Þjóðviljinn - 25.02.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 25.02.1987, Side 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Sagna- skemmtunin góða Sögusvuntan sýnir SMJÖRBITASÖGU eftir Hallveigu Thorlacius Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir Sögusvuntan er ferðaleikhús fyrir yngstu áhorfendurna og er ætlunin að sýning þessi verði á boðstólum í leikskólum og dag- heimilum landsins. Petta er eins manns sýning, Hallveig stjórnar sjálf öllum persónunum á litlu en SVERRIR HÓLMARSSON skemmtilega útbúnu sviði. Hún byrjar á því að segja á skemmti- legan hátt frá ömmu sinni og hvernig hún kynnti Hallveigu fyrir söguhefðinni gömlu. Síðan fer langur tími í að kynna sögu- persónurnar og reyna að koma sögunni í gang. Pað tekst ekki fyrr en eftir margs konar skemmtilegt vesen og verður heill álfakóngur að koma til skjal- anna. Sagan sjálf er ofureinföld og fjallar um drenginn Smörbita sem býr í litlu koti með ömmu sinni sem bakar bestu kleinur á íslandi. Þá kemur til sögunnar hressileg tröllskessa sem hefur augastað á Smörbita til að elda af súpu handa dóttur sinni. Henni, tekst að koma Smjörbita ofan í pokann sinn og útlitið er ansi svart um stund, en allt fer sem betur fer vel að lokum. Þessa einföldu sögu flytur Hallveig á mjög einlægan og fal- legan hátt og kryddar mátulega með kímni. Hún notar engin ódýr brögð og engan hamagang til að halda athygli barnanna heldur treystir hún á söguna sjálfa. Og það er henni óhætt því að allir hafa gaman af góðri sögu ef hún er vel sögð. Og Hallveig kann þá list sem hún nam af ömmu sinni í bernsku. Henni tókst með af- brigðum vel að ná athygli barn- anna og halda henni. Henni tókst einnig að láta börnin taka virkan þátt í sýningunni án þess að úr því yrði tómur hávaði og læti. Og með innilegri og fallegri fram- setningu sinni tókst henni einnig Hélt Egill höföi? 19da vísa Sonatorreks hefur orðið fræðimönnum erfið viður- eignar. Vísan er varðveitt ein- ungis í Ketilsbókum og handrit- um frá þeim runnum, en Ketils- bækur eru 17du aldar eftirrit skinnbókar frá um 1400. Sú skinnbók er glötuð. Vísan er þannig birt í nýrri útgáfu Svarts á hvítu á íslendingasögum: En mér fens íföstum þokk hrosta hilmir á hendi stendur. Máka eg upp jörðu grímu rínis reið réttri halda. Fens í fyrstu línu er leiðrétting fyrir fannst, því varla hefur Agli fundist neitt eins og síðari tíma skáldum. Hrosta er ef, af hrosti sem er meskt malt, til ölgerðar haft. Hrostafen er þá öl og hilmir hrostafens er Ægir. Þokk er þf. af þokkur, sem er hugur. Fyrri hluti vísunnar er því skýrður þannig: Ægir stendur mér á hendi í þung- um hug. Um skýringar á þessum hluta vísunnar munu menn ekki deila. Seinni hlutinn er erfiðari viður- eignar. 6ta vísuorð er þannig í Ketilsbók: í aröar grímu. Sigurð- ur Nordal hélt því fram að þetta ætti að vera jörðu grímu og því sömu merkingar og grímu grund í 20. vísu Egils sögu, andlit eða höfuð. (Sjá Í.F. II, bls 253-4). Helgi Hálfdanarson les í urðar grímu ogþýðir það: í húmi heljar. (Slettireka, bls. 31). Jón Þór Jóhannesson skrifar Rínis reið (rinis reið í hdr.) las Sigurður Nordal rýnnis reið, þ.e. vagn hugsunarinnar, þ.e. höfuð- ið. Helgi Hálfdanarson hyggur að þarna eigi að standa ennis reið, en það merkir einnig höfuð. Ég held, að seinni hluti vísunn- ar sé réttur upp tekinn þannig, og enda miklu nær hinu elsta varð- veitta handriti: Máka ég upp í örvar Grímu rýnis reið, réttri halda. Gríma er eitt af tröllkonuheit- um í Snorra-Eddu, tröllkona örv- ar er höndin eða greipin, sem heldur örinni áður en hún flýgur af streng. Eitt tröilkonuheiti er Harðgreip, annað Greip Geir- röðardóttir. Og það er augljóst að það er þetta heiti, greip, sem Egill vill fá fram í 6tu línu. Og það ræðst af því að rýnis reið er auðvitað rúnakeflið eða áhaldið sem rúnirnar voru ristar með. Rýni er leitt af rún, og reið rúna er skip rúna, sem að öllum líkind- um er rúnakeflið. Orðið reið vís- ar einnig til rúna því að reið er heiti rúnastafsins r. Egill segir frá því í seinni hlutanum að hann geti ekki haldið rúnakeflinu réttu í greipinni. Og nú er komið að Egils sögu að botna. Þar segir Þorgerður Egilsdóttir við föður sinn í lok- rekkjunni: „Nú vilda eg faðir að við lengdum líf okkart svo að þú mættir yrkja erfikvæði eftir Böðvar en eg mun rista á kefli. “ Egill Skallagrímsson var svo magnþrota eftir dauða Böðvars, af völdum sjúkdóms, sveltu eða sorgar, að hann gat ekki haldið uppi rúnakeflinu eða hnífnum, sem rist var með, í greip sinni. Því lýsir hann í 19du vísu. Ægir stóð honum á hendi í þungum hug. Höfðinu hélt hann eins og fyrri daginn og sjálfsagt hefur honum ekki verið ljóst að hugsunin ætti þar heima. Hafi ég ekki sannfært alla um að 6ta lína vísunnar þýði hönd þá set ég hér aðra skýringu til vara. Grímu, gæti verið misritun fyrir Gymu en Gyma er eitt af jarðar- heitum í Snorra-Eddu. En hönd má kalla jörð vopna eða hlífa, segir Snorri Sturluson. Og kemur það þá í einn stað niður. að hrífa fullorðna áhorfendur með sér. Þetta er sýning sem höfðar til allra aldursflokka og það er miður að fullorðnir skuli ekki fá tækifæri til að sjá hana með börnum sínum. Það er hins vegar gleðiefni að yngstu áhorfendurnir, sem svo oft verða útundan, skuli nú fá svona góða og skemmtilega sýn- ingu fyrir sig og vonandi að Hallveig fái tækifæri til að gista sem allra flesta leikskóla og dag- heimili. Sverrir Hólmarsson Magnþrungin rómantík Píanótónleikar Erik Berchot í Norræna húsinu Ungur franskur píanisti, Erik Berchot, lék um daginn í Nor- ræna húsinu á vegum Alliance Francaise. Þó hann hafi verið með öllin óþekktur hér á landi, á hann glæsilegan feril að baki og hefur hlotið fjölda verðlauna, austan hafs og vestan. Efnisskrá- in sem hannlék var yndisleg. Fyr- rihlutinn var Chopin, Impromtu í Gesdúr, Sónatan í b-moll og b- moll skersóið op 31. Þetta var sterkur og kallmannlegur Chop- in. Þó enginn yfirgengilegur há- vaði, heldur skýrt móðtaður og tilgerðarlaus leikur, þar sem margslungið línuspil og hljómræn fantasía hins pólsk-franska meistara naut sín til hins ýtrasta. Sérstaklega var sónatan áhrifa- mikil, með dramatískum sigur- vilja fyrsta og annars þáttar, æðrulausri sorg þess þriðja og ótrúlegri „abstraheringu" þess fjórða, prestissimósins. Magnþ- rungin rómantík án móðursýki. Sama var reyndar uppi á tening- num í skersóinu op 31 nr. 2, þar heyrði maður harmljóðið á bak við músíkina, hreint og tært svo það lifir með manni lengi síðan. Seinni hlutinn var helgaður Debussy: 12 prelúdíum. Allar eru þær perlur, því verður seint neitað. En einhvrnvegin létu þær mann ósnortinn eftir þennan frá- bæra Chopin. Hverju um er að kenna er þó allsekki ljóst og ein- hvernveginn finnst manni að Chopin og Debussy eigi að fara vel saman á tónleikum. Þeir eru svo ólíkir nema á blá-yfirborðinu í teoríu. En það væri mikið ge- fandi fyrir að fá að heyra Berchot leika Debussy við betri aðstæður, td. á betra hljóðfæri en þarna var til staðar. Og sama gildir auðvit- að fyrir Chopin. Og í öllu falli líða þessir tónleikar seint úr minni. LÞ Miðvikudagur 25. febrúar 1987ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.