Þjóðviljinn - 25.02.1987, Qupperneq 6
MINNING
Rannsóknarstofur o.fl.,
Ármúla 1
Tilboö óskast í innanhússfrágang fyrir rannsóknar-
stofur o.fl. í Ármúla 1 A í Reykjavík.
Rannsóknarstofurnar eru á hluta 1. hæöar og kjall-
ara, alls um 1100 m2. Auk þess skal ganga frá
mötuneyti o.fl. á um 150 m2. Einnig á að steypa upp
viðbyggingu og ganga frá henni, um 200 m2. Á
vinnusvæðinu á að leggja allar lagnir og loftræst-
ingu, auk frágangs veggja, gólfa, lofta og raflagna.
Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1987.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg-
artúni 7, Reykjavík, til og með föstudegi 6. mars
1987 gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17.
mars 1987 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartúni 7, sími 26844
1 Ritari
Laust er til umsóknar starf skólaritara við Flens-
borgarskóla. Umsóknir er greini aldur og fyrri
störf skulu berast bæjarskrifstofunum í Hafnar-
firði eigi síðar en 27. febrúar n.k..
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði
T
Gröfumaour
Hafnarfjarðarbær óskar að ráða gröfumann á
JCB-vél. Viðkomandi þarf að hafa tilskilin vinnu-
vélaréttindi.
Allar upplýsingar gefur yfirverkstjóri í Áhaldahúsi.
Bæjarverkfræðingur
27. LEIKVIKA - 21. FEBRÚAR 1987
VINNINGSRÖÐ: 21X-1X1-X2X-1 1 1
1. VINNINGUR: 11 RÉTTIR,
kr. 43.700,-
1237 47056(4/10) 58906(4/10) 102856(2/11,10/10H* 129743(6/10)+
3615(3/10)+ 47077(4/10) 63425(4/10)+ 125951(6/10)+ 220880(11/10)
11044(2/10)+ 55915(4/10) 98566(6/10) 126189(6/10) 640288
2. VINNINGUR: 10 réttir,
kr. 1.161,-
792 16132 49870 60789 125085 129527* 220343 613805
3544 18802+ 50492 60852 126003*+ 130274* 220634*+ 613820
4223 41377 50465 61420 126139+ 130414+ 220638*+ 639490’
4482 41756+ 50528 61993 126162 130550* + 220894 639522
4608 42435 50907 62249 126172* 130697** 221056 640281
5685 44479 51480 62759 126183 168011 221061** 658265
6469 44922 51768 62786 126567’ 168945 221093 658267
8111 45035+ 53381 62795+ 127051* 168992 221106 658390
10838 45101*+ 54604* 63354 127052* 188528 221115 658431
10856 45451* 55012 63636+ 127296* 201668* 563654 658433'
11042-F 45535 55783 63701+ 127816* 207240 563812 658434
11048+ 45565 56234* 63707 127872* 208207*+ 564913 658447
11111*+ 46761* 57839 95827+ 128077* 213134 564915 658700
11116+ 46828** 59507+ 97066 128377 214289+ 574516 658754
11126+ 48081* 59535+ 97309+ 128753* 216214 600844 660005
11127+ 48392 59546+ 100283 128755* 216865* 600845 660074
13904 49648 59652 102833*+ 128758* 216899 600850* 668989
14985 49864 60538 102855*+ 129080* 218018* + 613800 *=2/10 **=4/10
Kærufrestur er til mánudagsins 16. mars 1987, kl. 12.00 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á
skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn-
ar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar
upplýsingar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir loka kæru-
frests.
Hallfríður Pálsdottir
Fœdd25. mars 1907— Dáin 15. janúar 1987
Föstudaginn 23. janúar var til
moldar borín Hallfríður Pálsdótt-
ir.
Hallfríður var dóttir hjónanna
Ingveldar Hallgrímsdóttur og
Páls Arngrímssonar, sem jafnan
eru kennd við Hvamm í Fljótum.
Ingveldur og Páll áttu 10 börn
sem upp komust og eru 5 þeirra
enn á lífi.
Hallfríður var innan við ferm-
ingu er hún fluttist frá foreldrum
sínum í Hvammi að Stóra-Holti í
sömu sveit til hjónanna Svanfríð-
ar og Guðmundar Ólafssonar er
þar bjuggu. Þar dvaldist hún ung-
lingsárin, fram til tvítugsaldurs er
hún fluttist til Siglufjarðar og réði
sig í vist sem kallað var, til Þór-
unnar og Ottós Jörgens sem þá
var símstöðvarstjóri á Siglufirði.
Á þessum tímum var ekki um
fjölbreytt störf að velja fyrir ungt
fólk sem hleypir heimdraganum
og þó síst fyrir stúlkur. Helst var
um að ræða aðstoð við heimilis-
störf hjá efnuðu fólki í kaupstað.
Þá var mikils virði að vera hepp-
inn með húsráðendur, því ef svo
var, var í þessu starfi unnt að
finna gagnlegan undirbúning
undir það ævistarf sem flestra
bíður og tengist uppeldi barna og
almennum störfum húsmæðra.
Hallfríður var hjá þessum
hjónum í nokkur ár og þegar rifj-
aðar voru upp minningar frá liðn-
um tímum þá minntist hún þeirra
með hlýhug og raunar má sama
segja um æskudvöl hennar í
Stóra-Holti.
Ég man fyrst eftir Hallfríði
(eða Höllu eins og nánustu vinir
og ættingjar í sveitinni kölluðu
hana) þegar ég var smástrákur og
hún kom í heimsókn til vina og
vandamanna í Fljótum.
Það sem mér er minnisstætt er
hvað hún Halla var í fínum fötum
og yfirbragð heimsborgaralegt
eins og ég skynjaði það hugtak
þá. Þetta vakti forvitni og löngun
til að fá tækifæri til að skyggnast
um bak við fjöllin blá.
Frá Siglufirði lá leið suður,
fyrst til Reykjavíkur og síðan að
Laugarvatni þar sem hún starfaði
um tíma hjá frænku sinni og
æskuvinkonu Dagbjörtu Jóns-
dóttur sem þá veitti forstöðu
húsmæðraskólanum á staðnum.
Á Laugarvatni kynntist Hall-
fríður verðandi eiginmanni sín-
um Höskuldi Björnssyni
listmálara sem þar dvaldi sér til
heilsubótar eftir erfið veikindi.
Þau giftu sig 22. júlí 1935 og flut-
tust á heimili foreldra Höskuldar
að Dilksnesi í Hornafirði sem var
æskuheimiii hans. Ári síðar flut-
tust þau að Höfn f Hornafirði og
bjuggu þar næstu tíu árin. Um
vorið 1946 fluttu þau síðan til
Hveragerðis þar sem þau reistu
sitt framtíðarheimili.
Og tilveran hélt áfram eftir
þeim farvegi sem hverjum er bú-
inn. Ég var fluttur til Reykjavík-
ur og var við nám íhúsamálun.Þá
gerðist það á sólbjörtum vordegi
árið 1948 að ég lagði leið mína
austurfyrir fjall og kom við á
heimili þeirra hjóna sem nýlega
höfðu reist hús að Bláskógum 2 í
Hveragerði og í byggingu var
vinnustofa listamannsins. Eflaust
hafa þau hjónin komið í heim-
sókn í Fljótin þann tíma sem þau
voru búsett á Höfn í Hornafirði
þótt ég muni ekki eftir því. Hitt er
víst að þetta var í fyrsta sinn sem
við Höskuldur áttum tal saman
og mér varð strax Ijóst að þessi
yfirlætislausi og hægláti maður
bjó yfir gáfum og næmum listræn-
um hæfileikum, sem frekari
kynni áttu eftir að staðfesta. Þessi
fyrsta heimsókn í Bláskóga 2 er
mér sérlega minnisstæð.
Á þessum tímum var dýrt fyrir
efnalitlar fjölskyldur að reisa þak
yfir höfuð sér, ekki síður en nú,
en þar við bættist skortur á góðu
byggingarefni. Þetta hús var ekki
háreist né ríkmannlegt að ytra
eða innri gerð samkvæmt mæli-
stiku efnishyggju nútímans, en
þar ríkti heilnæmt og ferskt and-
rúmsloft sem erfitt er að finna orð
til að lýsa.
Á þessum árum voru búsettir í
Hveragerði margir þekktir lista-
menn og má telja að Hveragerði
hafi um tíma verið miðstöð
menningar og lista sunnan heiða.
Þessir menn áttu margt sameigin-
legt og höfðu samband hver við
annan. Margir úr þeirra hópi
voru tíðir gestir á heimili þeirra
hjóna. Tveir af þeim eru mér
minnisstæðastir, en það eru
skáldin Jóhannes úr Kötlum og
Kristján frá Djúpalæk.
Höskuldur var náttúrubarn,
þangað sækir hann gjarnan fyrir-
myndir í verk sín. En myndir
hans eru ekki afmarkaðar við
þröng hugtök, því lífið sem fram
fer umhverfis okkur tengist at-
höfnum vinnandi fólks, þess fólks
sem skóp þá sögu er þjóðleg
menning byggir á.
Allir þessir þættir birtist okkur
í myndum Höskuldar mismun-
andi samofnir eða einir sér eftir
atvikum.
í dagblaðinu Tímanum 8. des-
ember 1960 skrifa tveir þekktir
listamenn þeir Ríkharður Jóns-
son og Guðmundur Einarsson frá
Miðdal grein um verk Höskuldar
sem ber yfirskriftina „Fegurð
perlunnar fer ekki ekki eftir
stærðinni". Þessi grein er mynd-
skreytt með verkum Höskuldar
og verður að teljast gott innlegg
til að halda uppi minningu um
þennan sérstæða listamann.
Höskuldur átti við veikindi að
stríða alla ævi og lést 2. nóvember
1963. Við fráfall hans hlaut að
skapast tómarúm í tilveruna og
þó helst hjá þeim sem næst stóðu.
Nú komu að góðu gagni eðlis-
kostir í fari Hallfríðar, dugnaður
og kjarkur til að takst á við lífið.
Hún bjó áfram í Bláskógum 2
ásamt elsta barnabarni sínu Hall-
fríði sem jafnframt var fóstur-
dóttir afa og ömmu frá fyrstu tíð.
Það tókst giftusamlega að við-
halda þeim andblæ og reisn sem
frá upphafi hafði einkennt þetta
heimili. Nú þjónaði vinnustofa
málarans margþættara hlutverki
en hún hafði áður gert. Jafnframt
því að vera áfram sýningarsalur á
myndverkum var þar nú komin
kaffistofa sem varð einkar vinsæll
viðkomustaður þeirra er leið áttu
um Hveragerði. Þá er ótalinn fé-
lagslegi þátturinn, ýmis félög sem
staðsett voru í Hveragerði og ná-
grenni héldu þarna fundi jafnvel
félög sem höfðu aðsetur í
Reykjavík.
Hallfríður var glæsileg kona
glaðvær og frjálsleg í framkomu.
Hún hafði fastmótaða skapgerð
sem hún hlaut sem arf frá ætt-
mennum sínum. Hún var hrein-
skilin í samskiptum og órög að
setja fram skoðanir og fylgja
þeim eftir hver sem í hlut átti, en
hún virti einnig skoðanir annarra
og átti því auðvelt með að um-
gangast fólk. Hún var góðum gáf-
um gædd þótt ekki nyti hún
skólamenntunar, en orðið
menntun hefur afstæða merkingu
því menntun er einnig fólgin í
þeim störfum sem vel eru af
hendi leyst og lífsreynslu og fróð-
leik er hægt að öðlast með ýmsum
hætti.
Að eðlisfari voru þau hjónin
ólík, en það kom ekki að sök í
sambúð þeirra því þau sýndu
hvort öðru gagnkvæmt traust og
virðingu og jafnvel þessi ólíka
persónugerð átti sinn þátt í að
skapa það heilnæma andrúmsloft
er ríkti á þeirra heimili og kímnig-
áfuna áttu þau sameiginlega þótt
þau beittu henni hvort með sín-
um hætti. Hallfríður var eigin-
manni sínum skjöldur og skjól í
veikindum og hún lagði sig fram
um að halda uppi virðingu og
reisn hans sem listamanns lífs
sem liðnum. Að hennar frum-
kvæði var haldin yfirlitssýning á
verkum hans síðla vetrar 1967.
Sigurjón Jónsson frá Þorgeirs-
stöðum skrifar ágæta grein um
Höskuld og verk hans í tengslum
við þessa sýningu sem birtist í
sunnudagsblaði Tímans 9. aprfl
1967.
Börn þeirra Hallfríðar og
Höskuldar eru tvö, Halldór
fæddur 1936 giftur og búsettur í
Hveragerði en hann reisti sér hús
á lóðinni í Bláskógum 2 árið
1973. Ingveldur gift og búsett í
Reykjavík.
Ævikvöld þessarar dugmiklu
konu var henni erfitt. Hún varð
fyrir áföllum heilsufarslega, sem
orsakaði að henni var um megn
að sinna þeim störfum sem tengd-
ust rekstri kaffistofunnar. Þar
með þurfti hún jafnframt að yfir-
gefa þann starfsvettvang sem hún
af elju og dugnaði hafði skapað
sér og sínum. Að vera sjálfbjarga
og þá um leið fremur veitandi en
þiggjandi, það var hennar lífs-
stefna.
Húseignin í Hveragerði var
seld og keypt lítil íbúð í Reykja-
vík, en þar var dvölin stutt vegna
veikinda Hallfríðar og þá tók við j
vist á sjúkrahúsum og dvalar-
heimilum fyrir aldraða fyrst í
Hveragerði og síðan í Reykjavík.
Þetta er sú vegferð sem allra
bíður, aðeins mismunandi hvað
lokaáfanginn er erfiður. Þótt
lífshlaup Hallfríðar sýni að henni
var tamara að vera í sókn en
vörn, þá var henni gefið raunsæi
og styrkur til að mæta mótlæti.
Það sýndu viðbrögð hennar síð-
ustu æviárin í þeim erfiðu
veikindum en hún átti við að
stríða.
Þótt fráfall Hallfríðar hafi ver-
ið tilefni þess að ég tók mér
penna í hönd var mér ljóst að
minningin um þessi hjón er svo
samofin í vitund minni að hún
verður ekki aðskilin.
Eitt af því sem gefur lífi hvers
manns gildi er að eignast trausta
vini. Kynni mín og minnar fjöl-
skyldu af þeim merkishjónum
Hallfríði og Höskuldi hafa á ýms-
an hátt mótað viðhorf mín.
Myndirnar hans Höskuldar sem
prýða veggi á okkar heimili vekja
athygli á þeirri fegurð sem felst í
því smæsta sem við augum blasir
úti í náttúrunni og mörgum sést
yfir í erli dagsins.
Að lokum sendi ég Halldóri,
Ingu, Höllu og þeirra fjöl-
skyldum hugheilar kveðjur og
vænti þess að við eigum eftir að fá
tækifæri til að hittast og rifja upp
sameiginlegar minningar.
Hjálmar Jónsson
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Midvikudagur 25. febrúar 1987