Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 18. mars 1987 64. tölublað 52. árgangur Staðgreiðslulögin Hátekjuhóparnir lœkka meira en almennir launamenn. Svavar Gestsson: Fráleit skattahœkkun. Dæmiumað einstæðirforeldrarbeinlínis hœkki í sköttum. Ríkisstjórnin reyndi að fela upplýsingar Ríkisspítalarnir Sendur heim „Þetta er ekki verst fyrir mig, það eru aðrir sem hafa það erfið- ara,“ sagði Þórður Jóhannson sjúklingur á handlækningadeild en hann fer nú heim af spítalanum tveim dögum áður en ráð var fyrir gert. „Ég á heimili að að hverfa svo ég stend vel að vígi. En þetta ágæta hjúkrunarfólk verður að fá laun sem því sæmir fyrir sína vinnu. Hjúkrun öll og umönnun er hér til fyrirmyndar, unnin af samviskusemi og vandvirkni og ég veit að því er það ekki sárs- aukalaust að fara í verkfall. Það á að ganga frá þessum mál- um gagnvart fólki sem vinnur störf eins og hér þannig að til svona aðgerða þurfi ekki að koma og fólk á ekki að þurfa að kreista fram mannsæmandi laun með aðgerðum sem aðallega bitna á alsaklausum. Fólk á að fá þau laun sem því ber.“ Skattheimta ríkisins kann að verða allt að miljarði meiri en ríkisstjórnin hefur staðhæft. Það verður afleiðingin af tekjuskatts- frumvarpinu sem var verið að samþykkja rétt í þessu. Og það sem verra er, hátekjuhóparnir fara mun betur út úr þessu nýja kerfi en fólk með almennar launatekjur. Þess eru jafnvel dæmi að einstæðir foreldrar hækki í sköttum vegna breyting- anna, sagði Svavar Gestsson í við- tali við Þjóðviljann í gærkvöldi. En alþingi var þá nýbúið að samþykkja ný lög um stað- greiðslu skatta. „Mér finnst þessi óheyrilega skattahækkun auðvitað fráleit sagði Svavar. „En ekki síður finnst mér ámælisvert, og beinlín- is hættulegt, þegar ríkisstjórn reynir að fela mikilvægar upplýs- ingar einsog gerðist í þessu máli. Þar á ég við, að það var bókstaf- lega reynt að fela upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun um hvernig nýja kerfið kemur út fyrir hina ýmsu tekjuhópa" „Ég skildi hins vegar leyndina, þegar þessar upplýsingar voru loksins lagðar fram í dag. Þá kom nefnilega í ljós að samkvæmt tekjubreytingunni á milli ára há- tekjufólkið er um að ræða skatta- hækkanir hjá almennum launa- mönnum í ofanálag kom síðan fram í upplýsingum Þjóðhags- stofnunar, að til dæmis einstæð foreldri með barn yfir 7 ára aldri bókstaflega hækka í sköttum, þrátt fyrir endalausar yfirlýsingar stjórnvalda um að breytingin eigi að stuðla að lækkun.“ Svavar sagði að Alþýðubanda- lagið styddi einföldun skattakerf- isins og styddi meginhugsunina í staðgreiðslufrumvarpinu. „Ég tel hins vegar einsýnt, að það verði að skoða framkvæmd þess í milli- þinganefnd í sumar, með það fyrir augum að lækka álagningar- prósentuna í haust.“ -ÖS mwin Þórður Jóhannsson: Hjúkrunar- fólk vinnur mikið starf dyggilega og af samviskusemi og á skilið að það sé metið að verðleikum. (Mynd Sig). Skoðanakannanir Framsókn dalar Daglega birtast nýjar skoðana- kannanir um þessar mundir, enda styttist óðum í kosningar. I gær boðaði Hagvangur til blaða- mannafundar til að kynna niður- stöðu skoðanakönnunar, sem gerð var dagana 5-13. mars. Sama dag hafði birst skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar í Morgunblaðinu. Báðar kannanirnar sýna fylg- istap hjá Framsóknarflokkí. Fylgið er 12,7% samkvæmt Ha- gvangi en 13,8% hjá Félagsvís- indastofnun. Alþýðubandalag er með 15,8% hjá Félagsvísinda- stofnun en 13,9% hjá Hagvangi. Kvennalisti með 9,1% hjá Hag- vangi en 7,2% hjá Félagsvísind- astofnun. Alþýðuflokkur 18% hjá Félagsvísindastofnun en 19,9% hjá Hagvangi og Sjálfs- tæðisflokkur 38,9% hjá Félag- svísindastofnun en 40,5% hjá Hagvangi. Sjá nánar um skoðanakannan- ir á bls. 2. -Sáf Hjúkrunarfræðingar að fara í verkfall: f.v. Margrét Hallgrímsson, Guðrún Arnar- dóttir, Helene Berntzen, Elín Hafsteinsdóttir, Rósa Karlsdóttir og Anna Lilja Reimarsdóttir: Hverjum dettur í hug að við förum í verkfall að gamni okkar? En það er krafa sem ekki verður framhjá gengið að við fáum mannsæmandi laun miðað við þá menntun sem við höfum aflað okkur á mörgum árum og miðað við hversu erfitt og oft lýjandi starf við innum af hendi. (Mynd Sig). Ríkisspítalarnir Byrjað að rýma Landsspítalann Stefnir í verkfall háskólamennt- aðra starfsmanna ríkisspítalanna í nótt? Anna Stefánsdóttir: Tveim deildum verður að loka og rýma 80 rúm. Likur á að samningur við borgina verði felldur. Haraldur Hannesson: Það virðist vera tölu- verð andstaða gegn samningnum og er tvísýnt um úrslit. Sjúklingar á Landsspítalanum eru þegar farnir að búa sig til ferðar og kveðja enda virðist fátt geta komið í veg fyrir að verkfall háskólamenntaðra starfsmanna á ríkisspítölunum skelli á í nótt. Anna Stefánsdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri Landspítal- ans, sagðist eiga von á því að stór hluti spítalans lamaðist þegar verkföllin kæmu til framkvæmda. Tveimur deildum verður að loka alveg, einni handlækningadeild og einni lyflækningadeild og verður þessvegna að rýma 80 rúm. Hjúkrunarfræðingar sem Þjóðviljinn ræddi við í gær hörm- uðu það að þetta bitnaði á sjúk- lingum, „en verkfallsrétturinn er eina verkfærið til að sækja okkar rétt fyrst ekki er komið til móts við okkur.“ Hildur Einarsdóttir, formaður kjaranefndar Félags háskóla- menntaðs hjúkrunarfólks, sagði að mikið bæri á milli. Byrjunar- laun hjúkrunarfræðings með fjögurra ára háskólanám að baki eru rúm 34 þúsund á mánuði. Fara hjúkrunarfræðingar fram á 45.500 krónur í lágmarkslaun. Þá gera hjúkrunarfræðingar kröfu á leiðréttingu á uppsöfnuð- um mismun sem er á launum háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu og greitt er fyrir sambærileg störf á almennum vinnumarkaði. í þriðja lagi er far- ið fram á verðtryggingarákvæði í samningana. Ríkið hefur boðið innan við 10% meðalhækkun. En það eru ekki bara háskól- amenntaðir starfsmenn á sjúkra- húsunum sem standa í baráttu. Á miðvikudag verður atkvæða- greiðsla um nýgerðan kjarasamn- ing Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar og borgarinnar og er mjög tvísýnt um úrslit hennar þar sem ýmsir hópar eru ekki sáttir með sinn hlut í samningnum. „Það gæti greinilega farið svo að samkomulagið verði fellt,“ sagði Haraldur Hannesson for- maður SFR. „Ég heyri að það virðist vera töluverð andstaða gegn samningum við borgina. Verði samningurinn felldur blasir ekkert annað við en allsherjar- verkfall, allt annað hefur verið reynt til þrautar. Ég vona því að fólk hugsi sig vel um,“ sagði Har- aldur. Ing/-Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.