Þjóðviljinn - 11.03.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Síða 5
Hvað er stúdentapólitík? Þetta er jú víðtæk spurning og margþætt. Ég ætla að reyna að svara henni út frá sjónarhóli hins almenna nemanda. Stúdentapól- itík er allt umhverfi og þar með „vistkerfi" nemandans ef svo má segja. Sá aðili sem leggja á rækt við þetta vistkerfi er svokallað Stúdentaráð og þar kemur pólit- íkin inn í. Já, en afhverju pólitík? Spyr nemandinn. Jú, þessu er þannig farið að einhver þarf að sitja í Stúdentaráði og það er hlutverk hins almenna nemanda að velja manneskjur úr hópi skólafélaga sinna, til þess að sitja í þessu ráði. Hvernig fer hann að þvf? Nú; hann velur eða kýs ein- hverja sem honum líst vel á úr hópi þeirra sem bjóða sig fram til setu í Stúdentaráði. Og þarna færumst við ennþá nær pólitík- inni því að þessir frambjóðendur skipa sér í hópa undir merkjum hægri, vinstri og allt þar um kring. Þessir hópar móta svo sínar stefnuskrár og bera þær undir hinn almenna nemanda svo hann geti valið. Hvernig fer svo hinn almenni nemandi að því að velja úr? Allt hlýtur þetta að líta sómasamlega út og jú, þetta er ákaflega myndarlegt fólk o.s.frv. Hvaða mælistiku hefur nemand- inn .á þessa valkosti sína? Jú, eins og ég sagði hér að ofan þá er pól- itíkin í Háskóla íslands vistkerfi hins almenna nemanda. Af því sem hann hefur í kringum sig og hefur ekki í kringum sig getur hann dæmt hvort honum líki nú- verandi ástand eða hvort hann felli sig alls ekki við það. Ef til vill heldur hann að þetta sé bara svona og eigi bara að vera svona. Nei! Stúdentar ráða að töluverðu leyti hvernig vistkerfið þeirra lítur út. Og það sem gefur honum valdið í þessum efnum er svokallað atkvæði. Nemandinn verður því að velja hverjum hann treystir til að fara með umboð sitt íþessum efnum, og þá hefst pólit- íkin: Félag Vinstrimanna Nú stefnir Félag Vinstrimanna í Háskóla íslands á að ná meiri- hluta í Stúdentaráði, einvörð- ungu til þess að sporna við þriggja ára íhaldsstjórn sem að mati félagsmanna hefur alls ekki sinnt skyldum sínum við nemend- ur. Stúdentaráð þarf að vera öfl- ugur baráttuvettvangur fyrir hagsmunamál stúdenta og félags- hyggjufólkið í Félagi Vinstri- manna treystir sér til að standa við þau orð að útvaldir félags- menn Vöku hafi ekki staðið sig í stykkinu þessi þrjú ár. Lítið upplýsingastreymi til stúdenta Þeir hafa verið í meirihluta í Stúdentaráði. Hvers konar þjón- usta er það af hendi Stúdentaráðs að funda bara örfáum sinnum um allt það sem varðar málefni nem- andans? Upplýsingastreymi hefur verið af mjög skornum skammti þannig að hinn almenni nemandi fær nánast engar fregnir af fram- göngu hagsmunamála sinna. Til dæmis var stór skýrsla um LÍN (sem Ráðgjafaþjónustan vann), alls ekki birt á slíkum fundi. Hvað þá að hinn almenni nem- andi hafi fengið nasasjón af inni- haldi þessarar skýrslu! Við í Fé- lagi Vinstrimanna viljum vera í nánari tengslum við nemendur þannig að þeir viti hver fram- gangur hagsmunamála þeirra sé í raun og veru. Og jafnframt því sem við gagnrýndum þennan nú- verandi meirihluta þá treystum við okkur til þess að gera betur. Jafnrétti forsenda framfara Það sem við viljum til dæmis gera betur er að auka jafnrétti fólks til náms því við trúum að jafnrétti sé forsenda framfara. í þessum efnum jafnt sem öðr- um felur orðið jafnrétti margt í sér. Efla þarf jafnrétti barnafólks til náms til dæmis með því að greiða því aðgang að dagvistun- arheimilum og útvega fleiri pláss. Þetta var eitt jafnréttið! - og meira jafnrétti. Margir þurfa að taka námslán og þykir það ekki fýsilegur kostur þegar lánin hljóða upp á rúmlega 22.000 krónur, sem er sú upphæð sem einstaklingur í leiguhúsnæði fær sér til lífsviðurværis. Þrátt fyrir þennan nauma skammt, þennan smánarlega fjölda af krónum, þá geta ekki allir fengið hann. Vaxtabroddur þjóðfélagsins sem er að byrja í Háskóla íslands, fyllir þennan hóp. Þeir sem ætla að hefja nám í Háskóla íslands þurfa sem sagt að leita á náðir annarra lána- stofnana. Til dæmis banka og hlíta þeirra reglum. Þessi brestur hefur haft þær afleiðingar að fólk hverfur úr námi. Þetta getur okkur ekki fundist vera jafnrétti! Stúdentaráð er til húsa í Félagsstofnun Stúdenta en hún hýsir einnig ýmis önnur þjón- ustufyrirtæki nemenda; Til dæm- is Bóksölu Stúdenta og Ferða- skrifstofu Stúdenta. Á þeirn tíma sem núverandi meirihluti hefur setið í ráðinu, hefur þjónusta F.S. verið skert um u.þ.b. helm- ing. Til dæmis er ekki hægt að fá heitan mat lengur í hádeginu og ekki er hægt að sækja Stúdenta- kjallarann. Atkvæði þitt skiptir sköpum Hagsmunamál stúdenta skipta tugum og ekki er hægt að drepa niður fæti á öllum vígstöðvum í svo stuttri lesningu sem þessari, en nemandi góður, þú er; ef til vill búin að sjá það nú rsu öflugt atkvæðið þitt er og lag Vinstrimanna vill efla þac :nn meira. Þess vegna skaltu ígi ída málið nú í dag og taka iðan höndum saman á morgun þ\ þá kemur til þinna kasta. Atkvæði þitt skiptir miklu máli því síðast vantaði bara 48 manns upp á að við næðum meirihluta. Styddu við bakið á hagsmunafé- lagi þínu og kjóstu fólk sem þú treystir fyrir þínum málum. Þóra Jónsdóttir skipar annað sæt- ið á lista Vinstrimanna til Stúd- entaráðskosnlnga í Háskóla ís- lands. KOSNINGAVAKA ÁMORGUN Árleg KOSNINGAVAKA Félags vinstrimanna verð- ur á morgun, fimmtudagskvöld í stúdentakjallaranum. Reikna má með fyrstu tölum upp úr hálftíu. Einsog ævinlega verður hressileg stemmning. Fögnum kosningasigrinum saman. Allir velkomnir - láttu sjá þig þó þú sért önnum kafinn í náminu! Eldri vinstrimenn (á Grundaraldri og réttundir) sér- staklega velkomnir. „Johnny, wenn du Geb'urtstag hast, bleib ích bei dir zu Gast, -die ganze Nacht.“ Sif Ragnhild- ardóttir kom og söng einsog blár engill um Jón, sem átti afmælis- dag í fyrndinni og frægt er síðan í Bæjaralandi. Þóra Jóns- dóttir. Hagsmunabaratta - okkar baratta! Póra Jónsdóttir skrifar í tilefni stúdentaráðskosninganna í Háskólanum á morgun Mikill fjöldi háskólastúdenta kom á baráttuhátíð vinstrimanna á Hótel Borg síðastliðið fimmtudagskvöld. Einsog má sjá á myndinni komust færri í sæti en vildu. Guðbergur Bergsson las upp drepfyndin Ijóð um hár og höfuð, Ingibjörg Sólrún borg- arfulltrúi rifjaði upp gamlar sögur úr Stúdó og Edda Pétursdóttir kynnir dró fram gamla dýrafræðikennarann sinn frá ísafirði, Össur ritstjóra. Síðan fóru menn á barinn... RunólfurÁg- ústsson, efsti maðurálista Félagsvinstri- mannatil SHÍ- kosniganna, hélt baráttu- ræðunaáHót- el Borg, ske- leggurað vanda. ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.