Þjóðviljinn - 13.03.1987, Síða 4

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Síða 4
LEIÐARI Draumaprins á flótta Á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var aðalboðskapur Þorsteins Pálssonar formanns til íslenskra íhaldsmanna sá , að Alþýðubandalagið sé úr sögunni sem aðalandstaeðingur Sjálfstæðisflok- ksins í íslenskum stjórnmálum, en í stað hins forna andstæðings sé nú kominn „höfuðkeppinautur” og heiti sá Alþýðuflokkur. En Adam var ekki lengi í Paradís.Mánudaginn að loknum landsfundi birtist frétt í DV með fyrirsögn sem teygði sig yfir þvera forsíðuna. Efni fréttarinnar var, að Alþýðubandalagið, hinn nýafskrifaði ands- tæðingur Sjálfstæðisflokksins væri í þungri sókn. Og þar með var draumurinn úti. Sama máli gegnir um marga aðra af Ijúfustu draumum formanns Sjálfs- tæðisfJokksins - þeir reynast víðs fjarri raunverul- eikanum. En þrátt fyrir það er bjartsýni formannsins unga svo mikil, að ekkert fær aftrað honum frá því að byggja kosningabaráttu sína fremur á draumum en veruleika. Enda má kannski segja sem svo að það sé skiljanlegt með hliðsjón af þeim veruleika, sem formaðurinn býr við, að hann hafi tilhneigingu til að leita skjóls í draumheimum. Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins og ríkis- stjórnarinnar byggist nefnilega á brostnum draumum — og er þá ekki átt við þann skammvinna draum um uppgufun Alþýðubandalagsins. Helstu draumarnir eru þrír: Hinn fyrsti fjallar um verðbólguna. I þessum draumi er verðbólgan komin niðurfyrir 10% og þjóð- in klappar fjármálaráðherranum lof í lófa. En við lófatakið vaknar fjármálaráðherran af draumnum og sér þá að verðbólgan er nú 20% og þjóðin er áhyggjufull, enda segja virtustu hagfræðingar að verðbólgan stefni í 40% strax að afstöðnum kosn- ingum. Annar draumurinn fjallar um húsnæðismálin. í þessumdraumi kemurfólktil Þorsteins Pálssonarog þakkar honum fyrir að hafa gert því kleift að að eignast gott húsnæði með viðráðanlegum kjörum. Veruleikinn er annar. Fólk stendur ekki í röðum til að þakka fyrir árangurinn í húsnæðismálum. Fólk stendur í röðum til að bíða eftir húsnæðislánum - jafnvel lengur en heilt ár. Og á meðan stígur verð á sæmilegum íbúðum upp úr öllu valdi, og húsnæðis- sjóðinn vantar fjármagn upp á hundruð milljóna. Þriðji draumurinn er um ánægða skattgreiðendur. Hann er óljósastur draumanna. En veruleikinn er Ijós. Enginn árangur hefur náðst í skattamálum ann- Þær fréttir berast frá höfuðborg Tékkóslóvakíu að forystumenn svokallaðrar Djassdeildar hafi verið dæmdir í fangelsi, Karel Srp í 16 mánuði, Vladimir Kouril í tíu mánuði, aðrir skilorðsbundið. Þetta eru slæm tíðindi. Djassdeildarmenn hafa um skeið verið í fararbroddi andófs menntamanna og æskulýðs gegn íhaldsstjórninni sem ríkt hefur í Prag frá því innrásarher Sovétríkjanna steypti af stóli Du- bcek og umbótafylkingu hans árið 1968. Fylgst var með réttarhöldunum yfir Djassmönnum í von um að þar fengist vísbending um að með nýjum straumum í Sovét ykjust mannréttindi og lýðræði í ríkjum Austur- ar en sá að stefnt er að því að leyfa fólki að stað- greiða skattana sína á næsta ári. Ekki hefur verið hreyft við hinum fjölskrúðugu skattareglum aem valda því að skattabyrðin hvílir stöðugt á launafólki. Og ekki nóg með það, heldur veit fólk, að einhverjum ráðum verður að beita til að vega upp fjárlagahal- lann. Og svo vita allir að virðisaukaskatturinn vofir yfir. En hann þýðirtil að mynda hækkun á matvörum um þetta 20%. Svona eru draumar formanns Sjálfstæðisflok- ksins, og svona er veruleikinn. Draumaprinsinn er á flótta frá veruleikanum, og kjósendur eru á flótta undan draumaprinsinu -Þráin Evrópu. Þótt dómarnir yfir Srp og Kouril séu í sögulegu samhengi tiltölulega vægir er ekki hægt að túlka þá öðruvísi en svo að Husak-stjórnin ætli sér áfram að halda menningarlífi og samfélagsumræðu í klaka- böndum skrifræðis og lögregluofsókna. Þjóðviljinn fordæmir dómana yfir forystumönnum Djassdeildarinnar í Prag. Þeir eru ekki aðeins til dæmis um ill örlög Tékka og Slóvaka heldur veikja þeir tiltrú á yfirlýsingum ráðamanna í Kreml um aukin mannréttindi og lýðræðisþróun. -m Vonbrigði í Prag KUPPT OG SKORtÐ Enn af vændi Merkilega stórar sveiflur hafa orðið í viðbrögðum við vændis- þáttinn á Stöð 2 á mánudags- kvöld. Morgunblaðsskríbent einn varð svo hrifinn af þætti- num, að hann taldi að með hon- um væri Jón Óttar að breyta þjóðfélaginu. Og hafði það helst fyrir sér, að í honum hafi verið „afhjúpaðir" ýmsir fínir menn, allt upp í þingmenn, sem hafi keypt sér vændisþjónustu. Því miður var hér ekki um neinar afhjúpanir að ræða, eins og einn dálkahöfundur Tímans hefur komið auga á og hefur reiðst mjög yfir þeirri „gleymsku“. Af hverju, segir þar, náði Jón Óttar ekki í einn karlanna á fínu bílunum sem bjóða smástelpum á Hlemmi hassmola eða brennivínstár af heimilisbarnum? Og þessum fyrirspurnum fylgir höfundur eftir með fágætlega hvassri grimmd : „Af hverju náði Jón Óttar ekki í fulltrúa utanlandsfaranna, sem glaðir sjá eftir góðum hluta gjald- eyris síns á „tillann" á sér - þó sú áhætta fylgi að þeir færi sínum „heittelskuðu heima“ lekanda, flatlús eða kláða ásamt með kon- fektsdósinni úr fríhöfninni? Og fróðlegt hefði verið að heyra í virðulegum fulltrúa t.d. Lionsklúbbanna skýra út skemmtunar- og menningargildi þess að borga starfsstúlkum Hjálpartækjabankans fyrir að nudda sér pínulíið utan í þá á klúbbkvöldum, hengja blúndu- nærbuxur á nefið á þeim eða brjóstahöld á skallann.“ Sem betur fer eru dagar heilagrar reiði ekki taldir. Af samkeppni í gær var í þessum pistlum getið um áhyggjur Ólafs Skúlasonar dómprófasts af því að teiknim- yndahasarinn í Stöð 2 á sunnu- dagsmorgnum drægi úr kirkju- sókn barna. Séra Ólafur taldi, eins og vonlegt var, lítt æskilegt að lenda með þeim hætti í „sam- keppni um sálir barnanna“. Og eins og sjá mátti í fréttum í gær er hann heldur ekki hrifinn af þeim kosti að flytja guðsorð inn á Stöð 2 sem innskot milli Andrésar Andar og Geimálfsins. Ertu viss um að þetta sé hollt? spurði karlinn sem hafði sopið blöndu af þorskalýsi og brenni- víni. En nú bregður svo við, að fjöl- miðlarýnir Morgunblaðsins gerir svofellda athugasemd við þennan ágreining: „Sannarlega er vandlifað í heimi samkeppninnar ekki síður en í heimi stjórnmálabarátttunnar, en þá er bara að leysa kirkjuna undan ríkisvaldinu og gera söfnuðina ábyrga fyrir rekstrinum. Guðs- orðið var aldrei ætlað fariseun- um.“ Undarlegir eru mennirnir og mikilfenglegt er þolgæði pappírs- ins. Ef þessi klausa lumar á ein- hverri merkingu (sem ekki er víst) þá er hún líklega þessi : Kristnir söfnuðir geta þá helst staðið sig í baráttunni um barnsá- lina að þeir sveii þjóðkirkju- skipan og marséri inn í hina glöðu markaðssetningu sinnar þjón- ustu. Sem væntanlega mundi við þær aðstæður sem nú er um rætt þýða, að annaðhvort verður teiknimyndum af risavidéói skotið inn í barnaguðsþjónustur - eða þær fluttar á þeim tíma sunn- udagsins þegar Stöð 2 er svo elskuleg að hvfla sig. Af formannskjöri Víkverji Morgunblaðsins var mjög hrifinn af landsfundi flokks síns á dögunum. Allt var svo vel skipulagt, aðstaðan var svo góð, 1200 manns sátu saman og átu án þess til vandræða kæmi. Fundar- salurinn var fagurlega skreyttur með fálka og fánalitum. Sérstök tjöld voru sett upp „til að auðvelda sjónvarpsmönnum upptökur". Eini ljóðurinn á ráði skipuleggjenda var sá að grænn framsóknarlitur var á fjölrituðum álitsgerðum starfshópa, en ekki sá himinblámi sæluvistar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert að sínum lit. Af engu var Víkverji þó jafn hrifinn og af yndislega greið- legum kosningum í embætti for- manns og varaformanns. Enginn einstakur mátti vera í framboði, en allir gengu stilltir og prúðir og ákveðnir með hvíta og bláa miða út í hliðarsal og að klukkustund liðinni „lá það fyrir að Þorsteinn Pálsson hefði verið endurkjörinn með 98% atkvæða" og Friðrik Sophusson fékk litlu minna í sæti varaformanns. Svo segir Vík- verji: „Þvílík samstaða um forystu- menn er ekki í mörgum lýðræðis- flokkum. Raunar skal dregið íefa að margir stjórnmálaflokkar treysti sér til að hafa jafn frjáls- legar reglur og hér er lýst um val á forystumönnum sínum.“ Víkverji blessaður kemur því miður ekki auga á þá gamansemi tilverunnar, að reglurnar eru hafðar svo frjálslegar að allir eru í framboði einmitt vegna þess að aðeins EINN er í kjöri. Honum kemur heldur ekki til hugar að jafn „sovéskur" einhugur og Sjálfstæðismenn sýndu í Laugar- dalshöllinni á dögunum ber engu fremur vitni en því dapurlega skoðanaleysi - sem við vitum úr Unuhúsi og fleiri góðum stöðum að er upphaf alls ills. - áb þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, SiaurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt8teiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar:Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð ílausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Á8kriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.