Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Helgi Harðarson skorar hér eitt af fjórum mörkum sínum fyrir Hauka. Mynd E.ÓI. Handbolti/Bikar Haukar klaufar gegn Fram Haukar voru miklir klaufar gegn Fram í Hafnarfirði í gær- kvöldi, eftir að hafa haft yfir- burðastöðu í fyrri hálfleik, 16-11, en lokastaðan var 24-25. Framarar byrjuðu betur, en er staðan var 5-4 varð gerbreyting. Á næstu 15 mín. skoruðu Haukar 10 mörk gegn 1 og komust í 14-8. Á þessu tímabili var eins og eitt lið á vellinum, þ.e. Haukar sem voru vel vakandi og börðust. Framarar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir leikhlé. Framarar léku af meiri skyn- semi'í síðari hálfleik og söxuðu smá saman á forskotið og náðu að jafna um miðjan hálfleikinn 20- 20 og komast síðan yfir 21-23 þeg- ar 10 mín. voru eftir. Það var mikill hamagangur síðustu mín. leiksins. Haukar jöfnuðu 24-24 þegar 1 mín og 40 sek. voru eftir. Agnar svaraði með marki úr víti Handbolti/ Bikar Þeir gömlu sprækir þegar 42 sek. voru eftir og Sigurj- óni var vísað af leikvelli. Haukar skoruðu, en dómarar höfðu flautað. Þeir fengu aftur auka- kast þegar7sek. lifðu af leiktíma, en af óskiljanlegum ástæðum reyndi Þórir Jónsson ævintýra- legt skot aftur fyrir sig, beint úr aukakastinu, og leiktíminn rann út. Það getur verið að hann hafi ekki séð betur en að 1 sek. væri eftir, en það afsakar þó ekki bráðræðið í þessari stöðu. Hjá Haukum voru þeir Pétur og Einar Örn sterkir, auk Helga sem var mjög góður í fyrri hálf- leik. Sigurjón átti ágæta kafla, en var í strangri gæslu lengst af leiknum. Framarar áttu varla skilið að vinna þennan leik, en náðu sér þokkalega á strik í síðari hálfleik. Hermann átti stóran þátt í því með stórglæsilegum mörkum úr horninu. Agnar var öruggur í vítunum og skoraði úr þeim öllu á meðan Haukar mis- notuðu 2. Mörk Hauka: Sigurjón Sigurðsson 7 (1v), Helgi Harðarson 4, Pétur Guðnason 4, Jón Ö. Stefánsson 4 (1 v), Ingimar Haraldsson 3, Ólafur Jóhannesson 2. Mörk Fram: Hermann Björnsson 6, Agnar Sigurðsson 6 (6v), Birgir Sigurðsson 4, Júlíus Gunnarsson 2, Per Skaarup 2, Tryggvi Tryggvason 2, Björn Eiríksson 1, Óskar Frið- björnsson 1, Ragnar Hilmarsson 1. -gsm Það var mikill munur á fyrri og síðari hálfleik í leik FH og b-liðs Vals í Hafnarflrði í gærkvöldi. Valsarar leiddu í leikhlé 10-7, en FH-ingar sigr- uðu 27-15. Gömlu kempurnar í Val sýndu klærnar vel í fyrri hálfleik og voru oftast yfir. í leikhléi munu FH-ingar hafa fengið að heyra sitt af hverju frá Viggó þjálfara, en Valsmönnum lík- lega ekki veitt af hvíldinni. í síðari hálfleik settu heimamenn á fulla keyrslu og við henni áttu hinir frísku fyrrverandi landsliðsmenn ekkert svar. Staðan varð fljótlega 15- 11 og eftir það var aldrei spurning um sigur og leiknum lauk eins og áður segir 27-15. Lítið er hægt að segja um FH-liðið eftir þennan leik, en leikmenn voru nokkuð jafnir og allir fengu að spreyta sig. Valsmenn sýndu oft stór- skemmtilega takta en þrekið er ekki það sama þegar mikið hefur bæst við af viðbótarþunga á skrokkinn. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 6, Óskar Ármannsson 5 (3v), Guðjón Árnason 4, Héðinn Gilsson 4, Stefán Kristjánsson 4, Gunnar Beinteinsson 3, Hálfdán Þórðarson 1, Peter Pe- dersen 1. Mörk Vals-b: Jón Pétur Jónsson 4, Gunnsteinn Skúlason 2, Guðni Bergsson 2, Jón H. Karisson 1, Ólafur H. Jónsson 1, Stefán Gunn- arsson 1, Hermann Gunnarsson 1 (1v), Guðjón 2, Ingvar 1. —gsm Kvennahandbolti Góður endasprettur FH FH-ingar tryggðu sér sigur gegn Stjörnunni með góðum endaspretti í 1. deild kvenna. Lokatölurnar 17-15, FH í vil. FH-ingar voru sterkari framan af og staðan í hálfleik var 10-7. Stjarnan skoraði fimm fyrstu mörk síðari hálfleiks og breytti stöðunni í 10-12, en með góðum endaspretti tókst FH-ingum að tryggja sér sigur. Rut Baldursdóttir átti góðan leik fyrir FH, en Erla Rafnsdóttir var best í liði Stjörnunnar. Mörk FH: Rut Baldursdóttir 7, Kristín Pétursdóttir 3, Heiða Einars- dóttir 3, Inga Einarsdóttir 2, Helga Sigurðardóttir 1 og Sigurborg Jóns- dóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafns- dóttir 10, Margrét Theodórsdóttir 2, Steinunn Þorsteinsdóttir, Hrund Grétarsdóttir 1 og Guðný Gunn- steinsdóttir 1. -MHM Handbolti m m Oiuggur sigur KA eftir slœmanfyrri hálfleik Mjög góður siðari hálfleikur færði KA-mönnum sigur gegn Breiðabliki í gær, 26-23, í 1. deildarkeppninni. Breiðablik var yfir í hálfleik, 7-12, en sprakk á limminu og sigur KA var örugg- ur. Blikarnir voru mun sterkari í fyrri hálfleik, vörnin góð og Guð- mundur varði vel í markinu. Vörn KA og markvarsla var hin slakasta og ekki mikil hindrun fyrir sóknarleikmenn Breiða- bliks. Munurinn varð mestur fimm mörk í leikhléi, 7-12. Það var allt annað að sjá heimamenn í síðari hálfleik. Brynjar Kvaran lokaði markinu um leið og vörnin small saman. í sókninni gekk flest upp og var engu líkara en gestirnir gæfust upp. Það tók KA aðeins 7 mínút- ur að jafna leikinn og síðan sigu þeir framúr. Sigur þeirra var ör- uggur, enda Blikarnir ótrúlega áhugalausir. Bestu menn í liði KA voru þeir Brynjar Kvaran, sem varði mjög vel, og Hafþór Heimisson sem stóð sig vel í sókninni. Þá átti Pét- ur Bjarnason góðan leik. Hjá Breiðabliki var Svafar Magnússon sá eini sem lék af eðlilegri getu, en Guðmundur Hrafnkelsson varði ágætlega í fyrri hálfleik. _HK/lbe Akureyri 11. mars KA-UBK 26-23 (7-12) 0-1, 3-7, 5-9, 7-12, 12-13, 14-14, 16- 16, 917-17, 20-17, 22-18, 25-20, 26- 23 Mörk KA: Eggert Tryggvason 6 (4v), Jón Kristjánsson 5, Hafþór Heimisson 5, Pétur Bjarnason 4, Axel Björnsson 3, Friðjón Jónsson 2 og Anton Pétursson 1. Mörk UBK: Svafar Magnússon 5, Aðalsteinn Jónsson 4, Kristján Hall- dórsson 4, Jón Þórir Jónsson 4 (2v), Þórður Davíðsson 3, Björn Jónsson 2 og Elvar Erlingsson 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson-góðir. Maður leiksins: Brynjar Kvaran, KA. V-Þýskaland Toni fær stuðning Toni Schumacher hefur eins og flestir vita verið settur út úr liðinu hjá félagi sínu Köln. Hann hefur nú fengið stuðning frá áhorfend- um sem skipuleggja mótmæli. Þó að Schumacher sé um- deildur þá standa áhorfendur á bakvið hann og þeir ætla að mót- mæla brottvikningu hans með því að mæta ekki á leik Kölnar gegn Bayern Múnchen á laugardag- 'nn- lbe/Reuter /- Blak IS vann ÍS sigraði Víking í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í kvennadeildinni í blaki í gær. Sigur ÍS varöruggur, 3-0,15-5, 16-14 og 15-6. Þá sigraði Breiðablik Þrótt í fyrsta leiknum um þriðja sætið. -lbe Fatlaðir íslandsmót íslandsmót íþróttasambands fatlaðra verður haldið í Keflavík 3.-5. aprfl. Keppt verður í boccia, sundi, bogfimi, borðtennis og lyfting- um. Skráning þarf að berast skrif- stofu ÍF í síðasta lagi 20. mars. Einnig er hægt að fá upplýsingar í síma 91-83377. -lbe England Uveipool kaupir Miklar líkur eru á því að John Barnes, sem leikið hefur með Watford, fari til Liverpool. Watford hefur samþykkt til- boð frá Liverpool sem hljóðar uppá 900.000 sterlingspund. Það er því aðeins Barnes að ákveða hvort hann vill fara til Liverpool. John Barnes samþykkti ekki nýjan samning sem Watford bauð honum, en hann mun engu að síður leika með Watford það sem eftir er af þessu keppnistíma- bili. Eftir það hefur hann mikinn áhuga á að leika utan Bretlands, helst á Ítalíu. Hann hefur þó eng- in tilboð fengið þaðan og líklegt má telja að hann leiki með Li- verpool næsta keppnistímabil. Ibe/Reuter Júdó Steingrímur sigraði Við sögðum frá því á þriðjudaginn að Steingrímur Njálsson hefði lent í öðru sæti í 37 kg flokki 9-10 ára á íslandsmeistaramótinu í júdó. Það er ekki rétt, hið rétta er að hann sigraði glæsilega. Fimmtudagur 12. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.