Þjóðviljinn - 11.03.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Page 1
Miðvikudagur 11. mars 1987 58. tölublað 52. árgangur Byggingarmenn Verkflall skollið á Þýðingarlaus sáttafundur ígœr. Gretar Þorsteinsson: Búumst við langri vinnustöðvun. Benedikt Davíðsson: Hefði verið hœgtað semja á nokkrum klukkutímum efatvinnurekendur hefðu viljað Pað má alveg eins búast við að þetta vcrkfall standi lengi. Hingað til hafa atvinnurekendur helst ekkert viljað við okkur ræða, sagði Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur, í samtali við blaðið i gær. En verkfall bygginga- manna hófst á miðnætti. Verk- fallið nær til 1700-1800 manna og er því byggingaiðnaðurinn að mestu lamaður. „Byggingamenn hafa verið í yfirvinnubanni frá því í síðustu viku, til að knýja á um samkomu- lag við vinnuveitendur. En til þessa hafa atvinnurekendur ekki verið fúsir til viðræðna. Fyrir utan þann fund sem núna stendur yfir hjá sáttasemjara, hefur að- eins einn fundur verið haldinn Keflavík Lekandinn ofundinn Skýrslan umfjárreiður bæjarsjóðs enn ekki birt. Gróusögur blómstra. Formaður bœjarráðs fjarverandi áfundum ráðsins og bæjarstjórnar Enn hefur Alþýðuflokks- meirihlutinn í bæjarstjórn Kefla- víkur ekki birt áfangaskýrslu um úttekt á fjárreiðum bæjarfélags- ins. Eins og kunnugt er af fréttum eru í skýrslunni ýmsir bæjar- starfsmenn bornir þungum sökum fyrir meint misferli í um- gengni við bæjarsjóð. Að sögn blaðsins Víkur-frétta hefur þessi dráttur á birtingu skýrslunnar ýtt mjög undir alls- kyns kviksögur um meinta aðild fyrrverandi og núverandi bæjar- starfsmanna að fjármálamisferli í tengslum við bæjarsjóð Keflavík- ur. Áreiðanlegar heimildir blaðsins segja að sú bið sem hefur orðið á því að hulunni sé svipt af skýrsl- unni stafi af óeiningu meðal meirihlutans. í því sambandi er bent á að formaður bæjarráðs, Hannes Einarsson, hafi ekki mætt á bæjarráðs- og bæjar- stjórnarfundi síðan hann viður- kenndi að hafa sýnt „trúnaðar- mönnum" sínum skýrsluna. En eins og kunnugt er barst Helg- arpóstinum skýrslan, þrátt fyrir að hún væri trúnaðarmál og hafa böndin því beinst að „trúnaðar- mönnum" bæjarráðsformanns- ins, meðan annað verður ekki uppvíst. -RK Mál og menning Hætt að selja klám Erla Hallgrímsdóttir deildarstjóri: Vonum að aðrar verslanirfylgi okkar fordœmi Það sló mig mjög að sjá þessa mynd sem var birt í fylgiriti Þjóðviljans af barni fyrir framan blaðarekkann okkar og í fram- haldi af því ákváðum við að hætta að selja þessi blöð og vonum að aðrar bókaverslanir fylgi okkar fordæmi, sagði Erla Hallgríms- dóttir deildarstjóri hjá bókabúð Máls og Menningar í samtali við Þjóðviljann, en verslunin hefur nú hætt sölu allra klámblaða. Hópur kvenna hefur tekið sig til og vakið athygli á að margar verslanir selja og stilla upp klám- blöðum í augnhæð barna. „Við höfum haft þessi 8-10 tegundir af blöðum í háum rekka við hliðina á afgreiðsluborðinu þannig að við gætum fylgst með því að þeim væri ekki stolið og að börn væru ekki að fletta þeim“ sagði Erla. „Það eru ekki börn sem kaupa þessi blöð heldur einhver ákveð- in tegund af fullorðnum karl- mönnum. Það er ekki mikil sala í þessum blöðum og að mínu mati breyta þau ekki hugsunarhætti fólks ein og sér. Þetta er meira mál en svo.“ -vd með deiluaðilum, frá því að deilunni var vísað til sáttasemj- ara, fyrir hálfri þriðju viku. Við erum reiðubúnir að halda verkfalli til streytu ef þess þarf með. Menn gera það ekki að gamni sínu að boða til vinnu- stöðvunar og þá því aðeins að menn eru reiðubúnir að taka því sem að höndum ber“ sagði Gret- ar Þorsteinsson. Aðspurður um kröfur bygg- ingamanna, sagði Gretar að þær teldust hóflegar. „Við gerum kröfu um það að taxtarnir verði hækkaðir til samræmis við greitt kaup, eins og um var samið í febr- úarsamningunum. Stærstur hluti okkar félagsmanna fær greitt hærra kaup í dag, en við gerum , kröfur um. Þannig að kostnaðar- ; auki byggingaiðnaðarins verður ekki mikill, þó gengið væri að okkar kröfum. Mér þykir það ekki ósennilegt að ástæða þess að viðsemjendur okkar er jafn ófús- ir til viðræðna, eins og raun ber vitni, að þeir vilji áfram getað ráðskast með kaupið okkar og hagað kaupgreiðslum eftir hend- inni og hvernig blæs á hverjum tíma. Það er afskaplega þægilegt fyrir atvinnurekendur að geta sett menn á strípaða taxtana þá þegar skóinn kreppir að í bygg- ingaiðnaðinum“ sagði Gretar Þorsteinsson að lokum. Benedikt Davíðsson, formað- ur Sambands byggingamanna^ tjáði blaðinu um miðnætti, að það hefði ekki þokað neitt í samkomulagsátt á fundi deiluað- ila með sáttasemjara. „Við hefð- um getað samið í dag. Það þurfti ekki að koma til verkfalls. Hefðu atvinnurekendur sýnt einhvern lit til samninga, var hægt að leysa málið á nokkrum klukkustund- um. En viðsemjendurokkar virð- ast ekki hafa neina löngun til þess“ sagði Benedikt Davíðsson. -RK Arkarmálið Vélaleigan í rannsókn Helgi Þór Jónsson, eigandi Hót- el Arkar og umsvifamaður í fjármálaheiminum, staðfesti í gær að skattrannsóknadeild rfldsskattsstjóra kannaði nú bók- hald Vélaleigu sinnar. Hins vegar bar hann harðlega á móti, að rekstur Hótel Arkar væri einnig í rannsókn. „Hótelið er alls ekkert inni f þessari mynd“, sagði Helgi. „Ég trúi ekki öðru en fullt samkomu- lag náist milli mín og skattyfir- valda varðandi mál vélaleigunn- ar. Það eru vissulega erfiðleikar í hótelrekstri mínum, einsog raun- ar annarra, en ég á ekki í neinum erfiðleikum gagnvart skattyfir- völdum útaf honum“ Heimildir Þjóðviljans kveða eigi að síður, að rannsókn fari nú fram á umsvifum Helga Þórs Jónssonar, þar á rneðal rekstri Hótel Arkar, meðal annars með tilliti til söluskattskila. Þannig hafa ekki fundist nótur fyrir öllum útgjöldum. -Ig./ÖS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.