Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 5
Játvarður Jökull Júlíusson er nú afkastamikill rithöfundur og „skrifar með höfðinu". var leiötogi af guðs náð Játvarður Jökull Júl- íusson situr ekki auðum höndum þótt hendur hans hvíli máttvana í skauti. Hann hefur í seinni tíð gerst afkasta- mikill rithöfundur og skrifar með höfðinu. Lengst af pikkaði hann með staut á rafmagnsrit- vél, en núna notar hann ritvinnslutöflu. Fáir hafa kannað sögu Breiða- fjarðareyja og norður - hluta Breiðafjarðar betur en Játvarður og hann hef- ur ritað margt um þau efni.Nú síðast réðst Ját- varður í það stórvirki að skrifa sögu Búnaðar- skólans í Ölafsdal í Dala- sýslu, ásamt ítarlegu nemendatali skólans. Við hittum Játvarð að máli þar sem hann dvelur nú á vistheimilinu að Reykja- lundi í Mosfellssveit. Hann Nú er hér um að ræða tvö rit í einni bók þ.e. r fyrsta lagi sögu Torfa og skólans og í öðru lagi nemendatal skólans. Hvað hefur þú verið lengi að safna heimildum í þessa bók og hvernig hefur þú unnið úr heimiidum? Eftir á undrast ég að þetta komst í kring. Ég lofaði fyrst að semja útvarpserindi 1980. Strax kom á daginn hvað efnið var áhugavert og yfirgripsmikið. Mér dugðu ekki minna en 4 þættir til að koma á framfæri því allra merkasta. Vann það úr skóla- skýrslubókinni og úr því helsta sem prentað finnst um Torfa og Guðlaugu konu hans. Það lagði Tómas Helgason frá Hnífsdal mér uppí höndur. Snemma sá ég upphaf að skrá yfir Bréfasafn Torfa. Þegar ég var beðinn að skrifa bókina, var efst á blaði að fá valin ljósrit úr því. Það reyndist svo þrotlaus upp- spretta, sem er hvergi nærri þurr- ausin. Fjórði meginþáttur heimildanna að sögunni er úr skjalasafni Vesturamtsins. Það tók liðlega 2 ár að fá þessar heim- ildir heim, troðfullar 11 skjala- möppur. Eins og oftar, á við um bréfritar- ana, að margir voru kallaðir en fáir útvaldir. Og þó hreint ekki svo fáir. Það geta þeir séð sem kynnast sögu Torfa af bók minni. Urmull samtíðarmanna hans snertir þá sögu og á margskonar sviðum. Sumir bréfahöfundar heilluðu mig beinlínis og enn er ég ekki laus frá þeim, svo fast þrengdi persóna þeirra sér inn í vitund mína. En hætt er við að ég geti ekki sinnt þeim meira en orð- ið er, þótt þeir séu vel þess verðir. Ég hefi sagt það áður og segi enn, að það veltur allt á dóm- greind og smekkvísi þegar valið er úr verkum annarra eins og ég gerði. Þeir fengu æði margir að leggja fram hver sinn skerf. Það krefst mikils aga að leiða svo marga fram á sjónarsviðið. Skipa hverjum þar sem hann á erindi og -gefa honum færi á að reka það með sæmd. Fólk átti allt undir smekkvísi minni og dómgrein. Hafi mér fatast, er það ekki af því að ég vissi ekki hvað í húfi var. Þetta vinnulag varð nokkuð á skjön við algengustu sagnaritun. Enda er síst að furða, að það hef- ur komið dálítið flatt uppá lærða og þjálfaða sagnfræðinga. Ég hélt mig við þann stíl sem mér fannst henta mér og ég ráða best við. Saga æviskránna er önnur og öðruvísi. Ég fór á flot með þær vorið 1982 og þá að eigin frum- kvæði. Útgefandinn tók þær að sér löngu seinna. Vegna þeirra varð að leita til fólks víða á landinu. Af því væru margar og langar sögur, ef ætti að segja það allt. í fyrstu umferð flokkaði ég nem- endur eftir héruðum og skrifaði, kvabbaði og bað um upplýsingar: úr safni Þórarins Einarssonar um Barðstrendinga, Jón Gíslason um Árnesinga, Guðmund Illuga- son um Mýramenn, Þórð Kára- son um Snæfellinga, Tómás Helgason um Vestfirðinga, Guð- mund Björnsson um N- Þingeyinga og Runólf Jónsson um Austfirðinga. Bréf til Hún- vetnings varð gagnslaust, en Grímur Gíslason bætti úr seinna. Úr þessum flokki er látinn Guð- mundur Illugason. í annarri umferð safnaðist með tvennum hætti: Fólk var leitað uppi og spurt um einn og einn. Brást það afar vel við og lagði sig fram við að verða mér að liði, hvort heldur sem var um skylda og venslaða að ræða, eða um vandalausa. Oft var égþrunginn þakklætistilfinningu. Ég man bara eftir einu bréfi fyrir víst, þar sem niðjar svöruðu ekki. Oft var aðdáanlegt hvað fólk lagði mikla alúð við svörin. Stundum mátti ekki tæpara standa. T.d. dó Gest- ur skáld Guðfinnsson rétt eftir að hann skrifaði um föður sinn. Tómás Helgason gróf upp um hina og aðra hér og þar og sendi ljósrit. Þ.á m. um vesturfara úr hópi nemenda. Hann fyliti líka í margskonar aðrar bagalegar eyður fyrr og síðar. Þriðja umferð hófst svo þegar farið var að safna myndunum. Þá var búið að ákveða að gefa nem- endatalið út. Þegar búið var að leita uppi myndir í bókum, blöð- um og á söfnum, var stór hópur enn ófundinn. Þá var næst að hringja til niðjanna og spyrjast fyrir. Suma þurfti að giska á og leita uppi í síma. Tókst það von- um framar og oft aðdáanlega. Og ég hlýt að dásama hve vel flestir brugðust við. í einu tilfelli hafði ég ekkert við að styðjast og skrif- aði sóknarprestinum eftir símaskránni. Það dugði prýði- lega. í öðru tilfelli var ég að hringja, leita að konu, einu von- inni í því tilfelli. Fékk skakkt númer, en út úr því samtali kom úrræði sem dugði. Þetta var nán- ast yfirnáttúrlegt. Hér eftir efast ég ekki um að síminn er líka brúklegur fyrir dularöflin. Játvarður Jökull segirfrá bóksinni um Torfa í Ólafsdal Þú minnist á vesturfara. Fóru margir nemendur af landi burt? Landflóttinn vestur um haf á síðasta fjórðungi 19. aldar er hluti íslandssögunnar. Saga vest- urfara úr hópi nemenda frá ÓI- afsdal er sérstakur kapítuli þeirrar sögu. Þeir voru 23. Og 3 til annarra landa. Fimm fluttu heim aftur og 1 hinna þriggja. Þegar hér var komið sögu, vorið 1985, höfðu 4 myndir fundist á söfnum og 6 í bókum og blöðum en myndir 10 vesturfara vantaði. Og þeir bláþræðir voru á, að ævi- lok þriggja voru ókunn. Óg ég sat heima vestur á Miðjanesi í hjóla- stólnum. Nú voru góð ráð dýr. Ég hafði fundið heimilisfang forseta Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi og bað hann um liðsinni. Fékk bréf frá öðrum nýjum og þar með utanáskrift Nelson Gerrards. Hann, Nelson, reyndist ágætlega. Kom mér í samband við 3 konur, sem reyndust hver annarri betur. Þær sendu ekki aðeins góðar myndir af 3 vesturförum, heldur juku miklu við æviskrárnar. Tvær kon- urnar voru barnabörn vesturfar- anna. Samt skrifuðu þær ís- lensku, en önnur greip þó til enskunnar. Sú þriðja var fædd vestra 1907, dóttir móður sem var fædd vestra, Þorbjörg Áróra dóttir Jóns búfræðings Sigvalda- sonar skálds Jónssonar. Tobba er glæsilegt ljóslifandi dæmi um þá rótgrónu, rammís- lensku menningararfleifð sem landarnir bjuggu yfir í Kanada. Ekki verður annars vart en þessi kona, sem fór að heiman 16 ára, hafi viðlíka vald á íslenskunni eins og við. Hún var alin upp ís- lensk í anda. Nú er hún ekkja útlendings. Jón faðir hennar vildi verða kennari við búnaðar- skólann á Eiðum. Fyrst ekki var þörf fyrir hann, fór hann alfarinn af landi burt 1892. Svona er hægt að rekja dæmin, en 6 blaðsíðna bréf Tobbu Áróru talar sínu máli. Mér reyndist Nelson Gerrard vel í öllu. Hann var venslaður Snjólfi vesturfara Sigurðssyni, sem dó á vesturströndinni 1903. Ekki dugði þó hann skrifaði manni af ætt systur Snjólfs, lækni í Bandaríkjunum. En fleira dugði ekki, svo sem að skrifa íslenskum presti í USA og biðja um hjálp. Svar kom aldrei. Aldrei kom heldur svar við bréfi til Haraldar prófessors Bessasonar, sem ég bað um ráð og leiðbeiningar löngu fyrr. Betur tókst að skrifa vini Ein- ars Olgeirssonar á vesturströnd- inni. Hann hafði upp á Bent Gesti Sivertz, bróðursyni Þórólfs búfræðings Sigurgeirssonar Si- vertz, sem sendi afbragðs mynd. Líka sendi hann mér æviágrip og vesturfarasögu Kristjáns föður síns, sem ég kom á framfæri í út- varpinu undir heitinu Vestan um haf. Vinur Einars komst það lengst varðandi Snjólf, sem ég nefndi fyrr, að hann fann fólk sem þekkt hafði Stefán heitinn son Snjólfs, barnlausan mann. Það vantar því mynd af Snjólfi. Efamál að myndir hafi verið til af tveimur sem dóu af slysförum 1894, nýlega komnir vestur. Ekki þýðir að tala um hina tvo, hverra dánardægur og myndir vantar. Ekki veit ég hvort fólk hefur áhuga á þessum frásögnum. Þetta var nú einu sinni viðfangsefni mitt og metnaðarmál. En fór ég rétt að? Átti ekki að leita til Ríkisskjalasafnsins í Ottawa til að finna dánardægrin sem vant- aði? Það var reynt fyrir milli- göngu Magnúsar Elíason borg- arráðsmanns í Winnipeg. En lið- in eru nær 2 ár, svarið ókomið og bókin komin út. Allra ánægjulegust er sagan um 5. myndina vestan um haf sumarið 1985. Guðmundur Sig- urðsson frá Möðrudal fór til Am- eríku 1902 og lét aldrei móður eða systkini frá sér heyra. Eina sem af honum fréttist eru frá- sagnir Rjúpnafellsbræðranna Björgvins og Páls í Winnipeg 1912. Jónas Thordarson á Akur- eyri las um vanda minn í viðtali í Mbl. 16. júlí 1985. Skrifaði mér og bauð alla aðstoð sem væri á hans færi að veita. Ég sendi hon- um lista yfir vesturfarana, þ.ám. Guðmund. Nema hvað. Jónas frétti að Vestur-íslendingur hefði komið á Amtsbókasafnið á Ak- ureyri að leita upplýsinga um ættingja föður síns, Guðmundar Sigurðssonar frá Gilsbakka í Öxarfirði. Þarna hafði komið David Snidal, 73 ára sonur Guð- mundar sem vestur hvarf fyrir 83 árum og enginn vissi um og allra síst að hafði nefnst Snidal. Jónas lét mig strax vita þetta, en konan á Amtsbókasafninu vissi hvorki hvað maðurinn hét né hvar hann átti heima. Og hann horfinn úr landi. Þá gátu tókst ekki að ráða fyrr en Tómás Helgason frá Hnífsdal komst í málið og aði til dóttur Vigfúsar Sigurös: nar Grænlandsfara. Þá frænku sína hafði David fundið og hitt. Fyrir bragðið er æviskrá Guðmundar meðal þeirra nákvæmustu og mynd af honum með þeim bestu. Þessi saga er miklu, miklu lengri og er vonandi ekki lokið enn. Da- vid og Myrtle kona hans hyggja á nýja Islandsferð í sumar. Nú veit hann einnig um fjölda móður-» frænda sinna í Vestmannaeyjum, um Suðurland og víðar. Torfi Bjarnason virðist hafa Föstudagur 6. mars 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.