Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI ísland með-eða úti í kjamorkukuldanum Norræna þingmannanefndin, sem kennd er viö Anker Jörgensen, hefur nú sent út drög aö samkomulagi um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Það virðist vera Ijóst, að á þjóðþingum Norð- urlanda er traustur meirihluti fylgjandi hug- myndinni um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum - nema á íslandi, þar sem and- staða Alþýðuflokksins gæti orðið til þess að ísland væri útilokað frá samningnum. Þær norrænu þjóðir, sem gera samkomu- lagið með sér, munu skuldbinda sig til að fram- leiða ekki kjarnorkuvopn, taka ekki á móti kjarn- orkuvopnum, gera ekki tilraunir með kjarnorku- vopn, leyfa ekki kjarnorkuvopn í löndum sínum, búa sig ekki undir að fá kjarnorkuvopn, kenna ekki herjum sínum að beita kjarnorkuvopnum - og leyfa ekki flutning þeirra um lönd sín né heldur mannvirki ætluð fyrir uppsetningu kjarn- orkuvopna. í samkomulagsdrögunum er gert ráð fyrir að flutningur kjarnorkuvopna sé bannaður í land- helgi norrænna þjóða, en þó með þeim undan- tekningum sem helgast af alþjóðlegum réttar- reglum um siglingar. Flugvélar hlaðnar kjarn- orkuvopnum verða ekki leyfðar yfir þeim Norðurlandanna sem samninginn undirrita og ekki verður þeim heimil lending. í þessum samkomulagsdrögum er gert ráð fyrir einum aðalsamningi milli norrænna ríkis- stjórna, en auk þess hliðarsamningum til dæm- is um Eystrasalt við Sovétmenn, Austur- Þjóðverja og Pólverja og um norðvestursvæðið við Bandaríkjamenn sem hafa herstöðvar sínar bæði í Keflavík og Thule á Grænlandi. Ennfremur er gert ráð fyrir að samningurinn skapaði Norðurlöndum stöðu til að þrýsta á um afvopnun á grannsvæðum til að mynda á Kóla- skaga. Samningur um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd yrði að sjálfsögðu mikilvægur stuðningur við tillögur Palme-nefndarinnar um kjarnorku- vopnalaust belti gegnum Evrópu, sunnan frá Ítalíu um þýsku ríkin til Norðurlanda, en sú hug- mynd nýtur fylgis bæði í Austur-Berlín og svo í höfuðstöðvum þýskra sósíaldemókrata. Samkomulagsdrög þessi hafa verið send norrænum þingflokkum og er beðið um sam- þykki þeirra eða athugasemdir fyrir 21. apríl næstkomandi, en þann dag heldur þingmanna- nefndin fund í Helsinki. Allar líkur benda nú til þess að norrænt sam- komulag um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd verði að veruleika samkvæmt þeim samkomu- lagsdrögum sem hér hefur verið skýrt frá, enda mun slíkt samkomulag tvímælalaust vega þungt á vogarskál heimsfriðarins. En þá er komið að þætti íslands í málinu. Matthías Mathiesen utanríkisráðherra hefur hvað eftir annað ítrekað þá skoðun sína, að kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd séu alltof lítill áfangi í afvopnunarmálum til að vera spennandi í sínum augum. Hann talar eins og samkomu- lagið um kjarnorkusvopnalaus Norðurlönd snerti lítið hans eigið land og þjóð, og kýs að líta á afvopnunarmál heimsins í stærra samhengi, rétt eins og hann væri utanríkisráðherra Banda- ríkjanna en ekki eylands sem hefur um langan aldur verið hluti af þeirri heild sem Norðurlönd mynda. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýð- uflokksins virðist vera álíka sjálfstæður í utan- ríkismálum og utanríkisráðherrann sjálfur, sem sennilega mun hvergi þora að hreyfa sig í mál- inu gegn vilja Bandaríkjastjórnar. Afstaða þessara manna og flokka þeirra get- ur orðið til þess að útiloka íslendinga frá þátt- töku í samkomulaginu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, ef ekki kemur til hugarfarsbreyting fyrir 21. apríl næstkomandi vegna þrýstings frá almenningi. Á hinum Norðurlöndunum láta menn sér það í léttu rúmi liggja, hvort íslendingar verða með eða ekki, því að hver og einn hugsar fyrst og fremst um hagsmuni síns heimalands, og þar fyrir utan ríkir ákveðin tortryggni í garð íslend- inga, vegna hinna bandarísku hernaðaráhrifa hér á landi. En hinn 21. apríl kemur í Ijós í síðasta lagi, hvaða afstöðu hinir nýtrúlofuðu kratar og íhaldsmenn ætla að hafa í þessu máli. Ætla þeir að taka þátt í þessu afvopnunarátaki og leggja þar með áherslu á að íslendingar vilji í alvöru starfa að friðarmálum, eða ætla þeir að ein- angra ísland frá norrænu friðarstarfi og efla um leið hlutverk landsins í hernaðarkeðju Banda- ríkjanna? Svarið fæst fyrir 21. apríl. Og hinn 25. apríl gefst þjóðinni síðan kostur á að lýsa áliti sínu á friðarstefnu Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, því þann dag fara fram al- þingiskosningar á Islandi. - Þráinn KUPPTOG SKORIÐ Frjálshyggja í fiskveiðum Frjálshyggjan skýtur rótum á furðuiegustu stöðum, og undar- legasta fólk lætur nota sig í gervi hins nytsama sakleysingja henni til framdráttar. Þessu til stuðnings má nú taka hvernig mál eru að þróast í sjáv- arútvegi landsmanna. Við búum við kvótakerfi í fiskveiðum, sem vissulega hefur sína kosti, en líka ærið vonda galla. Kvótinn er bundinn við skip, en ekki byggð- arlög eða landshluta. Séu skip seld í annan lands- hluta, eru menn því ekki bara að selja skipið sjálft. Þeir eru líka að selja aflakvóta skipsins burt úr bænum, og þarmeð að fjarlægja vjssa atvinnumöguleika. Á þessu er líka önnur hlið. Verð á fiskiskipum með kvóta grundvallast ekki lengur á sjálfu verðmæti skipsins, heldur er tekið strangt mið af kvótanum, sem því fylgir. Þannig er verðið sprengt upp úr öllu valdi. Þarmeð eru menn Iíka í raun- inni ekki lengur að borga bara fyrir skipið. Verulegur hluti af kaupverðinu er gjald sem þeir eru að greiða fyrir leyfi til að veiða tiltekið magn fiskjar úr hafi. Tillögur villta hægrisins Þessi mál reifar Morgunblaðið lítillega í leiðara sínum í gær, en hefur ekki skoðun á málinu, enda veit það ekki í hvora löppina það á að stíga. Annars vegar eru gam- algrónir íhaldsmenn, sem eru al- gerlega á móti þessu og vilja drepa fæti við þessari vondu þró- un. En hins vegar eru gamlar til- lögur frjálshyggjufélagsins, sem það boðaði ákaft hér á árunum, áður en Hannes Hólmsteinn lagðist í dvala og villta hægrið stundaði trúboð af meira kappi en í dag. Frjálshyggjufélagið hafði ósköp einfaldar tillögur til lausnar fiskveiðivandanum. Það vildi láta markaðinn ráða, láta bara selja hæstbjóðendum leyfi til fiskveiða. Auðvitað fussuðu flestar vitsmunaverur pólitísku flokk- anna við þessu, ekki síst þeir Framsóknarmenn. Þetta var tal- inn vulgaribus af óhefluðustu sort, og bestu menn töldu að heil byggðarlög gætu lagst í eyði ætl- uðu menn að framfylgja honum. Halldor - nytsamur sakleysingi Nú er staðreyndin samt sem áður sú, að menn eru famir að selja kvóta sinn hæstbjóðanda undir því yfirskini að þeir séu að selja skip. Tillögur frjálshyggju- félagsins eru orðnar að veruleika ígegnum kvótastjórnun Halldórs Asgrímssonar. Hannes Hólm- steinn er sumsé búinn að finna sér nytsaman sakleysingja í gervi hæstvirts sjávarútvegsráðherra. Þetta eru vond tíðindi, Fram- sóknarmenn! Svona geta jafnvel bestu menn látið leika á sig, en Halldóri til hugarhægðar má minna á að hann er ekki sá fyrsti sem Hannes gabbar. Á sínum tíma plataði hann heilan stjórnmálaflokk upp úr skónum. Sjálfstæðisflokknum Tillögurfrjáls- hyggjutrúboðsins orðnaraðveru- leikaíkvóta- mál-unum. Er HalldórÁsgríms- son nytsamursak- leysingi í höndum nesar? til afbötunar er að vísu rétt að geta þess, að þegar þeir loks upp- götvuðu hvernig höfuðklerkur frjálshyggjutrúboðsins hafði leikið þá, bjuggu þeir í snarhasti til embætti handa honum uppí Háskóla og lokuðu hann þar hægt og hljóðlega inni. En árangur Hannesar í kvóta- málinu gegnum sakleysingjann Halldór Ásgrímsson sannar, að enn vinna menn sigra á undan- haldinu. Athyglisstríð Frjálshyggjutrúboðið hefur raunar skorað mörk á fleiri víg- stöðvum síðustu daga, þrátt fyrir að höfuðklerkar safnaðarins séu líkt og birnir að vetri, - lagstir í dvala. Þannig er komið upp skondið þó athyglisvert.stnð á milli þeirra Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar, sem vefur sig fram á síðum fjölmiðla með einkar skemmtilegum hætti. Þorsteinn hefur sem kunnugt er verið í nokkurri sókn á hægri vængnum. Innan Sjálfstæðis- flokksins hefur sú vitlega ákvörð- un verið tekin, að reka kosninga- baráttu flokksins á honum ein- um. Þannig á að fela ýmis konar ósætti £ flokknum, litlausan lista í Reykjavík og síðast en ekki síst, draga athygli kjósenda frá Albert Guðmundssyni. En samkvæmt skoðanakönnun HP, sem birt var í vikunni, telja rösklega 60 af hundraði kjósenda að Albert sé flokknum til trafala. Beygir Porsteinn Davíð? Þetta hefur hins vegar valdið því að aðrir falla í skuggann. Þar á meðal Davíð Oddsson, sem að auki hefur átt ýmsa afleiki síðustu mánuði. í aðfara kosninganna hefur Davíð því verið að undir- búa dulitla sprengju, til að ná til sín athyglinni frá svarabróður sínum, Þorsteini. Á viðskiptaþingi Verslunar- ráðs íslands í vikunni varpaði hann fram hugmynd um að Reykjavíkurborg myndi selja 30 ' barnaheimili! Bersýnilega var borgarstjóri að undirbúa að kynna slíkar tíma- mótahugmyndir á landsfundin- um, og reyna þannig að láta hann snúast meir um sig. í æðstu for- ystu flokksins mun hins vegar hafa gripið um sig mikil skelfing, og nú er að sjá hvort Davíð hefur þor til að koma með hugmyndirn- ar inná landsfundinn, eða hvort Þorsteinn beygir hann. q§ þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlttsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglý8ingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrin Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Ólöf Húnflörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðsiustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.