Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Grundarfjörður Olían gufuð upp Hœtta úrsögunni á Grundarfirði. notaður afturfyrr en búið verður að endurnýja hann samkvœmt reglugerð Hannes á heims- meistaramót Hannes Hlíðar Stefáns- son teflir á heimsmeistaramóti ung- linga íAusturríki í vor Einn okkar efnilegustu skák- manna, Hannes Hlífar Stefáns- son, mun tefla fyrir hönd Islend- inga á heimsmeistarmóti ung- linga, sextán ára og yngri, sem fram fer í Austurríki í maímán- uði. Hannes er aðeins fjórtán ára gamall en engu að síður orðinn mjög öflugur skákmaður einsog sést best á þeim fjölda ELÓ-stiga sem hann hefur unnið sér inn: 2335. Enn er mönnum í fersku minni er Jón L. Árnason vann þessa keppni hér um árið. Það er mál dómbærra manna að Hannes eigi góða möguleika á að leika það eftir. í stuttu spjalli við Hannes af þessu tilefni kvaðst hann ætla að undirbúa sig af kostgæfni fyrir þátttöku í mótinu og sagðist mundu njóta dyggrar aðstoðar Guðmundar Sigurjónssonar stór- meistara. Guðmundur er enginn nýgræðingur á þessu sviði því hann hefur unnið með sjálfum Robert Huebner, einum öflug- asta stórmeistara heims. -ks. íbúasamtök Vesturbœjar Vemdun sögulegia verðmæta „Mikill áhugi er fyrir því að fjölga litlum útivistarsvæðum og íþróttasvæðum barna og ung- linga og efla möguleika á félags- og tómstundastarfi innan hverfis- ins og vernda hús og götumyndir er gefa heillega mynd af fyrstu árum byggðarinnar,“ segir í fréttatilkynningu frá íbúasam- tökunum. Á fundi í íbúasamtökunum ný- lega voru kynntar tillögur Guð- rúnar Jónsdóttur arkitekts og lýstu fundarmenn ánægju sinni með tillögurnar sem þeim þóttu koma til móts við ofannefndar hugmyndir. -sá. I Tankurinn ekki Aðgerðum okkar á Grundar- firði er nú lokið, langmest af olíunni er gufað upp og það sem ekki hefur gufað upp hefur ekki festst í íjörum heldur rekið á haf út í suðaustanrokinu sem var í gær, sagði Gunnar H Ágústsson hjá Siglingamálastofnun er hann var inntur eftir hvernig gengi að hreinsa olíuna sem lak úr Olís- tankur á Grundafírði fyrripart vikunnar. Gunnar sagði þennan um- rædda tank vera yfir tíu ára gaml- an og hefði hann verið byggður fyrir gildistöku reglugerðar um Við erum þegar búnir að selja þeim 50 tonn af skreið, svipaða vöru og við höfum verið að senda til Nígeríu upp á von og óvon. En þetta eru trygg viðskipti, sagði Pétur Jóhannsson verkstjóri í fiskverkun Hróa hf. í Ólafsvík í samtali við Þjóðviljann, en fyrir- tækið hefur átt nokkur viðskipti við fyrirtæki úti í Júgóslavíu og hafa Júgóslavarnir áhuga á á- framhaldandi og auknum við- skiptum að sögn Péturs. varnir gegn olíumengun sjávar og því væri þessi geymir ekki innan olíuheldrar varnargirðingar. Reglugerð þessi var sett 1982 og gildir ekki aftur fyrir sig. Tankurinn hafði staðið lengi tómur þar til á mánudaginn að í hann voru settir 150.000 lítrar af dieselolíu, en þegar vart varð við lekann á miðvikudag höfðu þegar um 80.000 lítrar lekið í sjóinn. Var því sem eftir var í tanknum, um 70.000 lítrum, þegar dælt yfir í annan tank til að varna frekari leka. Talið er að aftöppunarventill Þessi viðskipti hófust fyrir rúmlega ári síðan og hefur Hrói síðan sent um 50 tonn af skreið út. Júgóslavarnir borga allt í bandaríkjadölum og veita banka- ábyrgðir fyrir greiðslum. „Þeir hafa sýnt áhuga á frekari viðskiptum og vilja jafnframt selja okkur eitthvað í staðinn. Þeir hafa verið að bjóða okkur m.a. vín, en ÁTVR hefur ekki verið tilkippilegt í þau viðskipti enn sem komið er. Ég er sem er undir tanknum hafi rifnað frá eða skemmst á meðan tankur- inn stóð tómur en ekki er enn ljóst hvort tæring hafi verið í ventlinum eða hann skemmst vegna hreyfingar á tanknum á meðan hann stóð ónotaður. Gunnar sagði að menn Sigling- amálastofnunar hefðu farið með allan tiltækan búnað stofnunar- innar vestur, bæði fljótandi olíu- varnargirðingu og fleytitæki sem fleytir olíuna ofan af sjónum. „Það var samt lítið hægt að gera því það var komið suðaustan rok, sjór og vitlaust veður, en það er sannfærður um að það er hægt að auka þessi viðskipti verulega ef rétt er að farið,“ sagði Pétur. Júgóslavarnir gera nokkurs konar kæfu úr skreiðinni og nota gjarna oná brauð. Pétur segir þá hjá Hróa hafa reynt þessa aðferð og kynnt í Ólafsvfk við góðar undirtektir. „Þeir nota þetta á svipaðan hátt og við notum ídýfur og salöt ýmiss konar,“ sagði Pét- ur. -88 lán í óláni að þetta var dieselolía, en mest af henni gufar upp á ein- um til tveim sólarhringum. Þetta ætti ekki að hafa neinn skaða í för með sér fyrir fiskeldið hjá Snæ- laxi því að fiskeldiskerin eru flot- ker sem sjórinn kemur inn í að neðan en olían flýtur ofan á.“ Gunnar sagði ennfremur að tankurinn yrði ekki notaður aftur fyrr en búið yrði að endurbyggja hann eins og reglugerðin segir til um. „Það er nauðsynlegt,“ sagði Gunnar að lokum, „að alls staðar sé til olíumengunarvarnarbúnað- ur eins og gert er ráð fyrir í hafn- arlögum. Þetta á að vera jafn sjálfsagt og að hafa slökkvilið á staðnum.“ -Ing. Sjónvarp Stöð 2 amerískt sjónvarp Allt erlent efni Stöðv- ar 2 frá enska mál- svæðinu „Hyggst menntamálaráðherra beita sér fyrir því að sjónvarps- stöðvum í einkaeign verði gert að flytja íslenskt efni sem verði á- kveðinn hluti af dagskránni?“ spurði Ásta R. Jóhannesdóttir menntamálaráðherra á alþingi í gær. Ásta sagði að samkvæmt könn- un væri íslenskt efni í ríkissjón- varpinu að meðaltali 47% en hjá Stöð 2 aðeins 13.5% en lægst hefði hlutfall íslenska efnisins á Stöð 2 komist niður í 3,3% og væri ástandið hvergi verra hvað þetta varðaði en á Stöð 2, jafnvel ekki hjá sjónvarpsstöðvum í Singapore og Guatemala. í svari sínu sagði Sverrir Her- mannsson að engin lög heimiluðu að skylda sjónvarpsstöðvar í einkaeign til að gera íslensku efni hærra undir höfði, en hann hefði skipað nefnd til að endurskoða útvarpslögin og tæki hún senn til starfa. -sá. Pótur Jóhannsson: Júgóslavarnir vilja kaupa meira, en einhver vöruskipti myndu liöka fyrir því. Mynd gg. Skreið Júgóslavar áhugasamir Hrói hf í Ólafsvík hefur selt 50 tonn afskreið tilfyrirtœkis íJúgósla- víu. Pétur Jóhannsson verkstjóri: Möguleiki á frekari viðskiptum Veríö velkomin Laugardaginn 7. mars nk. flytja Verslunin Málarameist- arinn og Heildverslun Þor- steins Gíslasonar Nordsjö- umboðið á íslandi, sem verið hafa að Grensásvegi 50, í nýtt og betra húsnæði að Síðu- múla 8 Reykjavík. Nordsjö málning og lökk eru sænskar gæðavörur, Tinto- rama litakerfið býður upp á þúsundir lita jafnt úti sem inni. Verið velkomin á nýja staðinn og sannfærist um að góð þjónusta geturorðið enn betri. Verslunin Málarameistarínn Heildverslun Þorsteins Gíslasonar Síðumúla 8, 108 Reykjavík Símar 689045 og 84950

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.