Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 8
_______________________HEIMURINN__________ Persaflóastríðið Iranar vestan vatnsins? Sovét Umbætur Barist í Kúrdistan og við Basra. íranar segjast sœkja norður milli Fiskvatns og Shatt-al-Arab-fljóts. írakar hóta loftárásum Fréttastofan Irna i Teheran segir að íransher sæki nú fram gegn hinum íraska á tvennum vígstöðvum, í Kúrdahéruðun- um nyrst á landamærum ríkj- anna og í suðri að Basra-borg þar sem sótt sé norðurávið milli fljótsíns Shatt-al-Arab og hins mikla Fiskvatns sem írak- ar gerðu Basra til varnar. Irakar fullyrða að öllum árás- um írana á suðurvígstöðvunum hafi verið hrundið, en í Teheran er því haldið fram að sóknin gangi vel og hafi íraksher átt undir högg að sækja vegna mik- illa rigninga. Segi íranar satt frá gæti hin nýja sókn verið forboði nokkurra tíðinda. Basra liggur að mestu vestan fljótsins en aðeins tíu kíló- metra frá Fiskvatninu sem íranar hafa ekki komist yfir, og reyndu í stórsókninni eftir áramótin að Asnaskapur Æsiblöð í hár saman Tvö ensk æsifréttablöð, Sól- in og Stjarnan, elda nú grátt silfur út af því hvor þessara snepla hafi borgið lífi asnans Blakks. Þannig er mál með vexti að í spænska smábænum Villaneuva de la Vera hefur um aldabil verið leikinn Ijótur leikur til hátíða- brigðis fyrir íbúana. Asni er teymdur fram á sjónar- sviðið, þyngsti mörvambi bæjar- ins klifrar á bak og ríður honum þvínæst út um holt og hæðir uns blessuð skepnan hnígur niður, örmagna af þreytu. Þá storma blóðþyrstir bæjarbúar á vettvang og kála dýrinu á óviðfelldin hátt. Blöðin tvö munu hafa komist á snoðir um þetta nýverið og létu málið til sín taka. Gerðu þau sinn fréttasnápinn hvort út af örkinni til að bjarga næsta fórnarlambi og færa fáfróðum þátttakendum heim sanninn um að þessi iðja væri fyrir neðan allar hellur. Sendiboðarnir mættu í tæka tíð því er þeir strunsuðu í hlað var verið að söðla hann Blakk litla. Þeir reiddu fram pyngjur sínar, dágóð summa skipti um eigendur og asnanum var borgið. Daginn eftir gat að líta flenni- stóra fyrirsögn á forsíðu Sólar- innar: VIÐ BJÖRGUÐUM BLAKKI! ásamt upplýsingum um upphæðina sem greidd var fyrir gripinn, tvöhundruð og fimmtíu pund. En Stjarnan lét krók koma á móti bragði: ASNINN ER í OKKAR VÖRSLU! og fylgdu fregnir um kaupverðið, tvö- hundruð og áttatíu pund OG ná- kvæm greinargerð um væntan- legan flutning Blakks til Eng- lands svo hægt verði að koma honum fyrir á góðu heimili. Sólarmenn eru svekktir því þeir telja sinn mann hafa komið fyrstan á vettvang og keypt skepnuna Á UNDAN Stirning- um en...bissness er bissness! -ks. krækja fyrir það að norðan og sunnan án árangurs. Nái íranir að koma sér upp stöðu milli fljóts og vatns er Basra mjög hætt og þarmeð írak öllu. íranar tilkynntu í síðustu viku að fyrri stórsókn væri lokið og segja að bardagarnir síðan á sunnudag séu svar við tilraunum írakshers til að ná aftur töpuðu landi. Sóknin í Kúrdistan er hinsveg- ar yfirlýst alvörusókn af hálfu Teheran-ráðamanna og ber nafn- ið Karbala-7 í framhaldi af öðr- um sóknum. írakar hafa ekkert sagt um átök í norðri, þarsem háðar voru miklar orustur fyrir fjórum árum. íranar eiga sér þar bandamenn í uppreisnarliði Kúrda sem berjast gegn stjórn- inni í Bagdad og eru nátengdir kúrdískum skæruliðum í Tyrk- landi. Tyrkir gerðu í fyrradag loftárásir á stöðvar Kúrda í írak og hefur þeim árásum verið mót- mælt í Teheran. í gær rann út hálfsmánaðar hlé sem íranar og írakar gerðu á loft- árásum á borgir og bæi. íranar segja að írakar hafi margoft virt hléið að vettugi, og írakar kvarta undan stórskotahríð á Basra, en í raun virðast báðir herirnir hafa virt hléið nokkurnveginn. í gær- kvöldi hafði ekki frést af endur- höfnum árásum úr lofti, en tals- maður írakshers lét að slíku liggja ef íranar létu ekki af sókn sinni í suðri. -m Forsætisráðherrann Sorsa úr krataflokknum og formaður Sameiningarflokksins llkka Suominen (lengst t.h.) Banda- menn eftir kosningarnar? Finnland Litlum breytingum spáð Búist við að kratar myndi áfram hryggjarstykkið í Helsinki-stjórninni, íhalds- menn gœtu aukiðfylgi og komist með ístjórnina. Helst deilt um skatta Finnsku flokkarnir eru komnir i kosningabaráttu fyrir kjördaginn 15. mars eftir rúma viku, en ekki er gert ráö fyrir neinum tímamótum við kosn- ingarnar, nema þeim að íhaldsmenn kynnu að komast í stjórn Sorsa. Eitt helsta kosningamálið í Finnlandi er skattakerfið, og berjast íhaldsmenn í Sameining- arflokknum fyrir lækkun skatta og því að auka hlut óbeinna skatta. Hinsvegar er ekki talinn mikill munur á efnahagsstefnu íhaldsmanna og núverandi stjórnar Jafnaðarmanna, Mið- flokksins, Landsbyggðarflokks- ins og Sænska þjóðarflokksins. Sameiningarflokkurinn hefur ekki setið í finnskri ríkisstjórn í tvo áratugi, og er ein ástæðan sú að aðrir flokkar hafa ekki treyst íhaldsmönnum til að halda uppi stefnu Kekkonens um vinsamleg samskipti við grannann í austri. Sameiningarflokksmenn hafa undanfarið slakað nokkuð á í þeim efnum, og er talið sennilegt að aukist þeim fylgi í kosningun- um muni þeir koma til greina í stjórnarsamvinnu. Allar líkur benda til að Jafnað- armannaflokkur Sorsa haldi velli og verði uppistaðan í næstu stjórn. Skoðanakannanir benda til lítilla breytinga, þeirra helstra að íhaldsmenn vinni á og hin klofna fylking finnskra kommún- ista tapi fylgi. Á finnska þinginu eru 200 þingmenn. Jafnaðarmenn fengu fyrir fjórum árum 57 þeirra og mynduðu stjórn með Miðflokkn- um (38 menn), Landsbyggðar- flokknum(17 menn), og Sænska þjóðarflokknum (11 menn). f stjórnarandstöðu eru Sameining- arflokkurinn (44 þingmenn), Lýðræðisbandalagið (kommún- istar og fleiri, 27 menn) og þrír smáflokkar, græningjar með tvo þingmenn, kristilegir þrjá, hægri- flokkur einn. -m Danmörk Ríkisstjómin slapp úr Thule Harðar deilur urðu í gær á danska þinginu um nýjar rat- sjárstöðvar Bandaríkjamanna á Grænlandi og var sótt stíft að ráðherrum og þeir krafðir sagna um það hvort uppsetn- ing stöðvarinnar bryti í bága við ABM samning stórveld- anna frá 1972. Bandarísku ratsjárstöðvarnar í Thule á Grænlandi voru orðnar úreltar að mati herfræðinga Pen- tagon og var því hafist handa um endumýjun tækjabúnaðarins. Sovétmenn hafa mótmælt þessu háttalagi hástöfum og segja að nýja búnaðinn megi nota í árásar- skyni og tengja stjörnustríðsá- formum Bandaríkjamanna. Uppsetning ratsjánna sé því ský- laust brot á ABM samningnum. í umræðunum, sem stóðu í fjórar klukkustundir, snérist Uffe Ellemann-Jensen utanríkis- ráðherra til varnar fyrir stefnu bandarískra stjórnvalda og sagði vafa leika á um hvernig túlka bæri samninginn. Fulltrúar SF og VS vildu að þingnefnd yrði skipuð til að fara ofan í saumana á máli þessu en málflutningur þeirra fékk ekki hljómgmnn. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. mars 1987 í stéttar- félögum Á þingi sovésku verkalýðs- félaganna sem haldið var ný- lega í Moskvu var samþykkt breyting á lögum þess efnis að héðan í frá geta fleiri en einn boðið sig fram til kjörs í trún- aðarstöður. Fyrr á þinginu hafði Gorbat- sjof flokksleiðtogi haldið ræðu og gagnrýnt stéttarfélögin fyrir að gæta ekki hagsmuna umbjóð- enda sinna sem skyldi. Hann lagði einnig þunga áherslu á að lýðræði í verkalýðsfélögum væri bráðnauðsynlegt svo alþýða manna tæki virkan þátt í ný- sköpun efnahagslífs og þjóðfé- lags. Gorbatsjof lét að því liggja að nýsköpunarstefnan mætti enn umtalsverðri mótspymu innan flokksins. -ks. Svíþjóð Fengu Ajatoll- amir sænsk vopn? Tengjast íranir morð- inu á Olof Palme? Sænska ríkisstjórnin hefur fall- ist á að rannsakað verði sérstak- lega hvað hæft sé í þeirri fuilyrð- ingu að sænskar loftvarnareld- flaugar hafi verið seldar til íran, og notaðar í Persaflóastríðinu þótt blátt bann liggi við því sam- kvæmt sænskum lögum. Þingmenn Frjálslynda flokks- ins hafa ýjað að þeim möguleika að ríkisstjórnin hafi látið söluna viðgangast átölulaust en Sten Anderson utanríkisráðherra kvað það af og frá. Máli sínu til árettingar lét hann skipa rannsóknarmann til að grand- skoða allar hliðar málsins. Sú saga gengur nú fjöllunum hærra í Svíþjóð að íranir tengist morðinu á Olof Palme. Hann hafi reynt að miðla málum í Persa- flóastríðinu og ennfremur komið í veg fyrir vopnasölu þangað árið 1985. - ks klípunni Hinsvegar var samþykkt tillaga frá sósíaldemókrötum þar sem blátt bann er lagt við notkun stöðvarinnar í árásarskyni og að hún sé tengd stjörnustríðsáætlun- um. Ennfremur er skorað á ríkis- stjórnir Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna að koma sér saman um túlkun ABM samningsins. -ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.