Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 15
Leik Besiktas Istanbul frá Tyrklandi og Dynamo Kiev frá Sovétríkjunum, í Evrópukeppni meistaraliða sem vera átti í dag var frestað aftur. Leikurinn átti upphaflega að vera á miðvikudaginn, eins og all- ir leikirnir í 8-liða úrslitum en var honum var frestað um einn dag vegna veðurs. Leiknum var svo frestað aftur í gær. í dag á svo að gera þriðju tilraun. Leik Malmö og Ajax var einnig fresta á miðvikudaginn og hefur hann verið settur á 14. mars, fjór- um dögum fyrir seinni leikinn. -Ibe/Reuter Frá Jóni H. Garðarssyni, fréttaritara Þjóðviljans í V- Þýskalandi: Ekki eru allir á eitt sáttir um það hvort rétt hafi verið að láta Toni Schumacher fara frá Köln. Menn virðast skiptast í tvo hópa. Annarsvegar leikmenn Köinar, sem segja flestir að fara hefði mátt aðrar leiðir og hins- vegar leikmenn með öðrum lið- um sem segja að þetta hafi verið einu lausnina. Morten Olsen segir það fárán- legt að setja besta markvörð heims í bann. Klaus Allofs vill hinsvegar aðeins segja að þetta hefi verið erfið ákvörðun. Lothar Matthaus hjá Bayern Munchen og Frans Beckenbauer landsliðseinvaldur segja þetta hinsvegar hafa verið einu Góður endasprettur og góð markvarsla Guðmundar Hrafn- kelssonar færðu Breiðabliki nauman sigur gegn Fram í gær, 29-27. Vafasöm dómgæsla setti leiðinlegan svip á leikinn. Framarar voru yfir framanaf en Blikum tókst að jafna, um miðjan síðari hálfleik. Þeir náðu síðan forystunni 26-25 og 28-27, þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Þá fengu Framarar vít- akast. Agnar Sigurðsson ætlaði að taka vítið en þá var dæmdur á hann tími. Blikarnir brunuðu upp og Þórður Davíðsson skoraði 29. mark Breiðabliks þegar rúm mín- lausnina og Beckenbauer segir að Schumacher leiki ekki með landsliðinu sem varamarkvörður hjá Köln. Endanleg ákvörðun það um hvort Schumacher leikur áfram með landsliðinu verður tekin í dag. Schumacher lætur engan bil- bug á sér finna og mætti á æfingu hjá Köln í gær. Hann hræðist ekki atvinnuleysi enda hefur hann í gegnum árin fengið mörg góð til- boð frá liðum utan Þýskalands, m.a. frá Paris Saint Germain fyrir tveimur árum. Þetta mál hefur vakið gífurlega athygli og sést það best á sölu bókarinnar en hún hefur runnið út eins og heitar lummur. Nú þeg- ar hafa Frakkar og Svíar óskað eftir að fá að gefa hana út, en hún kom út í Þýskalandi 1. mars. úta var til leiksloka. Sá tími dugði Frömurum ekki til að jafna og Blikar fögnuðu sigri í lokin. „Ég heyrði ekki í dómaranum og hann gaf ekki merki um að ég ætti að skjóta, sagði Agnar Sig- urðsson eftir ieikinn. „Það var mikill hávaði og hann stóð langt frá mér“. Þetta atvik var mjög umdeilt ega var mikill hávaði í höllinni. Það var einnig undarlegt að Breiðablik fékk 10 vítaköst, flest eftir að Framarar höfðu „veitt“ boltann, þ.e. slegið hann úr hendi andstæðings. Hingað til hefur ekki verið dæmt á þetta en nú var annað uppi á teningnum. Greinilegt að meiri samræmingu vantar í dómgæslu í handboltan- Keflvíkingar tryggðu sér sigur, 83- 81, eftir að leiktíminn var liðinn í leik þcirra gegn nágrönum sínum Njarð- víkingum í Úrvalsdeildinni í gær. Ing- ólfur Haraldsson skoraði sigurstigin úr vítaskotum þegar leiktíminn var úti. Þegar 26 sekúndur voru til lciks- loka var staðan 79-81 Njarðvíkingum í hag. Þá steig Jóhannes Kristbjörns- son aftur fyrir miðlínu og Keflvíkingar fengu boltann. Njarð- víkingar fengu svo ásetning fyrir að brjóta á Hreini Þorkelssyni undir körfunni. Hann skoraði úr báðunm skotunum og Keflvíkingar héldu bolt- anum. Um leið og tíminn rann út braut Hreiðar Hreiðarsson á Ingólfi Haraldssyni og Ingólfur skoraði úr Blikarnir voru seinir í gang og voru undir nær allan leikinn, en með góðum kafla um miðjan síðari hálfleik náðu þeir að jafna. Síðustu mínúturnar léku þeir af skynsemi, en samt má segja að heppnin hafi verið með þeim. Guðmundur Hrafnkelsson átti mjög góðan leik, varði 15 skot, flest á þýðingarmiklum augna- blikum. Þá voru þeir sterkir í hornunum Jón Þórir Jónson og Þórður Davíðsson. Hjá Fram var Birgir Sigurðs- son besti maður. Þá voru Her- mann Björnsson og Egill Jó- hannsson góðir. Með þessum sigri glæðast vonir Breiðabliks á sæti í Evrópu- keppni. En Framarar misstu af stigum sem hefðu getað komið báðum vítaskotunum eftir að leiktím- inn var liðinn og tryggði Keflvíkingum sigur, 83-81. Leikurinn var jafn allan tímann, mjög hraður og skemmtilegur. Bæði liðin léku vel og varnir liðana voru sterkar. Gylfi Þorkelsson átti mjög góðan leik í liði ÍBK, góður í sókninni og hitti úr ótrúlegustu færum. Þá voru þeir Jón Kr. Gíslason og Hreinn Þorkelsson góðir. Hjá Njarðvík var Kristinn Einars- son mjög góður, öruggur í sókninni og fastur fyrir í vörninni. Jóhannes Kristbjörnsson og Valur Ingmundar- son áttu ágætis leik í sókninni. SÓM/Suðurnesjum þeim endanlega úr fallhættu. -Ibe Digranes 5. mars UBK-Fram 29-27 (11-15) 1-0,1-3, 5-5,6-8,7-10,9-10, 11-15, 17-17,20-22,22-22,26-26,28-26,28- 27, 29-27 Mörk Breiðabliks: Jón Þórir Jóns- son 11 (8v), Þórður Davíðsson 5, Aðal- steinn Jónsson 3, Björn Jónsson 3, Svavar Magnúsason 3, Kristján Hall- dórsson 2 og Ólafur Björnsson 2. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 6, Hermann Björnsson 5, Agnar Sigurðs- son 4 (2v), Egill Jóhannsson 4, Ragn- ar Hilmarsson 3, Per Skaarup 3, Júlíus Gunnarsson 1 og Tryggvi Tryggvason Dómarar: Þórður Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson - mjög slakir Maður leiksins: Guðmundur Hrafnkelsson, Breiðabliki. sigrinum Keflavík 5.mars ÍBK-UMFN 83-81 (47-44) 7-9, 23-17, 35-37, 47-40, ,47-45, 54- 52,64-68, 70-72, 73-72, 77-76, 79-79, 79-81, 83-81 Stig ÍBK: Gylfi Þorkelsson 23, Jón Kr. Gíslason 19, Hreinn Þorkelsson 15, Guðjón Skúlason 12, Sigurður Ingimundarson 8, Ingólfur Harðarson 4 og Falur Harðarson 2. Stig UMFN: Kristinn Einarsson 21, Valur Ingimundarson 18, Jóhannes Kristbjörnsson 12, Árni Lárusson 11, Teitur Örlygsson 6, Helgi Rafnsson 4 og Hreiðar Hreiðarson 4 Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrimsson - sæmilegir Maður leiksins: Gylfi Þorkelsson, (BK V-Pýskaland Skiptar skoðanir um Schumacher-málið Körfubolti Keflvfldngar stálu ÍÞRÓTTIR England Everton kaupir Everton mun að öllum líkind- um kaupa Wayne Clarke frá Birmingham. Kaupverðið er um 300.000 sterlingspund. Wayne Clarke, sem er 26 ára, er yngri bróðir enska landsliðsins Allan Clarke sem lék með Leeds þegar þeir voru upp á sitt besta. Wayne leikur að sjálfsögðu í sókninni. -Ibe/Reuter Evrópukeppni Úrslit í Aþenu Úrslitaleikurinn í Evrópu- keppni Meistaralið verður á Ól- ympíuleikjvangnum í Aþenu 13.maí. Upphaflega átti leikurinn að vera í Rotterdam, en Hollending- ar hættu við af öryggisástæðum. -Ibe/Reuter Körfubolti í kvöld Evrópukeppni Frestað aftur Góður endasprettur Blika -fœrðiþeim sigurgegn Fram. Undarleg dómgœsla Fram og KR leika í kvöld í Úr- valsdeildinni í körfubolta. Leik- urinn er í Hagaskóla og hefst kl. 20. Með sigri í þessum leik hafa KR-ingar nánast tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Þá er einn leikur í 1. deild. Tindastóll og ÍR leika á Sauðár- króki. Guðmundur Hrafnkelsson markvörður Breiðabliks varði oft á þýðingarmiklum augnablikum. Handbolti ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.