Þjóðviljinn - 12.03.1987, Side 13
HEIMURINN
Tékkóslóvakía
Djassdeildin dæmd í Prag
Fangelsisdómar benda til áframhaldandi hörku gegn andófi menntamanna. Formaður
Djassdeildarinnar í 16 mánaðafangelsi. Skilaboð til Gorbatsjofs? Eðafrá honum?
Leiðtogar hinnar svokölluðu
Djassdeildar voru dæmdir í
fangelsi í Prag í gær fyrir að
stunda sjálfstæð viðskipti án
leyfis. Karel Srp, formaður
deildarinnar, var dæmdur í 16
mánaða fangelsi, ritarinn Vla-
dimir Kouril í 10 mánuði. Þrír
aðrir fengu skilorðsbundinn
dóm, réttarhöldumyfirtveimur
í viðbót var frestað vegna
veikinda þeirra.
í dómsforsendum sagði að eng-
an veginn stæði til að hamla
menningarþróun í landinu, hins-
Garrett Fitzgerald sagði í
gær af sér forystu Fine Gael
flokksins á írlandi. Ástæðan
virðist vera vonbrigði vegna
hraklegrar útreiðar flokksins í
kosningunum í síðasta mán-
uði og skipan erkifjandans,
Charles Haughey, leiðtoga Fi-
anna Fail, í stöðu forsætisráð-
herra.
Fitzgerald var formaður Fine
Gail um tíu ára bil og forsætisráð-
herra í tveimur samsteypustjórn-
um. Sú fyrri þeirra lagði upp
laupana eftir að hafa starfað í að-
eins sjö mánuði árið 1982. Flin
síðari sprakk einnig vegna inn-
byrðis ágreinings aðildarflokka
en hélt þó út í fjögur ár. Það var í
janúar á þessu ári að Verka-
mannaflokkurinn klauf sig út úr
henni vegna niðurskurðaráforma
Fitzgeralds í félagslegri þjónustu
og heilbrigðismálum.
Fitzgerald var prófessor í hag-
fræði áður en hann hélt út á
skylmingavöll stjórnmálanna.
Það ganga þjóðsögur af minni
hans og þá einkum hve hann á
gott með að muna tölur og alls-
kyns útreikninga. Hann tekur
ekki svo þátt í pólitískum umræð-
um eða deilum um hvað sem vera
Skák
Karpof
tveimur yfir
Þarfþrjá vinninga í
viðbót úrsjö skákum
Anatólí Karpof og Andrei
Sókolof sættust á jafntefli eftir
41 leik í 7. einvígisskák sinni í
fyrrakvöld, og í gær gafst
Sókolof upp á biðstöðunni í 6.
skákinni án þess að tefla.
Staðan er þá 4 1/2-2 1/2 í
fjórtán skáka einvígi þeirra land-
anna.
Skákmenn sem fylgjast með
einvíginu í Limares á Spáni segja
Karpof nær öruggan um sigur.
Hann þarf aðeins þrjá vinninga
úr þeim sj ö skákum sem eftir eru,
en Sókolof fimm.
Sá sem sigrar í Limares vinnur
sér rétt til að reyna að ná
heimsmeistaratitlinum af Kaspa-
rof síðar á árinu. Karpof hefur
hvítt í áttundu skákinni í dag.
-m
vegar mætti ekki fara útfyrir þann
ramma sem viðskiptum og
atvinnulífi er settur. Gefinn var
átta daga frestur til áfrýjunar og
áfrýjaði saksóknari strax. Hinir
dæmdu lýstu vonbrigðum sínum
með niðurstöðuna og kváðust
saklausir af ákærum um efna-
hagsglæpi.
Karel Srp hefur sagt að hann
líti á réttarhöldin sem próf á
mannréttindi í Tékkóslóvakíu,
og vestan járntjalds hefur verið
fylgst vel með málinu, meðal
annars vegna þess að það var tal-
skal að hann hafi ekki á hraðbergi
ógrynni númera og talna.
Við íslendingar vitum af eigin
raun að hagfræðingar í valdastól-
um eru ekki manna líklegastir til
að ráða bót á efnahagsvanda.
Fitzgerald var engin undantekn-
ing og fáir þykja líklegir til að
ausa lofi á athafnir hans á þeim
vettvangi. Hann þykir ekki hafa
ráðið neina bót á þeim eilífðar-
vanda íra.
En það er í utanríkis-/
innanríkismálum sem hann náði
merkasta áfanga ferils síns sem
forsætisráðherra.
Árið 1985 rituðu Fitzgerald og
Margrét Thatcher undir sáttmála
þar sem ráðamönnum í írska lýð-
Þegar gölturinn rýtir þá er vá
fyrir dyrum. Þessu halda tveir
danskir læknar fram og máli
sínu til stuðnings benda þeir á
hávaðamælingar sem fram-
takssamir menn gerðu á svína-
búi þar sem ellefuhundruð
svín hrinu fullum háisi enda
var hádegisverður brátt fram
borinn. Um matmálstímann
eru þau nefnilega háværari en
endranær.
Hávaðinn mældist vera hundr-
ið geta leitt í ljós opinbera af-
stöðu í Prag til nýrra vinda frá
Moskvu.
Djassdeildin var stofnuð 1971
þá hluti af tónlistarsamtökum,
sem nú eru bönnuð. Djassdeildin
hefur getað leikið tveimur skjöld-
um gagnvart yfirvöldum sem
formlegur angi af kerfinu, en var
sjálf bönnuð fyrir tveimur árum.
Djassmenn, sem segjast hafa
um sjöþúsund félaga, héldu þó
áfram starfi sínu, hafa haldið tón-
leika, gefið út djasstímarit, og -
ekki síst - staðið fyrir ýmiskonar
veldinu er í fyrsta sinn veittur
íhlutunarréttur um málefni
Norður-írlands en þar býr sem
kunnugt er hálf milljón kaþólskra
manna.
Markmið samkomulagsins er
að reyna að stilla til friðar milli
stríðandi fylkinga mótmælenda
og kaþólikka en það er Fitzgerald
persónulega mikið metnaðarmál
því hann er sonur kaþólsks
manns úr írska lýðveldinu en
móðir hans var mótmælandi að
norðan.
Þótt ekki sjái fyrir endann á
óöldinni í norðri þá hittast ráð-
herrar landanna tveggja með
jöfnu millibili og ræða um allt
milli himins og jarðar er viðvíkur
að og fjögur desíbel en danskt
mannseyra kvað ekki með góðu
móti þola meira en níutíu desíbel.
Við þessu er aðeins eitt ráð sem
dugir, segja læknarnir. Svínabúin
verða að koma sér upp sjálfvirk-
um útbúnaði til að fóðra dýrin
svo hirðarnir geti forðað sér út
fyrir dyr þar til mestu ósköpin eru
gengin yfir.
Alkunna er að Danir eru miklir
fleskútflytjendur og þar búa níu
milljónir svína. _4ís.
bókaútgáfu um listir og
heimspeki og þannig verið í farar-
broddi andófs í Tékkóslóvakíu,
þarsem menningarstarf og sam-
félagsumræða hefur verið í klaka-
böndum frá innrásinni 1968. Sjö
forystumenn Djassdeildarinnar
voru síðan handteknir 2. sept-
ember síðastliðinn.
Búast má við að dómarnir í
Prag verði fordæmdir harðlega
bæði í vestri og af andófsmönnum
fyrir austan, en þeir eru samt lík-
legir til að reynast fréttaskýrend-
um stirður biti í hálsi. Dómarnir
Norður-írlandi, réttindamál
minnihlutans, öryggi á landa-
mærum og umbætur í réttarkerfi
svo eitthvað sé nefnt.
Ekki er vitað hvort Haughey
forsætisráðherra muni reyna að
hrófla við þessu samkomulagi en
Fitzgerald lét það verða eitt af
sínum síðustu verkum áður, en
hann sagði af sér formennsku í
flokki sínum, að vara erkifjand-
ann við slíku. _ks.
virðast nefnilega vera einhvers-
konar málamiðlun, og ef til vill
tákn um ákveðna biðstöðu í við-
horfum Pragstjórnarinnar til
andófsmanna.
Þótt 16 og 10 mánaða fangelsi
séu raunir fyrir þá sem í komast
var hámarksdómur fyrir meint af-
brot djassmannanna átta ára
fangelsi, og dómarinn tók í gær
undir með talsmönnum
stjórnvalda um að réttarhöldin
væru engan veginn pólitísk. Að
auki vakti sú nýlunda athygli að
leyfð var návist þriggja erlendra
blaðamanna.
En þrátt fyrir að djassdómarnir
teljist ekki harðir á austrænan
kvarða verða þeir ekki túlkaðir
öðruvísi en sem yfirlýsing um
áframhaldandi hörku gegn andó-
fi menntamanna í Tékkó. Það
vekur athygli að Shevardnadze,
utanríkisráðherra Kremlverja,
var í Prag fyrir nokkrum vikum
og í fyrstu viku apríl er Goijbat-
sjof sjálfur væntanlegur í heim-
sókn. Enginn veit á þessari
stundu hvaða afstöðu þeir taka til
dómanna, og hvort þeir eru felld-
ir í einhverskonar samráði við
Moskvumenn, og spurningin er
hvort tíðindin frá Prag í gær séu
einskonar skilaboð frá Gorbat-
sjof til almennings og andófs-
manna í Austur-Evrópu - eða ef
til vill þvert á móti einskonar
orðsending frá íhaldsstjórn
Husaks til nýsköpunarmannanna
í Kreml. -m
Kjörskrá
Kjörskrá til alþingiskosninga, erfram eigaaö
fara 25. apríl nk., liggur frammi almenningi til
sýnis á bæjarskrifstofu Garöabæjar,
Sveinatungu viö Vífilsstaöaveg, alla virka
daga frá og meö 13. mars til og meö 9. apríl
nk., þó ekki á laugardögum.
Kjörskrárkærur skulu hafa borist bæjarskrif-
stofunum eigi síöar en 6. apríl nk.
Menn eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn
þeirra er í kjörskránni.
Garðabæ, 11. mars 1987
Bæjarstjórinn í Garðabæ
A
Auglýsing
um framlagningu kjörskrár
í Kópavogi
Kjörskrá fyrir Kópavog vegna alþingiskosn-
inga sem fram eiga aö fara 25. apríl 1987
liggur frammi almenningi til sýnis á bæjar-
skrifstofunni að Fannborg 2, Kópavogi, alla
virka daga nema laugardaga frá 13. mars til
6. apríl nk. kl. 8.30-15.00. Kærur vegna kjör-
skrárinnar skulu hafa borist skrifstofu minni
eigi síöar en 6. apríl nk.
Kópavogi, 11. mars 1987
Bæjarstjórinn í Kópavogi
írland
Fitzgerald lætur af fbrystu
Var formaður Fine Gael í tíu ár. Samningurinn við Thatcher um
Norður-Irland var minnisstœðasta afrek hans
Garret Fitzgerald. Varð fyrir vonbrigðum og sagði af sér.
Svínarí
Rýt skaðar heym
Fimmtudagur 12. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13