í Oberstdorf í Vestur- Þýskalandi. Wassberg hafði unn- ið til æðstu verðlauna á heimsmeistara og Ólympíu- mótum í 15 og 50 km göngum en aldrei á þessari vegalengd. Wassberg gekk á 1 klukku- stund, 24:30,1 mín. og var tveimur mínútum á undan Áka Karvonen frá Finnlandi. Norður- landabúar áttu 8 fyrstu menn og 11 af fyrstu 12. Einar Ólafsson varð 38. af 64 keppendum á 1:37:41,6 klst. Tveir Norðurlandabúar, báðir danskir, voru á eftir honum og Einar var hálftíma á undan síð- asta manni, grískum keppanda. -VS/Reuter Föstudagur 13. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.