Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 13
MYNDLISTIN
Sigurður Guðmundsson
opnar sýningu á grafík og vatns-
litamyndum í Gallerí Svart á hvítu
í kvöld kl. 20. Opið alla daga
nema mánudaga 14-18 til 15.
mars.
Hringur Jóhannesson hefur
opnao sýningu á olíumálverkum,
teikningum og krítarmyndum í
Gallerí Borg við Austurvöll. Opið
laugard.ogsunnud. 14-18, mán-
udaga 12-18 og aðra daga 10-18.
„ Andlit" nefnist sýning á skúlp-
túrverkum, sem Sverrir Ólafs-
son myndhöggvari opnar í Gallerí
Grjót við Skólavörðustíg í dag kl.
18. Á sýningunni eru andlitsgrím-
ur unnar í málað stál, brons og
pottjárn. Verkin eru öll unnin á
þessu ári og hinu síðasta, og eru
tilsölu. Þettaer4.einkasýning
Sverris, en auk þess hefur hann
tekið þátt í fjölda samsýninga
heima og erlendis. Opið 12-18
virka daga en 14-18 um helgar.
Með sýningu á verkum Sverris er
Gallerí Grjót að kynna nýjan sam-
starfsaðila að rekstrinum.
Sigurður Eyþórsson
listmálari sýnir olíumálverk, egg-
temperamyndir, rauðkrítarmynd-
ir, portret og teikningar í Gallerí
Gangskör, Amtmannsstíg 1 (Tor-
funni). Opið virka daga 12-18 en
14-18 um helgar til 15. mars. Sig-
urður beitir gjarnan aðferðum 15.
og 16. aldar málara við gerð
mynda sinna, sem bera yfirbragð
gamallarlistar.
Ingiberg Magnússon sýnir
20 blýantsteikningar í húsakynn-
um Bókasafns Kópavogs. Mynd-
irnar eru skreytingar sem hann
gerði við sýnisbók íslenskra bók-
mennta, „Rætur".
Þóra Sigurðardóttir sýnir um
40 myndir á Mokka-kaffi við
Skólavörðustíg. Opið daglega til
23.30.
Ásgerður Búadóttir sýnir
myndvefnað í listasafni ASÍ. Opið
daglegakl. 14-I8nemasunnud.,
14-20. Sýningin stendur til 15.
mars.
Myndlistarmenn framtíðar-
innar nefnist samsýning um 70
ungra íslenskra listamanna, sem
nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
Sýningin er skipulögð af IBM á
íslandi í tilefni 20 ára afmælis
fyrirtækisins. Sýningin ersölu-
sýning, og eru ráðgjafar frá Gall-
erí Borg á staðnum. Ókeypis að-
gangur. Síðastasýningarhelgi.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b,
sýnir verk eftir þau Helga Val-
geirsson, Guðrúnu Láru Hall-
dórsdóttur og Kristin Guð-
brand Harðarson. Þau Guðrún
Lára og Helgi sýna olíumálverk,
en Kristinn sýnir dúkristur. Opið
14-20 um helgar en 16-20 virka
daga. Síðasta sýningarhelgi.
Norræn Ijósmyndalist nefn-
ist sýning á verkum norrænna
Ijósmyndara, sem opnuð var í
anddyri Norræna hússins í gær.
Sýningin er til komin að frum-
kvæði Ljósmyndasafns Menning-
armiðstöðvarinnaríóðinsvéum.
Pétur Stefánsson og
G.R.Lúðvíksson opna myndlist-
arsýningu í Akóges-húsinu í
Vestmannaeyjum í kvöld kl. 20. Á
sýningunni eru teikningar og olí-
umálverk, og verður hún opnuð
með viðhöfn og blæstri 70 lúðra-
blásara. Leikin verða lög sem til-
einkuð eru þeim Ása í Bæ og Sig-
urði Reimarssyni, og lesin verða
Ijóð eftir Magnús Jóhannsson frá
Hafnarnesi. Þávérðaflutt3nýog
frumsamin þjóðháttalög. Sýning-
in verður opin á föstud. til 22.30, á
laugard. 14-22ogsunnudag 14-
22.
Áslaug Sverrisdóttir sýnir
textílverk úr handspunnu togi í
Gallerí Hallgerði, Bókhlöðustíg 2.
Síðasta sýningarhelgi.
Listasafn íslands sýnirný-
keypt verk og eldri verk í eigu
safnsins. Opið þriðjud., fimmtud.,
laugard.og sunnud.kl. 13.30-16.
Ljósbrot nefnist Ijósmyndasýn-
ing framhaldsskólanema, sem nú
stendur yfir í Ásmundarsal. Síð-
astasýningarhelgi.
Ásgrímssafn hefuropnað
skólasýningu á verkum Ásgríms,
UM HELGINA
Ásgerður Búadóttir sýnir myndvefnað í Listasafni ASÍ um þessar
mundir.
þar sem leitast er við að sýna sem
mestafjölbreytni íverkum málar-
ans. Á vinnustofunni eru vatns-
litamyndir, sem hafa árstíðirnar
að meginþema. í íbúð málarans á
neðri hæð eru þjóðsagnamyndir
sýndar. Rakel Pétursdóttir sér um
kynningu verkanna. Sýningin er
opin sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 13.30-16 og tekið
er á móti pöntunum fyrir heim-
sóknir í síma 10665.
Gallerí íslensk list, Vestur-
götu 17, sýnir verk eftir þá Braga
Ásgeirsson, Einar Þorláksson,
Hafstein Austmann, Jóhannes
Jóhannesson, Valtý Pétursson,
Kristján Pétursson, Kjartan Guð-
jónsson, Vilhjálm Bergsson og
Guðmund Benediktsson. Opið 9-
17virkadaga.
KEX í Kuiturhuset. Nú stend-
ur yfir samsýning unara lista-
manna frá Noregi ogIslandi í Kult-
urhuset í Stokkhólmi. Alls taka 12
ungir íslenskir listamenn þátt í
sýningunni, og er hún liður í fyrir-
huguðum skiptisýninqum á milli
Noregs, Svíþjóðar og Islands.
Lumiéres du Nord, La
peinture scadinave 1885-1905,
nefnist sýning sem nú stendur vfir
í Musée du petit Palais í París. Á
sýningunni eru 150 verk eftir nor-
ræna listamenn, og stendur hún
til 17 maí.
Gallerí Langbrók við Bók-
hlöðustíg sýnir textíl, tauþrykk,
myndverk, fatnað og listmuni.
Opiðþriðjud.-föstud. 12-18 og
laugard. 11-14.
íslenska óperan sýnir verk
eftir 50 íslenska listamenn, sem
gefin voru til styrktar óperunni.
TÓNLIST
Sinfóníuhljómsveit
æskunnar undirstjórn Paul Zuk-
ofsky heldur tónleika í Háskólabíó
á laugardag kl. 14. Á dagskrá eru
Sheherezade eftir Rimsky Kors-
akof og Tabuh-Tabuhan eftir
Collin McPhee.
Háskólatónleikar verða í Nor-
ræna húsinu á miðvikudag kl.
12.30. Elísabet Erlingsdóttir sópr-
an og Selma Guðmundsdóttirpí-
anóleikari flytja verk eftir Grieg og
Mahler.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið sýnir Aurasál-
fna eftir Moliére í kvöld og nk.
fimmtudag. Sýningum fer nú
fækkandi. Gamanleikurinn Hall-
æristenór eftir Ken Ludwig verð-
ur sýndur á laugardag kl. 20. Fjöl-
skylduleikritið Rympa á rusla-
haugnum eftir Herdísi Egilsdótt-
ur verður sýnt á laugardag og
sunnudag kl. 15. Uppreisn á ísa-
flrði eftir Ragnar Arnalds verður
sýnd á sunnudag kl. 20.
Litla sviðið, Lindargötu 7, sýnir
í smásjá eftir Þórunni Sigurðar-
dóttur á laugardag kl. 20.30.
Verðlaunaeinþáttungarnir Gættu
þín! eftir Kristínu Bjarnadótturog
Draumar á hvolfi eftir Kristínu
Ómarsdóttur á sunnudag kl.
20.30.
Leikfélagið sýnir Land míns
föður eftir Kjartan Ragnarsson á
föstudag og sunnudag kl. 20.30.
Dagur vonar eftir Birgi Sigurðs-
son á laugardag og miðvikud.
11 ./3. kl. 20.00.
Leikskemma L.R. við Meistar-
avelli sýnir Djöflaeyjuna, ieik-
gerð Kjartans Ragnarssonar á
skáldsögum Einars Kárasonará
laugarag, þriðjudag, miðvikud. og
föstud. í næstu viku kl. 20.00.
Miðapantanirs. 16620, borðpant-
anir á veitingahúsi s. 14640.
Leikhúsið í kirkjunni sýnir
Leikritið um Kaj Munk eftir Guð-
rúnu Ásnmundsdóttur í Hall-
grímskirkju á sunnud. kl. 16 og
mánud.kl. 20.30.
Nemendaleikhúsið heldur
aukasýningu á gamanleiknum
Þrettándakvöld eftir William
Shakespeare í Lindarbæ á föst-
ud. og laugard. kl. 20.30.
Herranótt: Leikfélag MR sýnir
Rómeó og Júlíu eftir William
Shakespeare í Félagsstofnun
stúdenta í kvöld kl. 20.
Leikfélag MH sýnirleikritið
á sunnudag, mánudag og þriðju-
dag kl. 20.
íslenska óperan sýnir Aidu
eftir Giuseppe Verdi í kvöld og á
sunnudag kl. 20. Pantanir í síma
11475.
Laugardaginn 14. mars mun
Gamanleikhúsið f rumsýna
leikritið Brauðsteikin og tertan
eftir Hugh Chesterman á Galdra-
loftinu, Hafnarstræti 9. Leikritið
gerist í París á 15. öld, og fjallar
um flækinga og bellibrögð þeirra.
Þátttakendur í leiknum eru 20
talsins en aðalhlutverkin eru
leikin af Magnúsi Geir Þórðars-
yni, Tryggva Birni Davíðssyni,
Hallgrími Sævarssyni og Ingu
Freyju Arnardóttur. Leikstjóri er
Magnús Geir Þórðarson. Eftir
leiksýninguna verður farið í
skemmtilega leiki með áhorfend-
um.
Leikhópurinn Vera, Fá-
skrúðsfirði, sýnirgamanleikinn
„Allir í verkfall!" eftir Duncan
Greenwood á laugardag í Vala-
skjálf á Egilsstöðum, á sunnudag
í Félagslundi á Reyðarfirði og
fimmtudaginn 12. mars í Egilsbúð
á Neskaupsstað. I leikritinu koma
fram 9 leikarar, en leikstjóri er
Sigurgeir Scheving. Sýningar
hefjast kl. 21.
Leikklúbbur Skagastrandar
frumsýnir leikritið „Síldin kemur
og síldin fer“ eftir Iðunni og
Kristínu Steinsdætur í félags-
heimilinu Fellsborg á Skagast-
rönd á laugardag kl. 21. Leikstjóri
er Þröstur Guðbjartsson, en
leikendur eru 26 og alls starfa um
35 manns að sýningunni. Fleiri
sýningar eru fyrirhugaðar á Skag-
aströnmd og í nágrannabyggðun-
um.
HITT OG ÞETTA
Kvenfélag Kópavogs heldur
aðalfund sinn í félagsheimilinu
miðvikud. 12. mars kl. 20.30
Félagsvist verður á sama stað á
mánudag kl. 20.30.
Færeyska sjómannaheimilið,
Brautarholti 29, heldur basar á
sunnudag kl. 14. Handprjónaðar
peysur og heimabakaðar tertur á
boðstólnum.
Dostoévskí hjá Mír. Kvikmynd-
in „26 dagar í lífi Dostoévskí"
verður endursýnd á sunnudag kl.
16 í bíósal Mír, Vatnsstíg 10,
vegna mikillar aðsóknar. Að-
gangur ókeypis meðan húsrúm
leyfir.
Sjóminjasafn íslands, Vestur-
götu 8 í Hafnarfirði hefur síðustu
sýningar frá gufuskipatímabilinu
um þessa helgi og þá næstu.
Eftir það verður safninu lokað
vegna breytinga þar til í byrjun
júní að ný sýning opnar um ís-
lenska árabátinn, og byggir sú
sýning á bókum Lúðvíks Krist-
jánssonar, „fslenskirsjávar-
hættir".
Rísum upp, heima og heiman I
Baráttufundur verður í Hlaðvarp-
anum, Vesturgötu 3, á alþjóð-
legum baráttudegi kvenna. Ávörp
flytja Bjarnfríður Leósdóttir, Hjör-
dís Hjartardóttir og Þóra Kristín
Ásgeirsdóttir. Steinunn
Sveinbjarnardóttirog Stella
Hauksdóttirflytjasöng, upplestur,
leikþættirog fjöldasöngur. Kynnir
verðurSólveig Hauksdóttir.
Fundurinn hefstkl14.
Lionessuklúbburinn Eir
gengstfyrirfrumsýningu ákvik-
myndinni „The Mission"
-T rúboðsstöðin- í Háskólabíói á
laugardag kl. 17. Áður en sýning
myndarinnar hefst mun karlakór-
inn Stefnir úr Mosfellssveit syngja
fyrirsýningargesti. Lionessu-
klúbburinn Eir hefur helgað sig
baráttunni gegn fíkniefnabölinu,
og mun öllum ágóða af sýningu
myndarinnar verða varið til
þeirrar baráttu. Kvikmyndin „The
Mission" gerist í S-Ameríku árið
1750, en leikstjóri er Roland Jof-
fe, sem einnig gerði stórmyndina
„The Killing Fields" og eru aðal-
hlutverkin í höndum þeirra Robert
de Niro og Jeremy Iron.
Hana nú! Vikuleg laugar-
dagsganga f rístundahópsins
verðurfráDigranesvegi 12 kl.
10.00.
Bókmenntadagskrá 8. mars:
„Hreingerning, þvottur, verk-
smiðjuvinna, væri það efni í
brag?“ er yfirskrift samfelldrar 1
bókmenntadagskrár sem Borgar-
bókasafnið og Menningarmið-
stöðin í Gerðubergi gangastfyrir
á sunnudag í tilefni alþjóðlegs
baráttudags kvenna. Dagskráin
hefstkl. 14,ogverðursamfelldur
upplestur í Ijóðum og lausu máli,
þar sem yrkisefnið er störf kvenna
eins og þeim er lýst í íslenskum
fagurbókmenntum alltfrá Eddu-
kvæðum til okkar daga. Menning-
armiðstöðin að Gerðubergi minn-
ist einnig 4 ára afmælis síns á
þessum degi, svo og Borgarbók-
asafnsútibúið í Gerðubergi, sem
var opnað fyrir réttu ári. Umsjón-
armenn dagskrárinnar verða
Ragnhildur Richter og Sigurrós
Erlingsdóttir.
Allir eru velkomnir, aðgangur er
ókeypis og hægt er að taka leið
13 frá Lækjartorgi 5 mínútum fyrir
heilan og hálfan tíma.
Útivist fer gönguferð um Mið-
dalsheiði frá Nátthagavatni um
Selvatn, Helgutjörn og Myrkur-
tjörn að Hafravatni. Álfaborg
skoðuð. Verð 500 kr. Brottförfrá
BSÍ kl. 13. i
Ferðaféiagið fer í skíðagöngu í
Bláfjöil og á heiðina á sunnudag
kl. 10.30. Verðkr. 500.KI.13
sama dag. Þorlákshöfn og
ströndin í Hafnarnes og Flesjar.
Létt gönguferð við allra hæfi.
„Hólpin“ eftir Edward Bond í
Menntaskólanum við Hamrahlið
Föstudagur 6. mars 1987,ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
AUGLÝSING
um deiliskipulag
í Hafnarfirði
Samkvæmt ákvörðun skipulagsstjórnar ríkis-
ins með vísan til 17. gr. skipulagslaga nr. 19/
1964 er lýst eftir athugasemdum við tillögu að
deiliskipulagi í Hafnarfirði (Lækjargata undir
Hamarsrótum). Tillagan er gerð um víkkun
Lækjargötu, gerð aðkomugötu á baklóðir milli
Öldugötu og Brekkugötu og breytingu á lóða-
skipan.
Tillagan ásamt greinargerð liggur frammi á
skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6,
Hafnarfirði, frá 6. mars til 22. apríl 1987.
Athugasemdum við skipulagstillöguna skal
skila til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 7. maí
1987 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem
ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkir tillögunni.
Hafnarfirði, 5. mars 1987.
Skipulagsstjóri ríkisins.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Aðalfundur
íþróttafélagið Fylkir heldur aðalfund sinn 12.
mars nk. kl. 20.30 í félagsheimilinu við
Fylkisveg.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál.
Stjórnin.
Ath. Árshátíð félagsins verður haldin í Átt-
hagasal Hótels Sögu 21. mars nk. kl. 19. Nán-
ar auglýst í dreifibréfi. Upplýsingar gefur Lúð-
vík í síma 687550 á daginn og 72747 á kvöldin.
íþróttafélagið Fylkir.