Þjóðviljinn - 25.02.1987, Síða 12

Þjóðviljinn - 25.02.1987, Síða 12
HEIMURINN íransskandall Regan hætt kominn Staða Regans versnar ogþvíerspáð að starfsmannastjórinn hœtti í vikunni. McFarlane segir eitt, Regan annað, Reagan man ekkert... Washington - Ónafngreindir heimitdarmenn Reuter- fréttastofunnar í Hvíta húsinu teija að Donaid Regan starfs- mannastjóri sé í þann mund að taka pokann sinn vegna ír- ansmálsins, og spá sumir því að hann verði látinn fjúka eftir að skýrsla einnar af rannsóknarnefndunum um málið verður birt á morgun. Embætti Donalds Regans er eitt hið mikilvægasta í herbúðum forsetans, og er hin hefðbundna íslenska þýðing „starfsmanna- stjóri“ of léttvæg, ef til vill væri nær lagi að kalla hann fram- kvæmdastjóra forsetans í fyrir- tækjastfl. Donald Regan er þrátt fyrir eigin neitun talinn lykilmað- ur í íranshneykslinu og ósenni- legt að hann hafi ekki haft alla hugmynd um framferði þeirra Norths og Poindexters í Öryggis- ráðinu, sem á sér samastað í kjall- ara Hvíta hússins. Heimildarmenn fréttastofunn- ar segja að Nancy Reagan, sem hefur umtalsverð pólitísk áhrif á eiginmann sinn, beiti sér gegn Regan, og Maureen dóttir forset- ans er talin í bandalagi við móður sína um að koma Regan í burtu. í síðustu viku sagði Reagan í ræðu að það væri mál Donalds Regan hvort hann segði af sér, og túlk- uðu margir þau orð sem óbeina hvatningu til afsagnar, sem gæti bjargað því sem bjargað verður af áliti forsetans heimafyrir og út- ávið. Einn hugsanlegra eftir- manna er Paul Laxalt, gamall vinur forsetans og fyrrverandi þingmaður frá Nevada. Laxalt var fyrr í vikunni kallaður í Hvíta húsið til viðræðna, að sögn um það hvernig skyldi bregðast við- V-Pýskaland Samkomulag um skatta Nýja stjórnin mun lcekka hátekjuskatta. Eyðnitillögur ullu fjaðrafoki í viðræðunum Bonn - Stjórnarflokkarnir þrír í isbreytingar í fjórðu viku Vestur-Þýskalandi hafa komist stjórnarmyndunarviðræðna að samkomulagi um skattkerf- eftir þingkosningar í lok janú- Skák Jafntefli í fyrstu áskorendaskákinni Anatólí Karpof og Andrei Sókólof betur framanaf en bauð jafntefli i gerðu jafntefli í fyrstu skákinni í 36. leik eftir að Karpof hafði náð áskorendaeinvíginu í Limares á að skipta upp á drottningum. Spáni í gær. Tefldar verða þrettán skákir og mætir sigurvegarinn Kasparof Karpof hafði svart og lék Caro- heimsmeistara í haust. Kam-vörn, Sókólof virtist standa -m/reuter /€|||\Betri hönnun steyptra mannvirkja - orsakir galla og varnir Námstefna 26. og 27. febrúar á vegum endur- menntunarnefndar Háskóla íslands í Borgartúni 6. Umsjónarmaður Ríkharður Kristjánsson verk- fræðingur. Skráning þátttakenda er á skrifstofu Háskólans síma 25088. Berðu ekki við tímaleysi ■ umferðinni. R Það ert ýtí sem situr undir stýri. M Í UMFERÐAR Fararí**(\ VRÁÐ ^5P7*jr Auglýsið í Þjóðviljanum ar. Skattamálin voru eitt helsta ágreiningsmál flokkanna þriggja og stendur nú helst í vegi nýrrar stjórnar að eftir er að komast að samkomulagi um ráðuneyti og fjölda ráð- herra. Búist er við að Kohl kan- slari tilkynni nýja stjórn sína um miðjan mars. Frjálslyndir demókratar og (FDP) og kristilegi flokkurinn í Bæjaralandi CSU hafa löngum elt saman grátt silfur í stjórnar- samvinnunni, en í skattamálum hefur brugðið svo við að forystu- menn þessara flokka hafa sam- einast gegn flokki kanslarans (CDU), og krafist lækkunar á fyrirtækjasköttum og sköttum á hátekjumenn. Þessi skattalækk- un á að hleypa auknu lífi í efna- hag þar sem smá og meðalstór fyrirtæki hagnast vel á breyting- unum. CDU, á sér meira fylgi meðal lágtekjumanna og verkamanna en samstarfsflokkarnir, og þar eru menn hræddir um að skatt- breytingarnar verði túlkaðar sem gjöf til ríkra. Slíkt kann að koma flokknum illa í fernum eða fimm fylkiskosningum á árinu. Að lok- um var komist að málamiðlun sem heldur virðist mótast af af- stöðu FDP og CDU en tregðu Kohls og félaga, og kann stór- veldafundurinn í París um helg- ina að hafa haft sín áhrif, en þar lofuðu Vestur-Þjóðverjar að hvetja til aukinnar heimaneyslu með skattalækkunum. Eyðnipestin hefur einnig kom- ið við sögu í stjórnarmyndunar- viðræðunum þýsku. Kristilegir Bæjarar undir forystu Strauss kröfðust þess að tekin yrði upp opinber skylduskráning allra eyðnisjúklinga, en féllu frá því vegna andstöðu í hinum flokkun- um. Enn eiga stjórnarflokkarnir eftir að koma sér saman um ráðu- neyti og fjölda ráðherra. Búist er við að FDP-menn heimti ráð- herrastól í viðbót við þá þrjá sem þeir sitja í nú með tilvísun til kosningaúrslita, og jafnframt er búist við að Strauss standi þver í vegi, en þær hræringar ættu ekki að hindra Kohl í að kynna nýja stjórn um miðjan mars. -m Líbanon SýHendingar hreiðra um sig Líf almennings í Vestur- Beirút er smám saman að falla í fyrra horf eftir að fólk hafði mátt dúsa í vikutíma innilokað í heimahúsum vegna látlausra bardaga i borgarhlutanum. Verslanir og bankar sem ekki höfðu verið sprengd í rústir opn- uðu að nýju og þúsundir manna héldu til vinnu. Sýrlendingar leggja undir sig hverja herbækistöðina á fætur annarri. Einn vegfarandi beið bana þegar þeir skutu á vopnaða Drúsa sem neituðu að láta tól sín af hendi. Að sögn dagblaðsins Af-Safír munu þeir hafa fellt tólf vígamenn, handtekið tíu og lok- að fimmtíu skrifstofum hinna andstæðu fylkinga síðan þeir her- námu Vestur-Beirút. Oddvitar Drúsa og Amalsíta segjast fyllilega sáttir við að dátar þeirra afhendi hernámsliðum vopn sín og bækistöðvar. Drús- arnir flykkjast nú unnvörpum út úr borginni á leið heim til Shouf- fjalla, borgaralega klæddir. -ks. Donald Regan. Dagar hans í Hvita húsinu taldir? skýrslunni sem birt verður á morgun. Eitt af meginatriðum í ír- ansmálunum er hvort forsetinn samþykkti vopnasöluna til íran áður eða eftir að hún hófst. McFarlane, fyrrverandi öryggis- ráðgjafi Reagans, hefur sagt að Reagan hafi samþykkt áður en byrjað var, en starfsmannastjór- inn Regan segir hann hafa sam- þykkt eftirá. New York Times sagði í gær að Reagan forseti myndi ekkert eftir þessu, og gæti því ekki skorið úr um hvor segir satt. -m Sovét Dumban dreymir, dáti talar Sovéthermaður fær mál- ið eftir 43 ár Moskva - Hálfáttræður Úkra- ínumaður fékk aftur málið fyrir skömmu eftir 43 ár eftir draumfarir, og talar nú fullum fetum um heima og geima við nágranna sína í þorpinu Svídó- vets. Arkíp Maxímenkó var her- maður i Rauða hernum í síðari heimsstyrjöld og missti málið þegar hann varð fyrir kúlu í bar- daga í Póllandi í desember 1944. Isvestíu segist svo frá að Maxím- enkó hafi dreymt aftur orrust- una, ráðist fram með riffil sinn og öskrað fullum hálsi, vaknað síðan altalandi. Afríka Nígeríu- mönnum fjölgar of hratt Lagos - Starfsmenn þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóð- anna sem fylgjast með fólks- fjöida hafa varað Nígeríumenn við of örri mannfjölgun í landinu, og segja að ef ekki verður lát á muni íbúatala tvö- faldast á næsta aldarfjórðungi. Nígeríumenn eru nú taldir á bilinu 100 til 106 milljónir, og yrðu þarmeð yfir 200 milljónir árið 2012. Nígería er fjölmenn- asta land álfunnar og fólki fjölgar þar hraðar en að meðaltali í öðr- um Afríkulöndum, um 3,5% á ári, meðaltalið er3%. Fólksfjölg- un í álfunni er talin mest í Ken- ýju, 4%. Eins og stendur brauðfæðir Nígería ekki íbúa sína og er matur flutturinn eins og íslend- ingum er kunnugt. -m 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.