Þjóðviljinn - 27.02.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 27.02.1987, Side 3
Loðna Frystingu lokið Heildarfrysting nœr 7000 tonn. Jón Ög- mundsson hjá SH: Góð vertíð - lítið um átu HP-könnun Framsókn og kratartapa Samkvæmt skoðanakönnun sem Helgarpósturinn birti í gær tapar Framsóknarflokkurinn töíuverði fylgi í komandi kosning- um og Alþýðuflokkurinn er að missa flugið, einkum í höfuðborg- inni. Alþýðubandalagið eykur nokkuð fylgi sitt frá fyrri könnun-- um og þá mest í Reýkjaneskjör- dæmi þar sem lítið vantar uppá 2 kjörna þingmenn. Samkvæmt könnuninni fengi AB 11 þing- menn, Alþýðuflokkur 14, Fram- sóknarflokicur 8, Kvennalisti 6 og Sjálfstæðisflokkur 24. Jarðskjálftar 28 milj. í rannsóknir Norðurlandaráð hefur sam- þykkt tillögu Guðrúnar Helga- dóttur um samnorrænar jarð- skjálftarannsóknir á Suðurlands- undirlcndinu. Hefur þegar verið veitt tæpum 28 miljónum til rannsóknanna en markmið þeirra er m.a. að draga úr tjóni af völdum væntanlegra jarðskjálfta. Frá fréttaritara Þjóðviljans í Hels- inki, Eiríki Hjálmarssyni: Liflegar umræður urðu á Norð- urlandaráðsþinginu í gær um Dounray-kjarnorkuverið í Skot- landi og stækkun þess. Fyrir þinginu lá fyrirspurn tii ráð- herranefndarinnar frá Aase Oles- en frá Radikalc Venstre í Dan- mörku um hvað ráðherranefndin hefði í bígerð hvað málið varðar. Ragnhildur Helgadóttir varð fyrir svörum af hálfu ráðherra- nefndarinnar og kynnti mótmæl- aorðsendingu frá nefndinni til bresku ríkisstjórnarinnar. Nokkrar umræður spunnust um hvort nóg væri að gert og spurði Guðrún Helgadóttir nefndina hvort hún hefði tekið ákvörðun um framhaldið og varð þá frekar fátt um svör. f ræðu sinni vitnaði Guðrún í nýútkomna skýrslu Geislavarna nícisins og Siglingamálastofnunn- ar um afleiðingar hugsanlegs slyss í Dounray og vakti hún nokkra athygli. Áhyggjur Norðmanna af Do- unray eru sérstaklega miklar, enda hafa þeir mælt geislun frá kjarnorkuverinu allt norður í Barentshaf. Að sögn Tove Ger- hardsen félagsmálaráðherra Nor- egs óar Norðmönnum við frekari útþenslu á starfsemi í Dounray. Ennfremur lýstu Grænlendingar áhyggjum sínum en því miður virðist ráðherranefndin ekki hafa neitt frekar á takteinum til að mótmæla verinu. Félags-og umhverfismála- nefnd Norðurlandaráðs hefur fjallað um málið en frá henni hef- ur enn ekkert komið. Pétur Sig- urðsson situr fyrir hönd íslands í þeirri nefnd. Staðan er sem sagt sú að allir eru sammála en ekkert gerist og liggja Svíar undir grun um að vera dragbítar í þessu máli. -vd./E.Hj. Törnin stóð yfir í tæpan hálfan mánuð og við lukum við alla loðnufrystinguna í byrjun þess- arar viku. Almennt séð hefur loðnan verið mun betri til fryst- ingar í ár en oftast áður, bæði hvað snertir stærð og átu- innihald. Hjá okkur voru fryst 5000 tonn samkvæmt samningi við Japani sem kaupa alla loðn- una, - segir Jón Ögmundsson hjá SH. Sömu sögu hafði Sæmundur Guðmundsson hjá Sjávarafurða- deild Sambandsins að segja: - Við hættum í byrjun vikunn- ar og vorum þá búnir að frysta 1500 tonn. Að vísu höfum við fengið 300 tonn í viðbót af tveimur bátum svo þetta verða í allt um 1800 tonn af frystri ioðnu. Samningurinn við Japani gerði ráð fyrir 750 tonnum en þessi við- bót er öll seld og á förum út, - sagði Sæmundur að lokum. Hjá Íslandssíld í Sandgerði voru þeir að klára loðnufrysting- una í gær. Höfðu þeir fryst um 150 tonn og gengið þokkalega. grh FRETTIR Óvenju mikið er um byggingarframkvæmdir nú vegna góðrar tíðar. Verkfall byggingarmanna mun því hafa viðtæk áhrif. F.v. Guðjón og Stefán. Mynd Sig. Byggingarmenn Tölur VSI útí hött Benedikt Davíðsson segirþað hugarburð hjá VSÍað kröfurbygging- armanna séu 40% hærri en desembersamningarnir. Benedikt: 1 des- ember varsamið um að taxtarnir yrðufærðir að greiddum launum. Sú ein er krafa okkar Þessar upplýsingar frá Vinnu- veitendasambandinu eru út í hött. Þetta er bara áróðursupp- setning og á ekki við neina stoð að styðjast í raunveruleikanum, sagði Benedikt Davíðsson for- maður Sambands byggingar- manna um þær fullyrðingar VSI að kröfur byggingarmanna séu allt að 40% hærri en sú launa- hækkun sem fólst i samkomulagai ASÍ og VSÍ frá því í desember. Benedikt sagði að það sem byggingarmenn færu fram á væri ekkert framyfir það sem samið var um í desember. Þar er samið um, í samningnum um fastlaunasamninga, að taxtakaup verði fært að greiddum launum í fyrirtækunum og sú ein sé krafa byggingarmanna. „Nú ef þeir hjá VSIvilja meina að þetta séu 40% þá er það það sem þeir sömdu um í desembermánuði," sagði Bene- dikt. Þá sagði Benedikt að við- semjendur hefðu fram til þessa í viðræðunum alfarið neitað að ræða fastlaunasamningana. Benedikt taldi mjög líklegt að fleiri félög boðuðu til verkfalls á sama tíma og Trésmíðafélag Reykjavíkur sem er 11. mars, en nokkur félög eru nú þegar komin með verkfallsheimild, s.s. Iðns- veinafélag Suðurnesja, Félag byggingariðnaðarmanna í Hafn- arfirði, Trésmíðafélag Akureyrar og Félag byggingariðnaðar- manna í Arnessýslu. Loks sagði Benedikt að byggingarfram- kvæmdir á sucý-vesturhorni landsins væri í fullum gangi og eftirspurn eftir fólki, þannig að gera má ráð fyrir að verkfall byggingarmanna muni hafa víð- tæk áhrif. —K.Ól. Norðurlandaráðsþingið Dounray mótmælt Miklar umrœður á Norðurlandaráðsþinginu um Dounray-kjarnorkuverið. Norðmenn mjög áhyggjufullir. Ráðherranefndin sendir mótmœlaorðsendingu til bresku ríkisstjórnar- innnar en hefst ekkifrekar að Góugleði Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður laugardaginn 28. febrúar í Þinghóli, Hamraborg 11. Húsið opnað kl. 19.00. Fordrykkur - þorramatur - Söngfélagið Drangey - dans. Gestur kvöldsins verður Ásdís Skúladóttir. Veislustjóri: Sigurður Jóhannsson. Miðaverð kr. 1.200.- Miðar verða seldir í Þinghóli í dag, sími 41746. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vestmannaeyjabær Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu, forstöðu- manns Safnahúss Vestmannaeyja, laust til um- sóknar. Háskólamenntun í bókasafnsfræðum áskilin. Upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 98-1088, utan vinnutíma 98-1588. Umsóknarfrestur er til 16. mars 1987. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Arnaldur Bjarnason. jmi AUGLYSING SsSb um styrki til leiklistarstarfsemi í fjárlögum fyrir árið 1987 er 2.000.000,- kr. fjárveiting, sem ætluð er til styrktar leikistarstarfsemi atvinnuhópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af fjárveitingu þessari. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Umsóknir skulu hafa borist Menntamálaráðuneytinu fyrir 10. apríl næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 24. febrúar 1987. Föstudagur 27. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.