Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 12
Sovétríkin Stalín var afleitur herstjómandi Mistök markskálksins Jósefs Stalíns urðu Sovétmönnum dýr- keypt ísíðari heimsstyrjöld. Varplataður upp úr skónum af leyniþjónustu þýska hersins Mikilsvirtur sovéskur sagn- fræðingur, Alexandcr Samsonof, lét þau orð falla í viðtali við tíma- ritið „Staðreyndir og rök“ („Arg- umenty I Facty“) í fyrradag að Jósef Stalín hafi gert mörg alvar- leg glappaskot við stjórn Rauða hersins í síðari heimstyrjöld, glappaskot sem höfðu skelfilegar afieiðingar fyrir sovésku þjóðirn- ar. Ef þessar fullyrðingar sagn- fræðingsins eru til marks um al- mennt uppgjör gerskra ráða- manna við sögufalsanir þess efnis að Stalín hafi stýrt sovéska hern- um af festu og röggsemi þá er það enn eitt dæmið um afhjúpun blekkingarvefsins sem Brésnef og félagar ófu um hvaðeina í austurvegi. Eftir dauða Stalíns og afhjúp- un Krúsjofs á harðstjórn hans á tuttugasta þingi kommúnistafl- okksins árið 1956 var hljótt um hann í fjölmiðlum eystra. Hins vegar gerðu eftirkomendur Krúsjofs honum öllu hærra undir höfði. Afglöp og glappaskot gerði hann að vísu mikil og marg- vísleg við landstjórn, sögðu brésnefistarnir, en hann var skolli góður herforingi og bar markskálkstignina með heiðri og sóma. Samsonof segir að kollegar sínir hafi vitandi vits leitt hjá sér margar „óþægilegar" spurningar sem vöknuðu óhjákvæmilega við grandskoðun heimilda um þetta tímabil og gátu leitt til niðurstöðu sem gekk á skjön við söguskoðun valdaklikunnar. Það sé fyrst nú að óhætt sé að segja allt af létta um þetta mál. Samsonof hefur orðið: „Við sagnfræðingarnir höfum ætíð fullyrt að innrás Þjóðverja í So- vétríkin hafi borið brátt að en sú er ekki raunin. Það hafði verið einsætt lengi að Þjóðverjar hygð- ust ráðast inn í föðurland okk- ar... en Stalín vissi sem var að þjóðin var ekki búin undir stríð og sannfærði sjálfan sig um að styrjöldinni mætti slá á frest. Þegar öllum mátti vera fullkomlega ljóst að þýski herinn var í viðbragðsstöðu og myndi þá og þegar láta til skarar skríða þá sat Stalín með hendur í skauti og aðhafðist ekki neitt þrátt fyrir margítrekaðar aðvaranir og ráðleggingar um að búa Rauða herinn undir átök.“ Og Samsonof dregur af þessu á!yktun:„Ef hann hefði brugðist við á annan hátt og ekki virt ráð bestu manna að vettugi þá er það engum vafa undirorpið að þýski herinn hefði ekki hrósað jafn miklum sigri í upphafi innrásarinnar og alls ekki komist í námunda við Leníngrað og Moskvu. Þessi glappaskot Stalíns höfðu því hörmulegar afleiðingar og Sovétþjóðirnar guldu ríkulega í mannslífum." Samsonof nefnir tvö dæmi um að nasistar hafi blekkt Stalín upp úr skónum og í bæði skiptin hafði það skelfilegar afleiðingar í för með sér. Á fjórða áratugnum komu þeir þeirri flugu í kollinn á honum að þorri háttsettra foringja Rauða hersins sæti á svikráðum við hann og gengi erinda Þriðja ríkisins. Hann trúði því einsog nýju neti, hafði hraðar hendur og lét skjóta þá unnvörpum. Fyrir vikið var herinn nánast höfuðlaus þegar Þjóðverjar lögðu til atlögu. Síðara dæmið er frá árinu 1942. Þá sömdu Þjóðverjar áætlun sem gekk undir dulnefninu „Kreml“ og fólst í því að „leka“ upplýsing- um um áform þýsku herstjórnar- innar til sovéska einræðisherrans þess efnis að árás á höfuðborgina væri yfirvofandi. Aftur gein Stal- ín við agninu og lét styrkja varnir Moskvu verulega. Skömmu síðar hófu Þjóðverjar sókn á suð- vestur vígstöðvunum, rufu víg- línu Sovétmanna og voru ekki stöðvaðir fyrr en þeir höfðu náð austur á Volgubakka, í hinni fraegu orrustu um Stalíngrað. Ymislegt annað ber á góma í viðtalinu við Samsonof um styrj- aldarárin og staðreyndir sem Deutschland, Deutschland... Þýski öminn snúinn aftur Gullörninn verpir á ný í Svartaskógi Gullörninn hefur sest að í Þýskalandi á ný eftir 170 ára fjar- veru. Níu ernir hafa sést í Svarta- skógi í suðurhluta Þýskalands, þar á meðal ein hjón og einn ung- ur fugl, og eru því taldar góðar líkur á varpi. Fuglaáhugamenn og veiðimenn sáu flesta ernina í fyrra en hafa haldið uppgötvun- um sínum leyndum þartil nú af ótta við veiðiþjófa. Fyrst var sagt frá erninum endurkomna í veiði- blaðinu Wild und Hund í byrjun febrúar. Gullörninn er sá fugl sem Þjóð- verjar hafa gert eftir skjaldar- merki sitt seint og snemma. Hann var eitt af einkennistáknum Þriðja ríkisins, og var endur- teiknaður sem skjaldarmerki Vesturþýska sambandslýðveldis- ins, - í Austur-Þýskalandi var örninn hinsvegar látinn víkja fyrir hamri og sirkli. Ekki er vitað um gullarnar- hreiður á þýskri grund síðan 1816, og síðast sást til amarins í bæversku Ölpunum um síðustu aldamót. Á nítjándu öld var örn- inn talinn hin versta plága og getrluna- VINNINGAR! 30. LEIKVIKA - 14. MARS 1987 VINNINGSRÖÐ: 1 1 1-221-1 1 1-XX1 1. VINNINGUR : 12 réttir, kr. 27.370.- 4253 + 50579(4/11) 126095(6/11) 217721(8/11)+ 221858(8/11) 7221(1/11) 52146(4/11) 129060(6/11) 219697(10/11) 221868(8/11) 40429(4/11) 53990(4/11) 202734(10/11) 221445(9/11) 639673 44102(4/11) 98625(6/11) 212185(7/11) 221844(12/11) 45058(4/11) 101601 (6/11) 215753(8/11) 221648(11/11) 2. VINNINGUR: 11 réttir, kr. 604.- Alls komu fram 446 raðir. Vinningur fyrir ellefu rétta verður sendur vinnings- höfum nú í vikunni. Þeirvinningshafa sem ekki hafa fengið vinninga sína innan viku frá birtingu þessarar auglýsingar, vinsamlegast hafið samband við aðal- skrifstofu fslenskra getrauna. Nafnlausir seðlar verða auglýstir með vinninqa- skrá 31. leikviku. Kærufrestur er til mánudagsins 6. apríl 1987, kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- ar til greina. Handhafar nafnlausraseðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir loka kæru- frests. Jósef Stalín í fullum marskálksskrúða, veglega prýddur heiðursmerkjum. Mis- tök hans við herstjórn urðu Sovétmönnum dýrkeypt í síðari heimsstyrjöld. fram að þessu hafa legið í þagnar- gildi. Til dæmis um örlög rúss- neskra hermanna sem Þjóðverjar tóku til fanga en náðu að flýja frá þeim og héldu aftur í eigin her- búðir. „Þess var krafist af öllum her- mönnum okkar að þeir gæfust ekki upp heldur berðust til síð- asta manns þótt aðstaðan væri vonlaus. Það var smánarblettur á manni ef hann hafði verið tekinn höndum af óvinunum.“ Ýmsir hafa borið vitni um hver urðu örlög margra stríðsfanga sem snéru aftur til vopnabræðra sinna handan víglínunnar. Þeir voru ýmist sendir í fangabúðir eða skotnir á staðnum. Að fyrir- mælum Jósefs Stalíns. -ks. Þýski gullörninn er kominn aftur í Svartaskóg. Á myndunum til hliðar sést skjaldarmerki Vestur-Þýskalands, eitt af einkennistáknum Þriðja ríkisins á derhúfu hershöfðingja og þýski örninn stílfærður í þinghúsinu í Bonn. veiddur án miskunnar. Lög voru að lokum sett um friðun arnarins í Bæjaralandi og í Týról í Austurríki en kom fyrir ekki Þý- skalandsmegin. Gullörninn er nú alfriðaður í Vestur-Þýskalandi. Gullörninn (aquila chrysaetos) fúlsar ekki við mörgu. Hann étur gemsu-antflópu og hindarkálf, héra, kanínur, merði ýmsa, refi og villiketti. Hann leggst á hræ, gæðir sér á kráku og hrafni, mús- um, moldvörpum og spörfuglum, en helsta fæða hans í Ölpunum eru múrmel-íkornar sem nóg er af og er ekki talið að neinni dýra- tegund standi útrýmingarógn af eminum. Ernirnir fara halloka gagnvart sífellt þéttari mannabyggð, og þeir lifa ekki í stórhópum. Veiði- svæði arnarhjóna þarf að vera um eitthundrað ferkflómetrar og í Svartaskógi gætu samkvæmt því varla búið nema tvenn hjón eða þrenn. Umhverfisverndarmenn, fugl- avinir og veiðimenn búast nú til að tryggja arnarlíf í skóginum, meðal annars með því að skilja eftir fæðu á hentugum stöðum, og gera gildrur þannig úr garði að erninum stafi ekki hætta af. Helst er erninum talin hætta búin á þjóðvegum, þarsem hann sækir í ýmis smádýr sem ekið er yfir og getur þá sjálfur auðveldlega orð- ið fyrir bfl, og hvetja arnarvinir til að öll smádýr séu fjarlægð strax af vegum til að tryggja gullernin- um þýska tilveru víðar en í skjald- armerkinu einu saman. -m 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.