Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 2
Ásdís Benediktsdóttir, hús- móöir: Það er alveg ómögulegt. íslend- ingar eiga að standa á eigin tó- tum. —SPURNINGIN— Hvað finnst þér um eignaraðild útlend- inga að fiskvinnslu og sjávarútvegi hérlend- is? Árni Árnason, afgreiðslu- maður: Mér finnst það svo sem í lagi í hófi. Það á þó að vera skilyrði að íslendingar eigi meirihluta. Sylvía Kristjánsdóttir, atvinnulaus: Ég er alfarið á móti því. Við eigum að halda útlendingum fyrir utan atvinnuvegi okkar. Andrés Kristjánsson pípul- agningamaður: Mér finnst að það sé nú í lagi á meðan íslendingar eiga meiri- hluta í þessum fyrirtækjum. Herdís Heigadóttir, bóka- vörður: Mér finnst að það eigi að útiloka þá og finnst þetta mjög varhuga- verð þróun. Við erum svo lítil þjóð að þeir gleypa okkur undir eins. FRÉTTIR Akranes Sundlaugin í forgang Frumvarp að fjárhagsáœtlun fyrir Akranes kynntá borgarafundi. 9 miljónir ísundlaug. 37miljónir í grunnskólana samkvcemt samningi við ríkið. Óbreytt skuldastaða Við höfum ákveðið að setja sundlaugina á Jaðarsbökkum í forgang á þessu ári og vonumst til þess að hægt verði að taka hana í notkun í árslok, sagði Guð- bjartur Hannesson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs á Akra- nesi, m.a. á borgarafundi í fyrra- kvöld þar sem frumvarp að fjár- hagsáætlun bæjarins var kynnt fyrir bæjarbúum. Áætlunin verð- ur afgreidd í næstu viku. Bæjar- yfirvöld hafa ekki áður kynnt frumvarp að fjárhagsáætlun með þessum hætti, en stefnt er að því að halda svona fundi í framtíð- inni. 9 miljónir króna- fara á þessu ári í sundlaugina, sem er langþ- ráð framkvæmd og kemur til með að leysa B j arnalaugu af hólmi, en hún er aðeins 12,5 metrar á lengd. Allt kapp verður að sögn bæjarfulltrúa lagt á að ríkið sam- þykki hana sem skólamannvirki, en þannig verða tryggðar endur- greiðslur frá ríki. Bærinn hefur fram að þessu verið nánast einn um fjármögnun laugarinnar. Mikið fé er bundið í skólafram- kvæmdum á Akranesi í ár sam- kvæmt langtímasamningi við rík- ið um uppbyggingu grunnskól- anna, alls 37 miljónir. Það verður því ekki mikið um stórfram- kvæmdir fyrir utan skóla og sund- laug. Lántökur bæjarins nema um 45 miljónum króna, en skuldastað- an helst þó óbreytt samkvæmt áætluninni. Tekjur bæjarins nema alls um 252 miljónum króna. Þar af vegur útsvarið vitaskuld þyngst, 160 miljónir. Útsvarsprósentan verð- ur 10,4% sem fyrr. -gg Brjótum múrana Konur stofna fyrirtæki Námskeiðfyrir norðlenskar konursem vilja verða atvinnurekendur Á vegum Brjótum múrana, verkefnis norrænu ráðherra- nefndarinnar um fjölbreyttari at- vinnuþátttöku kvenna, er verið að fara af stað með námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja undir yfirskriftinni: Konur stofna fyrirtæki. Valgerður Bjarnadóttir, verk- efnisfreyja Brjótum múrana, sagði í samtali við Þjóðviljann að tilgangurinn með þessu nám- skeiði væri að fjölga konum í stétt atvinnurekenda og auðvelda þeim konum sem áhuga hafa á að fara út í atvinnurekstur að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Fjöldi þátttakenda á náms- keiðinu verður takmarkaður við u.þ.b. 20 konur. Þær konur sitja fyrir sem ætla að stofna fyrirtæki á Norðurlandi og hafa hugmyndir um óhefðbundnar leiðir í at- vinnurekstri. Þá er átt við nýstár- lega framleiðslu eða þjónustu, óhefðbundin rekstrarform og fyr- irtæki í hefðbundnum karlagrein- um. Námskeiðið skiptist í þrjár vinnuhelgarí apríl, maí og júní en auk þess er gert ráð fyrir að kon- urnar vinni að hugmyndum sín- um og fái ráðgjöf og aðstoð milli vinnuhelganna ogí a.m.k. 3 mán- uði eftir að námskeiðinu lýkur. Að þeim tíma loknum er gert ráð fyrir að konurnar hafi fullmótað hugmyndir sínar og séu tilbúnar að ráðast í stofnun eigin fyrir- tækis. -yk. Hörður Kristjánsson, umsjónarmaður með framkvæmdum, systir Renee, sem á sæti í byggingarnefnd ásamt Einari Karlssyni og sveitarstjóranum í Stykkishólmi, og príorinna systrareglunnar, systir Lena, kampakát í nýbyggingunni. Þess má geta að síðan þessi mynd gg var tekin hafa verið sett ný sjúkrarúm á deildina. St. Fransiskusspítalinn Ný deild í notkun Legudeild í nýbyggingunni við spítalann í Stykkishólmi vígð og tekin í notkun ígær. Einar Karlsson: Langþráður áfangi Með vígslu þessarar deildar höfum við náð langþráðum áfanga. Og þegar nýja byggingin verður öll komin í notkun má segja að gerð hafi verið gjörbylt- ing á sviði heilbrigðismála hér í Stykkishólmi, sagði Einar Karls- son, byggingarnefndarmaður sjúkrahússins í Stykkishólmi, í samtali við Þjóðviljann í gær. Önnur hæð nýbyggingarinnar við St. Fransiskusspítalann í Stykkishólmi var vígð og tekin í notkun í gær. Nýbyggingin er alls á fjórum hæðum og eru legu- deildir á 2. og 3. hæð. Á jarðhæð- inni verður heilsugæslustöð, ásamt aðstöðu fyrir tannlækni. f kjallara verður kapella og fleira, en auk þess eru í nýbyggingunni endurhæfingardeild og aðstaða fyrir starfsfólk. Jes Einar Þor- steinsson teiknaði bygginguna. Að sögn systur Lenu, príor- innu systrareglunnar sem rekur spítalann, verður með tilkomu nýbyggingarinnar hægt að bjóða bæði starfsfólki og sjúklingum upp á stórbætta aðstöðu. Systrareglan fjármagnar bygg- ingu sjúkrahússins að fjórum tí- undu, en ríkið það sem upp á vantar, samkvæmt samningi sem gerður var í ráðherratíð Svavars Gestssonar í heilbrigðisráðuneyt- inu. Bygging heilsugæslustöðvar- innar er fjármögnuð af ríki og sveitarfélaginu. Einar sagði að enn væri óljóst hvenær hægt yrði að klára bygg- inguna. „Það ræðst algjörlega af fjárframlögum frá ríkinu og þau hafa ekki verið með besta móti að undanförnu,“ sagði Einar. í dag verður almenningi boðið að skoða hæðina sem tekin var í notkun í gær. ~£g 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.