Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjÓÐVILIIN SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Föstudagur 6. mars 1987 54. tólublað 52. örgangur „Varnirnar“ Hersetan fastnegld Skýrsla utanríkisráðherra:„ Nú er ekkertþvítilfyrirstöðu, að varnar- samstarfið við Bandaríkin verði áfram treystu Iöllun aðalatriðum hafa sam- skiptin við Bandaríkjamenn verið til fyrirmyndar og ræður þar miklu raunsæi og lipurð Jþeirra manna, sem haldið hafa á málum af beggja hálfu. Þegar á- greiningur rís verða báðir aðilar, ekki síður Islendingar en Banda- ríkjamenn, að forðast óbilgirni,“ segir í skýrslu Matthíasar A. Mathiesen utanríkisráðherra til alþingis 1987. í inngangi skýrslunnar er tónn- inn gefinn um áframhaldandi samtvinnun hersins við efnahags- kerfi íslendinga og þótti mörgum ærin fyrir. - Sýnishorn: ,,-Loks hefur öll aðstaða varnarliðsins, húsakostur og tækjabúnaður, verið bætt til mikilla muna. Má þar benda á ný og traust flugskýli, nýjan flugvélakost, fyrirhugaða stjórnstöð og olíubirgðastöð í Helguvík, en framkvæmdir þar eru nú í fullum gangi og stefnt að því að þeim ljúki í árslok 1988.“ í skýrslunni segir að íslenskir starfsmenn hersins voru þann 1. janúar sl. 1097 en voru á sama tíma í fyrra 1112 en von er á að það skáni, því fram kemur á öðr- um stað að samningagerð um nýju ratsjárstöðvarnar ljúki í mars-apríl og þá verði hafin ráðning íslenskra starfsmanna. Þá hverfi Bandaríkjamenn á braut að mestu leyti úr stöðinni á Stokksnesi fyrri hluta árs 1988 og íslendingar taki að mestu við af þeim. Þá er fýrirhugað að hefja fram- kvæmdir við enn nýjar ratsjár- stöðvar á Stigahlíðarfjalli við Bolungarvík og á Gunnólfsvíkur- fjalli svo það er ekkert lát á góð- ærinu í hermanginu eftir skýrslu utanríkisráðherra að dæma. -sá. Lóttsveit ríkisútvarpsins skemmtir landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll í gær. (Mynd: Sig) Léttsveit RÚV Sjálfstæðismenn fengu - kratar ekki Léttsveitin lék á landsfundinum í Höllinni, ekki hjá krötum á Sögu Forstöðumaður Léttsveitarinn- ar tjáði okkur að útvarps- stjóri legði blátt bann við því að hljómsveitin spilaði fyrir pólitísk Prestskosningar Tveir þriðju auðir Rúmir tveir þriðju greiddra at- kvæða voru auðir I prestskosn- ingum sem fram fóru á sunnudag- inn um embættið á Prestsbakka í Hrútafirði Á kjörskrá voru 249, atkvæði greiddu 136, Jón ísleifsson cand. theol. fékk 42 atkvæði, sr. Hörð- ur Þ. Ásbjörnsson 1 atkvæði, auðir seðlar voru 92, 1 ógildur. Atkvæði voru talin á Biskups- stofu í gær, og er kosningin ekki lögmæt. -m samtök. Síðan gerist það nokkru síðar að Léttsveitin á að spila á landsfundi Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Heimir Karlsson, einn kosningastjóra Alþýðuflokksins. Fyrir skömmu fór Alþýðu- flokkurinn þess á leit að Léttsveit Ríkisútvarpsins spilaði á kosn- ingahátíð flokksins á Hótel Sögu. Ólafur Þórðarson forsvarsmaður sveitarinnar gaf fyrst vilyrði fyrir því að sveitin spilaði fyrir Alþýð- uflokkinn, en degi síðar tilkynnti hann að útvarpsstjóri legðist gegn því að Léttsveitin træði upp á vegum stjórnmálasamtaka. „Það var hreint og klárt af hálfu útvarpsstjóra tjáði Ólafur mér. Mér finnst það því skjóta skökku við að nokkru síðar fáist sveitin til að spila á vegum Sjálfstæðis- flokksins,“ sagði Heimir Karls- son. „Ég bara þekki ekki til þessa máls. Það hefur verið mörkuð sú stefna að Léttsveitin kæmi fram við ýmis tækifæri. Það varð úr að hún leikur á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins og ég nefndi það við Ólaf hvort aðrir stjórnmálaflokk- ar yrðu ekki tilbúnir að gera slíkt hið sama og hann sá engin tor- merki á því,“ sagði Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, er blaðið bar þetta mál undir hann. „Þetta er tómur misskilningur. Sveitin má spila fyrir hverja sem er, enda til þess ætlast að hún afli sér sjálf tekna. Málið er það að við útvarpsstjóri ræddum það eftir að Alþýðuflokkurinn hafði óskað eftir því að Léttsveitin spil- aði hjá þeim, að ekki væri ráðlegt að leika hjá stjórnmálasam- tökum. Síðan gerist það nokkru síðar að útvarpsstjóri féllst á það að sveitin spilaði fyrir hverja sem væri. Þannig að þegar beiðni barst um að fá Léttsveitina á landsfund Sjálfstæðisflokksins var því samstundis tekið. Við vilj- um gjarnan spila fyrir alla flokka. Ég vil taka það fram að Léttsveit- in er ekki eign Sjálfstæðisflokks- ins,“ tjáði Ólafur Þórðarson blaðinu í gær. -RK í Reykjavík Við opnum kosningamiðstöðina í dag, föstudag, kL 17.00 • Frambjóðendur mæta • Kaffi og rjómapönnukökur Léttur djass: Tómas R. Einarsson og Eyþór Gunnarsson • Leynigestur fyrir börnin • Sýning á verkum Gunnars Arnar • Forsala á miðum í glæsilegu kosn- ingahappdrætti • Skráning sjálfboðaliða Mætum öU og ræðum við frambjóðendurna að Hverfisgötu 105

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.