Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 6
tnun dýrari. Hreiðurkassana ætt- um við að smíða hér innanlands í stað þess að flytja inn kassa, sem hvorki eru betri né ódýrari, nema síður sé. Við þurfum að gæta þess vel, að yfirleitt öll mistök, stór og smá, leiða af sér aukinn fjár- magnskostnað og það er fjárfest- ingarkostnaðurinn, sem hefur reynst of hár og þungbær fremur en rekstrarkostnaðurinn. Þekkingarleysið þungt á voginni - Hvað sýnist ykkur svo um framtíð þessarar búgreinar? - Það er nú því miður svo, að á flestum sviðum, sem snerta þessa búgrein, vantar okkur þekkingu. Hennar höfum við verið að reyna að afla okkur með dýrri reynslu. Það er þekkingarleysi okkar á þessu sviði, sem öðru fremur hef- ur staðið loðdýraræktinni fyrir þrifum. Sú þekking hefði þurft að vera fyrir hendi í meira mæli áður en ýtt var úr vör. Stjórnvöld skorti skilning á því hvað þau voru raunverulega að gera þegar þau hvöttu bændur til þess að fara af stað. Við stefndum ekki rétt í upp- hafi. Við áttum að byrja á'því að styrkja myndarlega uppbyggingu fóðurstöðvanna í stað fram- kvæmda á einstökum búum. Kannski má afsaka þetta með því að loðdýraræktin var fljótvirk- asta leiðin til þess að koma upp einhverjum rekstri til að mæta hinum harkalega og snögga sam- drætti í hefðbundnum búgrein- um, sem stefnt hefur verið og er að, en vel að merkja - því aðeins, að tilraunin tækist. Nú fer það í vöxt, að bændur kaupi sér paraðar minkalæður að vorinu eða hvolpa að sumrinu. Það getur verið skynsamlegt því þannig er hægt að stytta bilið milli fjárfestingar og tekna. Á þessu eru menn að átta sig. Okkur vantar ennþá sárlega menntað fólk í þessari atvinnu- grein, sem hefur síðan tíma og afstöðu til að miðla þekkingu sinni til loðdýrabænda. Ef við nefnum hér nokkur atriði, sem bráðnauðsynlegt er fyrir viðgang loðdýraræktarinnar að unnið sé að og komið í framkvæmd þá eru það t.d. þessi: 1. Það þarf að fá hæft fólk til þess að kenna rétt verk- og vinnu- lag. 2. Það þarf að leiðbeina um kynbætur og val á lífdýrum og skipuleggja það sem best. Því miður er lífdýrum, sem menn hafa þurft að kaupa, haldið í alltof háu verði. Sagt er að í þess- ari verslun ríki frjáls samkeppni, en sú er engan veginn raunin, heldur bindast menn samtökum um verðið. 3. Það þarf að veita góða ráð- gjöf um allt, sem lýtur að bygg- ingum. 4. Það þarf að leiðbeina mönnum um reksturinn. Það eru ýmsar leiðir til í sambandi við fjármagnsútvegun en misdýrar og hver er best? 5. Það þarf að leiðbeina mönnum um fóðrið, meðhöndl- un fóðursins og fóðurgerð og svo sjálfa fóðrunina. Það þarf að liggja sem ljósast fyrir þegar í byrjun hvernig reka eigi búið svo að dæmið gangi upp. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að hér er verið að stofna fyrirtæki og því þarf á allan hátt að vanda vel til undirbúningsins. í heild má segja að við þurfum að afla okkur mun meiri þekking- ar á þessari búgrein en við höfum nú og bændur þurfa að eiga auðveldan aðgang að henni. Ef alls þessa er gætt, og raunar ýmislegs annars, sem hér hefur ekki verið drepið á, þarf vart að efa, að loðdýraræktin eigi góða framtíð fyrir sér hér á landi, voru lokaorð þeirra Álfhildar Ölafs- dóttur og Björns Halldórsonar. - mhg Greenpeace Hvalir arfur mannkyns Greenpeace sendir alþingismönnum bréfum íslenskar hvalveiðar: Hvernig œtlum við að bjarga mannkyninu ef við getum ekki bjargað hvölunum? Umhverfisverndarmenn í „Greenpeace hafa komið nokkuð við íslenska sögu síð- ustu árin vegna átaka um hval- veiðar og nú síðast sendi Sví- þjóðardeild þeirra bréf til ís- lenskra alþingismanna og fjöl- miöla. Erindið ber nafnið „Upplýsingar um hvalveiði ís- lendinga” og er á íslensku og er sjálfsagt að láta Greenpeace-menn eiga beinan orðastað við lesendur (millifyrirsagnir eru Þjóðvilj- ans): Næstum 15 ár eru liðin síðan krafan um 10 ára alþjóðahval- veiðibann kom fram í fyrsta sinn. Það var á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi um um- hverfismál, þar sem einhver spurði: „Ef okkur tekst ekki að bjarga hvölunum, hvernig eigum við að geta bjargað okkur sjálf- um?” Á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna árið 1972 var samþykkt samhljóða ályktun þar sem mælt var með því að ríkisstjórnir komi sér saman um að styrkja Al- þjóðahvalveiðiráðið til að auka alþjóðlegar aðgerðir í rannsóknaskyni. Þar var einnig fjallað um mikilvægi alþjóðlegrar samþykktar á vegum Alþjóða- hvalveiðiráðsins sem ráðstefnan taldi aðkallandi, með aðild allra viðkomandi ríkisstjórna að 10 ára hvalveiðibanni (í viðskipta- skyni). Líta má á hvalveiðar í dag sem gott dæmi um hve skammsýnt mannkynið er í nýtingu sinni á auðæfum jarðar. Við ofnotum jarðveginn, andrúmsloftið og sjóinn, án þess að hugsa um kom- andi kynslóðir. Ástæðan fyrir þessu er oft græðgi, en hún getur líka verið vanþekking. Við ættum að hafa í huga málshátt frá Kenya sem segir: „Berðu umhyggju fyrir jörðinni - þú erfðir hana ekki frá foreldrum þínum, heldur ertu, með hana í láni hjá börnunum.” Hvalurinn er spendýr sem lifir í sjó. Hann andar með lungum og fæðir lifandi afkvæmi sem eru algerlega háð móðurinni bæði hvað varðar fæðu og öryggi. Þró- unarsaga hvalsins spannar milljónir ára - ef hann deyr út þá verður hann eflaust aldrei til aftur. Tímgun stóru hvalategund- anna er mjög hæg. Sumar teg- undir maka sig aðeins fimmta hvert ár (s.s. búhvalurinn), aðrar á tveggja til þriggja ára fresti. Hvalurinn fæðir aðeins eitt af- kvæmi í einu og er lengi að ná kynþroska. Við athugun gagna um hval- veiði er það augljóst að hún hefur beinst að stóru tegundunum. Þegar tala þeirra minnkar það mikið að ekki er lengur arðvæn- legt að veiða þær er snúið að minni tegundum. Nú er svo kom- ið að um 90% hvalveiða beinast að hrefnum sem eru næst minnstu skíðishvalimir. Margar tegundir, (þ.á m. steypireyður, stærst allra hvala og jafnframt stærsta dýr jarðar) eru ekki aðeins orðnar óarðbærar til veiða heldur eru þær að verða aldauða. Hvalveiðiráðið Alþjóðlega ráðstefnan um stefnumörkun í hvalveiðum var fyrst haldin árið 1946 og Alþjóða- hvalveiðiráðið hefur komið sam- an árlega síðan 1949. Noregur og ísland voru meðal fyrstu þjóð- anna sem viðurkenndu ráðstefn- una. Þær þjóðir sem fylgja regl- um hennar hafa rétt á að gerast aðilar hvalveiðiráðsins. Hvalveiðiráðið var í mörg ár samkunda hvalveiðiþjóða sem höfðu þegar gert sér grein fyrir mikilvægi þess að stýra veiðunum í þágu veiðanna sjálfra. Ráðið var sett á laggirnar til að „sjá fyrir viðeigandi verndun á hvalastofn- um til að hægt sé að þróa fram- leiðslugreinina skipulega.” Með árunum varð ljósara að eina skynsamlega þróun hvalveiða var að stöðva þær. Eftir að ályktun Sameinuðu þjóðanna um stöðvun hvalveiða var samþykkt árið 1972 urðu fleiri þjóðir aðilar að Alþjóða- hvalveiðiráðinu og árið 1982 samþykkti meirihluti ráðsins stöðvun hvalveiða frá og með ár- inu 1986. Vandamálið er hins vegar að ráðið hefur ekki vald til að fylgja tillögum sínum eftir, frekar en aðrar alþjóðastofnanir. Þrjár þjóðir hafa enn ekki viðurkennt veiðistöðvunina: Japanir, Sovét- menn og Norðmenn. Þær vísindalegu rannsóknir sem gerðar hafa verið og voru grundvöllur að niðurstöðu ráðs- ins voru unnar af Vísindanefnd- inni sem samanstendur af bestu hvalvísindamönnum heims og hefur verið starfandi í mörg ár. Þrátt fyrir mikil afköst nefnd- arinnar er þekking á hvalnum mjög takmörkuð og reyndar langt frá því að vera fullnægjandi. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur því ráðist í stórátak í þeim efnum með aðild yfir 100 vísindamanna bæði úr röðum hvalveiðiþjóða og annarra þjóða. Verkefni þeirra verður fyrstu árin að afla fullnægjandi vitneskju um út- breiðslu og stærð hvalastofna og er búist við skýrslu frá þeim árið 1990. Vísindarannsóknirnar íslendingar halda því fram að rannsóknir þeirra séu mikilvægt framlag til þessa verkefnis en staðreyndin er sú að áframhald- andi hvaladráp getur ekki kennt okkur neitt. Þar að auki hafa ís- lendingar rokið til og drepið fjöl- dann allan af hvölum án þess að fá það staðfest að rannsóknir þeirra hafi nookuð vísindalegt gildi fyrir það sem verkefnið í heild sinni stefnir að. Notkun ís- lendinga á vísindalegum unda- nþágum hvalveiðibannsins grefur undan áhrifavaldi Alþjóðahval- veiðiráðsins. Þjóðir sem hafa áhuga á að stunda hvalveiðar í vísindaskyni þurfa að leggja áætlanir sínar fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið en það hefur ekkert vald, hvorki til að stjórna veiðunum né stöðva þær. Alþjóðahvalveiðiráðið get- ur sagt álit sitt en er í raun aðeins ráðgjafi. í umsókninni um leyfi verður þó að geta sérstaklega um: a) Hvert sé markmið veiðanna. b) Fjölda, kyn, stærð og afbrigði dýranna sem veiða á. c) Hvaða möguleikar séu á þátt- töku erlendra vísindamanna. d) Hver geti verið áhrif veiðanna á stofninn. Meirihluti meðlima vísinda- nefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins hefur þetta að segja um þátttöku íslands í rannsóknunum: „Þær upplýsingar sem yrðu líklega af- rakstur þessarar leyfisveitingar myndu verða lítil viðbót við þá vitneskju sem þegar hefur verið fengin, þó allar upplýsingar um framkvæmd veiðanna séu vel metnar.” Sumir meðlimir vísindanefnd- arinnar fóru jafnvel fram á að ís- lenska ríkisstjórnin veitti ekki leyfi til hvalveiða „þar til fyrir lægi umsókn um leyfið sem byggðist á þeirri auknu þekkingu sem nauðsynleg er til að fram- kvæma og stjórna slíkum rann- sóknum.” Gagnrýnin hefur þó verið enn meiri í undirnefnd sérfræðinga vísindanefndarinnar þar sem þeir álitu að umbeðið veiðileyfi fæli ekki í sér rannsóknir á þeim at- riðum sem Alþjóðahvalveiði- ráðið hafði þá þegar gefið for- gang. Annars vegar töldu þeir að bráðin væri óhentug til rannsókna og hins vegar álitu þeir að áður en frekari veiðar í rannsóknaskyni færu fram skyldi unnið úr þeim sýnum og þeim upplýsingum sem þegar hafði verið aflað. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins árið 1986 samþykkti vísinda- nefndin sameiginlega ályktun um að „sérstök leyfi yrðu veitt til vís- indalegra rannsókna”. Sam- kvæmt einni ályktuninni segir að áður en viðkomandi ríkisstjórn ákveður að fá leyfi til rannsókna „þá ætti hún að íhuga hvort mark- mið rannsóknarinnar féngist ekki allt eins vel með öðru en banvæn- um rannsóknaraðferðum”. Ástæðan sem liggur að baki svona ályktun er að sjálfsögðu sú að þetta tímabundna hvalveiði- bann var upphaflega sett til að gefa hvalastofnunum tíma til að jafna sig eftir margra ára rányr- kju þannig að það þyrfti mjög sterk rök til að hefja veiðar að nýju. Ríkisstjórn Islands hefur á- kveðið að hafa að engu þessi til- mæli en ef til vill mun íslenska þjóðin eiga erfiðara með að van- rækja þau tilmæli að „að loknum rannsóknunum verði meirihluta afurðanna neytt innanlands.” Þessi tilmæli voru samþykkt til þess að tryggja að tilgangur veiðanna yrði í raun og veru vís- indalegs eðlis. Á þessum grundvelli hótaði Bandaríkjastjórn refsiaðgerðum á hendur ríkisstjórnar fslands og túlkar orð vísindanefndarinnar um að afurðanna skyldi fyrst og fremst verða neytt innanlands á þann hátt að ef meira en 49% hvalkjötsins yrði flutt út þá myndi Bandaríkjastiórn setja efnahagsþvinganir á Islendinga. Þetta kæmi íslandi í slæma að- stöðu en hvað annað er hægt að gera þegar heil ríkisstjórn, þrátt fyrir vísindalega og lýðræðislega málsmeðferð, neitar allri sam- vinnu og að fylgja alþjóðalögum, jafnvel lögum sem hún sjálf hefur undirritað. Hvernig á okkur að takast, mannfólkinu, að bjarga jörðinni okkar þegar ábyrgir aðil- ar eins og ríkisstjórnir hafa engan áhuga á að leggja lið. Því miður er hægt að nefna fleiri dæmi í þessu sambandi: Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki viðurkennt þá staðreynd að mengun frá breskum iðjuverum skaði og beinlínis eyðileggi vistkerfi N-Evrópu. Danmerkur- stjórn vill sökkva eiturgasvopn- um í sæ jafnframt því sem hún reynir að sannfæra aðrar þjóðir um að sú lausn sé í raun og veru engin lausn á hinum svokallaða úrgangsvanda. Ríkisstjórn Svía reynir að telja nágrannalöndum sínum trú um að notkun Svía á kjarnorku sé þeirra einkamál og svo framvegis. Svo virðist sem ríkisstjórnir eigi erfitt með að sæta gagnrýni þegar þeirra eigin heimalönd eiga í hlut en við verð- um að gera okkur grein fyrir að við lifum á einni plánetu og erum algerlega háð ástandi náttúrunn- ar. Samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna (UN Law of the Sea) eru hvalirnir arfur mannkynsins og þess vegna er það á allra ábyrgð að tryggja afkomu þeirra. Dirfist ríkisstjórn íslendinga að leggja þessar lífverur í hættu; líf- verur sem bjuggu hér á jörðinni milljón árum áður en maðurinn kom til sögunnar? Áhugi íslendinga kviknar allt of seint. Það er litla vitneskju að hafa af 800 dauðum hvölum um það sem þúsundir dauðra hvala hafa ekki getað upplýst okkur um nú þegar. Ef ríkisstjórn íslend- inga og vísindamenn hafa vís- indalegar rannsóknir á hvölum að markmiði ættu þeir að hafa samvinnu við hópinn sem er nú að gera skýrslu um útbreiðslu og stærð stofnanna og byggir rann- sóknir sínar á aðferðum þar sem veiðar þurfa ekki að koma til. Á árinu 1990 verður samþykkt- in um alþjóðlegt bann við hval- veiðum endurskoðuð í ljósi upp- lýsinga um ástand hvalastofn- anna og hvaða áhrif þetta tímabil hefur haft á stofnana. Ekki er þó mikil ástæða til bjartsýni þar sem lífsskilyrði þessara spendýra eru slæm, mengun og önnur röskun kemur þar til og einnig er fjölgun- in hæg innan stofnanna. Dæmi um þetta er steypi- reyðurin sem hefur verið friðuð í 22 ár án þess að stofninn hafi náð sér upp að einhverju marki. Reglugerðin sem var samin á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1975, um að ákvarða þyrfti stærð stofnanna, var málamiðlun milli ríkisstjórna sem vildu al- þjóðlegt veiðibann og þeirra sem ekki töldu sig tilbúnar til að sam- þykkja þá lausn. Erindreki Mex- íkó lét í ljós efasemdir sínar um þessa málamiðlun og mælti eitthvað á þessa leið: „Þeir sem stóðu að þessari málamiðlun verða þekktir sem hópur fárra manna sem brugðust skuidbind- ingum sínum við heiminn og héldu hlífiskildi yfir örfáum hvalföngurum í stað þess að tryggja framtíð þúsunda hvala. Skyldi þessi tilvitnun ef til vill verða notuð í framtíðinni með þeirri breytingu að í stað „hópur örfárra manna” standi „íslenska ríkisstjórnin” ??? 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Mlðvikudagur 18. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.