Þjóðviljinn - 06.03.1987, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.03.1987, Qupperneq 6
Nú síðast réðst Játvarður í það stórvirki að skrifa sögu Búnaðarskólans í Olafsdal í Dalasýslu, ásamt ítarlegu nemendatali skólans. verið sérstakur maður um margt. Geturðu lýst þeirri mynd sem þú dregur upp af honum í bókinni? Hann var leiðtogi af guðs náð og ástsæll kennari. Brautryðjandi alhliða framfara í landbúnaði. Afar fjölhæfur og óhemju dug- andi. Fórnfús með eindæmum. Lagði allt í sölurnar fyrir áhuga- mál sín. Hans líkar fæðast ekki á hverri öld. Nú ert þú alinn upp ekki langt frá Óiafsdai og faðir þinn var einn af fyrstu nemendum skólans. Get- ur þú lýst því hvernig Barð- strendingar og Dalamenn litu á Torfa á þínum yngri árum? Var kannski litið á hann sem hálf- gerða þjóðsagnapersónu? Ekki á ég þægilegt með það al- mennt, meðfram fyrir aldurs- muninn. V ar hálfs árs er Torf i dó. Get þó fullyrt, að nemendur hans sem bjuggu í Reykhólasveit, þeir Þorgeir 'á Höllustöðum og Konr- áð á Miðjanesi, báru skóla hans hið besta vitni í verkum sínum, bæði í búskapnum heima og sem alhliða forystumenn. Eins hafði Kristján á Hríshóli gert. Sama máli gegnir um bændur í Dölum og á Ströndum, en því kynntist ég bara eftirá þegar þeir voru orðnir rosknir og enn seinna. Allur fjöl- dinn minntist hans, skólans og heimilisins, með virðingu og allt að því lotningu. Það er maður að frétta úr nýjum og nýjum stöðum enn þann dag í dag. Heldur þú að starf Torfa og skóli hans hafi skipt sköpum í ís- lenskum landbúnaði og e.t.v. búsetu í einstökum héruðum landsins? Já, þar kemst enginn efi að. Fyrst ollu Ijáirnir byltingu við sláttinn. Þeir komu 12 árum fyrr en skólinn. Torfi kenndi í skóla- num ný vinnubrögð með nýjum tækjum. Fyrst og mest á jarð- ræktarsviðinu. Að nota hesta fyrir vagna, plóga og herfi, að slétta og að girða tún og veita vatni á engjar. Vaxtarbroddurinn var þarna og fyrirmynd fyrir marga og því fleiri og víðar sem lengra leið. Áhrifin komu fram missnemma í héruðum, eftir því hvert fyrstu nemendurnir fóru. Skóli Torfa varð öðrum fyrir- mynd og fordæmið flýtti fyrir að hinir búnaðarskólarnir voru stofnaðir, á Hólum 1882, á Eiðum 1883 og loks á Hvanneyri 1889. Líka varð reyndin sú, að hann menntaði marga dugandi barnakennara. Hitt held ég ekki, að skólinn hafi breytt búsetu. Alls staðar vantaði jarðnæði og búið var á hverju koti og í tvíbýli og marg- býli á þeim árum. Nú ert þú orðinn nokkuð af- kastamikill rithöfundur. Varst þú alltaf með ritstörfin í bakhönd- inni hér áður fyrr eða eru ritstörf- in bein afleiðing af því að þú misstir snemma líkamlega heilsu? Ég er ekki viss um þetta. Ég átti svo sem til að stinga niður penna eins og sagt er. Það gátu tæpast kallast ritstörf. Ég skrifað- ist á við fólk frá því innan við fermingu. Svo varég nokkuð frakkur með pennann stundum. Ekki síst þegar ég var orðinn oddviti. En það felst mikið í orð- inu ritstörf. Trúlega er bókiðjan sem ég ieiddist útí tilkomin af því, að ég lamaðist og gat ekkert þarf- ara gert. Ég orða þetta svona í hálfkæringi. Hefur notkun þín á ritvinnslu- tölvunni breytt einhverju þar um hvernig þú vannst verkið? Tölvan kom seint til sögunnar hjá mér. Saga Torfa og skólans var skrifuð á rafmagnsritvél allt til enda. Hinsvegar hreinskrifaði ég nemendatalið á tölvu í endan- legri gerð og skilaði því á disk- lingum en ekki á pappír. Það er framför sem um munar, að losna við prófarkavillur setj- aranna. Geta skilað prenttækum texta frá eigin hendi til að um- letra og eiga laun setjara fyrir. Vera þó ekki fyrirmunað með öllu að laga hann seinna sam- kvæmt blákópíu. Hvað maður getur aumkvað þessa útlendu setjara, sem börðu vonlausum hausum við steininn ár eftir ár. Sem betur fer hófst þannig örvita stríð ekki hér á landi. Vorið 1985 samdi ég á tölvuna nafnaskrá við Söguna af Sigríði stórráðu. Það var hreinn og beinn leikur fyrir mig, samanborið við það að basl- ast með miðana. Verst að ekki var tekið á móti henni á disklingi. Það var aftur á móti gert við nafnaskrána við Sögu Torfa Bjarnasonar og Ólafsdalsskóla. Maður kann sér ekki læti yfir þeim möguleikum sem rit- vinnslan býður uppá. Hefði ég haft tölvuna fyrir þó ekki væri nema 8 árum, held ég að ég hefði ekki staðist mátið, en tekið fyrir tiltekið niðjatal í Breiðafjarðareyjum, ætt Eggerts í Hergilsey. Nú er ég of gamall fyrir þvílfkt stórvirki. Það er unun að sjá þannig verk verða til og rekja sig á skjánum, geta bætt inní hvar sem er og lagfært hvað sem er og hvenær sem er. Það hefi ég séð hjá öðrum. Hins vegar stoppar tækniþró- i unin varla á núverandi stigi, enda er farið að segja, að hætt verði að nota pappír við margvíslegt letur. Vonandi hverfa bækurnar ekki. Geturðu sagt mér frá því hvaða verk þú ætlar að vinna næst? Nei, hættu nú! Það væri dálag- legt, að fara að nefna eitthvað sem enginn vill svo eða þorir að gefa út. Þú hefur lengi tekið þátt i þjóðmálaumræðunni, ekki síst á síðum Þjóðviljans. Hvað var það sem mótaði fyrst og fremst pólit- ískar skoðanir þínar? Ég gæti best trúað að það sé ekki síst af eðlisfari manns, sem það ræðst hvar maður lendir í þessu pólitíska litrófí. Ég varð blossandi framsóknarmaður á 13. árinu við kosningarnar 1927, við að lesa íhaldsblaðið ísafold og framsóknarblaðið Tímann. Hvernig átti annað að vera? Skynugt og tilfinninganæmt barn í sveit, en blá skínandi fátækt. Þetta lá víst í blóðinu, að vera frekar róttækur. Og svo fannst mér seinna, að minn ágæti Fram- sóknarflokkur væri ekki lengur eins róttækur og mér fannst að hann ætti að vera. Ég fann mér samfylgd lengra til vinstri og er þó enn og verð alltaf af þessum sveitamannauppruna, róttækur samvinnumaður á sveitavísu. Annars er að koma í ljós betur og betur, að dreifbýlisfólkið 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN verður að standa saman ofar flokkunum fyrir sunnan. Það má ekki við öðru. Því dugir ekki ann- að. Það sé ég nú á gamals aldri og það sáu margir á undan mér. En varðandi flokkapólitíkina. Mér fyrir mína parta finnst að Al- þýðubandalagið og Framsókn- arflokkurinn ættu að koma sér saman á ný um virka byggða- stefnu, ekki byggðaflótta eins og Steingríms af Vestfjörðum. Það viðsjárverða er, að Framsókn hefur dregið argasta dám af því versta hjá Sjálfstæðisflokknum í þessari stjóm eins og alltaf áður. Dagskipanin á þeim bæjum er um nýtt tilbrigði. Frumskóga þar sem frjálsir verðbréfamarkaðir okraranna mynda laufþök sem augu ríkisskattstjóra og ríkissak- sóknara ná aldrei að skima niður í gegnum. Hvað þá dómstóllinn Hæstiréttur, svo sem frægast er orðið. Þetta bættist ofaná her- mangssamkrullið að fornu og nýju og allt það svínarí. Tryllt markaðsfrjálshyggja gengur í berhögg við allt pólitískt velsæmi og alla þj óðfélagssamhj álp. Hef- ur gert þjóðlífið að mannhættu- svæði mitt í góðærinu. Það er svo önnur saga, en mér hefur aldrei geðjast Alþýðu- flokkurinn, aldrei. Ég kunni og kann vel að meta einstöku ein- staklinga sem em kratar. Annað væri líka óeðlilegt. Og viður- kenni að Alþýðuflokkurinn ætti að vera æskilegur samstarfsflokk- ur fyrir Alþýðubandalagið. Þá hugsa ég til Jóhönnu Sigurðar- dóttur sem ráðherra. Hún er að sækja sig á þingi. Einnig til Árna Gunnarssonar og Kjartans Jó- hannssonar, til dæmis. En nú er bara sökin sú, að athæfi Jóns Baldvins er eins og það er, allt á frj álshyggj usveifina. Nú er ég kominn út fyrir efnið sem þú spurðir um. Nær er að segja mína innstu og helgustu pólitísku skoðun. Hún er sú, að nú sé þjóðinni brýnast að halda vöku sinni gagnvart hersetunni. Leynt og ljóst er reynt að sam- sama herinn þjóðinni með hvers- kyns atferli og áróðri. Hersetan má ekki verða varanleg. Má ekki stinga íslenskt þjóðerni, efnahag og menningu svefnþorni, eins og hið erlenda stórveldi og her- mangarar þess ætla sér leynt og ljóst. Hernum er ofaukið á landi hér, hversu mjög sem öðru er haldið fram. Hann er óvelkom- inn, óeðlilegur, óþolandi að- skotahlutur. Er eins og hvert annað meinvarp hvar sem hann er í landinu, sjúkdómur í þjóðlíf- inu, sem læknast með því móti einu, að hann hverfi á burt. Ég vildi lifa þann dag. AUGLÝSING , um deiliskipulag í Hafnarfirði Samkvæmt ákvörðun skipulagsstjórnar ríkis- ins með vísan til 17. gr. skipulagslaga nr. 19/ 1964 er lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi í Hafnarfirði (Hvammar - B. reitur). Tillaga er gerð að fjölbýlis-, raðhúsa- og einbýlishúsabyggð við Fagrahvamm og Suðurhvamm. Tillagan ásamt greinargerð liggur frammi á skrifstofu bæjarverkfræðings að Strandgötu 6, Hafnarfirði, frá 6. mars til 22. apríl 1987. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 7. maí 1987 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Hafnarfirði, 5. mars 1987. Skipulagsstjóri ríkisins. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Eiginmaður minn Guðmundur Breiðfjörð Jóhannsson andaðist 4. mars á Borgarspítaia Mínerva Hafliðadóttir Bjarki Bjarnason. AUGLÝSING | um breytingu á deili- skipulagi í Hafnarfirði Samkvæmt ákvörðun skipulagsstjórnar ríkis- ins með vísan til 17. gr. skipulagslaga nr. 19/ 1964 er lýst eftir athugasemdum við breyting- atillögu að deiliskipulagi í Hafnarfirði (Víðistað- asvæði). Breytingartillagan tekur til landnotk- unar (staðsetningar lóða fyrir dagvistunar- stofnun, félagsmiðstöð, skólagarða og tjald- stæði), stígakerfis og aðkomu að Víðistaða- kirkju frá Hraunbrún. Tillagan ásamt greinargerð liggur frammi á skrifstofu bæjarverkfræðings að Strandgötu 6, Hafnarfirði, frá 6. mars til 22. apríl 1987. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 7. maí 1987 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sérstakur kynningarfundur verður auglýstur síðar. Hafnarfirði, 5. mars 1987. Skipulagsstjóri ríkisins. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.